Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 30
MaMMa á MöMMukaffi Lilja Katrín Gunnarsdóttir fer með einleikinn Mamma, ég?! á Mömmukaffi á föstudag klukkan 21.00. Lilja Katrín samdi verkið ásamt Svani Má Snorrasyni en það fjallar um meðgöngu, fæðingu og sjálft móðurhlut- verkið. Lilja skrifar verkið út frá sinni reynslu en hún ætlaði aldrei að verða mamma og varð ólétt eftir einnar nætur gaman. Miðaverð er 2.000 krónur og miðapantanir fara fram í síma 571-5777. Mozart requieM í langholtskirkju Óperukórinn í Reykjavík ásamt sinfóníuhljómsveit og einsöngvurum heiðrar minningu Mozarts með flutningi Requiem eftir tónskáldið í Langholtskirkju á laugardagskvöldið. Mozart lést upp úr miðnætti aðfaranótt 5. desember 1791, en tónleikarnir eru að venju einnig tileinkaðir minningu íslenskra tónlistarmanna sem hafa látist á árinu. Einsöngvarar eru Þóra Einarsdóttir sópran, Sesselja Kristjándóttir mezzó-sópran, Snorri Wium tenór og Jóhann Smári Sævarsson bassi. Stjórnandi er Garðar Cortes. Tónleikarnir hefjast kl. 00.30 aðfaranótt sunnudags og er miðaverð er 4.000 krónur. Miðasala er á miði.is og við innganginn, en húsið verður opnað tíu mínútum fyrir miðnætti. The Game með tónleika á Broadway: Leikurinn til landsins Rapparinn The Game mun koma fram á tónleikum á Broadway þann 18. desember. Þetta telst til stórtíð- inda fyrir rappunnendur því The Game hefur verið einn af vinsælli röppurum Bandaríkjanna undanfar- in ár, enda hefur hann selt rúmlega tíu milljón plötur á heimsvísu. Allar þrjár breiðskífur hans The Docum- entary, Dr. Advocate og LAX komust á Billboard-listann í Bandaríkjunum en þess utan fengu þær allar frábæra dóma gagnrýnenda. The Game heitir réttu nafni Jay- ceon Terrell Taylor og er 31 árs. Frægðarsól hans hóf að rísa eftir að rappgoðsögnin Dr.Dre tók hann upp á sína arma árið 2004. Dre kom á samstarfi milli Game og 50 cent og G-Unit. Það samstarf gaf af sér smelli eins og How We Do og Hate it or Love it sem fór í efsta sæti Bill board-listans og var tilnefnt til tveggja Grammy- verðlauna. Snemma árs 2005 lenti Game og 50 cent hins vegar sam- an og enduðu deilur þeirra með því að Game yfirgaf G-unit og gaf stuttu seinna út The Documentary. Fyrir utan Dr. Dre og 50 cent hefur The Game starfað með stórstjörnum á borð við Lil Wayne, Pharrel, Timba- land, Snoop Dog og Kanye West. Miðasala er þegar hafin á tón- leikana og fer hún fram í Mohawks í Kringlunni. Miðaverð er 3.500 krón- ur í forsölu en húsið opnar klukk- an 22.00 þann 18. desember sem er laugardagur. Aldurstakmark er 18 ára. Samkvæmt upplýsingum frá tón- leikahöldurum stóð til að panta Laug- ardalshöll en vegna skamms fyrirvara tókst það ekki. asgeir@dv.is 30 fókus 3. desember 2010 föstudagur Þrettánda árið í röð 13. árið í röð stendur umboðsmað- ur Íslands, Einar Bárðarson, fyrir tónleikum til styrktar Styrktarfé- lagi krabbameinssjúkra barna. Að þessu sinni fara tónleikarnir fram fimmtudaginn 30. desember og í Háskólabíói líkt áður. Á tónleikun- um í ár koma fram Bubbi Morthens og hljómsveit, Sálin hans Jóns míns, Dikta, The Charlies, Ingó, Sveppi, Buff, Hvanndalsbræður, Friðrik Dór, Pollapönk, Skítamórall og Íslenska sveitin, og