Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 21
D V hefur gert margt ágætt í seinni tíð og er blaðið mikil- vægur hluti af fréttakerfi landsins – ekki síst þeg- ar kemur að upplýsingum/upp- ljóstrunum um fjármálamisferli. Þess vegna vil ég taka blaðið alvar- lega þótt ég sé ekki alltaf sammála því frekar en að ég geri kröfu um að blaðið sé sammála mér. Við eigum að geta skipst á rökum af sanngirni. Leiðarahöfundur DV fór mikinn sl. miðvikudag um viðbrögð mín við ákvörðun Hæstaréttar vegna stjórn- lagaþingskosninganna. Var þar tal- að um „sekt Ögmundar“, „pólitíska ábyrgð á lögbrotum“ og að ég sem ráðherra hafi „engan rétt á því að kvarta“ yfir ákvörðun Hæstaréttar. Með skrifum sínum tekur leið- arahöfundur óbeint undir kór þeirra sem krafist hafa afsagnar minn- ar úr embætti innanríkisráðherra. Í þeim kór syngja nokkrir af fyrrver- andi ráðherrum Sjálfstæðisflokks- ins, þeir Þorsteinn Pálsson, Halldór Blöndal og Björn Bjarnason, en svo hefur verið að skilja á skrifum þeirra að allir hafi þeir verið sérlega vandir að pólit ískri virðingu sinni í gegnum tíðina. Björn Bjarnason gengur svo langt að segja að sjálfur hefði hann „tekið pokann sinn“ ef annað eins hefði gerst á hans vakt. „Verst að það var ekki Ögmundur“ Leiðarahöfund DV klígjar að sönnu við þessari yfirlýsingu Björns Bjarna- sonar í ljósi sögunnar. En leiðarahöf- undur segir engu að síður og rétti- lega að hræsni annarra hreinsi mig ekki af ábyrgð: „Ögmundur hafði val. Hann gat stigið fram fyrir skjöldu og axlað póli- tíska ábyrgð á lögbrotum ráðuneytis síns, jafnvel þótt honum þætti Hæsti- réttur ganga of langt, eða stokkið ofan í skotgröfina. Hann gerði það síðarnefnda. Auðvitað kemst hann upp með þetta. Það heyrir til algerra undantekninga þegar ráðherrar axla ábyrgð á mistökum sem verða innan þeirra ábyrgðarsviðs [...] Ísland væri betra land ef endurreisnin hefði ver- ið leidd af stjórnmálamönnum sem þorðu að stíga fram í einskismanns- landið og axla ábyrgðina, þó það væri ekki nema til að veita gott for- dæmi, breyta íslensku stjórnmála- siðferði og veita ábyrgðinni axlir til að hvíla á. Því fleiri sem stíga fram í einskismannslandið, þess færri verða eftir í skotgröfunum. En ein- hver verður að byrja. Verst að það var ekki Ögmundur.“ Gleymist allt? Það er nefnilega það. En það skyldi þó aldrei hafa verið Ögmundur sem byrjaði? Nú vill svo til að þessa dagana er verið að samþykkja nýja útgáfu af Ice- save samningnum, útgáfu sem spar- ar ríkissjóði gríðarlegar fjárhæðir frá því sem áður lá á vinnsluborðinu og varð þess valdandi að ég tók ákvörð- un um að segja af mér ráðherraemb- ætti, því farið hafði verið fram á að ríkisstjórnin öll talaði einu máli. Það var ég ekki reiðubúinn að gera. Gekk ég því úr ríkisstjórn og beitti mér gegn samningnum ásamt fleira fólki úr mínum flokki og stjórnarandstöðu – góðu heilli einsog nú hefur komið í ljós. Allt þetta kom fram á sínum tíma og olli heiftugum viðbrögðum margra stuðningsmanna hins gamla Icesave-samnings, þar á meðal á þessu blaði. Það kemur því úr hörð- ustu átt þegar DV sendir mér tóninn á þann hátt sem Jón Trausti Reynis- son ritstjóri gerir, rétt einsog þessi saga sé honum að öllu ókunn. Get- ur það verið að við lifum í sögulegu tómarúmi þar sem allt sem gert er þurrkast umsvifalaust út? Það setur að mér hroll því við slíkar aðstæð- ur er hægt að segja hvað sem er og gera hvað sem er í trausti þess að allt gleymist. Afsögn hefði verið óábyrg Það breytir ekki hinu að dómur Hæstaréttar og viðbrögð mín eru sjálfstætt mál sem ber að skoða sem slíkt. Ég hef sagt og segi enn að ég tel að Hæstarétti hafi orðið á í ákvörð- un sinni og er ég þar á sama máli og fjöldi lögspekinga. Sýnist mér þeim fara fjölgandi sem eru þeirrar skoð- unar. Það breytir því ekki að úrskurð- inum hlítum við til hins ítrasta á sama hátt og við förum að þeim landslög- um sem við erum ósátt við. Þar er ég sammála leiðarahöfundi DV að við hlítum okkar Hæstarétti, enda hef ég aldrei sagt annað. Þannig og aðeins þannig varðveitum við réttarríki á Ís- landi. Það breytir því ekki að lög – og einnig dóma og úrskurði – má ræða og á að ræða. Ekki síst eiga þeir