Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 54
54 | Fólkið 4.–6. febrúar 2011 Helgarblað Björk Eiðsdóttir, blaðakona á Vik- unni, og Nadia Banine, flugfreyja og nemi í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri, vinna saman að þáttum um málefni kvenna þar sem engin mál verða þeim óviðkomandi. Þátt- urinn kallast Dyngjan og þær stöll- ur eru nú í miklum önnum við und- irbúning og að stilla saman strengi sína. Þær fóru í myndatöku til kynn- ingar á þáttunum sem er ekki í frá- sögur færandi fyrir utan það að í ljós kom að heilla 15 sentimetra hæðar- munur er á þáttarstjórnendunum. „Ég er náttúrulega að vinna með konu sem er 2 metrar á hæð og 2 kíló,“ segir Björk um samstarfskonu sína og segist því hafa þurft að standa á kassa til að brúa bilið. „Ég þurfti að halda jafnvægi á kassanum og það var fjör í myndatökunni,“ segir Björk. Þær þekktust lítið áður en þær hófu þáttagerðina saman og komust að því að þeir eiga heilmargt sam- eiginlegt. „Við eigum allt annað sameiginlegt en útlitið,“ segir Björk og hlær. Ég er lítil og föl og hún er hávaxin og dökk þokkagyðja. Við eigum það þó sameiginlegt að vera einhleypar ofurmömmur.“ „Við erum líka einstak- ar,“ bætir Nadia við í samtalið. „Einstakar, einhleypar ofurmömmur.“ Sýningar á Dyngjunni hefjast þann 15. febrúar á Skjá einum. kristjana@dv.is Björk Eiðsdóttir og Nadia Banine: Þurfti að standa á kassa k omið þið frekar hingað. Já, al-veg hingað, fyrir framan mál-verkið,“ sagði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, við Gerði Kristnýju og Helga Hallgrímsson, handhafa Íslensku bókmennta- verðlaunanna að ræðuhöldum loknum þegar verðlaunin voru af- hent á Bessastöðum á miðvikudag. Helgi virtist tregur í taumi en lét loks til leiðast og stóð fyrir framan þetta sögufræga málverk sem hinn góðkunni danski listmálari Fred- erik Sørensen málaði árið 1875, þegar hann kom hingað til lands í föruneyti Kristjáns IX Danakon- ungs. Málverkið er eitt elsta mál- verkið á Bessastöðum og það eina erlenda. „Ég er viss um að ljósmynd- ararnir vilja fá nokkrar myndir af ykkur saman með verðlaunin,“ hélt forseti vor áfram í þann mund sem eldri sonur Gerðar Kristnýjar og Kristjáns B. Jónassonar, formanns Félags íslenskra bókaútgefenda, laumaðist fram til þess að vera með móður sinni á ljósmyndinni. „Komdu hérna vinurinn,“ sagði herra Ólafur og teygði höndina í áttina til drengsins, sem samvisku- samlega hlýddi forsetanum og gekk út úr rammanum. Sem fyrr voru veitt verðlaun í flokkum fræðirita og fagurbók- mennta. Helgi hlaut verðlaunin í flokki fræðirita fyrir Sveppabókina. Gerður Kristný hlaut svo verðlaun- in í flokki fagurbókmennta fyrir ljóðabókina Blóðhófni. sigtryggur@dv.is, asgeir@dv.is Ólafur Ragnar: stíliseraði myndatöku forsetinn „Komdu hérna vinurinn.“ Ólafur sá til þess að allt færi vel fram á Bessastöðum. MyNd SigtRygguR ARi Margmenni Margt var um manninn á Bessastöðum við afhendinguna. Ólafur Ragnar grímsson Stillti upp í myndatökuna að ræðuhöldum loknum. Helgi og gerður Voru að vonum ánægð með þennan mikla heiður. Hlín leikur sjálfa sig Tökur á annarri seríu Steindans okkar standa nú yfir. Eins og í fyrri seríunni fær Steindi Jr. urmul frægra einstaklinga til að leika sjálfa sig en á dögunum tók hann upp atriði með handboltakapp- anum Loga geirs. Í vikunni lék einnig ritstjórinn Hlín Einars sjálfa sig í einu atriði sem verður sýnt í nýju seríunni. Vill Vinna sigmar „Nú er það?“ svaraði Þóra Arnórs- dóttir, fréttakona Sjónvarpsins, þeg- ar blaðamaður DV tjáði henni að hún væri annað árið í röð tilnefnd sem sjónvarpsmaður ársins á Eddu- verðlaununum, en þann titil hlaut hún í fyrra. Eftir að hafa fengið upp- lesið hverjir andstæðingar henn- ar væru, sem eru fjórir karlar, sagði Þóra: „Þetta er magnaður hópur. Er þetta samt ekki til marks um að það vanti fleiri konur í sjónvarpið? Það þarf greinilega að fjölga þeim.“ Einn þeirra fjögurra karlmanna sem eru tilnefndir er Sigmar Guðmundsson sem vinnur með Þóru í Kastljósi. „Aðalmarkmiðið verður að vinna Simma. Það væri hrikalegt að starfa í sama þætti og svo vinnur hann,“ sagði Þóra og hló. Þéttir dagar hjá röggu Sunddrottningin Ragnheiður Ragnarsdóttir lifir annasömu lífi vegna sundþjálfunar sinnar og vinnu. Á bloggsíðu sinni svarar hún spurningum lesenda en þar var hún beðin um að lýsa „venjulegum“ degi í sínu lífi. Hefst dagurinn klukkan hálf átta með morg- unmat og fer Ragnheiður svo á tveggja tíma sundæfingu. Eftir hana borðar hún aftur heima og fer svo í vinnuna. Eftir vinnu er komið að lyftingaæfingu og svo aftur borðað eitthvað hollt. Hún gefur sér smátíma í blund um miðjan daginn áður en hún fær sér örlítið nasl og fer svo aftur á sundæfingu. Þegar komið er heim að kvöldi fær hún sér kvöldmat, vinnur aðeins, gerir æfingar á gólfinu og horfir svo aðeins á sjónvarpið áður en hún fer að sofa og hvílir sig fyrir annan eins dag. n Ólafur Ragnar grímsson sá til þess að fólk væri á sínum stað n Stillti verð- launahöfum upp fyrir myndatöku n Passaði að sonur gerðar Kristnýjar væri ekki fyrir ljósmyndurum og upptökumönnum n „Komið þið frekar hingað“ Eiga margt sameiginlegt Nema útlitið að sögn Bjarkar. Á kassanum Björk þurfti að standa á kassa til að brúa bilið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.