Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 30
Ásmundur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúd-entsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1972, er búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1975, og lauk kennaraprófi frá Kennarahá- skóla Íslands 1982. Ásmundur var kennari við Nesja- skóla Hornafirði 1975-82, fram- kvæmdastjóri Skjólgarðs, elli-, hjúkr- unar- og fæðingarheimilis á Höfn 1983-96 en hefur starfrækt ferðaþjón- ustu í Árnanesi frá 1996. Ásmundur flutti með fjölskyldu sinni í Nesjaskóla á Hornafirði 1975 en settist að í Árnanesi 1994. Ásmundur gegndi trúnaðarstörf- um í ungmennafélagshreyfingunni, var formaður Félags forstöðumanna elli- og hjúkrunarheimila á Íslandi 1991-96, formaður Ferðamálafélags Austur-Skaftafellssýslu frá 1995–2005 og formaður Ferðamálasamtaka Austurlands frá 1997–2005. Fjölskylda Ásmundur kvæntist 18.6. 1972, Guð- rúnu Sveinsdóttur, f. 1950, d. 1987. Hún var dóttir Sveins K. Sveinssonar, fyrrv. forstjóra Völundar í Reykjavík, og Ingu Valborgar Einarsdóttur hús- móður. Börn Ásmundar og Guðrúnar eru Guðrún Dadda, f. 12.10. 1972, iðju- þjálfari í Reykjavík, eiginmaður henn- ar er Brynjólfur Hermannsson; Arna, f. 22.9. 1975, geislafræðingur í Reykja- vík, maður hennar er Borgþór Egils- son; Matthildur, f. 22.11. 1977, sjúkra- þjálfari á Höfn, hennar maður er Hjálmar Sigurðsson; Kjartan, f. 26.1. 1979, sjómaður, býr í Árnanesi. Sonur Ásmundar og Rannveigar Hallvarðsdóttur, f. 1958, er Ásmundur f. 6.2. 1989, býr í Árnanesi. Ásmundur var í sambúð frá 1992– 2009 með Helgu Erlendsdóttur, f. 1948, d. 2009. Unnusta Ásmundar er Guðrún Sigurðardóttir, f. 23.9. 1956, fram- kvæmdastjóri og ferðaskrifstofueig- andi á Ítalíu. Hún er dóttir Sigurðar Ólasonar hrl., f.1907 d. 1988, og Unnar Kolbeinsdóttur kennara, f. 1922. Bræður Ásmundar eru Jón Hall- dór, f. 1943, vélfræðingur í Grinda- vík; Brandur, f. 1944, garðyrkjumað- ur í Reykjavík; Guðmundur Tómas, f. 1946, d. 2003, garðyrkjumaður; Atli f. 1947, hrl. og alþingismaður í Reykja- vík. Systir Ásmundar er Guðrún, f. 1954, húsmóðir í Kaupmannahöfn. Foreldrar Ásmundar voru Gísli Guðmundsson, f. 1907, d. 1990, kenn- ari og leiðsögumaður, og Ingibjörg Jónsdóttir, f. 1915, d. 1997, húsmóðir og húsmæðrakennari. Ætt Gísli var sonur Guðmundar, b. í Haukatungu, bróður Kristjáns, föður Eggerts stórkaupmanns. Systir Guð- mundar var Guðný, amma Sveins, forseta ÍSÍ. Guðmundur var sonur Eggerts, b. í Miðgörðum, Eggertsson- ar, b. þar, Guðmundssonar. Móðir Gísla var Pálína Matthildur ljósmóðir Sigurðardóttir, hreppstjóra í Tröð, Brandssonar. Móðir Pálínu var Valgerður ljósmóðir, systir Guð- nýjar, langömmu Ísleifs, föður Ólafs hagfræðings. Önnur systir Valgerðar var Ragnheiður, langamma Lúðvíks Kristjánssonar rithöfundar. Valgerð- ur var dóttir Páls, pr. á Prestbakka og Hörgsdal, Pálssonar, umboðsmanns á Hörgslandi og í Gufunesi, Jónsson- ar. Móðir Valgerðar var Matthildur Teitsdóttir, b. í Hittu, Þórðarsonar. Ingibjörg var dóttir Jóns Halldórs, fisverkanda á Ísafirði, Jóhannesson- ar, Arasonar. Móðir Jóns var Ingi- björg Jónsdóttir, b. í Fremri-Arnardal, Halldórssonar, b. þar, Ásgrímssonar, hreppstjóra þar, Bárðarsonar, ættföð- ur Arnardals-ættarinnar, Illugasonar. Móðir Ingibjargar var Guðrún H. Sæmundsdóttir búfræðings Björns- sonar, b. á Klúku, Björnssonar, pr. í Tröllatungu, Hjálmarssonar, ættföð- ur Tröllatunguættar, Þorsteinssonar. Móðir Guðrúnar var Sigríður Bjarna- dóttir, hreppstjóra í Tröð í Álftafirði, Jónssonar. Móðir Sigríðar var Guðrún Jónsdóttir, b. í Eyrardal, Ólafssonar, bróður Halldórs í Fremri-Arnardal. 