Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 34
34 VIÐTAL 3. desember 2010 FÖSTUDAGUR Ógleymanleg vika Halldóra varð meðal annars vitni að því þegar börn voru bólusett gegn mænuveiki auk þess að fá A-vítamín og lyf við ormum í iðrum. Á heimsvísu útvegar UNICEF bóluefni fyrir 100 milljónir barna og bjargar þannig lífi 2,5 milljóna barna. Þetta gætu samtökin ekki gert nema með stuðningi heimsforeldra og annarra styrktaraðila. UNICEF treystir eingöngu á frjáls framlög. Upplifði vonleysi í Úganda Lítill drengur fyrir utan móttökuheimili fyrir börn og konur sem hafa snúið til baka eftir að hafa verið í haldi uppreisnarmanna LRA og jafnvel verið látin taka þátt í hernaðarátökum barnung. UNICEF hjálpar þessum konum og börnum að komast yfir áföll sín, hefur uppi á fjölskyldum þeirra og aðstoðar þau við að aðlagast eðlilegu lífi. Dóra segir að hún hafi aldrei upplifað annað eins vonleysi. Kom önnur manneskja heim Dóra ásamt hjúkrunarkonu frá heilsugæslustöð í Pabbo-héraði. Meðan uppreisnarhópar LRA herjuðu á íbúa í Norður-Úganda voru stærstu flóttamannabúðirnar í Pabbo, þar sem bjuggu yfir 56.000 manns á tímabili. mynstur liggja svo djúpt. Löngu áður en þetta mynstur varð til í okkar sambandi var ég farin að búa það til annars staðar.“ Markmiðið var að vera almennileg mamma. „Hætta að vera svona stjórnsöm og fara að treysta því að Guð sé með gott plan fyrir hana og að lífið sjái um hana. Mig langar að vera til staðar fyrir hana í stað þess að vera með umvandanir við hana.“ SAMVISKUBITIÐ ÚT AF HASSINU Foreldrar hennar reyndu aldrei að stýra henni í ákveðnar áttir. „Ég er fjórða barn þannig að for- eldrar mínir voru búnir að læra af mistökunum sem þeir gerðu gagnvart hinum börnunum. Kosturinn við að vera yngst er að þá voru for- eldrar mínir búnir að átta sig á því að það þýðir ekkert að ætla barni eitthvað. Það fer sína eigin leið og verður að fá að finna það sjálft hvað er að gerast innra með því. Ég held að það sé oft erfitt að vera elsta barn. Ég var miklu stjórnsamari við elstu dóttur mína en litlu börnin. Eins voru foreldrar mínir miklu stjórnsamari við elsta bróður minn en mig. Þau höfðu miklu meiri hugmyndir um hann og hvað væri skynsamlegt fyrir hann að gera. Ég fékk aldrei þessa ræðu frá foreldrum mínum. Aftur á móti fékk ég rosalegt frelsi. Það varð líka til þess að þegar ég byrjaði að prófa eiturlyf þegar ég var ung fannst mér leiðinlegt að fara svona á bak við þau. Ég var að reykja hass en var sem betur fer ekki fíkill þannig að ég festist ekki í því en hver veit hver ber gæfu til þess? En þau vissu það aldrei og ég hafði rosalegt sam- viskubit gagnvart þeim. Enda tók þetta fljótt af. Okkar samband var mjög sterkt og ég vissi að þau yrðu nú ekki ánægð með þetta. Þannig að ég var alltaf með móral gagnvart þeim. Þau trúðu alltaf því besta upp á mig.“ SEX MÁNAÐA FRÍ Í FRAKKLANDI Það var líka þetta með að vera fyrirmynd. Stund- um er hún meðvituð um það og stundum ekki. „Stundum nenni ég því ekki. Stundum er ég í helvíti. Stundum er ég bara að kljást við sjálfa mig og finnst ég ekki eiga mikið í barnauppeldi.“ Af því að henni fannst hún kannski ekki eiga nægan tíma fyrir sig og börnin fór hún með þau til Frakklands í hálft ár þar sem hún lærði frönsku. „Það var stórkostlegt. Ég átti fjögurra mánaða leyfi frá Borgarleikhúsinu og ákvað að fara til Frakklands að læra frönsku því maður- inn minn er hálffranskur. Við bjuggum í húsi sem faðir hans á í Suður-Frakklandi, hann vann heima í tölvunni og börnin gengu í skóla. Þau elstu urðu reyndar eftir hjá hinum foreldrum sínum. Þessi tími snerist bara um okkur sem fjölskyldu. Við vorum þarna í sex mánuði og síminn hringdi kannski sjö sinnum. Ég gat allt- af verið til staðar. Ég kom snemma heim á dag- inn og byrjaði að elda upp úr fjögur. Dúllaði mér við hráfæði, franska matargerð og prófaði mig áfram með hitt og þetta. Það var alveg frábært að komast út úr þessum hraða. Ég finn að ég þyrfti að fara út aftur núna. Mér finnst svo gam- an að vinna. Það er það versta, hvað mér finnst gaman að vinna. En ég er ekki ómissandi. Nema kannski sem foreldri barnanna minna. Samt ekki þar heldur en ég ákvað að eignast þessi börn og ætla að njóta þess að eiga þau.