Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 28
28 | Viðtal 4.–6. febrúar 2011 Helgarblað K atrín hittir blaðamann á kaffihúsi við gömlu smá- bátahöfnina. Hún pantar sér grænt te og fellur fyr- ir framandi konfekti í skál á af- greiðsluborðinu. „Ég stenst ekki svona fallegt góðgæti,“ segir hún og segist nú þurfa að fara að skella sér í smá aðhald og hefja mark- vissa hreyfingu að nýju. Hún hafi lagt áherslu á heilsusamlegt líferni síðustu ár en heldur slakað á í holl- ustunni síðasta ár enda er hún ást- fangin og því fylgir að njóta lífsins lystisemda. Ástin er heit og hún er nýtrúlof- uð skáldinu Bjarna Bjarnasyni, sem bað hennar á milli jóla og nýárs eft- ir að þau höfðu verið í sambandi í um ár. Sjálfstæð og óhrædd „Já, það er alveg rétt, ég er alsæl og hamingjusöm,“ segir hún. Katr- ín hefur verið einstæð móðir í fjölda ára og mörgum fannst það skjóta skökku við að bráðmyndar- leg kona á framabraut skyldi ekki finna ástina létt og leikandi. Katrín hlær að þessu og segist einfaldlega ekki vera týpan sem stökkvi í sam- band. Hún verði ekki auðveldlega ástfangin og í raun megi segja að Bjarni sé fyrsta alvarlega ástin í lífi hennar. „Ég hef verið í fáum sam- böndum um ævina og engu eins al- varlegu og núna, það má því segja að Bjarni sé fyrsta ástin mín. Ég er ekki sérlega hrifnæm kona að þessu leyti og þótt ég eignist auðveldlega vini og bindist þeim tryggðarbönd- um hefur ekki verið hægt að segja sömu sögu um ástarlífið. Svo hef ég alltaf verið umkringd vinum og frí- tími minn hefur farið í að vera með þeim og syni mínum. Ég tek þann frítíma alvarlega og vegna þess að ég hef alltaf unnið mikið hefur hann nánast alfarið farið í að vinna upp glataðan tíma. Ég er sjálfstæð og óhrædd og hef alltaf verið sjálfri mér nóg.“ Enginn vafi Hélstu kannski að þú yrðir aldrei ástfangin? „Ég hugleiddi það aldrei og það hefur aldrei verið markmið í sjálfu sér,“ segir hún. „Ég er ekki ein þeirra kvenna sem láta sig dreyma um mann, brúðkaup og heila pakk- ann en svo þegar ástin verður á vegi mínum finnst mér auðvitað ekkert sjálfsagðara en að gifta mig og eyða ævinni með mínum manni. Reglan hjá mér hefur alltaf verið að njóta lífsins eins og það er hverja stund- ina.“ Katrín og Bjarni hafa verið mál- kunnug í nokkur ár en kynntust ekki að ráði fyrr en fyrir rúmu ári og þá kviknaði á milli þeirra falleg ást. Katrín segir hlutina hafa þróast hratt en eðlilega, þau hafi hafið sambúð síðasta haust og þegar þau voru búin að vera saman í heilt ár bað Bjarni hennar. „Það er enginn vafi í mínum huga um að þetta er maðurinn sem ég ætla að eyða æv- inni með og það var tilfinning sem ágerðist fljótt eftir að við byrjuðum að hittast,“ segir Katrín og bætir því við að það hafi ekki skemmt fyr- ir að hann bjó í Kópavogi um tíma og gekk í MK en þeir sem þekkja til Katrínar vita að hún er Kópavogs- búi fram í fingurgóma. „Já, kannski það hafi gert útslagið, að hann á sér fortíð í Kópavogi,“ segir hún og hlær. „Þá varð það endanlega augljóst að hann væri sá eini rétti.“ Brúðkaupið segir Katrín munu verða stórt en henni er umhugað um að það verði afslappað og fólki líði vel. „Þetta verður standandi brúðkaup og ég vil fyrst og fremst hafa athöfnina og veisluna afslapp- aða og skemmtilega. Ég ætla held- ur ekki að vera í síðum, dæmigerð- um, hvítum brúðarkjól. Ég ætla að láta sauma á mig fallegan kjól og er að vinna með frábærum íslenskum hönnuði að kjólnum.