Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Síða 26
Svarthöfði hefur lengi átt sér þann draum að verða lauk-ur sinnar ættar. Að vísu ekki alveg sinnar ættar því Svart- höfði er af góðum og gegnum al- þýðuættum eins langt og ættfræðin sér. Kona Svarthöfða er aftur á móti af ætt sem gjarnan er hafin til virð- ingar í ræðu og riti, einkum sökum auðlegðar. Hermt er að ættin eigi forfeður á meðal gyðinga. Svart- höfði vildi verða einn af þeim. Sú staðreynd að eiginkonan er af tignum ættum hefur laskað sjálfsmynd Svart-höfða. Hann reyndi ákaft að aðlagast og hóf að ganga í teinótt- um fötum að hætti viðskiptajöfra. En það dugði ekki til. Svarthöfði missti sjálfstraustið. Hann hefur fundið til þess í boðum og ann- ars staðar þar sem laukarnir koma saman að vera minnimáttar. Hann var dindilmenni. Dag og nótt hefur Svarthöfði, þjakaður af minnimátt- arkennd, hugsað til þess hvernig hann gæti losnað við þann stimpil að vera lítill á meðal stórmenna. Þetta varð að þráhyggju. Árin liðu. Ætt konunn-ar missti flugið og eigur hins íslenska aðals féllu í hendur annarra. Það var þá sem Svarthöfði sá ljósið. Meðal þess sem ættin hafði tapað var eitt stærsta fyrirtæki landsins á sviði fjárfestinga. Það féll í hendur ríkisins sem hóf þegar söluferli. Svarthöfði sá sér leik á borði. Hann lét spyrjast út að hann færi fyrir hópi fjárfesta sem myndi kaupa fyrirtækið og bera það á gullstóli inn í ættarveldið. Algjör viðsnúningur varð á stöðu Svarthöfða. Hann skynjaði virðingu tengda- fjölskyldunnar og fékk klapp á bakið. Konan hans varð ham- ingjusöm. En svo kom áfall-ið. Svarthöfði átti að skila fyrstu af- borgun. Hann var heiðarlegur og lagði til við ríkið að hann fengi kúlulán til 10 ára þar sem hann skorti lausafé. En því var hafn- að. Þá bað hann um það í ör- væntingu að setja milljarðana á raðgreiðslur en því var líka hafnað. Svarthöfði tromp- aðist í greiðslufallinu og lýsti yfir því að hann myndi lög- sækja ríkið og alla þá sem ef- uðust um greiðslugetu hans. Hann varð aftur lítill á með- al hinna stóru. AÐALL OG DINDILMENNI „Húsið er komið í góðar hendur því Ingó og yngri bróðir hans hafa miklar og góðar söngraddir og munu fylla húsið af söng og lífs- gleði.“ n Fyrrverandi ráðherra, Guðni Ágústsson, seldi húsið sitt á Selfossi foreldrum Ingós úr Veðurguðun- um. -DV „Þetta er afskap- lega dýrt efni í framleiðslu og eins og allir vita vöðum við ekki í peningum hérna.“ n Sigrún Stefánsdóttir segir ástæðuna fyrir norska jóladagatalinu sem Sjónvarpið sýnir þennan desembermánuðinn vera skort á peningum. -Fréttablaðið „Við bara drulluð- um á okkur.“ n Markvörður handknattleiksliðs FH, Pálmar Pétursson, var vægast sagt ósáttur við frammistöðu liðsins gegn Haukum í Hafnarfjarðarslagnum þar sem þeir rauðklæddu völtuðu yfir FH-inga á þeirra eigin heimavelli. -Stöð 2 „Við þurfum að sjá hvað rekur á fjörur okkar.“ n Guðjón Þórðarson, þjálfari BÍ/ Bolungarvíkur, er með fámennan hóp þessa dagana en vonast til þess að geta bætt við sig mönnum áður en átökin hefjast í maí. Horfir hann til Englands og Skandinavíu varðandi leikmannakaup. -Fótbolti.net Valdið hatar Wikileaks Ríkisstjórnir, stórfyrirtæki og jafnvel hluti almennings sameinast nú um að stöðva Wikileaks, til að koma í veg fyrir að leyniupplýsingar komi fyrir sjónir almennings. Kína hefur lokað á Wikileaks. Rússland hefur gefið út að það sama verði gert. Banda- ríkin hafa fordæmt Wikileaks. Netfyrirtækið Amazon hefur fjarlægt Wikileaks af gagna- grunnum sínum. Tom Flanagan, prófessor við háskólann í Calgary og æðsti ráðgjafi kana- díska forsætisráðherrans Stephens Harpers, leggur til að Julian Assange, talsmaður Wik- ileaks, verði drepinn. „Ég held að það ætti að ráða hann af dögum,“ sagði hann blákalt í sjónvarpsviðtali. Aðrar eins opinberar of- sóknir hafa varla sést síðustu ár. Ástæðan fyr- ir þeim er einföld. Wikileaks