Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 10
landsbankinn.is 410 4000 Við höfum treyst innviðina og gert rót- tækar breytingar á starfseminni. Hér eru nýir stjórnendur, breytt skipulag og nýtt regluverk. Nú setjum við fram lista af aðgerðum sem er ætlað að efla bankann enn frekar svo við megum rækta skyldur okkur af myndugleik. Við tökumst á við skuldavanda heimila og fyrirtækja, bætum þjónustu, leitumst við að vera hreyfiafl í samfélaginu og ræktum samfélagslegt og siðferðilegt hlutverk okkar. Þjóðin á þennan banka og því fylgir mikil ábyrgð að vera Landsbankinn þinn. Landsbankinn þinn er heiti á nýrri stefnu Landsbankans. Bankinn er í eigu þjóðarinnar og hefur mikilvægu hlutverki að gegna í samfélaginu. Landsbankinn hefur breyst mikið og mun breytast og eflast enn frekar í takt við nýja stefnu. Við skiptum ekki um nafn heldur hugarfar. Við ætlum að vera Landsbankinn þinn J ó n s s o n & L e ’m a c k s • jl .i s • s Ía n B I h f . ( L a n d s B a n k I n n ) , k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 Stefnan Landsbankinn þinn er nú kynnt á opnum fundum um land allt. Við hvetjum ykkur öll, eigendur bankans, til að koma og eiga opinská samskipti við stjórnendur bankans. Á vef okkar, landsbankinn.is, eru nánari upplýsingar um stefnu Landsbankans, ítarlegri aðgerðalisti og yfirlit yfir þær breytingar sem orðið hafa undanfarna mánuði. Aðgerðir sem við ráðumst í á fyrstu sex mánuðum ársins Siðasáttmáli » Við heitum því að setja okkur nýjan siðasáttmála og birta fyrir 1. mars. » Allir starfsmenn Landsbankans munu undirrita sáttmálann fyrir 1. júní 2011 og svo á hverju ári eftir það. Skuldavandi heimilanna » Við ætlum að tryggja fagleg og skjót vinnubrögð í meðferð þeirra mála sem fara í gegnum sértæka skuldaaðlögun. » Ráðgjafastofa einstaklinga verður efld til að bæta þjónustu okkar við skuldsett heimili. » Við ætlum að ljúka endurút- reikningi á öllum erlendum húsnæðislánum í febrúar. Viðskiptavinir sem þegar hafa fengið birtan endurútreikning í Einkabankanum geta gengið frá sínum málum nú þegar. Skuldavandi fyrirtækja » Við ætlum að bjóða öllum fyrirtækjum sem uppfylla skilyrðin um Beinu brautina skuldaaðlögun fyrir 1. júní. » Við ætlum að efla enn frekar úrvinnslu skuldamála annarra lífvænlegra fyrirtækja. Hreyfiafl » Við ætlum að tryggja opið og gagnsætt söluferli allra fullnustueigna bankans. » Við ætlum að halda opna fundi um allt land í febrúar og eiga opinská samskipti við ykkur, eigendur bankans. » Fyrir 1. júlí höldum við fundi um arðbær fjárfest ingarverk- efni í öllum landshlutum með sveitarfélögum, atvinnuþróun- arfélögum og öðrum hagsmuna- aðilum. » Við kynnum skráningu tveggja félaga í eigu bankans á markað fyrir 1. júlí sem efla mun íslenska hlutabréfamarkaðinn. » Öflugar þjónustuleiðir fyrir sprota- og nýsköpunar fyrir tæki verða kynntar fyrir 1. júlí. » Söluferli allra félaga eða fyrir- tækja sem við eignumst vegna skuldavanda verður kynnt innan sex mánaða frá yfirtöku þeirra. Samfélagsleg ábyrgð » Kynjahlutfall í stjórnum dóttur- fyrirtækja verður jafnt fyrir 1. mars, líkt og nú er í fram- kvæmdastjórn. » Ný, opin og gagnsæ innkaupa- stefna með samfélagslegum áherslum verður kynnt fyrir 1. júlí. » Við kynnum nýja og heilsteypta stefnu um samfélagslega ábyrgð ásamt lykilverkefnum fyrir 1. maí. » Upplýsingar um stjórnarhætti verða birtar fyrir 15. apríl. » Við auglýsum eftir umsóknum og veitum styrki úr nýjum Samfélagssjóði fyrir 1. júlí. Bætt þjónusta » Við endurgreiðum skilvísum lántakendum íbúðalána á árinu 2010 helming af vöxtum desembermánaðar. » Sérhæfð fræðsla fyrir starfsfólk verður efld til að bæta ráðgjöf. » Ráðinn verður sérstakur umboðsmaður fyrirtækja. » Við ræðum við 15.000 viðskipta- vini um þjónustu fyrir 1. júlí. » Ábendingar viðskiptavina og viðbrögð okkar verða birt á vef okkar í síðasta lagi 15. mars. 25% að lágmarki 41% að meðaltali Endurútreikningur erlendra húsnæðislána Lækkun höfuðstóls erlendra húsnæðislána verður 41% að meðaltali. Úrræði Landsbankans tryggja að lágmarki 25% höfuðstólslækkun. Landsbankinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.