Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 48
48 útlit umsjón: ingibjörg dögg kjartansdóttir ingibjorg@dv.is 3. desember 2010 föstudagur
Áróra Eir Traustadóttir kemur eins og margir mætir menn úr Breiðholtinu en gekk þó í barnaskóla í Hlíðunum. Eft-
ir að hafa prófað ýmislegt á mennta-
skólaárunum fór hún í fatahönn-
un í Listaháskólanum. Árið 2005
lauk hún námi þaðan og hefur síð-
an unnið að eigin hönnun. Frá árinu
2007 hefur hún hannað undurfallega
kraga og fylgihluti undir merkinu Ár-
óra. Og um helgina ætlar hún að taka
þátt í PopUp Verzlun í Hugmynda-
húsi háskólanna.
jólagjöf til vinkvenna
Fyrir fjórum árum vantaði hana hug-
mynd að jólagjöfum handa vinkon-
um sínum, fór að fletta gömlu eitís-
föndurblaði og sá þar mynd af lausum
krögum. „Mér fannst þetta sniðugt,
settist niður og bjó til mína útgáfu af
krögum. Vinkonur mínar voru mjög
ánægðar með kragana og hvöttu mig
til að gera fleiri kraga. Ég fór þá að
selja þá í Trilogiu og gerði það allt
þar til henni var lokað. Síðan hef ég
þróað þá áfram og bætt við fleiri út-
gáfum en formið er alltaf það sama.
Fyrstu kragarnir mínir voru rómant-
ískir og hugsaðir sem punkturinn yfir
i-ið í „outfiti“,“ segir hún en síðasta
lína var talsvert frábrugðin fyrri línum
þar sem meiri „bondage-fílingur“ var
komin í línuna og kragarnir voru úr
leðri og oft með leðurólum sem hægt
er að leika sér að. „Leðurstykkin mín
eru ekki mjög rómantísk en hugsunin
á bak við þau er í grunninn sú sama,
að vera punkturinn yfir i-ið. Stund-
um verð ég þreytt á krögunum en þá
legg ég þá bara aðeins til hliðar og geri
eitthvað fyrir mig. Ég prjóna til dæmis
mikið á sjálfa mig.“
Hannar flíkur sem fylgihluti
Núna er næsta lína byrjuð að mót-
ast. „En ég vil ekki segja of mikið því
hún á eftir að þróast og breytast,“
segir hún glettin. „Ég er samt búin að
ákveða að hún innihaldi einhverjar
flíkur, flíkur sem styrkja fylgihlutina
mína. Nokkurs konar fylgihlutir fyrir
fylgihlutina mína.
Mér finnst ég ekki vera fullmót-
uð sem hönnuður og held ég verði
það aldrei, ég get alltaf bætt mig og
breytt. En það sem drífur mig áfram
er þessi óseðjandi þörf sem ég hef
fyrir að skapa,“ segir hún einlæg þeg-
ar blaðamaður ræddi við hana.
Hugmyndirnar fangar hún hvar
sem er og hvenær sem er. „Smáatrið-
in skipta mig miklu og ég hef augun
alltaf opin fyrir skemmtilegum smá-
atriðum. Ég á mér eina uppáhalds-
mynd sem ég notaði í alla vega tvö
verkefni í skólanum og þar á meðal
lokaverkefnið mitt og einnig fyrir síð-
ustu línu. Þetta er sterk mynd sem ég
held að ég muni nota áfram.“
amma á kraga
Konur á öllum aldri hafa fallið fyrir
hönnun Áróru. „Ég veit um einn karl-
mann sem keypti kraga handa sér en
annars eru viðskiptavinir mínir kon-
ur á öllum aldri. Amma mín á kraga
eftir mig og fleiri konur á hennar
aldri og allt niður í fermingarstúlkur
hafa keypt af mér. Enda hanna ég
ekki fyrir einhverja ákveðna týpu, ég
geri það sem mér þykir áhugavert og
vona að öðrum þyki það líka.
Sem manneskja legg mest upp
úr heiðarleika. Það smitast síðan út
í hönnun mína því þar legg ég mest
áherslu á gæði.“
blandar öllu saman
Hennar eigin stíll er afskaplega per-
sónulegur. „Ég veit aldrei almenni-
lega hvernig ég á að svara þessari
spurningu. Minn stíll er minn, ég
er ekki fiftís- eða rokkaratýpan. Ég
blanda öllu saman, fer í það sem mig
langar til hverju sinni.
Ég á mér rosalega marga upp-
áhaldshönnuði. Vivienne Westwood
hefur lengi verið í uppáhaldi, Alex-
ander McQueen, Yves Saint Laur-
ent og Balenciaga voru magnað-
ir listamenn. Pheobe Philo, Nicolas
Ghesquière og Ann Demeulemeester
eru þeir hönnuðir sem ég fylgist
grannt með þessa dagana. Norrænir
hönnuðir hafa verið að koma sterk-
ir inn undanfarin ár og þar held ég
mest upp á Peter Jensen og Henrik
Vibskov. Svo eru margir íslenskir
hönnuðir sem ég hef mikið dálæti á
– Go with Jan gerir yndislega klúta
og slaufur, Thelma vinkona gerir fal-
leg höfuðföt og svo eru fjölmargir
aðrir íslenskir fatahönnuðir að gera
skemmtilega hluti. Mínar fyrirmynd-
ir eru sterkt fólk sem lætur drauma
sína rætast sama hvað á dynur.“
Þetta reddast
Það að fá útrás fyrir sköpunarþörfina
er það skemmtilegasta við þetta starf.