sem krafðir eru um afsögn úr embætti vegna slíkra úrskurða rétt á því að segja sína skoðun. Ég axla pólitíska ábyrgð mína með því að leiðrétta þær brotalam- ir sem Hæstiréttur finnur að og fara þannig að úrskurði hans, auk þess sem ég geri mitt til að niðurstöðu hans sé fylgt eftir. Afsögn myndi ég hins vegar aðeins íhuga ef ég teldi ótvíræða sök hvíla hjá mér. Til slíkr- ar sektar finn ég ekki og hef ég með rökum gert grein fyrir þeirri afstöðu minni og tel hana fyllilega málefna- lega. Reyndar geng ég svo langt að segja að afsögn hefði sett þetta mál í fullkomlega rangt samhengi og verið óábyrg. Rétta tilefnið fundið? Þótt sérhvert mál sé einstakt þá hljót- um við að skoða þau í víðara sam- hengi þegar viðbrögð við afsagnar- kröfu eru rædd. Þá hljóta menn að horfa til tilvika þar sem samsvarandi kröfur eru reistar – eða hafa ekki ver- ið reistar (sem er umhugsunarefni út af fyrir sig). Hér er þá komið að rit- stjóra DV. Er til of mikils mælst að hann geri skilmerkilega grein fyr- ir þeim brotum sem honum finnst ég ábyrgur fyrir og gera mig að sek- um manni? Hvernig átti ég að axla ábyrgð með öðrum hætti en ég hef þegar gert? Eða getur verið að kröfu- gerðarsöngur hinna vammlausu um afsögn mína úr embætti innanríkis- ráðherra hafi náð eyrum leiðarahöf- undar þannig að hann syngur hugs- unarlaust með? Ekki hef ég oft séð kröfur reist- ar á hendur ráðherrum um afsögn í seinni tíð, hvorki í þessu blaði né annars staðar. Spurning hvort menn hafi nú fundið rétta tilefnið? Þeirri spurningu svari hver fyrir sig. Umræða | 21Helgarblað 4.–6. febrúar 2011 Erfitt að velja þann bragðbesta Helgi Hallgrímsson hreppti Íslensku bókmenntaverðlaunin sem afhent voru á Bessastöðum á miðvikudag fyrir Sveppabókina. Helgi átti ekki von á því að bókin fengi svona góðar móttökur. Hann fylgdist ekki með íslenska landsliðinu í handbolta á HM og er með mörg járn í eldinum. Hver er maðurinn? „Helgi Hallgrímsson.“ Hvað drífur þig áfram? „Það hefur oftast verið áhuginn fyrir einhverju í náttúrunnar ríki.“ Hvar ertu uppalinn? „Ég er fæddur árið 1935 og uppalinn í Fljótsdal á Fljótsdalshéraði.“ Hver eru þín helstu áhugamál? „Þau hafa alveg frá æsku tengst eitthvað náttúrufræðinni. Svona ýmsum sviðum hennar.“ Fylgdist þú með íslenska landsliðinu á HM í handbolta? „Nei.“ Hvenær kviknaði þessi mikli áhugi á sveppum? „Það var árið 1960. Ég var þá við nám úti í Þýskalandi og bauðst námsstyrkur í sveppafræðinni sem ég greip.“ Hvað eru til margar tegundir sveppa í íslenskri náttúru? „Það eru skráðar svona í kringum 2.000 tegundir, en þær gætu verið miklu fleiri.“ Hver er þeirra hættulegust? „Það er nú erfitt að nefna ákveðna tegund. Þær eru nokkrar sem geta verið hættulegar en engin þeirra lífshættuleg eins og víða erlendis.“ En bragðbest? „Það er nú enn verra að segja til um. Það er svo persónulegt.“ Áttir þú von á því að bók um sveppi ætti eftir að slá svona í gegn? „Nei, það held ég ekki.“ Hvaða þýðingu hafa þessi verðlaun fyrir þig? „Enga sérstaka þýðingu fyrir mig heldur frekar fyrir sveppafræðina og bókina.“ Hvað er næst á dagskrá hjá þér? „Ég er ekki búinn að ákveða það. En ég hef alltaf haft mörg járn í eldinum og það mun ekki breytast.“ „Nei. Ég hef borðað hann en finnst hann bara ekki góður.“ Sólveig Gunnarsdóttir, 75 ára eftirlaunaþegi „Já, ég borða allan þorramat en mér finnst slátur best.“ Lísbet Harðardóttir Ólafardóttir, 25 ára málaranemi „Já, og hef alltaf gert. Mér finnst allur þorramatur jafn góður.“ Bragi Ólafsson, 67 ára öryggisvörður „Já, ég smakka hann og finnst hann góður.“ Edda Sigríður Þorsteinsdóttir, 20 ára nemi við HÍ „Nei, en ég er búin að reyna í mörg ár að borða það súra. Mér finnst þó hákarlinn góður.“ Kristín Gylfadóttir, 57 ára leikskólakennari Maður dagsins Borðar þú þorramat? Vetrarstillur Það var ægifagurt um að lítast í Kjósinni eftir að vetur konungur hafði látið á sér kræla. Mynd RÓBERt REyniSSon Myndin Hver svari fyrir sig Dómstóll götunnar Kjallari Ögmundur Jónasson„Ég hef sagt og segi enn að ég tel að Hæstarétti hafi orðið á í ákvörðun sinni og er ég þar á sama máli og fjöldi lögspekinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.