Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 3. desember 2010 ERLENT 23 Lögreglumenn í Hertfordskíri á Englandi héldu að þeir hefðu dott- ið í lukkupottinn þegar þeir komu að tómri íbúð þar sem talið var að pyntingar hefðu átt sér sér stað. Skömmu eftir að þeir höfðu geng- ið úr skugga um að íbúðin væri tóm kom aðvífandi pítsusendill frá Dominos, og spurði lögreglu- mennina hvort þeir hefðu áhuga á að kaupa pítsur sem hann var með meðferðis á hálfvirði. Lögreglu- mennirnir hugsuðu sig ekki tvisvar um og tóku þessu kostaboði. Þeir áttuðu sig hins vegar ekki á, að með því að gæða sér á pítsunum voru þeir jafnframt að borða sönnunar- gögn í pyntingarmálinu. Málavextir voru þeir að glæpa- gengi eitt hafði skipulagt fund með lágt settum eiturlyfjasala í íbúðar- húsnæði. Fundurinn var yfirvarp, en eftir að eiturlyfjasalinn var þang- að kominn var honum haldið nauð- ugum og hann pyntaður grimmi- lega. Eftir nokkurra daga pyntingar tókst honum að flýja út um glugga, en þá hafði nágranni gefið lögreglu nafnlausa ábendingu um að eitt- hvað óvenjulegt væri á seyði. Þeg- ar lögreglan kom á vettvang voru glæpamennirnir á bak og burt, en áður en þeir flúðu höfðu þeir pantað pítsu frá Dominos. Lögreglumenn- irnir áttuðu sig ekki á að það hefðu verið glæpamennirnir sem pöntuðu pítsurnar, en á Dominos-kössum eru nafn viðskiptavinarins og tími pöntunar nákvæmlega skráð. Pít- surnar voru því mikilvægt sönnun- argagn, sem staðfesti að hinir grun- uðu hefðu vissulega verið staddir í íbúðinni þar sem pyntingarnar áttu sér stað. Til allrar lukku fyrir lögreglu- mennina fundu þeir þó kassana nokkrum dögum síðar og hafði mat- arlyst þeirra því ekki teljandi áhrif á gang rannsóknarinnar. Lögreglumenn í Bretlandi gátu ekki hamið sig: Átu sönnunargögn NÝ SKÓSENDING Í GYLLTA KETTINUM, Allir skór á 12.800 kr. stærð 36-41 AUSTURSTRÆTI 8-10 • SÍMI 534 0005 DANIR VILJA EKKI TIL AFRÍKU Ný skoðanakönnun í Danmörku leið- ir í ljós að 47 prósent Dana eru því mótfallnir að senda herlið til afrískra ríkja á borð við Sómalíu eða Súdan ef Atlantshafsbandalagið bæði um slíkt. Ole Wæver, prófessor í alþjóða- samskiptum við Kaupmannahafnar- háskóla, segir að niðurstöður könn- unarinnar séu „mesta sprengja sem hefur fallið í utanríkisstefnu Dana undanfarin 20 ár.“ Blendin viðbrögð Könnunin var gerð fyrir dagblað- ið Politiken og sjónvarpsstöðina TV2 í kjölfar yfirlýsinga utanríkis- ráðherra Danmerkur, Lene Esper- sen, um framtíðarstefnu í utanrík- ismálum. Sagði Espersen að Danir væru tilbúnir til þess að senda her- lið til Afríku, til að koma í veg fyr- ir að hryðjuverkamenn næðu fót- festu í svokölluðum „brostnum ríkjum.“ Viðbrögð við niðurstöð- unum hafa verið blendin. Mogens Lykketoft, fyrrverandi utanríkis- ráðherra, segir að það komi sér á óvart hve margir styðji hugmynd- ina um að senda herlið til Afríku, en 40 prósent aðspurðra sögðust styðja við bak núverandi utanríkis- ráðherra. Sósíaldemókratar, sósí- alistar og Danski þjóðarflokkurinn hafa allir hafnað hugmyndinni um að senda herlið til Afríku. „Stuðn- ingurinn hlýtur að vera vegna þess að fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu erfitt verkefnið myndi reynast,“ segir Lykketoft og benti á að bandaríska hernum hefði til að mynda mistekist að lægja öldurnar í eldfimu ástandi í Mogadisju árið 1993. Espersen ánægð Þrátt fyrir að meirihluti Dana virðist vera andsnúinn hugmyndinni seg- ir Espersen að hún sé ánægð með niðurstöðurnar. „Að mínu mati höf- um fengið mikið út úr þessari um- ræðu. Mín ósk er sú, að við veit- um því athygli ef Danmörku stafar ógn frá nýjum heimshlutum. Ef svo er, þá verðum við að vera til- búin til að senda herlið.“ Wæver segir að 40 prósent stuðningur við hernaðarstarfsemi á vegum Atl- antshafsbandalagsins sé mjög lít- ill í sögulegu tilliti, þar sem Danir hafa yfirleitt sýnt aðgerðum banda- lagsins mikinn stuðning. Nú er hins vegar svo komið, að margir Dan- ir hafa fengið sig fullsadda af stríð- inu í Afganistan, þar sem Danir hafa haldið úti herliði. Eru aðeins 22 pró- sent Dana sem telja að aðgerðirn- ar í Afganistan hafi verið einhvers virði, en þar hafa nú þegar fallið 39 danskir hermenn. „Ef æ fleiri Danir komast að þeirri niðurstöðu að að- gerðin hafi verið góð hugmynd, en einfaldlega ekki gengið upp, verð- ur maður að spyrja sig hvers konar stefna það sé,“ segir Wæver. Meirihluti Dana er því mótfallinn að danski herinn taki að sér verkefni í Afríku. Stuðningur við NATO er þar í sögulegu lág- marki. Lene Espersen utanríkisráðherra segist samt ánægð með 40 prósenta stuðning. Mesta sprengja sem hefur fallið í utanríkisstefnu Dana undanfarin 20 ár. Lene Espersen utanrík- isráðherra Hún vill styðja við bakið á NATO. BJÖRN TEITSSON blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is Rjúkandi pítsur Fáir slá hendinni á móti góðri flatböku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.