Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 22
É g þekki mann sem segir að strax og hann sá hvernig lög- in um stjórnlagaþingið voru úr garði gerð, þá hafi hann um leið áttað sig á því að kosningar til þingsins yrðu kærðar og dæmd- ar ógildar. Það voru ekki ákvæðin um kosninguna sjálfa sem ollu vissu hans um þetta, og heldur ekki þær reglur sem að lokum var farið eftir við kosninguna (pappakjörklefarnir, ósamanbrotnu kjörseðlarnir, og það allt). Nei, þær reglur voru reyndar alls ekki komnar á hreint þegar mað- urinn áttaði sig á því að þessi kosning yrði dæmd ógild. Hvað var það þá sem olli því að hann var svo viss? Jú, það var ákvæði laganna um að kæra mætti kosning- una til Hæstaréttar Íslands sem tæki ákvörðun um lögmæti kærumála. Bara það. Hann vissi sem sagt að einhver myndi kæra, alveg sama hvernig kosningin færi á endanum fram, og hann vissi líka að Hæstiréttur Íslands myndi dæma kosninguna ógilda. Því miður sagði hann mér þetta ekki fyrirfram. En ef hann hefði gert það, þá hefði ég heldur ekki trúað honum. Tilhugsunin um að almenn þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi yrði dæmd ógild vegna mögulegs mis- ferlis við kosningu og talningu, sú til- hugsun hefði mér þótt svo fráleit að ég hefði bara skellt upp úr. Hvernig í ósköpunum gat þetta gerst? Nú eru liðnir tíu dagar frá því að kosningin var dæmd ógild. Ég hef farið í gegnum allskonar tilfinningar vegna þessa máls. Fyrst varð ég bara alveg þrumu lostinn. Hvernig gat þetta gerst? Hvað í ósköpunum hafði Hæstiréttur fyrir sér? Ég hafði sjálfur tekið þátt í þessum kosningum, og ekkert við framkvæmd þeirra þótti mér grunsamlegt eða skuggalegt. Þetta hlaut að vera einhver misskiln- ingur hjá Hæstarétti. Eða vissi hann eitthvað sem ég vissi ekki? Svo las ég úrskurð Hæstarétt- ar og já, vissulega hljómaði ýmis- legt við kosninguna ansi undarlega eins og rétturinn setti það fram. Úff, hafði þetta verið svona skelfi- lega misheppnað?! Og þá helltist yfir mig sambland af reiði og vonleysi. Ánskotinn sjálfur – gátum við ekk- ert lengur? Ekki einu sinni haldið skammlausar kosningar?! Þá var nú aldeilis fokið í flest skjól. Og ég hélt í huganum langar biturlegar skamm- arræður um fjárans ríkisstjórnina sem öllu klúðraði og hafði nú eyði- lagt fyrir þjóðinni stjórnlagaþing- ið sem átti að vera helsta birtingar- mynd þess að þjóðin væri að losna undan yfirráðum stjórnmálamanna. Á mig runnu tvær grímur En svo las ég úrskurð Hæstaréttar aft- ur – og smátt og smátt runnu á mig tvær grímur? Vantaði ekki eitthvað í þennan úrskurð? Var almennilega heil brú í sumu af því sem í honum stóð? Ég hlustaði á stjórnmálamenn, bæði þá sem voru ánægðir með dóminn og hina sem voru óánægðir. Ég las greinina eftir Orra Vésteinsson sem birst hefur á netinu, ég hlust- aði á viðtöl við Eirík Tómasson og Ragnar Aðalsteinsson, og síðast en ekki síst las ég langa gagnrýni Reynis Axelssonar stæðfræðings á úrskurð- inn. Eftir þann lestur var mér öllum lokið. Jú, vissulega var ég fyrirfram innstilltur á að vera á móti úrskurði Hæstaréttar. Ég var fylgjandi stjórn- lagaþinginu og hafði m.a.s. verið kos- inn á það sjálfur. Ég var tortryggnari í garð Hæstaréttar út af öllu mögulegu en margir aðrir. Ég hafði tekið þátt í kosningunum og ekki upplifað þar neitt sem mér fannst ganga í berhögg við góðar og lýðræðisslegar aðferðir. En grein Reynis er svo sannfærandi og skorinorð að ég hugsa að þó ég hefði