“ HELTEKIN AF VINNUNNI Eitt af stóru verkefnunum í lífinu er að ná að sameina ferilinn og móðurhlutverkið. Dóru er fyrirmunað að skilja hvernig konur fara að því að ná rosa frama og ala upp börn á sama tíma. „Því ég er svo heltekin af vinnunni að hún á hug minn allan. Ég kem stundum heim en er fjarver- andi í huganum. Það er eitt af því sem við erum alltaf að vinna í hérna inni á heimilinu, að ég sé til staðar, líka þegar það er mikið að gera hjá mér. Smátt og smátt lærum við á þetta. Stundum þegar ég er að vinna á daginn sleppi ég því að koma heim ef ég er líka að fara að vinna um kvöldið. Því það þýðir ekkert fyr- ir mig að fara heim. Það ruglast allir við það. Ég kem þá inn allt of hátt stemmd og trufla alla aðra á heimilinu. Það er þá betra að ég komi ekki heim. Mér finnst það leiðinlegt,“ segir hún hugsi. „Mér finnst leiðinlegt að ég geti ekki slak- að á og verið til staðar. Það segir mér að ég hafi ekki stjórn. Ég er bara flogin. Svo þykist ég vera til staðar þegar ég er að hugsa um verkefnið en það sjá það allir að ég er ekki að fylgjast með. Ég heyri ekki hvað er sagt og ég sé ekki mann- inn minn.“ STÆRSTA STRÍÐIÐ Í HUGANUM Framandi heimar draga hana til sín. „Ég er mik- ill andlegur könnuður. Ég er nú með heimskort- ið hérna í eldhúsinu en ég veit að ég er skít- hrædd við að ferðast um heiminn. Mér finnst hann svolítið stór. En öfugt við marga er ég ekk- ert hrædd við að kafa inn í mig. Mér finnst það mjög spennandi. Það nýtist mér líka í leikhús- inu. Ég tengi alveg við það að stærsta stríðið fari fram í hausnum á manni. Þetta mindfokk, að treysta ekki lífinu, meðvirkni og allt þetta sem gerir það að verkum að ég heyri ekki í núinu. Það að heyra ekki í núinu er eins og að vera með brautarstöð í hausnum, fulla af tilfinningum, krossgötum og ef-um.“ Hún gerir örstutta pásu á máli sínu á meðan hún velur réttu orðin. „Það getur orðið til þess að ég tek enga ákvörðun og missi af lestinni, stend eftir á brautarpallinum í stað þess að halda af stað í nýtt ferðalag, búin að missa af öllum ævintýrunum. Þannig tengi ég við þetta.“ KYNNTIST EINLÆGNI Það getur verið vandasamt að setja traust sitt á Guð og stundum treystir hún honum ekki. En hún hlustar á hjarta sitt og treystir þeim til- finningum sem hún finnur þar. „Ég elti hjart- að frekar en hugann. Það þarf smá æfingu til að geta greint þar á milli. Í raun uppgötvaði ég ekki einlægni fyrr en ég varð móðir 21 árs göm- ul. Þá var eins og ég þyrði í fyrsta sinn að vera alveg heiðarleg. Síðan hef ég æft mig í því að nota það sem vinur minn kallar hjartamælinn. Þegar ég finn að það kemur spenna í kringum hjartað veit ég að ég er að gera eitthvað rangt. Þá flæðir ekki. Þegar ég hugsa um eitthvað og finn fyrir þessari spennu veit ég að það er eitthvað að. Þannig að ég fer aftur yfir þetta í huganum, leita að hugs- uninni sem skapaði þessa spennu og reyni að finna hugsunina sem fær hjartað aftur til þess að flæða. Þannig heyri ég í hjartanu. Hjartað er eins og mælir á það hvort hugsanir séu réttar eða rangar fyrir mig hér og nú. Annað sem hefur líka breytt lífi mínu er að það er allt í lagi að segja óþægilega hluti. Í raun er það oft frelsandi fyrir fólk að fá að heyra sannleikann. Sannleikurinn er lykillinn að því að geta haldið áfram og komist á næsta stað.“ ingibjorg@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.