Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIR 3. desember 2010 FÖSTUDAGUR Þær Ásta Knútsdóttir og Sesselja Engil ráð Barðdal sitja saman á Kaffi Amokka í Borgartúni þegar blaða- maður hittir þær. Þær hafa staðið í ströngu síðustu daga sem talskonur þeirra kvenna sem hafa sakað Gunn- ar Þorsteinsson í Krossinum um kyn- ferðisbrot gegn sér. Núna vilja þær lýsa aðdragandanum að málinu og segja það sem þær þurfa að segja áður en þær loka málinu í fjölmiðlum. Staðan er sú að sjö konur hafa stigið fram og þar af sex undir nafni og sakað Gunnar um kynferðisbrot. Hann neitar ásökununum alfarið en hefur engu að síður ákveðið að víkja tímabundið sem forstöðumað- ur Krossins. Þær eru rólegar í fasi en segast vita lítið um næstu skref. Þær vonast þó til þess að Gunnar játi brot- in þannig að hægt sé að ljúka mál- inu. „Gunnar sagðist ætla að stíga til hliðar á meðan þetta gjörningaveð- ur gengi yfir. Okkur finnst mjög sorg- legt að hann skuli kalla svona alvar- lega hluti gjörningaveður. Konur eru að koma fram og segja sinn sannleika af sárri reynslu sem þær eru búnar að bera. Að öðru leyti fögnum við því að hann skuli stíga til hliðar og von- umst til að Krossinn fái faglega að- stoð frá utanaðkomandi aðilum sem geta skoðað málin ofan í kjölinn. Við vonumst eftir því að það verði mynd- að fagráð sem tali við allar þessar kon- ur og hann sjálfan og leggi síðan fag- legt mat á stöðuna. Samkvæmt viðtali við Sigurbjörgu, dóttur hans Gunn- ars, í Morgunblaðinu ræddi stjórnin þann möguleika en mér skilst að það hafi verið hugmynd en ekki ákvörð- un. Mér finnst það grundvallaratriði að það sitji enginn í fagráðinu sem er meðlimur Krossins. Fyrr en það skýr- ist getum við ekki áttað okkur á því hvort Krossinn sé fær um að taka á þessu. Það á eftir að koma í ljós.“ Sagan dreifðist hratt Ásta segir frá því hvernig þetta fór allt af stað. „Kona hafði samband við mig af því að ég er sjálf þolandi kynferð- isofbeldis í æsku og hef gengið þessa leið auk þess sem ég stóð við hlið Sig- rúnar Pálínu í biskupsmálinu þar sem við erum mjög góðar vinkonur.“ Sesselja grípur orðið og segir að á sama tíma hafi önnur kona hringt í hana. „Þetta var svolítið skrýtið. Ég fékk leyfi hjá henni til að minnast á hana við Ástu og Sigrúnu Pálínu, því Sigrún Pálína var stödd á landinu. Daginn eftir hittumst við og rædd- um málin. Í framhaldi af því ákváð- um við að hittast með þessum kon- um. Við trúðum þessum konum og vitnisburðir þeirra voru þess eðlis að það var ekkert hægt að rengja þær.“ Ásta tekur það fram að það hafi að- eins verið gert til þess að styrkja þær og leyfa þeim að tala og tjá sig því þær hafa ekki rætt þessi mál áður. „En við erum svo lítill hópur þessi kristni geiri hér á Íslandi og þekkjumst öll þannig að um leið og fjórir vita þá breiðist þetta hratt út. Þá fara fleiri að hafa samband við okkur. Þegar konurn- ar voru orðnar fjórar lögðum við það til að skrifa stjórn Krossins formlegt bréf og ætluðum að láta vitnisburði þeirra fylgja með. Síðan ætluðum við að gefa stjórninni 48 tíma til að breg- aðast við.