Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 2010 DV árið 2000 Stuttar fréttir Janúar 2000 „Því miður samþykkti ég fjar- skiptalögin en í ljósi ruddalegra og ógeðfelldra hótana sem ég og fleiri hafa fengið í gegnum síma þá mun ég taka málið upp í þing- flokki Samfylk- ingarinnar og beita mér fyrir því að ákvæði um bann við seg- ulbandsupptök- um á símtölum verði afnumið,“ sagði Margrét Frímannsdóttir, tals- maður Samfylkingarinnar, í sam- tali við DV í upphafi ársins 2000. Hún sagðist hafa keypt sér upp- tökutæki til að verja sig en mætti ekki nota það. Í aðdraganda síðustu kosninga hafi henni borist hótan- ir í gegnum síma. „Mér leist ekki á blikuna þegar maðurinn var farinn að ræða um barnabarn mitt og virt- ist fylgjast með ferðum mínum frá því klukkan 7 á morgnana og fram að miðnætti. Hann vissi hvenær og hvort ég fór með barnabarn mitt á dagheimili. Hvort ég ók Þrengslin eða Hellisheiðina til Reykjavíkur og hann fylgdist jafnvel með því hvort ég stoppaði og fékk mér kaffisopa í Litlu kaffistofunni á Sandskeiði. Það var engu líkara en hann hefði kortlagt daglegt líf mitt. Þá kærði ég,“ sagði Margrét. En hvers vegna sam- þykktir þú fjarskipta- lögin? „Mér brá heiftar- lega þegar fjölmiðl- ar vöktu athygli okk- ar þingmanna á þessu ákvæði í lögunum sem banna segulbandsupp- tökur en það er einu sinni þannig að við þingmenn komumst ekki yfir að lesa allt sem við samþykkjum. Við erum með menn í nefndum sem fara yfir málin með okkur og ekki man ég að þetta ákvæði hafi sérstaklega verið rætt í þingflokki Samfylkingarinnar. Þetta hefur bara slæðst með,“ sagði Margrét sem ætlar að taka mál- ið upp og reyna að ná fram nauðsynlegum breytingum svo hún og aðrir geti varið sig með gögnum þegar ósvífnir einstaklingar misnota fjarskipti með þeim hætti sem fyrr greindi: „Það felst visst öryggi í segulbandsupptök- um á símtölum og þess öryggis vil ég geta not- ið þegar mér er misboðið símleið- is," sagði Margrét Frímannsdóttir, nú yfirmaður fangelsisins á Litla- Hrauni. Foringi Samfylkingarinnar setur sig upp á móti nýju fjarskiptalögunum: Hótað lífláti – vill hafa heimild til að verja sig með segulbandsupptökum Margrét Frí- mannsdóttir ...fyrir 10 árum Titringur Mars 2000 – DV greindi frá því í mars árið 2000 að eignarhlutur Kára Stefánssonar, forstjóra Ís- lenskrar erfðagreiningar, væri orðinn 11,3 milljarðar króna á þá- verandi gengi. Hannes nokkur Smárason, sem þá var aðstoðar- forstjóri átti eignarhluti fyrir um 2 milljarða króna. „Alla þessa hluti fékk hann frá fyrirtækinu í formi kaupvilnana,“ segir í fréttinni. Ég hef ekkert að fela Mars 2000 – Jón Ásgeir Jóhann- esson talaði um ímyndarkreppu, öfund og kjaftasögur í helgarvið- tali við DV í mars árið 2000 – sem bar þessa fyrirsögn. Baugur var þá farinn að færa út kvíarnar og var orðinn fyr- irferðarmikill í íslensku við- skiptalífi. Jón Ásgeir var meðal annars spurður hvort hann sakn- aði þess að vinna í Bónus. „Ég hef skýra framtíðarsýn eða landsýn eins og ég vil kalla það. Það var gaman í Bónusi og mörgum fannst ágætt að hafa okkur þar og hafa okkur litla en kunna ekki eins vel við okkur í dag. Aðalatriðið er að þurfa aldrei að kaupa sér stuðning heldur vera alltaf frjáls og óháð- ur,“ sagði hann. Trúlofun Ólafs Ragnars og Dorritar Maí 2000 – Stór dagur var á Bessastöðum í gær þegar Ólaf- ur Ragnar Grímsson forseti og unnusta hans, Dorrit Moussai- eff, opinber- uðu trúlofun sína. Samband þeirra hefur staðið í rúmt ár og hefur þjóð- in allan þann tíma verið mjög forvitin um sambandið en að sama skapi ekki vitað mik- ið um það. Eftir að forsetinn hafði boðið fréttamenn velkomna, og vinsamlega klappað á sæti sófans sem merki um að Dorrit ætti að sitja honum nær, sagði hann í upp- hafi að það hafi verið honum