er stærsti óvinur valdsins. Valdið hatar ekkert meira en Wikileaks. Það skilur ekki uppljóstranir og lítur á þær sem skemmdarverk. Valdið skilur annað vald betur en þann sem gefur einfaldlega upplýs- ingar, án ásetnings um að öðlast vald. Það er þögult samþykki hjá valdinu fyrir því að upp- ljóstra ekki um annað vald, nema til að öðlast meira vald. Wikileaks er hins vegar ekki hluti af valdakerfinu. Wikileaks hefur ekkert raun- verulegt vald, nema í beinu samhengi við al- menning. Almenningur er eina uppspretta hins rétt- láta valds. Í lýðræði getur breytt afstaða al- mennings á undraverðan hátt kippt fótunum undan öðru valdi. Áður hefði það ekki verið hægt, þar sem uppspretta valdsins lá í getu viðkomandi til að beita ofbeldi, líkt og Flanag- an leggur til. Nú stendur yfir barátta valdsins til að gera Wikileaks að óæskilegu fyrirbæri í heimin- um. Tilgangurinn er að samsama Wikileaks hryðjuverkahópum og ala á ótta almennings gagnvart því að vefurinn ógni heimsfriðnum með uppljóstrunum sínum. Ef valdinu tekst það breytast leikreglurnar og yfirvöldum verður gert kleift að beita annaðhvort ofbeldi eða frelsissviptingu gegn uppljóstrurunum. Wikileaks er ekki heldur í hag stórfyrir- tækja, eins og Amazon. Augljóst er að tilvist vefsins er ekki góð fyrir fjármálastofnanir, eða í það minnsta þá sem stjórna fjármálastofnun- um. Vefurinn gerir það erfiðara fyrir banka- stjórnendur að leyna því sem þeir gera í eigin hag, andstætt hag almennings. Wikileaks hef- ur boðað að næstu uppljóstranir verði af starf- semi banka, svo lengi sem ekki verður búið að koma böndum yfir Wikileaks fyrir þann tíma. Ef engar upplýsingar væru leyniupplýsing- ar væru uppljóstranir óþarfar. Það er forsenda heilbrigðra lýðræðisþjóðfélaga að almenning- ur skilji og muni að vald hans skiptir engu ef aðrir ráða hvaða upplýsingar hann fær. Upp- lýsingar, og þá helst leyniupplýsingar, eru eldsneyti lýðræðisvaldsins. Þess vegna óttast annað vald uppljóstranir og þess vegna eru uppljóstranir í óþökk valdsins. Þetta snýst um miklu meira en Wikileaks og mann að nafni Julian Assange. Wikileaks og aðrir fjölmiðlar sem sinna starfi sínu færa vald frá ríkisstjórnum og stórfyrirtækjum yfir til fólksins. Þetta er stríð valdsins gegn því að fólkið fái að vita. Því hjá almenningi í lýðræðis- fyrirkomulagi er vitneskja vald. JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR. Þetta snýst um miklu meira en Wikileaks og mann að nafni Julian Assange. LEIÐARI SVARTHÖFÐI 26 UMRÆÐA 3. desember 2010 FÖSTUDAGUR MARGEIR Í PATTSTÖÐU n Það er mikið stuð á MP banka þessa dagana. En undirliggjandi eru áhyggjur vegna gríðarlegs taps og eiginfjárstöðu sem er und- ir þeim mörk- um sem krafist er. Aðaleigandi bankans er skákmeistarinn Margeir Péturs- son sem byggði hann upp frá grunni. Nú stefnir í að hlutur hans í bankanum rýrni eða hverfi jafnvel. Hermt er að skákmeistarinn sé í pattstöðu með eign sína. UNG, FRÆG OG RÍK n Einhverjir eru fýldir vegna sigra hinna frægu í kjöri til stjórnlaga- þings. Þrátt fyrir stífa kröfu þá náði óþekkti Íslend- ingurinn ekki flugi í kosning- unum. Á meðal þeirra frægustu sem náðu kjöri er Inga Lind Karlsdóttir, al- þýðukona sem varð sterkefnuð. Inga Lind er í senn ung, fræg og rík. Hún er einn af örfáum af óskalista Sjálfstæðisflokksins sem náðu kjöri. Inga Lind er talin munu standa vel fyrir sínu eins og flestir þeirra sem kosnir voru. SÆGREIFAR TRYLLTIR n Almennt séð er náhirð Sjálfstæð- isflokksins með allt á hornum sér vegna stjórnlagaþingsins og ágæt- lega heppn- aðra kosninga. Þetta brýst fram í málgögnum útgerðaraðals- ins, Moggan- um, og þá ekki síst í systurmiðli blaðsins amx. is. Þar fara smá- fuglar hamförum og þá sérstaklega vegna yfirburðasigurs Þorvaldar Gylfasonar prófessors. Fyglin kalla Þorvald „varðhund auðmanna“ fyrir þær sakir einar að vera lausapenni Fréttablaðsins. Greinilegt er að sæ- greifarnir óttast mjög um sinn hag þegar stefnir í að yfirráð þjóðar- innar yfir auðlindum sjávar verði tryggð. KÚGANDI AFL n „Skuldir þínar hafa verið afskrif- aðar hjá bankanum...