Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 16
16 | Fréttir 4.–6. febrúar 2011 Helgarblað Alls töldu 82 prósent starfsmanna tollgæslunnar á Suðurnesjum að einelti þrifist á vinnustað þeirra. Sama hlutfall starfsmanna svar- aði neitandi þegar þeir voru spurðir hvort þeir væru ánægðir með starfs- mannastjórnun yfirmanna hjá Toll- stjóraembættinu. Þetta kemur fram í ánægjukönnun fyrir starfsfólk toll- stjórans á Suðurnesjum, sem lögð var fyrir starfsmenn í fyrra og DV hef- ur undir höndum. Allir starfsmenn- irnir sögðu að samskiptavandamál væru hjá embættinu og nærri all- ir svöruðu neitandi þegar þeir voru spurðir hvort samstarfsmenn sýndu sér almennt vingjarnlegt viðmót. Langflestir svöruðu neitandi þegar þeir voru spurðir hvort vinnustaður- inn væri laus við hótanir og ofbeldi. Ofríki Ólga hefur ágerst meðal starfsmanna tollstjórans á Suðurnesjum. Það má meðal annars rekja til mikillar óánægju með yfirstjórn tollstjórans og óánægju með sameiningu á emb- ættum landsins í eitt embætti. Í tíð ríkisstjórnar Geirs Haarde var ákveð- ið að sameina öll tollembættin í eitt undir stjórn Snorra Olsen, tollstjór- ans í Reykjavík. Þar með tók Snorri yfir réttindi og skyldur allra starfs- manna allra hinna tollembættanna á landinu. Sameiningin hefur mælst illa fyrir í Keflavík. Starfsmenn kvarta einnig undan því að frí séu tekin af þeim, vaktakerfið sé erfitt og samein- ingin hafi frekar verið eins og fjand- samlega yfirtaka. Tollvörður sem DV ræddi við seg- ir að veikindi starfsmanna hafi aldrei verið meiri en síðustu mánuði. Það gefi til kynna að fólk sé óánægt í vinnu og kvíðið. Í bréfi sem DV hef- ur undir höndum segir: „Þrátt fyrir þessa slæmu útreið sem Tollstjóra- embættið fékk í könnunum virðist ekkert hafa breyst og starfsandinn þar sagður liggja nálægt frostmarki. Þarf enginn að vera hissa þótt öldu- hreyfingar þessara leiðinda hafi nú náð að ströndum Suðurnesja.“ Svo virðist sem óánægjan hafi grasserað í nokkur ár. Í ályktun starfsmanna tollgæslunnar á Suð- urnesjum frá því í nóvember 2009 er fjallað um samskipti starfsmanna við yfirstjórn embættisins. Í álykt- uninni er kvartað yfir því að í kjölfar breytinga á skipulagi embættanna hafi samskipti við yfirmenn ekki ver- ið góð. Þá er kvartað undan því að yfir stjórnin hafi farið harkalega fram gegn starfsmönnum. Orðrétt segir: „Í sumum tilvikum hefur verið farið fram gegn starfsmönnum eða ein- staka starfsmanni með ofríki og ekki virtar venjubundnar reglur eða laga- legur réttur starfsmanna brotinn. Það er ekki hægt að sætta sig við slíka framkomu eða vinnubrögð hjá nú- verandi yfirstjórn embættisins.“ Undir ályktunina skrifa Sigur- vin Guðfinnsson og Ingvi Steinn Jó- hannsson, trúnaðarmenn. Telja sig beitta einelti Í fyrra var gerð könnun á vegum SFR um starfsánægju hjá opinber- um stofnunum. Tollstjórinn í Reykja- vík var í 49. og neðsta sæti í flokki stærri stofnana. Spurt var um trú- verðugleika stjórnenda, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjan- leika vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunarinnar, ánægju og stolt. At- hygli vekur að embættið kom svipað illa út úr