30 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 4.–6. febrúar 2011 Helgarblað Þórunn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp við Laugaveginn. Hún stundaði nám við Skógarskóla, lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræða- skóla verknáms í Ármúla í Reykjavík 1958, stundaði nám síðar í Lýðhá- skóla í Svíþjóð. Hún stundaði síðan nám við Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan tækniteiknaraprófi 1971. Þórunn var teiknari frá 1971, síðar forstöðumaður teiknistofu á árunum 1974–88, var síðan skrifstofustjóri til 1991. Þórunn var einn af stofnendum Víkurprjóns hf. Þórunn tók saman ættarritið Grasaættina. Hún vinnur nú að sam- antekt nokkurra ættfræðirita. Fjölskylda Þórunn giftist Bjarna Kjartanssyni, f. 4.9. 1941 í Reykjavík. Þau skildu. For- eldrar hans voru Þóra Jónsdóttir og Kjartan Bjarnason. Börn Þórunnar og Bjarna eru Jó- hanna Bjarnadóttir, f. 11.2. 1959, hús- móðir og fyrrv. kaupmaður, búsett í Vancouver í Kanada, gift James Norr- is viðskiptafræðingi og eiga þau fjög- ur börn; Kjartan Bjarnason, f. 28.2. 1960, húsamálari, búsettur í Hafnar- firði, en kona hans var Ásta Halldórs- dóttir og eiga þau tvo syni; Bryndís Bjarnadóttir, f. 1.11. 1965, kvikmynda- gerðarmaður og nemi í sagnfræði við Háskóla Íslands, búsett í Reykjavík en maður hennar er Jón Magnússon tölv- unarfræðingur og á hún tvo syni; Dav- íð Þór Bjarnason, f. 26.6. 1969, mál- arameistari, búsettur í Hafnarfirði, en kona hans er Guðbjörg Gutta Agnars- dóttir, nemi í viðskiptafræði við Há- skóla Íslands og eiga þau tvo syni. Fyrrv. sambýlismaður Þórunnar er Jóhannes Jónsson, f. 8.8. 1941, skip- stjóri og útgerðarmaður í Hafnarfirði. Hálfbróðir Þórunnar, samfeðra, er Óli Sven, f. 11.9. 1946, framkvæmda- stjóri í Hafnarfirði. Hálfsystur Þórunnar, sammæðra: Erla Lárusdóttir, f. 11.11. 1936, d. 8.1. 2000; Steinunn Inger Jörgensdóttir, f. 19.4. 1944, búsett í Reykjavík. Foreldrar Þórunnar voru Gísli Styff Ólason, f. 16.8. 1912, d. 21.7. 1981, matsveinn í Reykjavík, og Mín- erva Bergsteinsdóttir, f. 19.5. 1915, d. 23.12. 2003, matráðskona og hús- freyja í Reykjavík. Fósturfaðir Þórunnar var Jörgen Martin Jörgensen, f. 26.1. 1918, d. 9.1. 2000. Ætt Gísli var sonur Óla Svens Styff, f. í Noregi, símamanns og útvegsbónda á Glettinganesi, sonar Ragnhildar Romsdal Andrésdóttur og Johns Er- iks Styff, kapteins í sænska hernum. Bræður Óla Sven, voru Oskar Styff, konsúll Noregs í Kanada, og Eivind Styff, rafmagnsverkfræðingur í Osló og Karl Gústav Styff, skipstjóri í Van- couver í Kanada. Bræður Johans Er- iks voru Oskar Styff, prófessor við Uppsalaháskóla, og Karl Styff, verk- fræðingur í Stokkhólmi. Móðir Gísla var Jóhanna, kaup- kona Filipusdóttur, silfursmiðs og b. í Kálfafellskoti Stefánssonar, b. á Núpsstað Eyjólfssonar, b. þar Hann- essonar, b. þar Jónssonar, b. þar Bjarnasonar. Móðir Jóhönnu var Þórunn, grasakona og ljósmóðir Gísladóttir, útvegsb. á Býjaskerjum í Sandgerði Jónssonar, b. í Hlíð í Skaft- ártungu, föðurbróðir Gísla Sveins- sonar, alþingisforseta og sendi- herra. Móðir Þórunnar Gísladóttur var Þórunn Sigurðardóttir, ljósmóð- ur frá Steig í Mýrdal, dóttir