Jónsi. Einar verður sjálf- ur kynnir á tónleikunum en með honum verður Kiddi nokkur Casino úr Sólinni frá Sandgerði. Á undan- förnum árum hafa yfir 34 milljónir króna safnast á þessum tónleikum, og nú er markmiðið að sú upp- hæð hækki í 36.7 milljónir króna. Styrktartónleikar fyrir SKB voru fyrst haldnir í desember árið 1998. Hljóð- og ljósakerfi hefur verið lánað af EB Kerfi á hverju ári frá upphafi og eins hefur Háskólabíó lánað aðstöðuna endurgjaldslaust frá upphafi. Sömu sögu er að segja um alla sem fram koma en hver króna rennur óskipt til SKB. Miðasala hefst í dag, föstudag, klukkan 10.00 á midi.is. skáLdsaga svar við bréfi helgu eftir Bergsvein Birgisson „Þetta er í fáum orðum sagt alveg dásamleg bók.“ HeimiLdamynd Catfish Ágætlega upp- byggð heimilda- mynd um þrjá vini sem komast að því að ekki er allt sem sýnist á internetinu. Myndin er þó óþarflega löng. kvikmynd easy a Emma Stone ber myndina uppi en þessi frábæra gamanleikkona virðist ekki geta stigið feilspor. mælir með... mælir ekki með... skemmti- og fræðirit lífsleikni gillz eftir Egil Einarsson Þunn bók frá Þykka. „Hápunkturinn var þegar ég lagði hana frá mér,“ segir gagnrýnandi. Þ að er ansi tómlegt um að litast í gróðurhúsinu á Sól- heimum þegar blaðamann DV ber að garði ásamt frétta- og heimildamynda- gerðakonunni Maríu Sigrúnu Hilm- arsdóttur, enda uppskerutímabili lokið og allar plönturnar hafa verið fjarlægðar í bili. Gróðurhúsið virðist vera mannlaust en við rennum fljót- lega á hljóðið þar sem Reynir Pétur sönglar lag við vinnu sína. Hann er að undirbúa jarðveginn fyrir næstu gróður setningu en tekur okkur fagn- andi og kyssir Maríu Sigrúnu í bak og fyrir. Hún lauk nýlega við heim- ildamyndina, Reynir Pétur gengur betur, sem fjallar um Reyni Pétur, Ís- landsgönguna hans um landið fyrir 25 árum og líf hans í dag. „Ertu blaðamaður? Ertu ekki blaðakona? Það ætla ég rétt að vona,“ segir Reynir Pétur þegar blaðamað- ur kynnir sig sem blaðamann DV. Í framhaldinu bendir blaðamaður á að konur séu líka menn. „Já, þær eru það enn,“ heldur Reynir áfram að ríma hlæjandi og býður okkur inn á kaffi- stofu. Reynir Pétur rifjar það dreyminn upp þegar hann fyrir 25 árum fór fót- gangandi hringinn í kringum land- ið og hreif þjóðina með. Tilgang- ur hans með göngunni var fjáröflun fyrir íþróttaleikhúsi á Sólheimum en athyglin sem Reynir fékk kveikti umræður um málefni fatlaðra í sam- félaginu. „Þessi ganga hún gaf mikið, hún eiginlega gjörbreytti viðhorfi á öllu og kom öðrum til góða, ekki bara hvað varðaði íþróttaleikhúsið. Ég sló margar flugur í einu höggi,“ segir Reynir Pétur. skipaði lögreglunni að drepa á bílnum Reynir Pétur gekk allan hringveginn án þess að freistast nokkurn tíma til að þiggja far hjá þeim fjölmörgu öku- mönnum sem buðust til að létta hon- um gönguna. „Einu sinni kom löggan og vildi fá mig upp í bílinn í smá viðtal og ég sagði „dreptu á vélinni, svo hann renni ekki áfram“, og löggan drap á vél- inni,“ segir Reynir Pétur sem vildi ekki eiga það á hættu að svindla óvart með því að renna áfram nokkra metra í lög- reglubílnum. Reynir Pétur segir að gangan hafi styrkt hann mikið. Hann segist hafa þjáðst af bæði minnimátt- arkennd og feimni