“ er setning sem hálf þjóðin biður í bænum sín- um á kvöldin um að standi í næsta gluggabréfi sem dettur inn um lúguna. Einmitt þessi setning stendur orðrétt í bréfi sem KB banki sendi Jónínu Bene- diktsdóttur fyrir nokkrum árum. Bréfið er birt í bókinni um Jónínu. Áður hafði hún hótað Hreiðari Má Sigurðssyni, þáverandi forstjóra KB banka, að fara með svokallaðar „kvaðningar“ um fylgdarþjónustu kvenna frá Flórída í fjölmiðla. Hegn- ingarlögin taka til einmitt svona atriða. SANDKORN TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK ÚTGÁFUFÉLAG: DV ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Lilja Skaftadóttir RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is UMSJÓN HELGARBLAÐS: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is UMSJÓN INNBLAÐS: Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSÍMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7050. SMÁAUGLÝSINGAR: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Kosningar til stjórnlagaþings voru allavega yndisleg tilbreyting frá svartagallsrausinu, kveinstöfum og harmkvælum þeirra sem segjast vera stjórnarandstæðingar, jafnvel þótt sjálfstæðismönnum og fram- sóknarleifum tækist ekki að eyði- leggja þetta ágætis framtak. Grát- konukórinn fór um víðan völl á meðan krossberar hrunsflokkanna grenjuðu hvar sem þeir komu. Kerl- ingagengi sjálfstæðismanna vældi í borgarstjórn á meðan karlaklíkan nýtti sér slefberaháttinn og beitti öllum ráðum til að reyna að draga úr vægi kosninga til stjórnlagaþings. Nú kjökra á krossgötum stjórnsýsl- unnar: Bjarni Ben, Dabbi litli, Árni Sigfússon, Hanna Birna og fleiri full- trúar hins liðna. Við erum ekki lengur með stjórn- völd sem keppast við að gera sitt versta. Í dag ræð- ur á Íslandi betri ríkisstjórn en Sjálfstæðisflokk- ur hefur getað státað af og í dag erum við með besta borgar- stjóra allra tíma. Engu að síður, eða kannski akk- úrat þess vegna, eru grátkórarnir háværari en nokkru sinni. Menn ranghvolfa augunum af öfund og þegar að þeir grenja þá eru þeir svo rangeygir að tárin fara í kross niður bakið á þeim. Eftir nýafstaðnar kosningar til stjórnlagaþings, tjáði eitt skærasta gáfnaljós Framsóknarflokksins, Vig- dís Hauksdóttir, sig og vildi meina að stafrófsröð hefði ráðið úrslit- um kosninganna. Margt af því sem Vigdís þessi (sem er fremst kvenna í flokki Framsóknar) lét eftir sér hafa er þess eðlis að maður spyr sig ósjálfrátt: -Hversu heimskur má maður vera í þessum heimi? Eftir þessar kosningar hafa vælu- kjóar Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknar- komið sér saman um tón- tegund. Nú á að grenja út í eitt og reyna að koma í veg fyrir að út úr stjórnlagaþingi komi tillögur að stjórnarskrá sem eytt geta því órétt- læti sem sjálftökuliðar helminga- skipta hafa stundum kalla lýðræði. Í krossferð niðurrifsaflanna garga menn þann ófögnuð, að úrslit kosn- inganna séu hneisa – fyrst og fremst vegna þess að í hóp hinna útvöldu vantar víst ómenntaða, óþekkta ein- staklinga af landsbyggðinni. Hin ríkisrekna sjónvarpsrás, sem virðist vera útibú frá Valhöll, sá ástæðu til að gera sem minnst úr téðum kosningum. Kvöldið fyr- ir kosningarnar var uppskafnings- hættinum snúið að vangaveltum um það hvort einhver maður teld- ist sekur eða saklaus vegna þess að hann káfað kannski á konum. Það er líklega viðeigandi að grát- kórarnir finni sér skjól í eftirfarandi stöku: Karlinn mun auðvitað finna sinn frið þótt fái hann Júdasarkossinn því núna í einrúmi nostrar hann við að negla sig sjálfan á krossinn. Kjökrað á krossgötum SKÁLDIÐ skrifar KRISTJÁN HREINSSON skáld skrifar BÓKSTAFLEGA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.