Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 62
Leikkonurnar Elma Lísa og Ilmur Kristjánsdóttir: Selja af Sér Spjarirnar 62 fólkið 3. desember 2010 föstudagur jón gnarr: Rosa fín brjóst Verslunareigandinn ungi María Birta sem lék í unglingamyndinni Óróa er í afar athyglisverðu viðtali í nýjasta hefti Monitors. Er hún meðal annars spurð út í kynlífssenuna í myndinni þar sem hún leikur á móti hinum sex- tán ára gamla Atla Óskari Fjalarssyni. „Fyrst var ég alveg: „Guð ég þarf að fara í sleik við 16 ára strák?“ Vinkonur mínar gerðu líka mikið grín að mér. En við urðum svo góðir vinir og ég lít á þessa krakka sem mína perluvini í dag,“ segir María Birta sem er einnig beðin um að velja kynþokkafyllsta líkamshluta sinn. „Brjóstin. Ég er með rosa fín brjóst,“ svarar María Birta ófeimin. Hræðilegt HM Knattspyrnusérfræðingur Íslands, Hjörvar Hafliðason, var allt annað en ánægður með ákvörðun FIFA um að Rússland hýsi HM í fótbolta 2018. Hjörvar var með puttann á púlsinum og skrifaði á Facebook tíu mínútum áður en niðurstaða lá fyrir að allt útlit væri fyrir að Rússlandi yrði fyrir valinu: „Hræðilegt ef rétt reynist.“ Knattspyrnuunnendur um allan heim höfðu gert sér vonir um að keppnin yrði haldin í heimalandi knattspyrnunnar, Englandi, en svo varð ekki. „Ég hef gert þetta töluvert oft áður en nú ætla Ilmur og Sara Jóns að vera með mér,“ segir leikkon- an Elma Lísa Gunnarsdóttir sem ásamt vinkonu sinni og kollega, Ilmi Kristjánsdóttur, ætlar að halda fatamarkað í húsi Félags íslenskra leikara á laugardaginn milli tólf og sex. „Við verðum líka með strákaföt en mest á stelpur og einnig barna- föt,“ segir Elma Lísa, en fer ekki að fækka fötum í fataskápnum þegar maður heldur svona oft fatamark- aði? „Það er alveg ótrúlegt hvað maður á enn mikið til,“ seg- ir hún. „Sjálf elska ég að fara á svona fatamarkaði. Maður finn- ur oft uppáhaldsflíkurnar sínar á einmitt svona stöðum. Það er líka svo sniðugt að kaupa sér föt á svona mörkuðum, sérstaklega núna þegar allt er svo ógeðslega dýrt. Við seljum þarna lítið not- uð föt á góðu verði,“ segir Elma Lísa sem boðar jólastemningu á markaðnum. „Það verður kaffi á boðstólum og jafnvel einhverjar smákökur. Þarna verður jólastemning og við ætlum að vera duglegar við að hjálpa fólki að velja sér flík- ur ef það er í einhverjum vand- ræðum. Við verðum líka með svo fjölbreytt úrval fata. Þarna verða fín föt, yfirhafnir, pelsar, skór og glingur. Það ættu allir að finna sér eitthvað við sitt hæfi,“ segir Elma Lísa Gunnarsdóttir. tomas@dv.is Kátar leikkonur Elma Lísa og Ilmur verða með fatamarkað í húsi Félags íslenskra leikara á Lindargötu 6 á laugardaginn. SjónvarpS- þættir V erið er að vinna sjón-varpsþætti um borg-arstjórann og grín-istann Jón Gnarr samkvæmt heimildum DV. Þætt- irnir eru gerðir í beinu fram- haldi af heimildarmyndinni Gnarr sem frumsýnd var fyrir skemmstu. Það er Gaukur Úlfars- son sem gerir þættina en hann gerði einnig myndina Gnarr sem fjallar um lygilegan kosningars- igur Besta flokksins undir for- ystu Jóns í síðustu borgarstjórn- arkosningum. Eftir því sem DV kemst næst verða þættirnir sýndir á Stöð 2 en vinnsla þeirra mun vera skammt á veg komin. Fylgst verður með störfum Jóns í borginni en hann hefur stokkað mikið upp eftir að hann komst til valda. Heimildamyndin Gnarr vakti mikla athygli þegar hún var frumsýnd fyrir nokkrum vikum. Mikið var fjallað um myndina í fjölmiðlum og var Gaukur með- al annars sakaður um að leggja oddvita minnihlutans í borginni í einelti. Hann neitaði því þó al- farið og hvatti landsmenn til að leggja dóm á það sjálfir. Áhugi landsmanna á myndinni virð- ist þó ekki hafa verið jafn mikill og fjölmiðla því á þeim þremur vikum sem Gnarr hefur verið til sýningar hafa aðeins um 3.300 manns lagt leið sína á myndina, samkvæmt nýj- ustu tölum Smáís. Þá hef- ur myndin þénað rétt rúm- ar þrjár milljónir. Þessi litla aðsókn kemur eflaust mörgum á óvart enda hefur nánast allt sem Jón hefur komið nálægt á ferlinum breyst í gull. Kosningasigur Besta flokksins vakti töluverða athygli á heimsvísu enda nán- ast einsdæmi. Þó svo að myndin hafi ekki fengið þá aðsókn sem búist var við hér heima þá er ekki útilokað að myndin eigi eftir að gera það gott erlendis. Gauk- ur og hans fólk bíða til dæmis eftir svör- um þessa dagana um hvort myndin verði sýnd á hinni heims- frægu kvikmyndahátíð Sundance í Bandaríkj- unum. Gaukur Úlfarsson vildi ekki tjá sig um þætt- ina að svo stöddu þar sem vinnsla þeirra væri svo skammt á veg komin en staðfesti þó að hún væri hafin. asgeir@dv.is Samkvæmt heimildum DV er verið að vinna sjón- varpsþáttaseríu um borgarstjóra Reykjavíkur, Jón Gnarr. Þættirnir eru gerðir í framhaldi af heimildarmyndinni Gnarr sem frum- sýnd var fyrir skemmstu en þættirnir eru skammt á veg komnir. Jón settist í borgarstjórastólinn í vor eftir ævintýralegan kosningasigur Besta flokksins. um borgarstjórann Jón Gnarr Verður efni sjónvarpsþátta á Stöð 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.