verið hlynntur úrskurði Hæsta- réttar fyrir, þá hefði ég skipt um skoð- un eftir að hafa lesið hana. Því það stendur einfaldlega ekki steinn yfir steini í þessum úrskurði eftir að Reynir hefur farið um hann höndum. Ekki steinn yfir steini! Ólíðandi! Og ég verð að segja: Það er í reynd ólíðandi ef Hæstiréttur Íslands úr- skurðar heilar lýðræðislegar kosn- ingar ógildar, og svo er hægt á nokkrum dögum að setja saman grein eins og Reynis, þar sem úr- skurðurinn er beinlínis tættur í spað. Þá er eitthvað svo brogað og rangt að ég vil ekki búa í samfélagi sem þaggar slíkt og þvíumlíkt niður. Ég er í rauninni að tala um að mér finnst að kæra ætti úrskurð Hæsta- réttar. Ég ætla ekki að gera það sjálf- ur, einfaldlega af því ég hlaut sæti á stjórnlagaþinginu í þessum kosn- ingum sem nú hafa verið dæmdar ógildar. Mér finnst það því einhvern veginn óþægilegt ef ég færi að stússa í svoleiðis kæru sjálfur. En mér finnst svo brýnt að það fáist einhvers kon- ar nýr úrskurður um það hvort þjóð- aratkvæðagreiðsla á Íslandi hafi ver- ið framkvæmd af slíkri vanhæfni að ógilda hafi þurft úrslitin, eða hvort sjálfur Hæstiréttur var svo rækilega úti að aka að hann hafi gerst sekur um mjög alvarlegt frumhlaup, að ég vona að einhvers konar niðurstaða fáist í málið. En það var þá eftir öðru hér í þessu landi lagaflækjunnar að „lög- spekingar“ vorir urðu strax ósam- mála um hvort yfirleitt væri hægt að kæra úrskurðinn um kærurnar! Getum ekki treyst dómurunum Ég veit ekki hvort það er hægt, ég veit ekki hver niðurstaðan yrði, en hitt veit ég að þessi uppákoma sýnir svo ekki verður um villst hve nauðsynlegt er að stjórnlagaþing- ið verði háð. Stjórnkerfi landsins er illa lemstrað – það hefur þessi uppákoma sannað. Og við verð- um að fara að byrja upp á nýtt, ekki með einhverju hálfkáki á vegum Al- þingis, heldur með sterku og öflugu stjórnlagaþingi þar sem almenning- ur sjálfur ræður ráðum sínum og markar sér forlög. Við vissum fyrir að við gátum ekki treyst alþingismönnum til hennar. En við vissum ekki fyrr en um daginn að við gátum illa treyst dómurunum líka. Því ef samdóma álit sex sprenglærðra hæstaréttar- dómara er ekki pottþéttara en svo að einn stærðfræðingur getur á ör- fáum dögum tekið álit og tætt það í sig svo Hæstiréttur virðist standa berstrípaður eftir, þá hlýtur það að vera Hæstarétti sjálfum fyrir bestu að kannað sé á einhvern hátt hvort úrskurður hans var virkilega á svo hæpnum forsendum reistur, eða hvort Reynir (og fleiri) fara villir vegar. Gallinn við einhvers konar kær- ur er hins vegar sá að þá gæti tafist að koma stjórnlagaþinginu aftur á laggirnar, með hvaða hætti sem það verður gert. Þannig erum við lent í algjörum vítahring. Og hvað nú? Ég þyki seinheppin manneskja með eindæmum og er löngu hætt að kippa mér upp við fá- ránlegar aðstæður og óheppileg at- vik sem ég lendi í. Sem betur fer hafa þessi óheppilegu atvik aldrei verið neitt sérstaklega alvarlegs eðl- is, allavega ekki hingað til. Oftast er um að ræða ótrúlega kostuleg og oftar en ekki hlægileg atvik (bara eftir á samt). Seinheppni mín hef- ur hins vegar náð nýjum hæðum á fyrsta mánuði þessa árs. Sagan hófst eitt kalt og hryss-ingslegt kvöld í byrjun jan-úar þegar ég tók þá afdrifaríku ákvörðun að skella mér á knæpu í miðborginni. Ég var að hitta vini og var sein fyrir svo ég ákvað að fara á bíl og skilja hann eftir í bílastæða- húsinu við Skólavörðustíg. Það var allt gott og