Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐA 3. desember 2010 FÖSTUDAGUR Nú ætti ég að skrifa um stjórnlaga­ þingið. Auðvit­ að hefur ekk­ ert merkilegra komið fyr­ ir mig síðustu vikuna en vera kosinn á þing til að setja ís­ lensku þjóð­ inni ný grund­ vallarlög. Ég er auðvitað rígmontinn og þakka kærlega fyrir traustið, og svo ég vitni í sjálfan mig: Nú vildi ég að ég hefði jafndramatíska og tilþrifa­ mikla rödd og Winston Churchill þegar ég segi: Ég mun eigi bregð­ ast. HERDEILD Á FERÐ Í STOKKHÓLMI ... En samt ætla ég ekki að skrifa um stjórnlagaþingið. Ástæðan er sú að ég stóð í fyrradag andspæn­ is þeim mannanna verkum sem voru svo stórfengleg og tröllaukin að jafnvel hin væntanlega íslenska stjórnarskrá varð sem dvergvaxin og léttvæg í samanburði við þau. Þetta voru kínversku leirher­ mennirnir sem mótaðir voru til að fylgja keisaranum Qin Shi Huang í gröfina á þriðju öld fyrir Krist. Þeir eru alls taldir vera rúmlega 8.000 og voru mótaðir eftir hinum raun­ verulegu hermönnum keisarans. Hver þessara 1,80 sentímetra háu höggmynda hefur því sína eigin andlitsdrætti. Núna er svolítil herdeild af þessum dátum á ferð í Stokk­ hólmi, þar sem sett hefur ver­ ið upp ansi mögnuð sýning til að gefa fólki tækifæri á að sjá þá. Sýn­ ingin er haldin niðri í jarðgöngum sem grafin voru í seinni heims­ styrjöldinni undir herstöð í höfuð­ borg Svíaríkis, og hafa verið notuð sem lager fyrir flotann síðustu ára­ tugi. HERINN Í JARÐGÖNGUNUM ... Það var sérlega vel til fundið að stilla upp leirhermönnunum hans Qin Shi Huangs þarna niðri í þess­ um jarðgöngum – ég hvet eindreg­ ið alla þá sem leið eiga um Stokk­ hólm næstu mánuði til að fara að skoða dátana. Ég ítreka reyndar að þetta er ekki nema örlítið brot af öllum leirhernum – kannski 20–30 dátar og slatti af húsdýrum (því þau voru líka mótuð í leir og fylgdu Qin Shi Huang í gröfina). En fjöldinn er samt alveg nægj­ anlegur til þess að maður fær góða hugmynd um hvernig dátarnir litu út, og þeir eru sannarlega mikil meistarasmíð. Ég hirði ekki um að lýsa þeim nákvæmlega, flestir hafa náttúrlega séð myndir af þeim en ég fullyrði að það er ekki fyrr en maður stendur andspænis þeim sem maður sér almennilega hve glæsilega þeir eru úr garði gerð­ ir – nostrað hefur verið við hvert smáatriði í búningum þeirra, og misjöfn svipbrigði eru á andlitum þeirra hvers fyrir sig. Þessi leirher, svo fjölmennur sem hann var, er á sinn hátt ekki síðra afreksverk en ýmis af hin­ um þekktari undrum fornaldar, og fyrst stendur maður frammi fyr­ ir þessu gapandi hrifinn og hugs­ ar helst um það hve frábær keisari hann hafi greinilega verið, hann Qin Shi Huang, að hafa látið búa til þvílík meistarastykki. 700.000 VERKAMENN PÚLUÐU ... En svo fer að þyngjast á manni brúnin. Einkum og sér í lagi þeg­ ar maður les textann sem fylgir þessum glæsilegu höggmyndum. Eftir að hermennirnir höfðu ver­ ið mótaðir í leir sem áttu að fylgja keisaranum í gröfina, þá voru þeir drepnir. Tugþúsundir manna unnu við að búa út þá brjálæðis­ lega tilkomumiklu gröf sem keis­ arinn lét útbúa sem sína hinstu hvílu. Og við aðra gröf, ennþá rosalegri sem gerð var nokkru síð­ ar, er talið að 700.000 manns