Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 8
8 fréttir 3. desember 2010 Föstudagur no5 - st. 41-46 kr. 4195 no4 - st. 37-42 kr. 4195 no6 - st. 37-42 kr. 4560 Tilvalin jólagjöf Grensásvegi 8 S: 517-2040 www.xena.is Opnunartími virka daga 12-18 laugardag 12-16 no3 - st. 37-42 kr. 4560 no2 - st. 37-42 kr. 4195 no1 - st. 41-46 kr. 3350 Fjölskyldur langveikra barna missa heimahjúkrun frá áramótum ef hugmyndir heil- brigðisráðuneytis um niðurskurð ganga eftir. Hallgrímur Guðmundsson er faðir Ragnars Emils, þriggja ára langveiks drengs. Hallgrímur segir þjónustuna skipta öllu máli fyrir fjölskylduna. „Getur dáið á þremur til fjórum mínútum“ „Þetta þýðir hrein og bein lína niður á við fyrir fjölskylduna og þá verður alveg eins gott að hætta þessu bara. Ef þessi aðstoð verður tekin af okkur verð ég að hætta að vinna og hjálpa konunni með hann. Þetta er það mikil vinna. Og þá er voðinn vís,“ seg- ir Hallgrímur Guðmundsson, faðir Ragnars Emils, þriggja og hálfs árs drengs með vöðva- og taugahrörn- unarsjúkdóminn SMA1. Sjúkratryggingar Íslands ætla að hætta að greiða fyrir þjónustu Heimahjúkrunar barna frá og með áramótum en við það missa fjöl- skyldur langveikra barna þá heima- hjúkrun sem þau hafa. Samkvæmt Báru Sigurjónsdóttur hjá Heima- hjúkrun sér þjónustan um 100 börn á ári og þar af eru mörg mjög alvar- lega veik. Bára segir Heimahjúkrun hafa starfað í 20 ár og þjónustan sé því orðin afar sérhæfð. Vondar fréttir í jólagjöf Hallgrímur og eiginkona hans, Aldís Sigurðardóttir, heyrðu af niðurskurðinum í fréttum á mið- vikudag. „Ég hefði aldrei trúað því að þessi leið yrði farin. Eins og ástand- ið er í dag þyrfti frekar að auka við heimahjúkrun ef eitthvað og um það höfðum við gert okkur vonir. En í stað þess fáum við þessar fréttir í jólagjöf, korter í jól. Það á að skera allt í burtu. Allt okkar líf byggist á þessari aðstoð. Ragnar Emil byrjaði í leikskóla í haust og ef heimhjúkrun- in hættir verður hann að hætta í leik- skólanum sem er hans eina tenging við umheiminn. Við fáum heima- hjúkrun á hverjum einasta morgni. Þær hjálpa okkur að koma honum af stað og þegar hann er sem veik- astur koma þær til okkar allt að þri- svar sinnum á dag. Líðan Ragnars er góð í dag en það er bara vegna þess að við erum með rosalega stíft batterí í kringum hann. Hingað koma iðju- þjálfar, þroskaþjálfar, sjúkraþjálfar og heimahjúkrunin er sterkasti hlekkur- inn í þessari keðju svo hann geti ver- ið einstaklingur og tekið þátt í lífinu.“ Flókin umönnun SMA1 er erfiðasta tegundin af taugasjúkdómnum sem lýsir sér í algjörri lömun. Ragnar Emil held- ur ekki haus, hefur litla sem enga hreyfigetu í fótum, getur ekki kyngt, nærist í gegnum sondu og andar með þindinni þar sem hann er ekki með vöðva í brjóstholi og verður að liggja út af vegna skertrar lungna- starfsemi. Hann sefur auk þess í öndunarvél og er einn af svoköll- uðum öndunarvélabörnum. Um- önnun hans er því flókin og alls ekki eitthvað sem allir treysta sér til. Hallgrímur og Aldís hafa reynt að ráða til sín ófaglært fólk til að koma inn á heimilið og hjálpa til en lítið hefur gengið. „Við höfum feng- ið þrjá eða fjóra á þessu ári og all- ir létu sig hverfa eftir eitt skipti. Það er alls ekki fyrir hvern sem er að taka þátt í hjúkrun barns sem get- ur dáið í höndunum á þér á þremur til fjórum mínútum ef þú kannt ekki réttu handtökin. Og ekki sanngjarnt gagnvart okkur foreldrunum að við þurfum að setja svona viðkvæmt líf í hendurnar á einhverjum ófaglærð- um. Þetta er bara ekki hægt.