Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 4.–6. febrúar 2011 Helgarblað Komu 1.600 millj- óna skuld yfir á al- menning Heildar- skuldir eign- arhaldsfélagsins Knattspyrnuaka- demíu Íslands ehf. námu 1.700 milljónum króna í árslok 2009 og var eigið fé félagsins neikvætt um 135 milljónir króna. Tap hafði orðið á rekstrinum á árinu upp á tæpar 100 milljónir króna og lá fyrir að félag- ið myndi eiga í erfiðleikum með að standa í skilum við helsta lánardrott- in sinn, Landsbanka Íslands. DV greindi frá málinu á mánudag. Eigendur Knattspyrnuakademíunnar, Arnór Guðjohnsen, Eiður Smári og fleiri þekktir knattspyrnukappar voru því í erfiðri stöðu. Glæsihús Steingríms Fjárfestirinn Steingrím- ur Wernersson, kenndur við hið gjaldþrota Mil- estone, byggði óvenjuglæsilegt einbýlishús í Ár- landi í Fossvogi rétt fyrir hrun. Íburðurinn er slíkur að það hlýtur að teljast eitt dýrasta einbýlishús á landinu. Iðnaðarmaður sem vann í húsinu orðar það þannig að það hafi verið „ævintýralegt að sjá hvernig maðurnin hagaði sér þarna“. Húsið er svo ríkulega útbúið að þar er að finna tvær sundlaugar. Þar af er önnur sérstaklega útbúin öldusund- laug í kjallaranum. Þá lét Steingrímur útbúa sérstakt slökunarherbergi með fossi sem rennur niður vegg flísalagð- an með náttúrusteini. Herbergið er einnig útbúið fyrir jóga. Félag Kristins með milljónir í Lúx Félagið Mercatura ehf. sem er í eigu Kristins Björns- sonar, fyrrver- andi forstjóra Skeljungs, á 45 milljóna króna bankainnistæðu í Lúxemborg. Mercatura átti að standa skil á öllum langtímaskuldum sínum við Íslands- banka á þriðjudag en þær nema um 260 milljónum króna. Félagið er með 11 milljóna króna neikvætt eigið fé. Mercatura á þó eignir á móti stórum hluta skulda félagsins. Má þar nefna fasteign sem metin er á 160 milljónir króna, 37 milljónir króna í hluta- bréfum, auk 45 milljóna króna inni á bankareikningi í Lúxemborg eins og áður sagði. Fréttir vikunnar í DV F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð Kristinn Björnsson ekki af baki dottinn: LUMAR Á FÚLGU 2.–3. febrúar 2011 14. tbl. 101. árg. leiðb. verð 395 kr. miðvikudagur og fimmtudagur „VIÐ HÓTUÐUM BANKANUM“ Fréttir 12 Fréttir 10 n bræður skulda Landsbankanum fjórar milljónir n Kenna bank- anum um allt n Hóta starfsfólki SKYNDIDAUÐI ÁN SKÝRINGA n Hvað er hægt að gera? „Ég er feimni strákurinn“ Siggi Sigurjóns: Viðtal 22–23 Stærðfræðingur: Hrekur dóm Hæstaréttar BROTIST INN HJÁ GUÐLAUGI Fréttir 2–3 Fréttir 4 Fólk 26 Losnar ekki við leigjendur glæsihús Steingríms n Með foss í slökunarherbergi n Verslun rukkaði um ranga upphæð og heimtar músina aftur SkiLaðu múSinni! Neytendur 14 Neytendur 15 n Húsið á flórída til sölu Fréttir 6 n Átti 10 til 15 milljarða fyrir hrun n Skuldar bankanum 260 milljónir n nú á hann hús, jeppa og reikning í Lúxemborg Í LÚXFjölþrepa bakbrettið • Teygir á hrygg og bakvöðvum• Minnkar vöðvaspennu• Linar bakverki• Bætir líkamsstöðu• Auðvelt í notkun Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Verð: 7.950 kr. Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Fjárfestirinn Steingrímur Werners- son, kenndur við gjaldþrota félag- ið Mile stone, byggði óvenjuglæsilegt einbýlishús í Árlandi í Fossvogi rétt fyrir hrun. Íburðurinn er slíkur að það hlýtur að teljast eitt dýrasta einbýl- ishús á landinu. Iðnaðarmaður sem vann í húsinu orðar það þannig að það hafi verið „… ævintýralegt að sjá hvernig maðurinn hagaði sér þarna.