Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 54
54 sport 3. desember 2010 föstudagur
„Bring football back home,“ eða
„Komið með fótboltann heim,“ hafa
verið orðin á vörum allra Englendinga
undanfarnar vikur. Vildu Englending-
ar ólmir fá að halda heimsmeistara-
keppnina í knattspyrnu árið 2018 en
hún hefur ekki verið haldin þar í landi
síðan árið 1966 þegar England vann
sinn fyrsta og eina heimsmeistaratitil.
Á fimmtudaginn var það svo tilkynnt
að Rússland yrði landið sem héldi
keppnina en þar hefur hún aldrei far-
ið fram áður. Á sama tíma var kunn-
gjört að Katar héldi keppnina árið
2022. Heldur því heimsför Sepps
Blatters, forseta FIFA, um heiminn
áfram en það var vegna hans áhuga
og ákefðar að HM var haldið í Japan
og Suður-Kóreu árið 2002 og svo í Afr-
íku í fyrsta skiptið í sumar. Sorgin er
mikil í Englandi sem virkilega vildi fá
keppnina.
Beckham, forsætisráðherra og
prins dugðu ekki
England lagði allt í sölurnar til þess
að fá heimsmeistarakeppnina en
Sepp Blatter hafði áður sagt opin-
berlega að England væri eina landið
sem gæti haldið HM á morgun. Það
fór þó að kvisast út nokkrum mínút-
um fyrir tilkynninguna að England
hefði fallið út í fyrstu umferð og ekki
komist í lokakosninguna sem varð
síðan raunin. Sendiboði Englands var
knattspyrnuhetjan David Beckham
sem hélt magnaða ræðu fyrir fram-
an fulltrúa FIFA, en einnig messuðu
yfir knattspyrnuforystunni þeir David
Cameron, forsætisráðherra landsins,
og Vilhjálmur Bretaprins. Það hrökk
þó skammt.
„Það eru auðvitað vonbrigði að
falla út í fyrstu umferð og enn frekar
að fá ekki keppnina. Við óskum samt
Rússlandi hjartanlega til hamingju
með að fá að halda HM. Það á þetta
svo sannarlega skilið,“ sagði David
Beckham auðmjúkur en þó mjög
svekktur við breska fréttamenn fyr-
ir utan ráðstefnuhöllina í Zürich þar
sem drátturinn fór fram.
Hann var spurður út í hvort heim-
ildamynd BBC um mútumál, þar sem
breski FIFA-nefndarmaðurinn Jack
Warner var tekinn fyrir, hafi haft áhrif
á ákvörðunina. „Ég bara veit það ekki.
Þið ættuð að spyrja einhvern annan
en mig. Ég hef sagt frá fyrsta degi að
fjölmiðlar í Englandi hafa stutt okk-
ur og sú skoðun hefur ekkert breyst.
Við höfum gert allt sem mögulegt var
til að fá að halda keppnina. Auðvitað
minntust einn og einn fulltrúi á þessi
mútumál en það er búið að útkljá þau
mál á síðustu dögum. Þetta eru bara
gífurleg vonbrigði,“ sagði Beckham.
Tveir nýir staðir
Aldrei áður hefur HM farið fram í
Rússlandi né Mið-Austurlöndum.
Sepp Blatter er einn þeirra sem hefur
atkvæði í 22 manna nefnd sem velur
löndin í hvert skipti. Vilja þó marg-
ir meina, og breskir miðlar héldu því
statt og stöðugt fram, að hann réði í
raun þessari nefnd og hefði lokaorð-
ið. Blatter hefur verið dyggur stuðn-
ingsmaður þess að færa HM á nýja
staði og er auðvitað maðurinn á bak
við HM í Japan og Suður-Kóreu og svo
auðvitað keppnina í Suður-Afríku í
sumar.
Katar kom upp úr hattinum þegar
dregið var um keppnina árið 2022 en
þetta var í fyrsta skipti tvær keppn-
ir voru ákveðnar á sama tíma. Kat-
ar hefur lofað öllu fögru fyrir keppn-
ina og var með Zinedine Zidane sem
sendiboða sinn. Vill Katar fá þennan
stærsta íþróttaviðburð heims til sín til
að auka áhuga á knattspyrnu í land-
inu sem er nú þegar gífurlegur.
Rússar voru eðlilega kampakát-
ir þegar úrslitin voru ráðin. „Þið haf-
ið treyst okkur fyrir HM 2018 og við
lofum að þetta verður ógleymanlegt,“
sagði varaforsætisráðherra Rússland,
Igor Shuvalov, eftir að hann lyfti HM-
bikarnum.
Rússland heldur heimsmeistarakeppnina í fótbolta
árið 2018 en þetta var tilkynnt á fimmtudaginn á
fundi FIFA. Þetta verður í fyrsta skipti sem Rússland
heldur keppnina sem og Katar sem bar sigur úr být-
um í boðinum um HM 2022. Mikil sorg er á Englandi
sem féll úr leik í fyrstu umferð kosningarinnar.
Fótboltinn kemur
ekki heim
Tómas þór þórðarson
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
moskva
Íbúafjöldi:10.563.038
Lið í borginni:Spartak,Dinamo,
Saturn,CSKA,Lokomotiv.
sochi
Íbúafjöldi:341.902
Lið í borginni:FCZhemchuzhina-
SochiogFC Sochi-04.
PéTursBorg
Íbúafjöldi:4.568.000
Lið í borginni:ZenitSt.Pétursborg.
YekaTerinBurg
Íbúafjöldi:1.323.000
Lið í borginni: FCUralSverdlovsk
Oblast.
kaLiningrad
Íbúafjöldi:430.003
Lið í borginni: FCBaltikaKalinin-
grad.
nizhnY novgorod
Íbúafjöldi:1.311.252
Lið í borginni:FCVolgaNizhny
Novgorod og FCNizhnyNovgorod.
kazan
Íbúafjöldi:1.105.289
Lið í borginni:RubinKazan.
saransk
Íbúafjöldi:295.338
Lið í borginni:FCMordovia
rosTov
Íbúafjöldi:32.526
Lið í borginni:FC Rostov.
krasnodar
Íbúafjöldi:646.175
Lið í borginni:FCKuban Krasnodarog
FC Krasnodar.
YarosLavL
Íbúafjöldi:605.200
Lið í borginni:FCShinnikYaroslavl
samara
Íbúafjöldi:3.239.737
Lið í borginni:FCKryliaSovetov
voLgograd
Íbúafjöldi:1.011.417
Lið í borginni:FCVolgograd og FC
RotorVolgograd.
Borgirnar sem keppt verður í
rússland dregið úr umslag-
inu HMífótboltaárið2018fer
framíRússlandi.mYnd reuTers
gleði FólkiðíKatardansaðiá
götumúti.mYnd reuTers
vonbrigði Þessilitlastelpakrosslagðifingurívonumaðfótboltinnkæmiheim.mYnd reuTers