“ Áfall að heyra þetta „En það sem gerðist var að það fór að spyrjast út að hópur kvenna væri að bera Gunnar þungum sökum,” seg- ir Ásta, „og eftir einhverjum leiðum barst það til barnanna hans Gunn- ars. Einhver sem þykir vænt um þau vildi vara þau við. Það þekkjast allir í þessum hópi og öllum þykir vænt um alla á einhvern hátt. Þetta fjallar ekk- ert um neitt stríð eða safnaðarpól- itík eða eitthvað þess háttar. Langt í frá. Ég er í Veginum en ég er búin að elska þessa kirkju í 18 ár. Ég hef farið á samkomur og alltaf borið virðingu fyrir Gunnari. Ég hef staðið upp og varið hann í kaffistofuspjalli þegar mér hefur þótt vegið að honum. Hik- laust vegna þess að ég bar virðingu fyrir honum. Það var því mjög mik- ið áfall að heyra þessar sögur og mín fyrsta hugsun var: „Góði Guð, ég vildi að þetta væri ekki satt.“ Sú tilfinning varði í nokkra daga. En ég rengdi þessar konur aldrei. Ég sá einkenn- in og heyrði örvæntinguna. Sem þol- andi sjálf þá sé ég það hvort fórnar- lömb eru að segja satt eða ekki.“ Sesselja Engilráð var í Krossin- um í mörg ár en gekk úr kirkjunni. „Ákveðnir hlutir komu upp á. Ég var ekkert mjög hissa. Þetta kom mér ekkert á óvart en mér var samt brugðið yfir því hvað það hafði stað- ið yfir í langan tíma. Hann hefur allt- af verið mjög skemmtilegur maður,“ segir hún. Óttaslegnar konur Ásta fær orðið: „En um leið og þau heyra af þessu þá fer allt úr böndun- um. Hann kallar til fundar í Krossin- um þar sem hann talar um flökku- sögur um eitthvað sem hann átti að hafa gert. Hann vildi láta söfnuðinn vita að þetta væri bara uppspuni og nefndi einhver nöfn í því samhengi. Hann var sjálfur með nöfn þriggja kvenna og hringdi í þær. Ekki bara hann heldur öll fjölskyldan hans.“ Sesselja segir að það sé mjög leið- inlegt að málið hafi farið í þann far- veg: „Konurnar voru hræddar. Þær voru hræddar við að fara út í bíl. Ein þeirra hugsaði: „Guð minn góður, ég verð að fara að heiman.“ Maður- inn hennar svaf með hafnaboltakylfu undir rúminu.“ Misheppnaður sáttafundur Ásta segir að þetta hafi verið tilraun til þöggunar en steininn hafi tekið úr þegar Gunnar kom fram í fjölmiðlum til að ræða þessar flökkusögur eins og hann kallaði það. „Einn stjórnar- maðurinn fór síðan á fund til hans og lagði öll spilin á borðið. Hann var þá búinn að hitta eina konu persónulega sem lýsti þessari reynslu af Gunn- ari en hún stóð utan við okkar hóp og við vitum ekki enn hver hún er. Hann sagði við Gunnar að hann væri með áreiðanlegar heimildir fyrir því að þetta væri satt og bað Gunnar um að sýna auðmýkt, gangast við þess- um brotum og biðjast fyrirgefningar. Gunnar neitaði því, sagðist ekki hafa brotið á neinum konum og þyrfti ekki að biðja neinar konur afsökunar.“ Þöggun er ofbeldi Ásta heldur áfram að tala: „Það sem Gunnar hefði getað gert var að sýna auðmýkt, viðurkenna brotin, stíga sjálfur fram í fjölmiðlum og játa það að hann hefði gerst brotlegur, sagt af sér sem forstöðumaður. Hann hefði getað mildað allt þetta mál og sennilega komið í veg fyrir ansi margt. En við ákváðum að við urðum að senda bréfið á alla stjórnarmeðlimi þegar það var farið að beita þessu of- beldi, því þöggun er bara ein tegund ofbeldis. Ástæðan fyrir því að við hættum við þennan tveggja sólarhringa frest var að öll stjórnin vissi þetta orðið. Þau voru sjálf búin að tala um þetta í fjölmiðlum. Þess vegna ákváðum við að gefa þeim engan frest heldur senda þetta beint á fjölmiðla.