Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 17
in, sem embættið lagði hald á, einn- ig aðgengileg öðrum sem vilja gera bótakröfur. Endurskoðendur eru ekki bein- línis í lögregluhlutverki en verða að fara eftir settum reglum og skilyrðum endurskoðunar. Verði endurskoð- andi var við eitthvað ámælisvert, eitthvað sem ekki stenst almenn- ar reikningsskilareglur en áritar þau skjöl engu að síður gegn betri vitund getur það verið refsivert. Veikt eigið fé eða falsað DV hefur heimildir fyrir því að skila- nefnd og slitastjórn Landsbank- ans hafi séð ástæðu til þess að senda fjölda mála til sakamálarannsókn- ar hjá embætti sérstaks saksóknara. Ekki er þar með sagt að þau leiði öll til ákæru. Kjarni þessa máls snýst um það hvort eigið fé Landsbankans hafi verið falsað og hver beri ábyrgð á því að svo var gert. „Þetta snertir eiginfjárhlutfall bankans á þessum tíma. Það er líka mat okkar að ekki hafi réttilega verið staðið að tengingum milli aðila inn- an bankans og að endurskoðendum hafi mátt vera þetta ljóst,“ sagði Herdís Hallmarsdóttir hæstaréttarlögmaður við blaða- og fréttamenn eftir kröfu- hafafundinn 1. desember, en hún sit- ur í slitastjórn Landsbankans. Stjórnendur bankans bera ábyrgð á reikningsskilum hans. Rannsóknar- nefnd Alþingis hefur rækilega bent á það hvernig hluti eiginfjár bankanna, ekkert síður hjá Landsbankanum en hinum bönkunum tveimur sem féllu. Á miðju árinu 2008 nam svokall- að veikt eigið fé bankanna 300 millj- örðum króna. Þetta merkir gróflega að eigið fé bankanna hafi samanlagt verið falsað upp á við um 300 millj- arða króna með kaupum á hlutum í bönkunum með lánsfé úr þeim sjálf- um, oftast hjá innbyrðis tengdum að- ilum. Slíkt skapaði að dómi nefndar- innar gríðarlega áhættu. Athyglisvert er að hvorki álagspróf eða önnur teg- und eftirlits af hálfu Fjármálaeftirlits- ins reyndist fært um að sjá við refjum bankastjórnanna og meintum van- rækslusyndum endurskoðunarfyrir- tækjanna. Stærsti eigandi bankans, Sam- son eignarhaldsfélag ehf., var með 19 milljarða króna lán í bankanum í lok árs 2006 og 31 milljarð í árslok 2007. „Ef frá er talin eign félagsins í bankanum sjálfum og skuldir þess við bankann námu skuldir Samson- ar umfram eignir um 19 milljörðum í lok árs 2006 og 29 milljörðum árið 2007. Hér er því litið svo á að um- rædd lán hafi verið út á kjölfestu- hlutinn í bankanum þar sem þau voru líkleg til að tapast færi bankinn í þrot,“ segir í skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis. FÖSTUDAGUR 3. desember 2010 FRÉTTIR 17 PWC UNDIR SMÁSJÁNNI Mér finnst því miður hægt að draga úr bruðli hjá ÍTR í stað þess að láta niður- skurðinn bitna á ungl- ingunum. Eitt þeirra stóru Fyrir dómstólum verður tekist á um hver beri ábyrgð á því að eigið fé bankans var í raun falsað undir það síðasta. MYNDIR RÓBERT Heilsustofnun NLFÍ er gert að ganga frá niðurskurði fyrir jól: Slæm jólagjöf fyrir starfsfólkið „Við vorum búin að búa okkur und- ir um það bil 40 milljóna niðurskurð og sættum okkur við það,“ segir Ól- afur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heilsustofnunar Náttúrulækninga- félagsÍslands í Hveragerði. Ríkið hefur ákveðið að skera niður samn- ingsbundnar greiðslur til stofnunar- innar um 18 prósent eða 100 millj- ónir á næsta ári. Búast má við að 20 starfsmönnum verði sagt upp í kjöl- far þessa en nú starfa um 115 manns á stofnuninni. Ólafur segir að stofnunin hafi ver- ið búin undir að þurfa að hagræða og jafnvel minnka vinnu hjá starfs- mönnum. Menn séu að sjálfsögðu búnir að sjá að það er alls staðar ver- ið að hægræða en þetta útspil hjá rík- inu hafi komið aftan að þeim. „Við fengum að vita þetta á þriðjudaginn og eigum að ganga frá þessu fyrir jól en það er bara ekki hægt,“ bætir hann við. „Þetta er ekki sú jólagjöf sem við hefðum viljað gefa starfsfólkinu.“ Ólafur telur að þar sem ríkið bakkaði með niðurskurðaráætlun sína frá því í sumar hafi þurft að finna einhverja aðra leið til að skera nið- ur. „Okkur er fórnað og við borgum fyrir þann afslátt á kröfum sem aðr- ir fengu,“ segir hann. Hann finni þó til með landsbyggðinni vegna þess skells sem hún hafa fengið. Hann segir að nú sé fundað stíft og þeir reyni að kynna sín mál. „Við erum ósátt við hvernig þeir hafa gengið í þetta án þess að tala við okk- ur, án þess að láta okkur vita. Það er alvarlegt mál,“ segir hann. „Svona er Ísland í dag. Við erum eins og allir hinir, göngum á milli og reynum að útskýra okkar hlið en ég held að við séum í einhverri biðröð.“ gunnhildur@dv.is Ólafur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri NLFÍ Okkur er fórnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.