Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 22
22 ERLENT 3. desember 2010 FÖSTUDAGUR Uppljóstrunarsíðan Wikileaks hóf að birta gögn frá bandaríska ut- anríkisráðuneytinu síðastliðinn mánudag. Vegna vaxandi spennu á Kóreuskaga hafa gögn sem snerta upplýsingaöflun um Norður-Kór- eu vakið mikla athygli. Bandarísk yfirvöld hafa lagt mikla áherslu á að safna upplýsingum um ástand- ið í landinu og ekki síst ástandið á leiðtoga þess, Kim Jong-il. Það hef- ur hins vegar reynst erfitt hingað til, enda halda Bandaríkjamenn ekki úti sendiráði í Pyongyang, höfuð- borg Norður-Kóreu. Í raun hafa eng- in formleg tvíhliða samskipti átt sér stað milli ríkjanna síðan vopnahlés- samningurinn milli Norður-og Suð- ur-Kóreu var undirritaður árið 1953 í kjölfar Kóreustríðsins. Mat bandarískra yfirvalda á ástandinu í Norður-Kóreu er því að- eins byggt á upplýsingum sem þau fá frá annarri hendi. Þýska vikuritið Der Spiegel, sem var einn þeirra fjöl- miðla sem fékk aðgang að gögnum Wikileaks, hefur tekið saman þau atriði sem Bandaríkjamenn hafa stuðst við til að byggja sýn sína á gangi mála í Norður-Kóreu. Komast í samband í gegnum Kína Í gögnunum er nokkuð um skeyta- sendingar frá kínversku borginni Shenyang, en þar starfar sendifull- trúi Bandaríkjanna Stephen Wick- man. Í borginni er einnig ræðis- skrifstofa frá Norður-Kóreu, en samkvæmt Wickman er henni hald- ið úti einungis á viðskiptalegum for- sendum. Norður-Kóreumenn bjóði fyrsta flokks þjónustu, hverjum þeim sem vilji skipta við þá og skila þar með erlendum gjaldeyri í ríkis- kassann. Þannig geta vel fjáðir ein- staklingar frá Vesturlöndum komist í samband við yfirvöld í Norður-Kór- eu og jafnvel, ef viðskiptin eru nógu stórtæk, komist í kynni við Kim Jong-il sjálfan. Kim keðjureykir og drekkur Viðskiptakona nokkur, sem var ekki nafngreind, stóð í slíkum viðskipt- um. Hún sagði bandarískum ríkis- erindrekum frá ferð sinni til Norður- Kóreu, en þar tók Kim Jong-il sjálfur á móti henni á sveitasetri sínu uppi í hlíðum fjallsins Myohyang. Sagði konan að Kim „væri við góða heilsu“. Hún sagði að hann „hefði fulla stjórn á hlutunum, væri nákvæmur, heill- andi og með gott minni“. Það merki- legasta sem konan sá var hins veg- ar að Kim virðist ekki fara að ráðum lækna en heilsa einræðisherrans hefur verið talin slæm eftir að frétt- ir bárust af heilablóðfalli sem hann mun hafa fengið síðsumars 2008. Konan sagði að „Kim kveikti sér í síg- arettu um leið og formlegum fundi okkar lauk. Fyrir kvöldverð drakk hann kampavín, viskíkokteila með- an á kvöldverðnum stóð og hann hélt áfram að keðjureykja allan tím- ann. Kim virðist ekki of umhugað um heilsu sína. Fita fólk Önnur athyglisverð skýrsla barst ut- anríkisráðuneyti Bandaríkjanna frá sendiráði þess í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu. Í skýrslunni kemur fram að undanfarið hafi verið stund- uð svokölluð „fjölskylduskipti“ til að bæta álit umheimsins á Norð- ur-Kóreu. Val á fjölskyldum byggist á flokkshollustu þeirra, en eftir að valið hefur farið fram gefst viðkom- andi fjölskyldu tækifæri til að kynn- ast lífi utan landamæra Norður-Kór- eu. Fjölskyldurnar fá hins vegar ekki að yfirgefa heimalandið fyrr en þær hafa verið „fluttar til Pyongyang og síðan „fitaðar“ með reglulegum máltíðum og vítamínum til að ekki komist upp um alvarlegan næring- arskort sem herjar á íbúa