Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 32
32 VIÐTAL 3. desember 2010 FÖSTUDAGUR Fyrir sex vikum yfirgaf Halldóra Geir-harðsdóttir gamla einbýlishúsið sitt í Skerjafirðinum og hélt af stað í ferða-lag. Viku síðar kom hún heim aftur sem önnur manneskja. Það breytti henni að ræða við fórnarlömb stríðsins í Úganda. Þetta var hennar fyrsta ferð til Afríku en hún er engu að síður könnuður, hennar ferðalög hafa bara oftast verið um andlega heima. Hún leitar inn á við og tekst á við dauðasyndirnar í sjálfri sér, reynir að yfirgefa helvíti og komast til paradís- ar. Stærsta stríðið fer oftast fram í huganum. BARÐIST VIÐ TILFINNINGARNAR Húsið hennar Halldóru er í felum á bak við annað hús. Stór garður er í kringum húsið og þar liggur dót frá börnunum á víð og dreif. Andinn í húsinu er nánast áþreifanlegur þeg- ar inn er komið, hlýr og góður. Að koma heim til Halldóru er eins og að koma í gamla franska sveitavillu. Steypan fær að njóta sín á veggj- unum, teppi liggja á gólfunum og blóm eru í glugganum. Stór og hvítur vaskur, opin innrétt- ing og smáhlutir sem raðað er upp hér og þar skapa heimilislega stemningu. Ekki skemmir fyrir að Tinnamyndir eftir Ísak Óla Sævarsson skreyta veggina auk þess sem gamalt landakort hangir á einum þeirra. Halldóra, eða Dóra Wonder, eins og hún kallar sig er í símanum þegar ég kem inn. Það er alltaf nóg að gera. Áður en hún finnur næga ró í sér til þess að setjast niður og spjalla þarf hún að senda tölvupóstinn sem hún var að skrifa og skrifa skilaboð til sjálfrar sín á gulan post it-miða sem hún límir svo á tölvuna. „Ég er bara hrædd um að gleyma þessu. En þetta er komið. Ég get slakað á núna,“ segir hún og brosir. „Ég fór til Afríku á vegum Unicef og ég er ekkert búin að klára það ferðalag. Ég er ekki vön að vinna úr svona miklum upplýsingum. Af því að ég var að taka viðtöl horfðist ég í augu við fólk og ræddi við það í fyllstu einlægni. Ég var svo berskjölduð. Á meðan ég var að berj- ast við tilfinningar mínar gat ég ekki sett upp neina grímu.“ LEIÐ TIL AÐ LIFA Hún fór út á vegum Unicef. Samtökunum tengdist hún fyrst í fyrra þegar hún setti upp rautt nef í sjónvarpssal en hún er ekki óvön því að skella sér í hlutverk trúðsins, enda hluti af leikhóp sem setur reglulega upp trúðasýning- ar. „Við sem vorum í sýningunni Jesú litli tókum upp lítil innslög með Peter Andersen, dansara í Íslenska dansflokknum, fyrir Dag rauða nefsins þar sem við vorum búin að setja niður regl- ur um það hvernig hægt er að vera í núinu og hvernig þú getur notað rauða nefið til að njóta hverrar stundar. Því þú getur ekki hlegið nema þú sért í núinu. Það er ekkert fyndið nema þú sért í núinu og heyrir hvað er að gerast í kring- um þig. Trúðareglurnar eru skemmtilegar að því leyti að ef þú gerir mistök fagnar þú þeim. Þetta er leið til þess að lifa. Því það sem við erum alltaf að gera í lífinu er að reyna að kom- ast hjá því að gera mistök. En það er ekkert stórkostlegra en þegar trúðurinn gerir mistök. Með þessari trúðstækni viljum við meina að öll mistök séu gjafir frá Guði og maður end- urtekur þau eða undirstrikar þau og þar með gengst maður við því hvað maður er gallaður. Trúðurinn gengst alltaf við því hvað hann er gallaður og það er eitthvað sem manneskjan mætti temja sér. Það er allt í lagi að vera gall- aður. Við erum öll bara á leiðinni eitthvert, að reyna að verða betri manneskjur. Okkur finnst þetta skemmtileg speki og við vildum deila henni með öðrum á Degi rauða nefsins. Okkur fannst það við hæfi af því að við notum þetta rauða nef í sýningunum okk- ar,“ segir hún áköf. FÓRNARLÖMB STRÍÐS „Sjálf á ég þrjú börn og samanlagt eigum við hjónin fimm börn þannig að það er allt Halldóra Geirharðsdóttir segir frá ferðinni til Úganda, afbrýðisseminni sem hún upplifði gagnvart leikurum, samviskubitinu sem hún fékk þegar hún neytti eiturlyfja, stjórnseminni sem leiddi hana í blindgötu og frelsinu sem hún öðlaðist þegar hún tókst á við syndirnar. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ræddi við hana. Því þú getur ekki hleg-ið nema þú sért í núinu. Það er ekkert fyndið nema þú sért í núinu og heyrir hvað er að gerast í kringum þig. HEIMSÆKIR HELVÍTI á hverjum degi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.