könnuninni og Veðurstofa Íslands, en þar ríkti á tímabili hálf- gerð skálmöld vegna eineltismáls. Árin 2008 og 2009 kom tollstjórinn í Reykjavík einnig mjög illa út úr sömu könnun. Kannanir SFR eru ekki þær einu á síðustu árum sem tollurinn kem- ur mjög illa út úr. Árið 2007 var gerð könnun á vegum fjármálaráðuneyt- isins þar sem 73 prósent starfsmanna í tollinum sögðu að fjórði hver starfs- maður hjá embættinu væri beittur einelti á vinnustað. Önnur könnun sem var gerð á vegum Vinnueftirlits- ins sýndi fram á að allir starfsmenn teldu að samskiptin við yfirstjórnina væru léleg eða engin. Tollvörður sem vill ekki koma fram undir nafni, starfs síns vegna, segir þetta sýna ástandið. „Við erum að tala um skoðanakönn- un í byrjun árs 2007 hjá ráðuneytinu, síðan er könnun frá 2009 hjá Vinnu- eftirlitinu og svo 2010 hjá SFR. Allar þessar kannanir gefa sömu mynd af ástandinu,“ segir tollvörðurinn. Hneykslað starfsfólk Dæmi um það ofríki af hálfu yfir- stjórnar, sem starfsmenn telja sig verða fyrir, eru hótanir yfirmanna tollgæslunnar þess efnis að tollverð- ir verði færðir frá starfsstöðvum sín- um, þeir teknir úr vaktavinnu og sett- ir í dagvinnu. Aðspurður um hvernig tollvörðum líði að vinna undir þess- ari stjórn, segir Sigurvin Guðfinns- son trúnaðarmaður: „Þeim finnst erfitt að vinna undir þessari stjórn og finnst þeim sé sýndur ákveðinn yfirgangur. Fólk hefur verið hneyksl- að á ýmsum uppákomum gegn stöku starfsmanni. Dæmi um það er að menn töldu sig beitta svokölluðu „shock-treatment“, þar sem menn voru færðir um deild þar sem mein- ingin var að stjórnendur væru látn- ir gera þeim lífið leitt í þeirri deild. Eitt dæmi er um starfsmann sem var kvaddur til trúnaðarlæknis á fyrsta degi í sumarfríi sínu. Hann var ekki veikur en var látinn svara þar mjög einkennilegum spurningum varð- andi sín mál. Nema hvað, lögfræð- ingur BSRB sendi bréf á tollstjóra og spurði hvaða heimildir þeir hefðu til að kanna þetta. Þá kom í ljós að það átti að færa hann frá Keflavík til Reykjavíkur og setja hann í dagvinnu úr vaktavinnu. Um það hefur verið talað hjá tollstjóranum í Reykjavík að þetta sé einhvers konar „shock-treat- ment.“ Lögreglumenn hafa lýst því sama – að þeim sé gert lífið leitt með því að færa þá til og frá í starfi.“ Í ljósi niðurstaðna umræddra kannana má álykta að þetta sé einn versti opinberi vinnustaður á land- inu. „Samkvæmt skoðanakönnun- um má álykta að svo sé,“ segir Sigur- vin og er þá spurður hvort hann meti ástandið þannig að skipta þurfi um yfirstjórn hjá Tollstjóraembættinu? „Ég hefði viljað velta þeim bolta yfir í ráðuneytið og að þeir tækju ákvörð- un um hvað eigi að gera og ráðherr- ann segi okkur hver framtíð vinnu- staðarins sé.