Norður- Kóreu“. Árásin hluti af áætlun Komið hefur fram í gögnum frá Wikileaks að yfirvöld í Kína séu ekki eins miklir bandamenn Norð- ur-Kóreu og áður var talið. Nú þeg- ar er orðin fræg tilvitnun í ónefnd- an háttsettan embættismann í Kína, að Norður-Kórea hagi sér eins og „ofdekrað barn sem er að reyna að ná athygli foreldr- is“. En foreldrið í þessu tilfelli er ekki Kína, eins og margir myndu halda, heldur Bandaríkin. Í öðrum skýrslum kemur fram að banda- rískir ríkiserindrekar hafi heyrt það oft frá kínverskum ráðamönn- um að forgangsverkefni yfirvalda í Pyongyang væri að bæta tengslin við Bandaríkin og koma á tvíhliða samskiptum. Kínverskir embættis- menn væru á því máli að hernað- artilburðir Norður-Kóreu á undan- förnu ári tengdust hrakandi heilsu leiðtogans, Kim Jong-il. Áætlun Norður-Kóreumanna sé því sú „að auka á hernaðarlega spennu gagn- vart Bandaríkjunum uns eftirmað- urinn, hugsanlega Kim Jong-un [sonur Kim Jong-il], taki við stjórn- artaumunum og lægi öldurnar.“ Gífurleg efnahagsvandræði Á síðasta ári var mikið um skeyta- sendingar milli ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í Shenyang og ut- anríkisráðuneytisins í Washington vegna gífurlegra efnahagsvanda- mála í Norður-Kóreu. Samkvæmt heimildum Bandaríkjamanna var gerð örvæntingarfull tilraun til að hressa upp á efnahaginn með gengisfellingu won-sins, gjaldmið- ils Norður-Kóreumanna. Með einu pennastriki voru tvö núll klippt aft- an af andvirði gjaldmiðilsins sem átti að auka tekjur útflutnings- greina. Aðgerðin skilaði ekki til- ætluðum árangri og litlum tekjum í ríkiskassann, auk þess sem verð á neysluvöru hækkaði gífurlega fyrir heimamenn með skelfilegum afleiðingum. Samkvæmt ræðis- skrifstofunni í Shenyang voru það „aðeins börn háttsettra embættis- manna sem sluppu við afleiðing- arnar“. Wickman, ræðismaðurinn í Shenyang, hefur það eftir „valda- miklum aðila“ í viðskiptalífi Norð- ur-Kóreu, að gengisfellingin hafi sýnt fram á síhækkandi stig ör- væntingar ráðamanna í Pyong- yang. Sami aðili sagði að Kim Jong-un væri jafnvel að íhuga að innleiða efnahagsumbætur, þótt þær séu ekki á döfinni eins og er. Norður-Kóreumenn munu hafa móðgast við Kínverja þegar Norð- ur-Kórea var ekki sett á lista Kín- verja um 137 staði í heiminum þar sem væri gott að fjárfesta. Sé það ein ástæða þess að „Norður-Kór- ea vonist eftir að tvíhliða samskipti við Bandaríkin verði endurvakin, sem hluti af metnaðarfullri þróun- aráætlun fyrir árið 2012.“ Samkvæmt gögnunum sem uppljóstrun- arsíðan Wikileaks hóf að birta á mánu- dag, er greinilegt að bandarísk stjórnvöld vilja ólm komast yfir upplýsingar um Norður-Kóreu. Þar kemur fram að Norð- ur-Kóreumenn vilja koma á samskiptum við Bandaríkin og að árásin sem gerð var á Yeonpyeong-eyju í síðustu viku gæti verið hluti af stærri áætlun. MYND MÁLUÐ AF NORÐUR-KÓREU BJÖRN TEITSSON blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is Áætlun Norður-Kóreumanna sé því sú „að auka á hern- aðarlega spennu gagn- vart Bandaríkjunum uns eftirmaðurinn, hugsan- lega Kim Jong-un [son- ur Kim Jong-il], taki við stjórnartaumunum og lægi öldurnar.“ Borgarmynd Pyongyang Bandaríkjamenneruforvitnirum gangmálaíNorður-Kóreu. Feðgarnir heilsa Kim Jong-ilogKimJong-un.Sá eldrivirðisternþráttfyrir heilablóðfall,keðjureyking- arogstífadrykkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.