“ Skrifuðu bréf til ráðherra Bára segir ákvörðunina liggja hjá heilbrigðisráðuneytinu. „Við erum þegar búin að skrifa bréf til ráðherra þar sem við mótmælum þessum að- gerðum og höfum einnig óskað eft- ir fundi ráðherra til að standa um vörð þessa viðkvæma hóps. Þarna á meðal eru veikustu börn bæjar- ins og maður furðar sig á þessari óvissu sem lögð er á foreldrana sem nú þegar þurfa að standa undir að finna mikið veikum börnum sínum umönnun alla daga. Heimahjúkr- unin er ódýrasta form heilbrigð- iskerfis og ekki liggur fyrir hvað á að taka við. Það tekur langan tíma að þjálfa upp fólk til að annast sér- hæfða umönnun langveikra barna og það kostar að byggja slíka starf- semi upp að nýju. Við sjáum engin fagleg né hagfræðileg rök á bak við þessa ákvörðun.“ indíana áSa HREinSdóttiR blaðamaður skrifar: indiana@dv.is Það er alls ekki fyrir hvern sem er að taka þátt í hjúkr- un barns sem getur dáið í höndunum á þér á þremur til fjórum mín- útum ef þú kannt ekki réttu handtökin. óSátt Við SkiptaStjóRa: Halda hús- gögnunum „Síðast þegar ég taldi voru öll hús- gögnin mín á sínum stað,“ seg- ir Friðrika Geirsdóttir, eiginkona Stefáns Hilmars Hilmarssonar, fjár- málastjóra 365, í viðtali við Nýtt Líf. Þar á hún við forsíðufrétt DV frá í sumar þar sem greint var frá því að skiptastjóra þrotabús Stefáns hafi verið veittur aðgangur að innbúi þeirra hjóna en Stefán, sem er fyrr- verandi fjármálastjóri Baugs, var í sumar keyrður í gjaldþrot vegna skulda við Arion banka, áður Kaup- þing. Í fréttinni var fjallað um að í kjölfar úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur um að heimila skipta- stjóra þrotabús Stefáns aðgang að innbúi hans, myndu munir úr inn- búi þeirra hjóna renna til kröfu- hafa. Þau mættu þó halda persónu- legum munum og því sem þarf til þess að halda „látlaust heimili“, eins og það er orðað í gjaldþrota- lögum. Friðrika segist ósátt við umfjöll- un blaðsins og skiptastjórann fyrir að hafa tjáð sig um málið. Hið rétta er að skiptastjórinn vildi ekki tjá sig um málið í samtali við DV á sínum tíma. FriðrikaHjördísog StefánHilmarsson Samkvæmt niðurstöðum nýrr- ar skýrslu UNICEF standa íslensk börn frekar illa heilsufarslega séð miðað við meðaltal OECD-ríkja. Skýrslan sem heitir „The Children Left Behind“ fjallar um ójöfnuð í velferðarmálum barna. Sérstak- lega er fjallað um börn sem eiga það á hættu að dragast aftur úr öðrum börnum. Í skýrslunni er spurt hversu langt efnahagslega vel stæð lönd leyfi fátækustu börn- unum að heltast úr lestinni. Í skýrslunni kemur meðal ann- ars fram að 15 prósent íslenskra barna og unglinga á aldrinum 11 til 15 ára eigi við offituvandamál að stríða. Þá kemur einnig fram að um 13 prósent 15 ára unglinga reykja að staðaldri og rúmlega 30 prósent þeirra hafa neytt áfeng- is að minnsta kosti tvisvar. Ísland er í áttunda neðsta sæti af þeim 24 löndum sem rannsóknin náði til, þegar kemur að heilsufarsmál- um barna. Austur-Evrópulönd- in Slóvakía og Tékkland eru með- al þeirra landa sem koma betur út en Ísland í skýrslunni, en Pólland kemur svipað út. Stefán Ingi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir mikilvægt að fylgjast með því hvernig börn hafa það á Íslandi, sérstaklega þeir hópar sem sem eigi undir högg að sækja. „Það er því alltaf gagnlegt að sjá hvernig Ísland kemur út í alþjóð- legum samaburði. Í skýrslunni er notast við einfalda mælikvarða sem gefa okkur hugmynd um stöðu barna. UNICEF tekur sam- an tölur úr stöðluðum alþjóðleg- um könnunum sem Ísland hefur tekið þátt í í mörg ár. Tölurnar sem stuðst er við, eru flestar síðan fyr- ir árið 2007 og gefa því sýnishorn af stöðunni í góðæri, eins og segir í skýrslunni. solrun@dv.is 15 prósent ungmenna of feit Íslenskbörn eruí8.neðsta sætiaf24miðað viðOECD-löndiní heilsufarsmálum. Íslensk börn eru undir meðaltali OECD-ríkja samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF: Mörgíslenskbörnóheilbrigð Erfið umönnun HallgrímurogAldíshafa reyntaðráðaófaglærtfólkinnáheimilið enfáirtreystasértilaðannastsvoveikan dreng.RagnarEmilermeðvöðva-og hrörnunarsjúkdóminnSMA1semlýsirsérí algjörrilömun.mynd RóbERt REyniSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.