“ Trúir á sjálfa sig Katrín segist ekki ætla að eyða æv- inni í stjórnmálum. Það sé ekki vænlegt að hugsa um starf stjórn- málamanns sem ævistarf. Það sé fremur verkefni sem helgist af áskorunum sem verði á vegi henn- ar, kringumstæðum og þeirri til- finningu að hún geri gagn. „Ég fór ekki í pólítík með það í huga að vera í henni til eilífðar. Ég er líka búin að gera margt og hef mjög fjölbreytta starfsreynslu. Ég leyfi hlutunum að gerast. Ég byggi á því hvort mér finnist hlutirnir skemmtilegir og hvort ég sé að gera gegn. Svo er ég alveg óhrædd við að mæta nýj- um verkefnum. Ég er alin upp við þá trú að ég geti gert allt sem hug- ur minn stendur til, það er kannski líka þess vegna sem ég hef marg- ar hugmyndir um hvað mig lang- ar til að gera. Lífið er gjörsamlega ófyrirsjáanlegt. Þegar ég lít til baka kemur mér alltaf á óvart hversu margt hendir mann og hversu mikið breytist frá ári til árs. Það er ekki hægt að taka eina endanlega ákvörðun um neitt í lífinu. Ég kom inn á þing aðeins 28 ára gömul og þá með þá ástríðu í farteskinu að berjast fyrir jafnaðarstefnunni og að hrinda í framkvæmd verkefnum sem eru veigamikil hvað hana varð- ar. Ég hef aldrei hugsað um starf í stjórnmálum sem einhvers kon- ar frama eða ævistarf. Í mér brann einfaldlega mikill vilji til verka og þannig líður mér enn.“ Arkitekt, skóhönnuður og spretthlaupari Katrín átti sér stóra drauma þegar hún var yngri. „Ég setti markið hátt – ég skyldi leggja mitt af mörkum til betri heims. Þegar ég var yngri dreymdi mig um að verða fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna. Og eins og ég sagði áðan var mér talin trú um að ég gæti allt sem hugurinn stefndi til. Það er kannski þess vegna sem hugmyndaflugið var mikið þegar kom að hugmynd- um um hvað skyldi verða úr mér þegar ég var lítil. Ég fann minnis- bækur úr æsku sem lýstu draum- um mínum um að verða arkitekt, skóhönnuður og spretthlaupari. Þeir draumar eru mér hvað minn- isstæðastir, þó hafði ég enga hæfi- leika til að teikna og hef ekki enn! En hvað drauminn varðar að starfa á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, þá er ekkert útilokað. Ég væri því til í að vinna á þeim vettvangi ein- hvern tímann í framtíðinni þó að í dag geri ég mér raunsærri mynd af því hvaða hlutverki ég gæti gegnt þar.“ Þýskaland heillar Aðspurð hvar hún sjái sig eftir fimm til tíu ár segist Katrín aðeins vera viss um það eitt að hún vilji læra meira og sjá meira af heiminum. Hún nam mannfræði við Háskóla Íslands á árunum 1995 til 1999 og á eftir að skila inn lokaritgerð sinni til BA-prófs. „Ég hef einsett mér að klára prófið og vinda mér svo í framhaldsnám. Hvenær svo sem það verður. Ég hef margar og ólíkar hugmyndir um hvað mig langar að læra en hagfræði heillar mig og lög- fræði kemur líka til greina. Annars er allt opið í því. Ég gæti líka hugs- að mér að læra úti í Þýskalandi ef ég leyfi mér að láta mig dreyma svo- lítið. Faðir minn lærði úti í Þýska- landi þegar hann var ungur maður. Og við erum miklir Þýskalandsvin- ir. Við ferðuðumst mikið þangað og ég sótti þýskutíma á laugardög- um strax á barnsaldri og því er ég altalandi á þýsku. Mér finnst þetta heillandi hugmynd og það finnst nú syni mínum líka sem gerir þá kröfu að ef hann flytur til útlanda sé lágmarksskilyrði að við flytjumst til þjóðar sem er framúrskarandi fót- boltaþjóð. Og engin þjóð er betri í fótbolta en Þjóðverjar!“ Tveir rauðhærðir Sonur Katrínar, Júlíus Flosason, er 11 ára og verður 12 ára á árinu. Svo vill til að Bjarni á son á sama aldri. Fyrsta ástin á fullorðinsaldri Unnusti Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra er fyrsta alvarlega ástin í lífi hennar. Bjarni Bjarnason rithöfundur og Katrín trúlofuðu sig um jólin og ætla að gifta sig í sumar. Brúðkaupið verður stórt enda er Katrín magnað félagsljón og ákaflega vinmörg kona. Katrín hefur verið ein- stæð móðir til fjölda ára. Kristjana Guðbrandsdóttir settist niður með Katrínu og ræddi við hana um ástina, framtíðardrauma og mikilvægi þess að rækta eigin garð og huga að heilsunni enda hefur hún lært dýrmæta lexíu í þeim efnum sem hún býr að alla ævi. „Ég er ekki ein þeirra kvenna sem láta sig dreyma um mann, brúðkaup og heila pakkann en svo þegar ástin verður á vegi mín- um finnst mér auðvitað ekkert sjálfsagðara en að gifta mig og eyða ævinni með mínum manni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.