“ DV sagði frá því á mánudag að hús- ið væri svo ríkulega útbúið að þar væri meðal annars að finna tvær sundlaug- ar. Þar af er önnur sérstaklega útbú- in öldusundlaug í kjallaranum, sem átti að gera íbúum hússins kleift að synda á móti straumnum, í orðsins fyllstu merkingu, án þess þó að færast mikið úr stað. Öldulaugin mun hafa verið keypt hjá Poulsen. Auk þess er sem fyrr segir önnur sundlaug, eða risastór heitur pottur, í húsinu. Þá lét Steingrímur útbúa sérstakt slökunar- herbergi með fossi sem rennur niður vegg flísalagðan með náttúrusteini. Herbergið er útbúið fyrir jóga og aðra slökun, þar sem hlusta má á róandi niðinn í fossinum renna niður vegg- inn. Nautsleður á baðherbergi Svo virðist sem Steingrímur hafi ver- ið staðráðinn í því að byggja eitt allra íburðarmesta einbýlishúsið í Reykja- vík og fullyrða kunnugir að hús Stein- gríms í Árlandinu slái húsum flestra annarra útrásarvíkinga við þegar kemur að glæsileika og íburði. Ekki er um neina smásmíði að ræða því húsið er alls 584 fermetrar að stærð og stendur á risastórri einbýlis- húsalóð neðst í Fossvoginum. Brunabótamat hússins er um 147 milljónir króna. DV hefur eftir áreið- anlegum heimildum að eitt af fimm baðherbergjum í húsinu sé leðurklætt í hólf og gólf með flísum úr nautsleðri. Fullyrt er að sturtuhaus í baðherberg- inu kosti á aðra milljón króna. Þess ber að geta að fjórar sturtur eru í hús- inu. Í einu baðherberginu, sem ætlað er fyrir börnin, var listakona fengin til að gera skrautlegt listaverk úr mósaík- flísum á veggi. Í stóru rými í húsinu lét Steingrím- ur útbúa bíósal, með að lágmarki 10 stólum og fullkomnu sýningarkerfi. Sviðin jörð Steingrímur var einn af eigendum fjár- festingarfélagsins Milestone sem nú er gjaldþrota. Kröfur í þrotabúið nema tugum milljarða króna, svo ljóst er að gjaldþrot félagsins er eitt það stærsta í Íslandssögunni. Segja má að Miles- tone hafi skilið eftir sig sviðna jörð því að félagið keypti meðal annars trygg- ingafélagið Sjóvá og veiktist staða þess gríðarlega í eigendatíð Mile stone. Það skýrist meðal annars af því að félög tengd eigendunum fengu milljarða lánaða út úr bótasjóði Sjóvár, þar af lánaði tryggingafélagið 15,7 milljarða króna út úr sjóðnum á einum degi í febrúar 2008. Heildartap vegna lánveitinga Sjó- vár til þessara aðila nam rúmum 18 milljörðum króna árið 2008 og voru eignir tryggingafélagsins færðar niður um þessa upphæð í ársreikningum fé- lagsins árið 2009. Lánveitingar úr bótasjóðnum til Milestone-manna leiddu til þess að íslenska ríkið þurfti að bjarga Sjóvá. Kostnaður íslenskra skattgreiðenda af því verður að öllum líkindum á bilinu 3–4 milljarðar króna. Þrátt fyrir að skattgreiðendur sitji uppi með tapið er Steingrímur sjálf- ur hins vegar ekki persónulega gjald- þrota og á ennþá hið risastóra og rán- dýra einbýlishús í Fossvoginum. Íbúð fyrir þjónustufólk Þrátt fyrir að komið væri fram á sum- arið 2008 og óveðursskýin væru farin að hrannast upp í íslensku efnahags- lífi hélt Steingrímur áfram að byggja húsið eins og ekkert hefði í skorist. Hann flutti inn í einbýlishúsið ásamt eiginkonu sinni, jafnvel þótt það væri óklárað. Af íburðinum að dæma má telja