Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.2010, Blaðsíða 51
FÖSTUDAGUR 3. desember 2010 LÍFSSTÍLL 51
Á hverju byggir
hegðun okkar?
Útsölustaðir:
Heilsuhúsið, Fræið Fjarðarkaupum,
Maður lifandi, Blómaval, Á grænni
grein, Lyfja og Apótekið, Lyf og heilsa
og Apótekarinn, Sólarsport Ólafsvík,
Lyfjaver, Femin.is, Náttúrulækning-
abúðin, Lyfjaval, Yggdrasill, Reykja-
víkur apótek, Árbæjarapótek, Apótek
Vesturlands, Apótek Hafnafjarðar
Barnaverslanir og sjálfstætt starfandi
apótek um allt land.
Safinn virkar vel á eðlilega
úthreinsun líkamans
Bætir meltinguna
Losar bjúg
Léttir á liðamótum
Losar óæskileg efni úr
líkamanum
Góður fyrir húð, hár og neglur
Blanda má safann með vatni
Má einnig drekka óblandað
Velkomin að skoða
www.weleda.is
Weleda vatnslosandi Birkisafi
unninn úr lífrænum
Birkilaufum
Inniheldur engin
gervi-litar eða
rotvarnarefni
101 jól
hverfisgata 10
sími 5800 101
101hotel@101hotel.is
www.101hotel.is
hátíðarmatseðill undir dönskum áhrifum.
gamalgrónir réttir með nýstárlegum blæ.
alla daga fram að jólum.
borðapantanir í síma 5800 101.
Ofbeldi
Ofbeldi hefur fylgt manninum frá örófi
alda. Því telja sumir fræðimenn að
við þurfum á ofbeldi að halda, það sé
í genum okkar og að heilastarfsemi
okkar njóti góðs af. Hins vegar, sam-
kvæmt rannsóknum vísindamanna,
voru forfeður okkar mun friðsamari en
nútímamaðurinn. Í rannsókn frá 2008,
sem birtist í tímaritinu Psychopharma-
cology, kom í ljós að við þörfnumst of-
beldis, líkt og við þurfum á kynlífi, mat
og fíkniefnum að halda. Rannsóknin,
sem var framkvæmd á músum, gefur
til kynna að taugar í heila sem tengj-
ast annarri umbun tengist einnig þörf
fyrir ofbeldi. „Árásargirni finnst nánast
hjá öllum hryggdýrum og tengist mök-
un, yfirráðasvæðum og fæðu,“ segir
Craig Kennedy sem stóð að rannsókn-
inni. Margir vísindamenn telja því að
að ofbeldi tengist lífsbaráttunni. Eng-
um kemur líklega á óvart að mann-
skepnan situr efst á lista ofbeldisfullra
tegunda.
Stuldur
Skortur getur verið undirrótin að
stuldi. Stelsjúkir stela hins vegar vegna
spennunnar sem stuldurinn veitir
þeim. „Þetta eru þeir sem stela jafn-
vel þótt þeir hafa efni á að borga fyrir
hlutina,“ segir Jon E. Grant við lækna-
háskólann í Minnesota. Í rannsókn á
43 þúsund manns kom í ljós að 11 pró-
sent höfðu stolið alla vega einu sinni á
ævinni. Sumir fræðimenn telja okkur
stela vegna gena. Jafnvel apar stelpa.
Slæmir ávanar
Við erum ekkert nema vaninn. Rann-
sóknir hafa sýnt að þótt við gerum
okkur grein fyrir skaðsemi ávanans
eigum við erfitt með að gefa hegðun-
ina upp á bátinn. „Við lifum í núinu,“
segir Cindy Jardine í háskólanum í Al-
berta. Jardine, sem hefur rannsakað af
hverju við höldum í slæma ávana, seg-
ir tortryggni um að kenna auk þarfar á
samfélagslegri viðurkenningu. Aðrar
ástæður fyrir slæmum ávana séu að
við skiljum ekki áhættuna, en einnig
erfðafræðileg tilhneiging vegna fíknar.
Fólk réttlæti lifnaðarhætti sína gjarna
út frá tölfræðinni. „Amma mín reykti
alla ævi og hún varð níræð.“
Krakkar sem eru óánægðir í skóla byrja fyrr að drekka
áfengi og verða fyrr kynferðislega virkir. Þetta kemur
fram í rannsókn BioMed Central og birtist í tímarit-
inu Substance Abuse, Treatment, Prevention and Pol-
icy. Dr. Mark Bellis framkvæmdi rannsóknina á yfir
3.500 börnum á aldrinum 11–14 ára í fimmtán skólum
víðs vegar á Englandi. „Þrettán ára krakkar sem drekka
áfengi eru mun líklegri til að vera farin að stunda kynlíf
en jafnaldrar þeirra sem ekki drekka,“ segir Bellis sem
lagði spurningalista fyrir börnin sem tók á atriðum eins
og ánægju með eigið útlit, sambandi við foreldra og
sambandi við kennara og skólafélaga. Niðurstöðurnar
gáfu til kynna að 2,5 sinnum meiri líkur eru á að krakk-
ar sem líkar illa í skóla verði kynferðislega virk fyrr en
ella. „Niðurstaðan gefur til kynna að þau börn sem við
þurfum sérstaklega að passa upp á eru þau sem er erf-
iðast að ná til því samband þeirra við foreldra og skóla
er slæmt,“ segir Bellis.
Tengsl á milli óánægju
og drykkju