mik- il gæfa á hans erfiðustu tímum að hafa kynnst Dorrit og með henni hefði hann smátt og smátt fengið trú á lífið, hamingjuna og ástina. Amish-fólk í Önundarfirði Mars 2000 – Í mars árið 2000 áminnti sér Karl Sigurbjörnsson biskup séra Gunnar Björnsson, þá prest í Holti í Önundarfirði, fyrir fram- komu sem þótti ósamrýman- leg embætti prests. Deilur höfðu sprott- ið upp á milli séra Gunnars og sóknarbarna sem náðu hámarki þegar bréfi frá Gunnari til prófast- inum var lekið til DV. Þar líkti hann sóknarbörnum sínum við Amish- fólk. Hann var færður úr starfi. Um áratug síðar hrökklaðist séra Gunnar aftur úr starfi, á Selfossi, vegna ásakana um ósæmilega hegðun gegn unglingsstúlkum. Ríkissjóður hallalaus Október 2000 – „Ríkissjóð- ur verður á næsta ári rekinn með meiri afgangi en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðarinnar og hefur ríki- sjóðsafgangur aukist ár frá ári að undanförnu. Þriðja árið í röð verð- ur afgangur af ríkissjóði meiri en 20 milljarðar...“ Davíð Oddsson, forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi. Mars 2000 Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, bauð öllum starfsmönnum ráðuneyta sinna í fimmtugsafmæli sitt á Grenivík um síðustu helgi og lét ráðuneyt- ið borga. Um var að ræða flug og gistingu norður á Akureyri og fengu makar starfsmanna 50 pró- senta afslátt. Samkvæmt almennri verðskrá kostaði þetta uppátæki ráðherrans skattgreiðendur um 300 þúsund krónur. í ráðuneytum Valgerðar Sverrisdóttur starfa 30 manns. „Það voru 14 starfsmenn sem þáðu boðið og 10 makar,“ sagði Þorgeir Örlygsson, ráðuneytis- stjóri Valgerðar, í gær. „Í stað þess- arar ferðar fellum við niður sumar- ferð starfsmanna sem farin hefur verið hér á hverju ári eins og í öðr- um ráðuneytum og reyndar víða í fyrirtækjum úti í bæ þannig að þetta kemur út á eitt,“ sagði Þorgeir Örlygsson sem neitaði því spurður hvort ráðherrann hefði boðið fleir- um í fimmtugsafmæli sitt á kostnað ráðuneytisins. Mikið fjölmenni var í afmælisveislu Valgerðar Sverris- dóttur á Grenivík og starfsmenn hennar og makar aðeins hluti þess fjölda. Þeir gistu í sveitagist- ingu miðja vegu milli Grenivíkur og Akureyrar aðfaranótt síðastlið- ins sunnudags að veislu lokinni og héldu við svo búið heim. Afmælisveisla viðskiptaráðherra á Grenivík: Greiddi flug og gistingu fyrir afmælisgestina – kom í stað sumarferðar, segir ráðuneytisstjóri Bensínverð í sögulegu hámarki Mars 2000 – „Olíufélögin hér heima eru samstíga um að hækka bensín í dag um tvær krónur og fjörtíu aura. Lítri af 95 oktana bensíni hækkar því úr kr. 67.50 krónum í 89,90 krónur. Gasolía hækkar um 60 aura [...] Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, seg- ir að líklega sé toppnum náð í bensínhækkunum.“ Ári síðar hóf Samkeppniseftirlitið rann- sókn á samráði olíufélaganna. Þau voru síðar dæmd til hárra sekta. Íþrótta- menn ársins Desember 2000 – Vala Flosa- dóttir var útnefnd íþróttamað- ur ársins af íþróttafréttamönn- um. Hún hlaut bronsverðlaun í stangarstökki á Ólympíuleik- unum í Sidney. Tilnefndir voru: Birgir Leifur Hafþórsson golf, Eiður Smári Guðjohnsen knatt- spyrna, Eyjólf- ur Sverrisson knattspyrna, Guðrún Arnar- dóttir frjálsar íþróttir, Her- mann Hreið- arsson knatt- spyrna, Kristín Rós Hákonardóttir íþróttir fatl- aðra, Kristján Helgason snóker, Ólafur Stefánsson handknatt- leikur, Rúnar Alexandersson fimleikar, Vala Flosadóttir frjálsar íþróttir, Örn Arnarson sund. kaup sala Dollar 73,240 73,620 pund 115,910 116,500 Dönsk kr. 9,503 9,5550 Norsk kr. 8,740 8,7880 sænsk kr. 8,397 8,4430 sviss. franki 44,050 44,2900 Þýskt mark 36,176 36,3934 Fra. franki 10,786 10,8512 Jap. yen 0,689 0,692900 sDR 98,410 99,000000 GeNGið 10.3. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.