Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 4.–6. febrúar 2011 Helgarblað Óánægja meðal Þingeyinga: Framsýn afturkallar samnings- umboð Framsýn, stéttarfélag Þingeyinga, samþykkti á aukaaðalfundi á mið- vikudagskvöld að afturkalla samn- ingsumboð sitt frá Starfsgreina- sambandi Íslands, SGS. Áður hafði Verkalýðsfélag Akraness gert slíkt hið sama. Á fundinum lýstu fundarmenn óánægju sinni með þann hægagang sem verið hefur í viðræðunum. Þá lögðu þeir mikla áherslu á að ekki yrði vikið frá þeirri grunnkröfu fé- lagsins að lágmarkslaun yrðu hækk- uð í 200 þúsund krónur á mánuði og að samið yrði til skamms tíma, í mesta lagi til eins árs. Þá var það einróma mat fundar- manna að samræmd launastefna og samningur til þriggja ára með hóf- legum launahækkunum væri ófær leið. Slíkt myndi tryggja þeim launa- hæstu mun meiri krónutöluhækk- anir en félagsmönnum á lágmarks- launum og það væri óásættanlegt. Ákveðið var sömuleiðis að vísa kjaradeildunni ekki til ríkissátta- semjara að svo stöddu heldur reyna þess í stað til þrautar að ná sam- komulagi við Samtök atvinnulífs- ins um sanngjarnar kjarabætur fyrir hönd verkafólks. Enn fremur var fundarmönnum greint frá því að Verkalýðsfélag Akra- ness hefði óskað eftir nánu samstarfi við Framsýn í þeirri kjarabaráttu sem fram undan er. Fram kemur á heimasíðu Framsýnar að eitt aðild- arfélag SGS til viðbótar hafi lýst yfir áhuga sínum á að afturkalla samn- ingsumboð sitt. Á fimmtudag var fundað með Bændasamtökum Íslands vegna landbúnaðarverkamanna. Von- ast forsvarsmenn Framsýnar til að fundað verði með Samtökum at- vinnulífsins í næstu viku. Sýslumaðurinn á Siglufirði  fær 119 kröfur  um sanngirnisbætur frá fyrr- verandi vistmönnum Breiðavíkur og erfingjum látinna vistmanna Breiða- víkur. Vistmenn á Breiðavík voru alls 158 og því  koma fram bótakröfur vegna 75 prósenta þeirra. Innköllun krafna vegna vistmanna Kumbara- vogs og Heyrnleysingjaskólans hófst á fimmtudag, 3. febrúar. Á vef sam- takanna kemur fram að af 119 kröf- um á umsóknareyðublaði voru 17 frá erfingjum látinna Breiðvíkinga, en alls eru látnir Breiðvíkingar tímabils- ins 1953 til 1980 nokkuð á fjórða tug- inn. Nú í byrjun febrúar eru 4 ár lið- in frá því að málefni Breiðavíkur og fleiri heimila komust í kastljós fjöl- miðlanna. Bótakröfur vegna Breiðavíkur „Þetta var það tæpasta sem ég hef lent í og er ég búinn að stranda þarna í innsiglingunni. Ég hef aldrei séð það svona svart,“ segir Grétar Þor- geirsson, skipstjóri á Farsæli GK, en skipið lenti í kröppum dansi í inn- siglingunni í Grindavík á miðviku- dagskvöld. „Aðstæðurnar voru alveg skelfilegar og þær verða ekki verri í innsiglingunni í Grindavík,“ segir Grétar. „Við fengum á okkur þrjá stóra brotsjói og nokkra minni. Og sá síð- asti af þessum stóru var verstur. Hann þeytti okkur nokkur hundruð metra inn í átt að görðunum þarna. Það eina sem stóð upp úr var brúin,“ segir Grét- ar. Þeir misstu báðar dragnæturnar í sjóinn að sögn Grétars. Önnur, sem vegur eitt og hálft tonn og var í kassa á miðju dekki, fór útbyrðis og festist á gálganum. „Hin fór út að aftan og það var lukka að þetta skyldi ekki fara í skrúfuna.“ Ef svo hefði farið hefði bátinn vafa- laust rekið stjórnlaust út í garðana og hann lamist þar utan í og þá hefði lík- lega ekki verið neitt annað í stöðunni en að bjarga áhöfninni með þyrlu, að sögn Grétars. Hann segir mikla mildi að ekki hafi drepist á vélum Farsæls. Hann segir það hafa í raun bjarg- að þeim að brotið hafi kastað skip- inu það langt inn að þeir voru nánast komnir inn á milli garðanna við inn- siglinguna. Þegar þangað er komið eru menn nokkuð öruggir. Hann segir veðrið hafa verið gott en það hafi allt í einu komið „þykk út- hafsalda“ sem setti allt á annan end- ann. „Ég varð ekki var við þetta þeg- ar ég var að sigla til hafnar því hún var svo löng, stór og þykk þessi út- hafsalda. Það var flóð og þá brotnaði þetta mun innar en vaninn er.“ Fjórir voru um borð í skipinu og segir Grét- ar enga spurningu að menn hafi ver- ið hætt komnir. Hann er þó hvergi banginn. „Það verður að halda áfram. Svona er sjórinn.