víst að Steingrímur og fjölskylda hafi ætlað að lifa lúxus-lífi í húsinu, sem langflesta Íslendinga gæti vart dreymt um. Í kjallara hússins var til að mynda útbúin tveggja herbergja íbúð, ætluð þjónustufólki fjölskyld- unnar. Iðnaðarmenn sem komu að bygg- ingu hússins lýsa því að Steingrím- ur hafi látið útbúa sérstaka koníaks- stofu með sérhönnuðu glergólfi, þar sem átti að setja leðurstóla til þess að skapa rétt andrúmsloft. Tölvu- og rafkerfi í slíku húsi er það tæknilegt að heilt herbergi þarf undir rafmagnstöflur og stjórnkerfi. Meðal annars er kallkerfi á milli her- bergja. Svo virðist sem Steingrími og fjölskyldu hafi verið umhugað um ör- yggi sitt, því sérhannað öryggiskerfi með fjölda myndavéla er í húsinu og í kringum það. Steingrímur hefur ekki vanmetið þörfina á öryggisgæslu, því einbýlishús hans hefur orðið fyr- ir barðinu á skemmdarverkamanni sem kallar sig SkapOfsa, en sá sletti rauðri málningu á veggi hússins sum- arið 2009. Sjálfur býr Steingrímur nú í London og neitar að tala við blaða- menn. Árið 2009 flutti Steingrímur snekkju í sinni eigu, af gerðinni Sea- line S24, úr landi með gámaflutninga- skipi. Verðmæti snekkjunnar er talið vera á fimmta tug milljóna króna. n Milestone-maðurinn Steingrímur Wernersson byggði eitt dýrasta einbýlishús landsins n Öldusundlaug í kjallaranum n Baðherbergi með nautsleðri n Íbúð fyrir þjónustufólk n Foss í slökunarherbegi n Skattgreiðendur borga tapið Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Með öldusundlaug og íbúð fyrir þjóna Árland Steingrímur Wernersson byggði eitt dýrasta einbýlishús á landinu. Þrátt fyrir að skattgreiðendur þurfi að borga milljarða í tengslum við fjárfestingar sem félag hans bar ábyrgð á er hann ekki gjaldþrota og á húsið ennþá. Steingrímur Wernersson Er búsettur í London og talar ekki við blaðamenn. 4 | Fréttir 2. febrúar 2011 Miðvikudagur Hannes í mál við fjármálaráðu- neytið Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri Fl Group, hefur höfðað skaðabótamál á hendur fjármála- ráðuneytinu á grundvelli meintrar ólögmætrar kyrrsetningar sem skatt- rannsóknarstjóri fór fram á í byrjun síðasta árs. Kyrrsetningarinnar var óskað vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum FL Group. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykja- víkur á þriðjudag. Skattrannsóknarstjóri óskaði á sama tíma kyrrsetningar eigna Skarpéðins Berg Steinarssonar, fyrr- verandi stjórnarformanns FL Group, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra. Hæstiréttur komst að þeirri niður- stöðu að ekki hefði verið lagaheim- ild fyrir kyrrsetningu eigna þeirra og hefur Skarphéðinn Berg þegar höfð- að skaðabótamál á hendur Ríkis- sjóði Íslands vegna málsins. Jóel á leið til Íslands Jóel Einarsson, drengurinn sem fæddist með hjálp staðgöngumóður á Indlandi fyrir jól, er loksins á leið heim til Íslands. Í frétt Bylgjunnar á þriðjudag kom fram að foreldrar hans, Helga Sveinsdóttir og Einar Færseth, hefðu flogið frá Indlandi á mánudagskvöld áleiðis til Þýska- lands. Þau dvelja þar þessa stund- ina og ætla að gera næstu daga en óvíst er hvenær þau koma heim til Íslands. Foreldrarnir fengu brottfar- arleyfi frá Indlandi eftir að íslensk stjórnvöld gáfu út vegabréf fyrir Jóel á fimmtudaginn í síðustu viku. Ríkislögreglustjóra er kunnugt um