Þórunnar Þorsteinsdóttur, ljósmóður frá Kald- rananesi í Mýrdal, dóttur Þorsteins Þorsteinssonar, í Vatnsskarðshól- um og Karitasar Jónsdóttur, klaust- urhaldara á Reynisstað í Skaga- firði Vigfússonar. Karitas var dóttir Þórunnar Hannesdóttur Scheving, sýslumanns á Munkaþverá í Eyja- firði Lárussonar Scheving Hannes- sonar, sýslumanns á Möðruvöllum. Móðir Þórunnar Hannesdóttur var Jórunn Steinsdóttir, biskups á Hól- um Jónssonar. Mínerva var dóttir Bergsteins, kennara og húsasmiðs á Eyrarbakka Sveinssonar, b. í Hólshúsum í Flóa Bjarnasonar, b. þar Ásmundssonar. Móðir Bergsteins var Þórunn Eiríks- dóttir, b. á Árgilsstöðum í Hvolhreppi Bergsteinssonar, b. þar Sigurðssonar, af Árgilsstaðaætt. Móðir Bergsteins Sigurðssonar var Þórunn Einarsdótt- ir. Móðir Mínervu var Steinunn Einarsdóttir b. á Kotströnd í Ölf- usi Eyjófssonar, b. á Völlum í Ölfusi Gíslasonar b. á Kröggólfsstöðum Eyj- ólfssonar. Móðir Eyjólfs Gíslasonar var Solveig Snorradóttir, ríka í Engey Sigurðssonar. Móðir Steinunnar var Rannveig Helgadóttir, hreppstjóra á Hlíðarfæti í Borgarfirði Sveinbjörns- sonar, pr, bróður Þórðar Svein- björnssonar háyfirdómara, föður Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, tón- skálds. Helgi var sonur Sveinbjörns, kaupmanns og b. á Kjaranstöðum og á Hvítárvöllum í Borgarfirði Þórð- arsonar, útvegsb. í Akrakoti Svein- björnssonar, og Vigdísar Davíðsdótt- ur, Erlendssonar, frá Hvammi í Kjós. Móðir Helga var Rannveig, systir Bjarna, skálds og amtmanns. Rann- veig var dóttir Vigfúsar, sýslumanns á Hlíðarenda Thorarensen. Móðir Vigfúsar var Sigríður Stephensen en kona Vigfúsar var Steinunn Bjarna- dóttir, landlæknis Pálssonar. Móðir Steinunnar var Rannveig Skúladóttir, landfógeta Magnússonar, og Stein- unnar Björnsdóttur Thorlacius. Þórunn Gísladóttir Tækniteiknari 85 ára 85 ára Ásmundur Gíslason Framkvæmdastjóri í Árnanesi í Hornafirði 70 ára á sunnudag 60 ára á sunnudag Myndavíxl Þau leiðu mistök urðu við uppsetningu á afmælissíðu blaðsins sl. miðvikudag að myndir víxluðust með afmælisgreinum. Mynd af Júlíusi Jónssyni birtist með afmælisgrein um Sigurð Ragnar Ólafsson en mynd Sigurðar Ragnars með af- mælisgrein Júlíusar. Eru þeir báðir beðnir velvirðingar á þessum hvimleiðu mistökum og það leiðrétt hér með. Júlíus Jónsson Sigurður Ragnar Ólafsson Þórir fæddist í Reykjavík og ólst þar upp og á Seltjarnarnesi. Hann var í Foldaskóla og síðan Hamraskóla, stundaði nám við Versl- unarskóla Íslands og lauk þaðan stúd- entsprófi 2001, stundaði síðan nám í lögfræði við Háskóla Íslands og lauk embættisprófi í lögfræði 2009. Þórir vann á bensínstöð með námi og starfaði við Landsbankann. Hann hóf störf hjá Tryggingastofnun á með- an hann var í námi og er nú lögfræð- ingur þar. Þórir starfaði með Röskvu í Háskóla Íslands, var varaformað- ur Röskvu um skeið, sat í Stúdenta- ráði Háskóla Íslands og í Háskólaráði. Hann hefur starfað í ungliðahreyfingu Samfylkingarinnar og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna. Fjölskylda Systkini Þóris eru Sigrún Gunnars- dóttir, f. 16.8. 1986, búsett í Reykjavík; Helgi Már Gunnarsson, f. 20.6. 1994, nemi. Foreldrar Þóris eru Gunnar Bjarni Þórisson, f. 5.12. 1955, skrifstofumað- ur í Reykjavík, og Helga Helgadóttir, f. 3.7. 1954, sjúkraliði. Þórir Hrafn Gunnarsson Lögfræðingur hjá Tryggingastofnun 30 ára á föstudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.