Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Síða 15
Fréttir | 15Helgarblað 4.–6. febrúar 2011 Enn eitt reiðarslagið hefur riðið yfir bæjarbúa Flateyrar en í janúar var fiskvinnslufélagið Eyraroddi hf. úr- skurðað gjaldþrota. Fiskvinnsla hefur verið undirstaða í atvinnulífi byggð- arlagsins og áttu því íbúar Flateyrar mikið undir því að fyrirtækið stæði af sér erfiðleikana. Mikil óvissa rík- ir þar en íbúar bæjarins sýndu sam- stöðu þriðjudaginn 18. janúar þegar þeir söfnuðust saman á bryggjunni og sendu út neyðarkall með tákn- rænum hætti. Mikið áfall fyrir atvinnustarfsemi Eyraroddi hf., sem var með 42 starfs- menn í vinnu, hafði verið í greiðslu- stöðvun síðan síðastliðið vor en von- ast var til að það næði að rétta úr kútnum. Öllum starfsmönnum var sagt upp í október en íbúar Flateyr- ar voru 250 í upphafi síðasta árs sam- kvæmt Hagstofunni og því ljóst að áfallið er mikið fyrir atvinnustarf- semi í þorpinu. Teitur Einarsson, stjórnarformaður Eyrarodda, sagði í samtali við DV í haust að rekstrarum- hverfið hefði verið erfitt en stjórn- endur fyrirtækisins leituðu allra leiða til að draga uppsagnir til baka. Það gekk ekki eftir en eins og fyrr seg- ir var fyrirtækið úrskurðað gjaldþrota í janúar. Fólk er þreytt og lúið „Við erum búin að lifa við þetta síð- an í maí, eða síðan fyrirtækið fór í greiðslustöðvun. Fólk er þreytt og lúið á þessu ástandi og bíður í ofvæni eftir að fá svör um framtíðina,“ segir Guðmundur Björgvinsson, formað- ur íbúasamtaka Flateyrar. Hann seg- ist muna þá tíð þegar fólk gat farið að sofa öruggt um að hafa vinnu daginn eftir en það sé tilfinning sem Flateyr- ingar hafi ekki haft undanfarin tíu til fimmtán ár. Hann bætir við að óör- yggið sé allt of mikið og það sé nag- andi til lengdar. Hjúkrunarheimilinu lokað Það er ekki einungis í fiskvinnsl- unni sem fólk missir vinnuna því í upphafi árs barst tilkynning frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða þess efnis að hjúkrunarheimilinu Sól- borg yrði lokað á árinu og var það gert síðastliðinn mánudag. „Sól- borg hefur verið lokað og gamla fólkið okkar var flutt af heimilinu á mánudaginn. Þetta var mikill sorg- ardagur fyrir okkur á Flateyri. Við fengum enga áheyrn með það mál,“ segir Guðmundur. Vistmennirnir voru tveir og fékk annar þeirra inni á hjúkrunarheimilinu á Þingeyri en hinn fór á Ísafjörð. Guðmund- ur bendir á að fyrir þá sem komnir séu að fótum fram og búi fyrir vest- an séu engin úrræði nema að vera lagðir inn á sjúkrahús á Ísafirði en eins og er sé fullt á Þingeyri og í Bol- ungarvík. Flateyringar háðu hetjulega bar- áttu fyrir ári þegar þeir reyndu að halda hjúkrunarheimilinu Sólborg opnu en fyrirhugað var að loka því í sparnaðarskyni og flytja vistmenn til nærliggjandi bæjarfélaga. Allir íbúar skrifuðu undir mótmælalista sem var afhentur heilbrigðisráðu- neytinu. Í ljósi þess var ákveðið að fresta lokun hjúkrunarheimilisins og Heilbrigðisstofnun Vestfjarða fékk fjármagn til að reka heimilið fyrir tvo vistmenn í ár í viðbót. Nú þegar því hefur verið lokað hafa sjö manns bæst í hóp atvinnulausra. Miðstöð fyrir atvinnulausa Á Flateyri er opið hús alla virka daga sem Rauði krossinn held- ur utan um og bærinn styður við. Guðmundur segir það mjög vel gert og að fólk nýti sér það. „Með þessu er verið að halda utan um fólkið og hvetja það áfram. Mér heyrist fólk vera afar ánægt með þetta og það er duglegt að nýta sér íþróttahúsið og sundlaugina. Fólk situr ekki heima og lætur sér leið- ast. Lífið heldur bara áfram, eins og sagt er.“ Opna húsið var opnað nokkrum dögum eftir gjaldþrot Eyrarodda en það voru Vinnumálastofnun, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Rauðu krossinn, Fjölmenningarsetur og fleiri sem stóðu að opnun þess. Þar getur fólk fengið leiðbeiningar og farið er yfir réttindi þeirra. Guð- mundur segir þetta sérstaklega gott þar sem fjöldi fólks af öðru þjóðerni en íslensku búi á Flateyri sem þarfnist útskýringa á stöðu sinna mála. „Hér er fjöldinn allur af vinnufúsum höndum sem vilja komast í vinnu sem allra fyrst.“ Hann segir að á Flateyri séu opin- berar stofnanir, ferðaþjónusta og önnur starfsemi en að grunnurinn hljóti alltaf að vera sjávarútveg- urinn. „Það þarf að eyða þessari óvissu og því miður erum við ekki þau einu á landinu sem lifum við óvissuna. Þetta er víða um land.