“ Hissa á viðbrögðunum Ásta segir jafnframt að þær hafi síð- an heyrt frá konu sem Gunnar á að hafa hringt sjálfur í. „Þegar málið var komið í þetta ferli hringdi kona í okk- ur, segir að Gunnar hafi hringt í sig og spurt hvort hún væri á listanum hennar Sigríðar. Sú sem fékk þetta símtal spurði þá hvort hún hefði líka lent í áreitni af hálfu Gunnars og hún svaraði því játandi. En síðan höfum við ekki heyrt í henni. Þetta segir okk- ur það samt að hann veit alveg hvað hann gerði.“ Sesselja segist hafa orðið mjög undrandi á viðbrögðum Gunnars. „Ég var alltaf mjög hissa á því hvern- ig þau brugðust við þessum sögum. Því kjaftasögur eru bara kjaftasög- ur og þegar maður heyrir kjaftagang um sig þá lætur maður það sem vind um eyru þjóta. En bara það að þau hafi ekki getað það heldur farið strax í það að reyna að þagga niður í þess- um konum fannst mér segja sína sögu. Ég var mjög hissa á þessum yfirdrifnu viðbrögðum. Yfirlýsingar þeirra og eins Ingibjargar fyrrverandi eiginkonu hans urðu líka til þess að konum ofbauð og fleiri ákváðu að stíga fram undir nafni. En þetta er mikill harmur og sorglegt.“ Ásta segir að Ólöf Dóra, sem steig fram undir nafni á miðvikudaginn, hafi komið eins og þruma úr heið- skíru lofti. „Við vissum ekki um hana. Hún kom bara til okkar þegar málið var farið í gang. Hafði samband eft- ir Kastljósþáttinn og vildi hitta okkur á kaffihúsi þar sem hún sagði okkur sína sögu. En það er mjög mikilvægt að það komi fram að við höfum ekki beðið neina konu um að gera það. Allar konurnar sem hafa ákveðið að stíga fram hafa gert það að eigin frumkvæði.“ Vilja ekki skítkast Þær hafa ákveðið að svara ekki róg- burði um sig eða þær konur sem eru í þeirra hópi. „Eins og þegar ver- ið var að tala um gjálífi á konu sem var hrein mey þegar hún gifti sig. Slíkt er ekki svaravert. En þeim finnst rosalega sárt að sitja undir þessu. Þær vilja ekki fara í neinn drullus- lag og þær vilja ekki koma fram í fjölmiðlum. Þær vilja hlífa börnum hans, barnabörnum og öðrum að- standendum eins og hægt er. Það er ástæðan fyrir því að við Sesselja sitj- um hérna í dag fyrir þeirra hönd. Við vonumst til að þetta stoppi núna, eft- ir þetta. Gunnar neyddi þær til að koma fram með sannleikann. Ég hugsa að það hafi jafnvel getað liðið heilt ár áður en þær hafi verið tilbúnar til að stíga fram. Ástæðan fyrir því að ég fullyrði svona um þetta er að þær eru að byrja á öfugum enda. Yfirleitt eru fórnarlömb búin að vinna lengi í sjálfum sér áður en þau eru tilbú- in til að mæta gerandanum eða segja frá því sem gerðist. Hvað þá opin- berlega. Sumar konur eru búnar að vinna í sjálfum sér í fjölda ára áður en þær geta sagt sannleikann og skil- að skömminni til baka. Í rauninni er það hann sem neyðir þær til að fara þessa leið. Allar þessar konur eru að hefja sína sjálfsvinnu núna.“ Ásta Knútsdóttir og Sesselja Engilráð Barðdal eru talskonur þeirra kvenna sem saka Gunnar Þorsteins- son um kynferðisbrot. Þær segja frá aðdraganda málsins, viðbrögðum Gunnars og fjölskyldu hans, óttanum sem konurnar upplifðu áður en þær stigu fram og von um að nú sé komið nóg til þess að Gunnar játi þessi meintu brot sín. „GUNNAR NEYDDI ÞÆR TIL AÐ KOMA FRAM“ INGIBJÖRG DÖGG KJARTANSDÓTTIR blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is Trúðu þessum konum Sesselja EngilráðBarðdalogÁstaKnútsdóttir segjastekkihafaveriðínokkrum vafaumaðkonurnarsemsökuðu Gunnarumkynferðisbrotværuað segjasatt.Þærþekktueinkenninog heyrðuörvæntinguna. MYND RÓBERT REYNISSON Konurnar voru hræddar. Þær voru hræddar við að fara út í bíl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.