“ mikael@dv.is Bátsverjar á Farsæli GK lentu í miklum háska á miðvikudagskvöld: „Aldrei séð það svona svart“ Hættulegt Skipverjar lentu í kröppum dansi við innsiglinguna í Grindavíkurhöfn á miðvikudagskvöld. Aðalmeðferð í máli Charles Martin gegn þrotabúi Kaupþings fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtu- dag. Martin stefndi bankanum fyr- ir ógreidd laun og hljóðar krafan upp á 570 milljónir jena, eða 800 milljónir króna. Hann átti að sjá um starfsemi Kaupþings í Japan þar sem bankinn ætlaði að opna útibú í Tókíó. Ekkert varð af opnun útibúsins. Engin tekjuskerðing Charles Martin, sem staddur var í London þegar aðalmeðferðin fór fram, gaf vitnisburð sinn í gegnum síma með aðstoð túlks. Hann byrjaði á að lýsa menntun sinni og reynslu en hann út- skrifaðist með B.S-gráðu í líffræði árið 1973 frá bandarískum háskóla og fór á námsárum sínum í þriggja mánaða skiptinám til Japans. Hann útskrifaðist með MBA-gráðu í fjármálum árið 1983 og vann hjá fyrirtæki í New York áður enn hann fór að vinna hjá Deutsche Bank. Guðmundur Ingvi Sigurðs- son héraðsdómslögmaður, lögmað- ur Martins, spurði hann hvernig það hefði komið til að hann hóf störf fyrir Kaupþing og hann sagði frá því þegar Tim Kavanagh, fyrrverandi forstjóri er- lends fjárfestingasviðs hjá Kaupþingi, hafði samband við hann sumarið 2007. Þeir vissu af hvor öðrum í gegn- um störf sín hjá Deutsche Bank. Mart- in samþykkti að ráða sig til starfa hjá Kaupþingi í Tokíó gegn þeim skilmál- um að hann yrði ekki fyrir tekjuskerð- ingu við flutninginn. Hann sagði að miðað hefði verið við nýlegan launa- samning hjá Deutsche Bank þegar komist var að samkomulagi um laun sín hjá Kaupþingi. Martin skrifaði und- ir tveggja ára samning við Kaupþing um að hann fengi greiddar 800 millj- ónir miðað við núverandi gengi fyrir störf sín, óháð því hvort útibúið yrði opnað eða ekki. Það má því segja að hann hafi verið keyptur frá Deutsche Bank fyrir 800 milljónir króna. Nýtti tengslanet Samkvæmt framburði Martins fólust störf hans í að leggja grunn að starf- semi Kaupþings í Japan. Hann setti saman viðskiptaáætlun fyrir bankann og nýtti tengslanet sitt í Japan til að lokka stór fyrirtæki sem hann var full- viss að myndu fylgja sér frá Deutsche Bank yfir til Kaupþings. Þegar ljóst var að útibúið yrði ekki opnað sá hann um að segja upp skrifstofustjóra, færa kennitölu fyrirtækisins yfir á ann- an aðila og ganga frá lausum endum, allt undir beinum fyrirmælum starfs- manna bankans á Íslandi, að hans sögn. Aðspurður afhverju hann hefði aldrei fengið borguð laun frá bankan- um frá því að hann hóf þar störf sagði Martin að hann hafi alltaf verið þess fullviss að hann fengi borgað sam- kvæmt samningi og fengi einnig þær fjárhæðir sem hann lagði sjálfur út við undirbúning starfseminnar. Þar sem ekki hafði verið ákveðið hvers konar starfsemi myndi fara fram í japanska útibúinu væri skiljanlegt að honum væri ekki borguð laun fyrr en starfsem- in væri komin lengra á veg. Einnig kom fram í vitnisburðinum að honum hefði aldrei borist uppsagnarbréf eða verið formlega sagt upp. Ekki átta tíma vinnudagur Lögmaður þrotabús Kaupþings, Þröst- ur Ríkharðsson, spurði Martin hvort hann hefði einhvern tímann ver- ið sagt að vinna átta tíma vinnudag. Hann neitaði því og sagði jafnframt að hann hefði unnið á ýmsum tímum jafnt heima hjá sér sem og á ferðalög- um. Hann hefði alltaf verið í sambandi við bankann hérlendis og verið tilbú- inn að vinna verkefni sem kæmu upp. Aðspurður viðurkenndi hann að hafa ferðast að sig minnti tvisvar eða þri- svar til Bandaríkjanna í perónulegum tilgangi á meðan hann var í vinnu hjá Kaupþingi og því hefði hann ekki verið við störf allan þann tíma sem hann vill meina að hann hafi nýtt í vinnu. Málinu er ekki lokið en gamla Kaupþing stendur í ströngu í réttar- sölum Héraðsdóms Reykjavíkur þessa dagana þar sem fjölmargir fyrrverandi starfsmenn eru nú með mál sín fyr- ir dómi þar sem þeir freista þess að fá greidd laun sem þeir telja sig eiga inni hjá bankanum. Eins og DV greindi frá á mánudag stóð til að taka fyrir launakröfur fyrr- verandi fjármálastjóra Kaupþings, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Ís- landi og fyrrverandi forstöðumanns áhættustýringar Kaupþings. Fyrirtöku í málunum var frestað. HULDUMAÐUR KREFST HUNDRAÐA MILLJÓNA n Nýtti sér japanska þekkingu og tengslanet í þágu Kaupþings n Enginn tekju- missir forsenda ráðningar n Fékk aldrei uppsagnarbréf eða formlega uppsögn Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Útrás í Asíu Charles Martin átti að sjá um starfsemi Kaupþings í Japan, þar sem bankinn ætlaði að opna útibú í Tókíó. Útibúið var aldrei opnað. Lögmaður og túlkur Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður Charles Martins, ásamt Haraldi Guðmundssyni túlki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.