rasistasamtök: Ekkert eftirlit með rasistum Lögreglunni er kunnugt um rasista- félög á Íslandi en hún er ekki með sérstakt eftirlit vegna þeirra. Einnig er lögreglunni kunnugt um nokkrar vefsíður þar sem haldið er úti áróðri gegn útlendingum og kynþáttahatri. Eins og fram kom í umfjöllun DV um rasisma á dögunum eru að minnsta kosti tvenn rasistasamtök starfandi á Íslandi í dag. Bæði eru tengd alþjóðlegu neti rasistasamtaka og hafa þau verið bendluð við morð og aðra hatursglæpi. Guðmundur Guðjónsson, yf- irlögregluþjónn hjá ríkislögreglu- stjóra, segir aðspurður að lögreglan hafi ekki sérstakt eftirlit með þessum samtökum en henni sé þó kunnugt um þau. Svo virðist sem fámennur en hávær hópur öfgaþjóðernissinna starfi hér á landi. Blóð og heiður eru alþjóðleg samtök sem heita á ensku Blood and Honor. Samtökin hafa tekið þátt í hrottafengnum og ofbeld- isfullum aðgerðum erlendis og hafa þá yfirleitt gert það undir nafninu Combat18. Íslensku samtökin eru hluti af þessum alþjóðlegu samtök- um sem setja Ísland á lista yfir lönd þar sem samtökin eru starfandi. Ekki er vitað til þess að hatursglæpir hafi verið framdir hér á landi en það er hins vegar raunin í öðrum löndum Evrópu. Í umfjöllun DV um daginn var rætt við fólk sem lýsti því opinber- lega yfir að það aðhylltist rasisma og berðist gegn fjölmenningu. Meðal annars var rætt við mann sem sagðist ekki vera á móti fólki af öðrum kyn- þáttum, en guð bannaði honum hins vegar að umgangast fólkið.hanna@dv.is Ekkert eftirlit Ekki er vitað til þess að hatursglæpir hafi verið framdir hér á landi, en það er hins vegar raunin í öðrum löndum Evrópu. 1 2 3 Unglingar í félagsmiðstöðinni Fjör- gyn í Foldaskóla ætla að halda fjáröfl- unarviku í næstu viku fyrir Davíð Örn Arnarsson, þrítugan stuðningsfull- trúa í Foldaskóla og starfsmann ÍTR til margra ára, sem greindist nýverið með krabbamein á fjórða stigi. Fjáröflunar- vikan hefur fengið heitið Davíðsvikan og hefst á þriðjudag þegar tugir ungl- inga munu ganga í hús í Grafarvogi og safna dósum til styrktar Davíð. Í bréfi sem foreldrar barna í skólanum fengu segir að Davíð hafi reynst nemendum skólans afar vel og verið þeim traust- ur félagi. Hann hefur síðustu ár unnið að atriði skólans í Skrekk, hæfileika- keppni grunnskólanna, og alltaf mætt börnum skólans með einlægum kær- leika. Á miðvikudag verða 15 ára harm- onikkuleikari og ungur saxófónleikari fyrir utan verslunarkjarnann í hverf- inu, þar sem þeir munu taka lagið og safna frjálsum framlögum. Þá hafa unglingarnir ákveð- ið að efna til fjölskyldukvölds næsta fimmtudag þar sem öllum nemendum skólans og fjölskyldum þeirra verður boðið. Aðgangseyrir verður 500 krón- ur og hægt verður að kaupa kaffi og veitingar og hlusta á lifandi tónlist. All- ur ágóði af kvöldinu mun renna beint til Davíðs. Þakklátur unglingunum Davíð Örn er einn af fyrstu íbúum hverfisins og gekk sjálfur í Foldaskóla. Hann hefur síðustu ár unnið bæði í skólanum og á frístundaheimilinu Regnbogalandi. Óhætt er því að segja að flestir krakkarnir í unglingadeild skólans hafi þekkt Davíð Örn árum saman, jafnvel frá því þau voru í sex ára bekk. Þegar unglingarnir í nem- endaráði skólans og félagsmiðstöðinni fengu fregnir af veikindum Davíðs, ákváðu þeir að taka til sinna ráða og styðja við bakið honum. Vegna veik- inda