blessað, að ég hélt. Daginn eftir skokka ég eftir bíln- um á leið minni í vinnuna en verð ansi hvumsa þegar ég gríp í tómt. Í bílastæðahúsinu við Skólavörðustíg var engin hvít Nissan Micra-bifreið. Ég var nokkuð viss um hvar ég hafði lagt bílnum en leitaði þó af mér all- an grun til öryggis á nærliggjandi bílaplönum, en allt kom fyrir ekki. Haugryðguðu, fjölbeygluðu, sautj- án ára gömlu Micrunni minni hafði verið stolið, læstri í upplýstu bíla- stæðahúsi í miðri viku. Mín fyrstu viðbrögð voru hlátur, sem breytt- ist í að vísu í reiði og pirring þegar leið á daginn og ég áttaði mig á því hvað hafði virkilega gerst. Ég var engan veginn tilbúin í bíllausan lífs- stíl þó vissulega hefðu bæði ég og umhverfið haft gott af slíkri lífsstíls- breytingu. Vika leið og þá fékk ég sím-tal. Bílinn minn hafði fundist númerslaus úti í móa. Jeij! Sá sem fann bílinn vildi ólmur kaupa hann en í fyrstu tók ég það ekki í mál. Það var áður en ég leit garminn augum eftir ævintýrið með þjófun- um. Það nægði mér að setjast inn í hann til að átta mig á að þennan bíl vildi ég ekki eiga lengur. Svo ég tók tilboði þess sem fann bílinn og seldi honum hann númerslausan. Vel gert. Tilfinningarnar voru þó blendnar, bæði vegna þess að bíll- inn hafði reynst mér vel og óhjá- kvæmilega hélt bíllausi lífsstíllinn áfram. Eftir að hafa þrammað um götur borgarinnar og rústað hælum og skósólum á rándýrum skóm ákvað ég að nú væri komið nóg. Ég fór á fullt að leita að „nýjum“ bíl og var svo einstaklega heppin (já, það kemur fyrir) á föstudaginn síðastlið- inn að detta niður á þennan líka fína gula Volkswagen Polo. Ég staðgreiddi bílinn á staðnum, keyrði hamingju- söm inn í helgina og gaf bíllausum lífsstílnum fingurinn. Nú skyldi fagna! Í gleðivímunni, á ógeðslega fína bíln- um mínum, rúntaði ég til mömmu, sýndi henni gripinn og hún varð líka hamingjusöm fyrir mína hönd. Næst var það pabbi og hann gaf grænt ljós. Fínasti bíll, sagði hann. Sem er mjög jákvætt. Allir voru hamingjusamir. En skjótt skipast veður í lofti segja þeir. Eftir að hafa montað mig af fína bílnum mínum í tvo klukku-tíma þá renndi ég við í búð á leið minni heim. Það voru mikil mistök því þegar ég var á leið út af planinu við búðina þá var bakkað á mig. Já, nei þetta var ekkert smánudd heldur fór dráttarkrókurinn á hinum bíln- um gjörsamlega inn í vélina á mínum bíl. Ég get ekki lýst tilfinningunum og skelfingunni sem greip mig á þessum sekúndum sem atvikið átti sér stað. Ég gat mér enga björg veitt en gargaði í angist minni tilgangslaust á skerandi bakkljósin á bílnum fyrir framan. Litli guli bíllinn var dreginn burt og eft- ir stóð ég bíllaus á ný og „nokkrum“ þúsundköllum fátækari. Bíllinn var óökufær og það leit út fyrir að hann væri ónýtur. Með þær fréttir fór ég inn í helgina, tuðandi að svona lagað ætti ekki að geta gerst. Þrátt fyrir ótrúlega dramatísk-ar bílaraunir þá er kannski við hæfi að nota máltækið: fall er fararheill í þessu tifelli. Eftir tugi sím- tala við tryggingarfélög og verkstæði kom blessunarlega í ljós að hægt var að gera við bílinn, sem var gert, og nú stendur litli guli bílinn úti á plani skínandi, nýsprautaður að framan með nýjan vatnskassa, tilbúinn í að takast á við lífið með mér. 22 | Umræða 4.–6. febrúar 2011 Helgarblað Trésmiðjan Illugi Jökulsson Helgarpistill Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Fall er fararheill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.