Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 54
54 sport 3. desember 2010 föstudagur „Bring football back home,“ eða „Komið með fótboltann heim,“ hafa verið orðin á vörum allra Englendinga undanfarnar vikur. Vildu Englending- ar ólmir fá að halda heimsmeistara- keppnina í knattspyrnu árið 2018 en hún hefur ekki verið haldin þar í landi síðan árið 1966 þegar England vann sinn fyrsta og eina heimsmeistaratitil. Á fimmtudaginn var það svo tilkynnt að Rússland yrði landið sem héldi keppnina en þar hefur hún aldrei far- ið fram áður. Á sama tíma var kunn- gjört að Katar héldi keppnina árið 2022. Heldur því heimsför Sepps Blatters, forseta FIFA, um heiminn áfram en það var vegna hans áhuga og ákefðar að HM var haldið í Japan og Suður-Kóreu árið 2002 og svo í Afr- íku í fyrsta skiptið í sumar. Sorgin er mikil í Englandi sem virkilega vildi fá keppnina. Beckham, forsætisráðherra og prins dugðu ekki England lagði allt í sölurnar til þess að fá heimsmeistarakeppnina en Sepp Blatter hafði áður sagt opin- berlega að England væri eina landið sem gæti haldið HM á morgun. Það fór þó að kvisast út nokkrum mínút- um fyrir tilkynninguna að England hefði fallið út í fyrstu umferð og ekki komist í lokakosninguna sem varð síðan raunin. Sendiboði Englands var knattspyrnuhetjan David Beckham sem hélt magnaða ræðu fyrir fram- an fulltrúa FIFA, en einnig messuðu yfir knattspyrnuforystunni þeir David Cameron, forsætisráðherra landsins, og Vilhjálmur Bretaprins. Það hrökk þó skammt. „Það eru auðvitað vonbrigði að falla út í fyrstu umferð og enn frekar að fá ekki keppnina. Við óskum samt Rússlandi hjartanlega til hamingju með að fá að halda HM. Það á þetta svo sannarlega skilið,“ sagði David Beckham auðmjúkur en þó mjög svekktur við breska fréttamenn fyr- ir utan ráðstefnuhöllina í Zürich þar sem drátturinn fór fram. Hann var spurður út í hvort heim- ildamynd BBC um mútumál, þar sem breski FIFA-nefndarmaðurinn Jack Warner var tekinn fyrir, hafi haft áhrif á ákvörðunina. „Ég bara veit það ekki. Þið ættuð að spyrja einhvern annan en mig. Ég hef sagt frá fyrsta degi að fjölmiðlar í Englandi hafa stutt okk- ur og sú skoðun hefur ekkert breyst. Við höfum gert allt sem mögulegt var til að fá að halda keppnina. Auðvitað minntust einn og einn fulltrúi á þessi mútumál en það er búið að útkljá þau mál á síðustu dögum. Þetta eru bara gífurleg vonbrigði,“ sagði Beckham. Tveir nýir staðir Aldrei áður hefur HM farið fram í Rússlandi né Mið-Austurlöndum. Sepp Blatter er einn þeirra sem hefur atkvæði í 22 manna nefnd sem velur löndin í hvert skipti. Vilja þó marg- ir meina, og breskir miðlar héldu því statt og stöðugt fram, að hann réði í raun þessari nefnd og hefði lokaorð- ið. Blatter hefur verið dyggur stuðn- ingsmaður þess að færa HM á nýja staði og er auðvitað maðurinn á bak við HM í Japan og Suður-Kóreu og svo auðvitað keppnina í Suður-Afríku í sumar. Katar kom upp úr hattinum þegar dregið var um keppnina árið 2022 en þetta var í fyrsta skipti tvær keppn- ir voru ákveðnar á sama tíma. Kat- ar hefur lofað öllu fögru fyrir keppn- ina og var með Zinedine Zidane sem sendiboða sinn. Vill Katar fá þennan stærsta íþróttaviðburð heims til sín til að auka áhuga á knattspyrnu í land- inu sem er nú þegar gífurlegur. Rússar voru eðlilega kampakát- ir þegar úrslitin voru ráðin. „Þið haf- ið treyst okkur fyrir HM 2018 og við lofum að þetta verður ógleymanlegt,“ sagði varaforsætisráðherra Rússland, Igor Shuvalov, eftir að hann lyfti HM- bikarnum. Rússland heldur heimsmeistarakeppnina í fótbolta árið 2018 en þetta var tilkynnt á fimmtudaginn á fundi FIFA. Þetta verður í fyrsta skipti sem Rússland heldur keppnina sem og Katar sem bar sigur úr být- um í boðinum um HM 2022. Mikil sorg er á Englandi sem féll úr leik í fyrstu umferð kosningarinnar. Fótboltinn kemur ekki heim Tómas þór þórðarson blaðamaður skrifar: tomas@dv.is moskva Íbúafjöldi:10.563.038 Lið í borginni:Spartak,Dinamo, Saturn,CSKA,Lokomotiv. sochi Íbúafjöldi:341.902 Lið í borginni:FCZhemchuzhina- SochiogFC Sochi-04. PéTursBorg Íbúafjöldi:4.568.000 Lið í borginni:ZenitSt.Pétursborg. YekaTerinBurg Íbúafjöldi:1.323.000 Lið í borginni: FCUralSverdlovsk Oblast. kaLiningrad Íbúafjöldi:430.003 Lið í borginni:  FCBaltikaKalinin- grad. nizhnY novgorod Íbúafjöldi:1.311.252  Lið í borginni:FCVolgaNizhny Novgorod og FCNizhnyNovgorod. kazan Íbúafjöldi:1.105.289 Lið í borginni:RubinKazan. saransk Íbúafjöldi:295.338 Lið í borginni:FCMordovia rosTov Íbúafjöldi:32.526 Lið í borginni:FC Rostov. krasnodar Íbúafjöldi:646.175 Lið í borginni:FCKuban Krasnodarog FC Krasnodar. YarosLavL Íbúafjöldi:605.200 Lið í borginni:FCShinnikYaroslavl samara Íbúafjöldi:3.239.737 Lið í borginni:FCKryliaSovetov voLgograd Íbúafjöldi:1.011.417 Lið í borginni:FCVolgograd og FC RotorVolgograd. Borgirnar sem keppt verður í rússland dregið úr umslag- inu HMífótboltaárið2018fer framíRússlandi.mYnd reuTers gleði FólkiðíKatardansaðiá götumúti.mYnd reuTers vonbrigði Þessilitlastelpakrosslagðifingurívonumaðfótboltinnkæmiheim.mYnd reuTers
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.