sinna verður Davíð fyrir tekju- missi og vilja unglingarnir létta undir með honum og fjölskydu hans. Í samtali við DV segist Davíð Örn vera þakklátur unglingunum. „Ég og fjölskyldan mín erum virkilega þakklát fyrir hugulsemina sem þessir yndis- legu unglingar Foldaskóla eru að sýna okkur. Við erum virkilega stolt af þeim. Þið eru frábær,“ segir Davíð. Frábærar viðtökur Magnús Sigurjón Guðmundsson er verkefnastjóri í félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Hann segir hugmyndina að Davíðsvikunni hafa kviknað hjá krökk- unum í nemendaráði en starfsfólk fé- lagsmiðstöðvarinnar hjálpi þeim að útfæra hugmyndina. „Þau vildu gera eitthvað honum til styrktar. Hann er bæði búinn að vera með þeim í skóla og á frístundaheimilinu árum saman,“ segir Magnús. „Þetta framtak er búið að fá mjög góðar viðtökur frá foreldrum sem vilja leggja okkur lið. Foreldar er búnir að bjóðast til að hjálpa okkur að baka og aðstoða við að útvega ýmsar veitingar fyrir fjölskyldukvöldið á fimmtudag.“ Magnús er vongóður um að fjár- söfnun unglinganna muni ganga vel. „Við höfum fengið mjög góð viðbrögð og treystum á að íbúar Foldahverfis og Grafarvogs alls láti gott af sér leiða. Þetta er illvígur sjúkdómur og hann þarf á öllum stuðningi sem við getum veitt honum að halda.“ Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is n Unglingarnir í Fjörgyn í Grafarvogi halda fjáröflun til styrktar starfsmanni n Greindist nýverið með krabbamein á 4. stigi n Ganga í hús í næstu viku n Davíð hefur reynst krökkunum afar vel Unglingar safna fyrir starfsmann „Ég og fjölskyldan mín erum virkilega þakklát fyrir hugulsemina sem þessir yndislegu unglingar Foldaskóla eru að sýna okkur. Nemendaráðið í Foldaskóla Krakkarnir vildu styðja við bakið á Davíð Erni Arnarssyni starfsmanni skólans. Þeir efna til fjáröflunarviku. Óánægja vegna Icesave: Segja skilið við Sjálfstæð- isflokkinn Tugir sjálfstæðismanna hafa sagt sig úr flokknum síðan þingmenn hans í fjárlaganefnd lögðu til að nýtt Ice- save-samkomulag yrði samþykkt. Þetta staðfestir Jónmundur Guð- marsson, framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins, við DV. Það er mat fulltrúa flokksins í nefndinni að það þjóni hagsmun- um þjóðarinnar best að ljúka málinu á grundvelli þeirra samningsdraga sem nú liggja fyrir eins og fram kom á miðvikudag. Stjórn Heimdalls, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur sent frá sér ályktun þar sem félags- menn lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af þessari afstöðu fulltrúa flokksins í fjárlaganefnd. Þá efast þeir einn- ig um umboð formanns flokksins, Bjarna Benediktssonar. Heimdallur bendir jafnframt á að á landsfundi árið 2010 hafi flokkurinn ályktað á þá leið að hafna bæri löglausum kröfum Breta og Hollendinga í Ice- save-málinu. „Í ljósi þeirrar skýru afstöðu sem landsfundur Sjálfstæðisflokksins tók gegn Icesave kröfunum, er ljóst að ef formaður og þing- menn Sjálfstæð- isflokksins taka þátt í að sam- þykkja þær kröfur er nauðsynlegt að halda lands- fund sem fyrst til að kanna umboð formanns- ins,“ segir í ályktun- inni. Jónmundur Guðmarsson Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Rafknúnir hægindastólar sem auðvelda þér að setjast og standa upp Fjölbreytt úrval
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.