hafi þrælað og púlað og áreiðanlega tugþúsundir ef ekki hundruð þús­ unda borið beinin við að búa til þessar hinstu hvílur keisaranna. Maðurinn er skrýtin skepna. Hann komst til þess andlega og líkamlega þroska sem hann hefur enn í dag fyrir nokkrum tugþús­ undum ára og hafði þá öðlast alla þá andlegu eiginleika sem hann býr yfir enn í dag. Tæknin var hins vegar mun seinni af stað. KEISARARÆFILL ... En ég get ekki með nokkru móti skilið hvernig maðurinn byrjaði á því, þegar hann hafði öðlast næga tækni, að reisa sér slík harðstjórn­ arríki að keisararæfill eins og Qin Shi Huang komst upp með að fórna lífum tugþúsunda ef ekki hundraða þúsunda þegna sinna til að búa til „gæluverkefni“ eins og gröfina með leirhernum. Þegar maður hugsar út í þær þjáningar sem venjulegt fólk varð að þola til að láta að vilja hins brjálaða keisara, þá skammast maður sín svolítið fyrir að dást að listaverkum eins og leirhermönn­ unum. Og það er líka óskiljanlegt með öllu hvernig nokkrum manni gat dottið í hug að láta útbúa ann­ að eins og láta síðan undireins grafa það niður í jörð, svo enginn fékk séð það í 2.000 ár. EF PÍRAMÍDINN HEFÐI EKKI VERIÐ REISTUR ... Keisarinn í Kína var ekki einn um svona stórmennskubrjálæði. Faraóar Egiftalands reistu píra ­ mídana, sem voru á sinn hátt jafn idjótísk verkefni. Hugsið ykkur hve bæta hefði mátt líf venjulegs verkafólks í Egiftalandi ef Kefú faraó hefði ekki eytt allri orku rík­ isins í að reisa stóra píramídann? Og þannig má tiltaka fleiri mannanna verk. Sum af helstu undrum fyrri alda, og jafnvel okk­ ar tíma, eru greinilega skammar­ leg verk, unnin af brjálæðingum. En svo stendur maður andspænis þeim, eins og leirhernum frá Kína, og getur ekki annað en dáðst að öllu saman. Það var sumar­ið 2007 að ég var staddur í Tyrk­landi. Mér hafði verið boðið þangað til að taka þátt í fyrsta alþjóðlega dansmótinu sem haldið var í landinu. Ég og stelpan sem ég dansaði við þá vor­ um sótt á Mercedes Benz­ bifreið með myrkvuðum rúðum á flugvöllinn, það­ an sem við vorum keyrð á fimm stjörnu hótel sem bauð upp á einkaströnd. Við keppt­ um á glæsilegu dansmóti sem hald­ ið var í glerpýramída. Við vorum viss um að við værum dottin í lukku­ pottinn, þetta gæti ekki orðið betra. Það reyndist vera rétt. Við eyddum nokkrum dög­um í Tyrklandi. Feng­um að upplifa Tyrkland og létum stjana við okkur á hótelinu og í alls kyns boðum og veislum sem haldin voru fyrir kepp­ endur. Við gátum reyndar ekki talað við nema brotabrot af fólkinu sem gerði heiðarlega tilraun til að tala við okkur, því við tölum ekki tyrknesku. Það kom ekki að sök, við skemmt­ um okkur konunglega. Eftir nokkra daga var komið að keppninni. Hún var jafnglæsileg og allt annað sem við höfðum upplifað. Hún fór fram í glerpýramída við ströndina. Keppn­ in stóð fram á nótt og var ég orðinn örmagna þegar ég loksins kom upp á hótel. Ég vaknaði morguninn eft­ ir og hugsaði með mér: „Hvað ætti ég að gera í dag?