“ Nemar upp við vegg Snemma árs 2010 var tollskóli settur á laggirnar í Reykjavík. Á þeim tíma kom upp mál í tengslum við toll- skólanema, sem tollverðir voru allt annað en sáttir við. Ársæll Ársæls- son, formaður Tollvarðafélags Ís- lands, segir að yfirstjórnin hafi stillt nemunum upp við vegg og tekið af þeim dagpeninga og ferðakostnað sem tollverðir hafa haft áratugum saman. „Tollverðir fara í tollskóla og enginn fær skipun fyrr en hann hefur klárað skólann. Þeir sem hafa kom- ið frá Keflavík hafa fengið greidda dagpeninga og ferðakostnað. Það var öðruvísi farið með fjóra nema. Þeim var stillt upp við vegg. Starfs- töðin var flutt frá Keflavík til Reykja- víkur til þess að komast hjá því að greiða þessar kjarabundnu greiðslur. Þetta lagðist illa í félagsmenn. Þetta voru lausráðnir starfsmenn og við gátum ekki hrundið þessu frá vegna lagalegra atriða. Það var ekki sérlega vel að þessu staðið, hvernig farið var með þessa starfsmenn,“ segir Ársæll. Sigurvin trúnaðarmaður segir tollverði ósátta við framkomu yfir- stjórnarinnar við nemana: „Fólki var bara stillt upp við vegg, það fór eitt í einu inn á skrifstofu og var réttur penni og það látið skrifa undir, ann- ars færi það ekki í skólann. Þetta er löglegt en siðlaust. Ráðuneytið vissi um þetta og var ekki alveg sátt við þessa aðferð tollstjórans.“ Sameining heppnaðist illa Ársæll Ársælsson segist aðspurður vel kannast við óánægju tollvarða á Keflavíkurflugvelli. „Sameining embætta virðist ekki hafa tekist alveg nógu vel í Keflavík. Það var ekki mik- ill undirbúningur áður en sameining embætta gekk í gegn, heldur fór und- irbúningurinn af stað þegar samein- ingin hafði átt sér stað. Það var ekki búið að skipuleggja þetta nægilega mikið. Þarna mættust tvær stórar stofnanir og starfsmenn í Keflavík hafa lýst þessu sem yfirtöku. Þeirra menning hafi orðið undir og menn- ing tollstjórans í Reykjavík hafi verið innleidd. Þar eru ýmis smátriði sem fara illa í menn,“ segir Ársæll. Sigurvin trúnaðarmaður tekur í sama streng og segir tollverði upplifa sameininguna sem fjandsamlega yf- irtöku líkt og þekkist í viðskiptalífinu. Ársæll segir það áhyggjuefni að starfsánægja mælist svona lítil hjá tollvörðum á Suðurnesjum. „Starfs- andi og starfsánægja skipta miklu máli í starfi. Annað sem er að skapa þessa stöðu hjá tollvörðum er niður- skurður sem við fáum á okkur ár eft- ir ár.“ Aðspurður um samkiptin við yfir- stjórnina segir Ársæll: „Við tölumst við, ég get ekki kvartað undan því að við fáum ekki fundi með tollstjóra. Það eru hins vegar ákvarðanir sem eru teknar sem hefði kannski sumar hverjar mátt ígrunda betur.“ Tollverðir kvarta undan einelti n Tollverðir á Suðurnesjum kvarta undan ofríki n Telja einelti beitt á vinnustað n Misheppnuð sameining embætta n Trúnað- armenn hafa áhyggjur n Koma illa út í ánægjukönnunum Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is „ Í sumum tilvikum hefur verið farið fram gegn starfsmönnum eða einstaka starfsmanni með ofríki og ekki virtar venjubundnar reglur eða lagalegur réttur starfsmanna brotinn. Snorri Olsen Samkvæmt ánægjukönnun sem gerð var hjá starfsfólki tollstjóra á Suðurnesjum eru langflestir óánægðir með starfsmannastjórnun yfirmanna. Bestu vinnustaðir 1. Umferðarstofa 2. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Austurlandi 3. Landgræðsla ríkisins Verstu vinnustaðir 47. Varnarmálastofnun 48. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæð- inu 49. Tollstjórinn í Reykjavík OPINBERAR STOFNANIR SAMKVÆMT KÖNNUN SFR 2010 Bestu og verstu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.