hér áður fyrr en öll sú jákvæða athygli sem hann fékk vegna göngunnar hafi hjálpað honum að takast á við það. Reynir Pétur er búinn að vera í sambandi með Hanný Maríu Haralds- dóttur síðastliðin 26 ár og hann segir unnustuna hafa tekið myndinni vel. „Hún er mjög ánægð og ég skil hana vel því hún nefnilega kemur fram í myndinni,“ segir Reynir Pétur spennt- ur og fer að spyrja Maríu Sigrúnu út í nokkur atriði myndarinnar. fékk prufudvöl á sólheimum Reynir Pétur hefur búið á Sólheimum síðan árið 1952. Hann kom þangað fyrst í einhvers konar prufudvöl sem var síðan framlengd og hefur varað í 58 ár. Honum líður vel á Sólheimum og getur ekki hugsað sér að flytja það- an. Hann hefur enga trú á að rekstur Sólheima sé í hættu eins og hefur ver- ið í umræðunni í tengslum við flutn- ing málefna fatlaðra frá ríki til sveitar- félaga þann 1. janúar næstkomandi. „Það er bara verið að búa til drauga- sögur um það, en það getur verið óþægilegt. Það er bara verið að tala og mala,“ segir Reynir Pétur sem er mjög þenkjandi og notar myndlíkingu, eins og hann gerir oft, til að gera frásögn sína áhrifameiri. „Hugsið ykkur tréð sem heitir reyniviður, eða önnur svip- uð tré sem eru stór og mikil, ímyndið ykkur að það sé rifið upp með rótum og sett niður annars staðar. Hvernig líður trénu? Ég held að þetta tré verði bara vesalingur þegar það er komið niður í moldina annars staðar. Þetta er svo svakalegt rótarkerfi, þetta er eng- inn leikur.“ samdi tónlistina sjálfur Guðmundur Bergkvist myndatöku- maður vann myndina með Maríu Sig- rúnu, hann sá um upptökur og alla myndgerðina. Reynir Pétur og María Sigrún segja samstarfið á milli þeirra þriggja hafa gengið mjög vel. „Svo var líka svo gaman hvernig við gát- um unnið með tónlistina þína,“ seg- ir María Sigrún við Reyni Pétur og hann tekur undir það mjög stoltur. Þau létu útsetja fyrir myndina tvær laglínur, sem Reynir samdi sjálfur og raular oft fyrir munni sér þegar hann vinnur í gróðurhúsinu. Annað lagið heitir Leiðin til frelsis og hugsunin á bak við það er afar falleg. „Þú ert með sjúkdóm; liðagigt, krabbamein, blind- ur eða heyrnarlaus og lagið fjallar um að þú fáir að komast út í frelsið úr lík- amanum. Komast úr álögunum. Það getur líka þýtt að þú sért fangi eða í fjötrum og að þú losnir og fáir að hitta fjölskylduna þína á ný,“ segir Reynir Pétur um lagið. María Sigrún segir það fullkomna lausn á tónlist myndarinnar að nota lögin hans Reynis. Hún viðurkennir að ef þessi hugmynd hefði ekki kom- ið til þá hefði hún líklega átt mjög erf- á brýnt erindi við þjóðina Fréttakonan maría sigrún Hilmarsdóttir lauk nýlega við gerð heimildamyndar um hinn mikla göngugarp reyni Pétur á Sól- heimum. Hún heillaðist af lífsgleði hans og jákvæðni og gekk lengi með hugmyndina að myndinni í maganum. Í ár eru 25 ár frá Íslandsgöngu Reynis og Sólheimar eiga 80 ára afmæli og henni fannst því tilvalið að láta verða af þessu nú í ár. Hann segir mjög skemmtilega frá og hefur svo mikið innsæi sem ég held að margir alheilbrigðir hafi ekki. the game Heldur tónleika á Íslandi laugardaginn 18. desember. mynd reuters Svar við bréfi Helgu Bergsveinn Birgisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.