“ Það var þá sem ég tók þá örlagaríku ákvörðun að fara í tyrkneskt bað. Á hótelinu okkar var þetta líka dýrindis „spa“ þar sem boðið var upp á sænskt nudd og tyrkneskt bað, auk slökunar í sérstöku slök­ unarrými og sauna­bað. Ég sló til og pantaði tíma í allt saman. Sauna­ferðin var dýrleg. Ætli það séu ekki finnsku genin í mér sem fá mig til að elska sauna. Ég slakaði á og hugsaði um hvað ég hefði það gott, lífið gæti ekki orðið betra. Eft­ ir sauna­ferðina var komið að smá slökun í slökunarherberginu. Ég hélt ég yrði ekki mikið eldri, lífið sem ég trúði ekki að gæti orðið betra, varð betra. Næst var það sænska nudd­ ið. Enn og aftur varð lífið betra og ég hugsaði með mér: „Ég hef aldrei fengið jafngott nudd.“ Það var komið að lokanúm­eri dagsins: Tyrknesku baði. Ég hafði ekki minnstu hug­mynd um hvað tyrknest bað var áður en ég steig inn í granítherbergið. Bókstaf­ lega ekkert var inni í her­ berginu nema granít. Jú, hálfnakinn karlmaður. Ég hafði verið skilinn eftir með lítið tyrkneskt hand­ klæði um mig miðjan eft­ ir sænska nuddið. Mað­ urinn sem tók á móti mér í granítherberginu var með sama litla handklæð­ ið bundið um sig. Hann benti mér að leggjast á, að mér fannst, granítborðplötu sem stóð á miðju gólfinu. Ég lagðist á plötuna og fann strax að hún hafði verið upphituð. Ég tók mjög meðvitaða ákvörð­ un um að missa ekki algjörlega stjórn á mér og lá grafkyrr á sjóð­ andi heitu granítinu. Aftur var það vankunnátta mín í tyrknesku sem kom í veg fyrir að ég skildi nokkurt orð sem maðurinn sagði. Ég vissi ekki af mér fyrr en maðurinn byrj­ aði að hella sápu yfir mig. Eftir að sápan var búin að þekja mig allan nema rétt í kringum augun og nef­ ið hófst maðurinn handa við að þrífa mig. Alls staðar. Mér var snúið og hent til á granítplötunni, enda ekki hægt að þrífa á mér bakið eða rassinn nema ég lægi á maganum. Sápan þyrlaðist upp í loftið og ég var hættur að geta séð baðmeist­ arann. Ég fann bara fyrir honum. Eftir marga snúninga og hending­ ar á granítinu hófst baðmeistarinn handa við að ná sápunni af mér. Eftir að því var lokið fór þessi óviðkunnanlegi karlmaður að skrúbba mig með einhverslags kornóttu kremi. Það hefði án efa verið notalegt ef ég hefði getað leitt hugann frá því að karlmað­ ur á miðjun aldri, hálfnakinn, væri að þessu. Skrúbbið barst á alla staði. Fjölskyldudjásnin voru færð til hægri og vinstri til að ná sem best að innanverðu lærinu. Ekkert hik hjá baðmeistaranum, sem var greinilega vanur. Eftir að skrúbbinu lauk tók svo við skolun. Hellt var úr vatnsfötum yfir mig og kremið nuddað af þar sem vatnið dugði ekki. Aftur voru fjölskyldu­ djásnin færð til hægri og vinstri til að ná öllu kreminu af mér. Eftir að þessu öllu var lokið hvarf maðurinn út úr herberginu og ég lá eftir á sjóðandi heitum granítsteininum, með harðlokuð augun og aðeins eina setningu í hausnum: „Aldrei aftur tyrkneskt bað.“ TRÉSMIÐJA ILLUGI JÖKULSSON rithöfundur skrifar HELGARPISTILL AÐALSTEINN KJARTANSSON blaðamaður skrifar Illugi Jökulsson stóð andspænis leirhermönnum frá Kína og fannst þeir frábærlega tilkomumiklir, en dauðskammaðist sín fyrir aðdáunina. Brjálæði! Sum af helstu undrum fyrri alda, og jafnvel okk- ar tíma, eru greinilega skammarleg verk, unnin af brjálæðingum. Sundlaugin við hótelið Glæsi- leg sundlaug sem var við hótelið. Baðið fór samt fram í kjallara. ALDREI AFTUR TYRKNESKT BAÐ!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.