„Annars finnst mér ég ekki geta alhæft
neitt þar sem ég hef ekki haft mikil
kynni af hönnunarheiminum erlendis
en krafturinn og „þetta reddast“-heil-
kennið sem Íslendingar eru með er
eitthvað sem mér þykir rosalega vænt
um. Það hefur komið okkur langt.
Íslensk farahönnun er enn að slíta
barnsskónum. Margt hefur breyst
síðan ég útskrifaðist. Fólk er orðið
mun meðvitaðra um íslenska hönn-
un og hönnuðirnir bæði orðnir fleiri
og þroskaðari. Mér finnst þó mikil-
vægt að fólk geri sér grein fyrir því að
hönnun er vinna og að baki fatalínu
liggja margar vinnustundir. Ekki bara
saumaskapur heldur líka hugmynda-
vinna, val á litum og efnum og margt
fleira.“
brúar bilið á milli hönnuða og
viðskiptavina
Sjálf hefur hún eytt haustinu í að
skoða viðskiptahliðina á rekstrin-
um, lagt drög að viðskiptaáætlun og
kortlagt næstu skref. „Þessa dagana
er ég hins vegar á fullu að undirbúa
desembermánuð, sit á vinnustof-
unni hverja lausa stund og sauma,“
segir hún brosandi. Það er nóg um
að vera á næstu dögum. Um helg-
ina ætlar hún að taka þátt í Pop Up
Verzlun sem verður sett upp í Hug-
myndahúsi háskólanna. „Ég er að
taka þátt í Pop Up í þriðja sinn. Þetta
er frábært framtak sem hefur heppn-
ast mjög vel. Að mínu mati hefur Pop
Up minnkað bilið á milli hönnuða og
viðskiptavina. Mér þykir alltaf gam-
an að geta hitt viðskiptavinina mína,
fengið aðeins að kynnast þeim og þeir
mér. Síðan fer Worn by Worship-vef-
verslunin í loftið í næstu viku. Þar
verð ég í fríðum hópi íslenskra hönn-
uða sem munu selja hönnun sína, og
hluti af kaupverðinu mun renna til
góðgerðarmála. Ég hlakka mikið til að
fá að vera með í þessu metnaðarfulla
verkefni sem mun vonandi stækka og
dafna. Jólin ætla ég að svo halda há-
tíðleg í faðmi fjöskyldu og vina. Hvað
nýja árið ber í skauti sér veit ég ekki al-
veg en ég vonast til þess að taka þátt í
RFF aftur. Langtímaplanið inniheldur
svo sókn á erlenda markaði.“
Áróra í London
Hún er reyndar komin inn í verslun
í London en er svo hógvær að minn-
ast ekki á það að fyrra bragði. „Síðasta
vor fór ég til London aðallega í þeim
tilgangi að heimsækja góða vinkonu
mína og til komast í smáfrí. Ég nýtti
ferðina og hafði samband við verslun
sem heitir Beyond the Valley. Ég átti
fund með þeim sem gekk vel og í haust
sendi ég þeim kraga og einnig stykki
úr nýju línunni minni. BTV er verslun
sem sérhæfir sig í ungum hönnuðum
og því skemmtilegt fyrir mig að fá tæki-
færi til að selja vörur mínar þar.“
Annars er hægt að nálgast vörur
Áróru í GK á Laugavegi og í Mýrinni
í Kringlunni, utan Reykjavíkur fást
þær í Hrím á Akureyri og í Beyond
the Valley í London. Síðan verða þær
fáanlegar á veraldarvefnum góða
þegar Worn by Worship fer í loftið
aðra vikuna í desember.
jólabarn
Áróra er mikið jólabarn þótt hún vilji
hvorki sjá né heyra nokkuð jólalegt
fyrr en fyrsti í aðventu rennur upp
og skreyti ekki heima hjá sér rétt fyr-
ir jól, enda alin upp við að skreyta á
Þorláksmessu. „Fyrir mér eiga jólin
að snúast um það að skapa notaleg-
ar stundir með vinum og fjölskyldu.“
Það þarf því engan að undra þegar
hún er spurð að því hverju hún vilji
koma til skila til lesenda sé svarið
stutt, einfalt og laggott: „Gleðileg jól.“
Takk Áróra og sömuleiðis!
Áróra Eir Trausta-
dóttir fatahönnuður
hannar undurfal-
lega kraga undir
eigin nafni. amma
hennar á einn,
fermingarstelpur
nota þá og allt
þar á milli. En hún
hefur aðeins selt
einum karlmanni
kraga til eigin nota.
Hún segir frá því
hvernig þeir urðu til
þegar hana vantaði
jólagjafir handa
vinkonum sínum, og
drauminum um að
selja þá á erlendum
vettvangi en hún er
nú þegar komin inn
í verslun í London.
Óseðjandi þörf
fyrir að skapa