“ Skildu Flateyri eftir kvótalaust byggðarlag Gjaldþrot Eyrarodda er ekki fyrsta áfallið sem dynur á atvinnulífi Flat- eyrar. Árið 2007 var Kambur hf. ein umfangsmesta fiskvinnsla landsins og staðsett á Flateyri. Hjá fyrirtækinu unnu 120 manns, á sjó og á landi, en byggðin taldi þá rúmlega 300 manns. Síðla sumars árið 2007 seldu eigend- ur fyrirtækisins aflaheimildir Kambs frá byggðarlaginu og hættu fisk- vinnslu á Flateyri. Fyrirtækið var í eigu Hinriks Kristjánssonar og Stein- þórs Bjarna Kristjánssonar. Fjallað var um málið í DV árið 2008 og sagt að Hinrik hefði hagnast um hundr- uð milljóna á sölunni og í kjölfarið flutt til Hafnarfjarðar. Einnig að hann hefði verið fimmti hæsti skattgreið- andi landsins árið áður, samkvæmt tölum frá skattstjóra. Steinþór Bjarni á að hafa hagnast um 150 til 200 milljónir en hann flutti til Ísafjarð- ar. Ljóst þótti að þeir fóru frá Flateyri sem kvótalausu byggðarlagi en Flat- eyringar byggðu afkomu sína á þessu stóra fyrirtæki sem var í þeirra eigu. Eyraroddi hleypti lífi í samfélagið Eftir brotthvarf Hinriks og Steinþórs var fiskvinnslufélagið Eyraroddi hf. stofnað en stærsti eigandi þess er Oddatá ehf., félag í eigu Kristjáns Er- lingssonar og fjölskyldu. Með tilkomu þess var hleypt lífi í Flateyringa að nýju þótt fyrirtækið væri rúmlega þri- svar sinnum minna en Kambur var. Aðspurður um reksturinn sagði Kristj- án í viðtali við DV árið 2008: „Þetta er fjandanum erfiðara. Við erum ekki í þessu til að eignast peninga. Það sem öllu máli skiptir er að viðhalda at- vinnurekstri í byggðarlaginu. Það var það sem við lögðum upp með í upp- hafi. Hvort við græðum peninga á þessu eða ekki er algjört aukaatriði.“ Nú eru örlög Eyrarodda ljós en framtíð atvinnureksturs í byggðarlag- inu óljós. Velvilji í garð Vestfirðinga „Við höfum útbúið tillögur sem verða lagðar fyrir ríkisstjórn og verið er að vinna í þeim málum. Vonandi fæst niðurstaða í það sem fyrst,“ segir Eirík- ur Finnur Greipsson, formaður bæj- arráðs Ísafjarðarbæjar. Hann segir að bæjaryfirvöld hafi sett fram þá ósk við ríkisstjórnina að Vestfirðingar fái að vera í hópi þeirra landshluta sem fari af stað með úrvinnslu- og sóknaráætl- un. Búið sé að samþykkja að Reykjanes verði í forgangi en Vestfirðingar hafi óskað eftir að vera í forgangshópi. „Við höfum upplifað mikinn velvilja í okk- ar garð í þeim efnum,“ bætir hann við. Fiskvinnsla á ný Blikur eru þó á lofti um að fiskvinnsla hefjist á ný á Flateyri en í bráðaað- gerðum vegna stöðu Flateyrar sem Ísafjarðarbær hefur kynnt bæjarbú- um segir: „Nokkrir aðilar hafa sýnt áhuga á að hefja vinnslu á Flateyri og að minnsta kosti tveir þeirra hafa sýnt fram á raunhæfar hugmyndir sem myndu tryggja vinnslu á um 1.500 tonnum að lágmarki. Ef allt gengur samkvæmt áætlun ætti að vera hægt að hefja fiskvinnslu á ný á næstu 2 til 3 mánuðum.“ Þar eru einnig settar fram tillögur að verkefnum fyrir þá sem eru án atvinnu þar til fiskvinnsla hefst á ný. Þau verkefni eru á formi menntunar og átaksverkefna. Byggðarlag á heljarþröm n Flateyri varð kvótalaust byggðarlag árið 2007 n Stofnun Eyrarodda hleypti lífi í bæinn n Mikil óvissa ríkir þar nú þar sem fyrirtækið er orðið gjaldþrota n Sjö misstu vinnuna þegar hjúkrunarheimilinu Sólborg var lokað Guðmundur Björgvinsson Formaður íbúa samtaka Flateyrar segir fólk þreytt og lúið. Hjúkrunarheimilið Ákveðið hefur verið að loka hjúkrunarheimilinu en við það tapast sjö hlutastörf. n Flateyri er sjávarþorp sem á sér 150 ára sögu en byggðarkjarni myndaðist á Flateyri um miðja 19. öld. Fram undir aldamótin 1900 voru hákarlaveiðar undirstaða bæjarins og undir lok 19. aldar var hvalveiðistöð á Sólbakka sem átti stóran þátt í eflingu byggðarlagsins. Íbúar Flateyrar voru á bilinu 220 til 550 á síðustu öld. Árið 1995 féll snjóflóð úr Eyr- arfjalli á þorpið með þeim afleiðingum að 20 manns fórust. Eftir það fækkaði íbúum en í lok árs 2010 voru þeir um 250 samkvæmt Hagstofu Íslands. Flateyri „Hér er fjöldinn all- ur af vinnufúsum höndum sem vilja kom- ast í vinnu sem allra fyrst. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.