Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 34
34 | Sakamál Umsjón: Kolbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is 4.–6. febrúar 2011 Helgarblað D ean Corll fæddist í Fort Wayne í Indiana í Bandaríkjunum á aðfangadagskvöld árið 1939. Samskipti foreldra hans ein- kenndust af erjum og fóru Dean og yngri bróðir hans ekki varhluta af þeim. Faðir þeirra, Arnold Edwin Corll, var strangur, en móðir þeirra, Mary, verndaði þá svo jaðraði við öfgar. Í bernsku var Dean feiminn og hlé- drægur en fékk ágætis einkunnir í skóla og var talinn kurteis drengur. Foreldrar Deans skildu 1946 en giftust að nýju árið 1950 og fluttu til Pasa dena í Texas, en töldu fullreynt að hjónabandið gengi árið 1953 og skildu aftur. Skömmu síðar komst móðir Deans í kynni við farandsölumann, Jake West, og flutti með honum og son- um sínum til smábæjarins Vidor. Í Vidor stofnaði Mary litla sælgætis- verksmiðju í félagi við Jake og fyrr en varði var Dean farinn að vinna í henni með skóla. Sælgæti aflar Dean vina En hlédrægnin minnkaði ekki með unglingsárunum. Sælgætisverksmiðj- an dafnaði og stækkaði og brátt byggð- ist framfærsla fjölskyldunnar á henni. Dean naut góðs af og var örlátur á sæl- gæti í viðleitni sinni til að afla nýrra vina. Eftir að Dean lauk menntaskóla- námi árið 1958 flutti fjölskyldan til Houston og settist að í Heights-hverfi. Þar opnaði fjölskyldan nýja sælgætis- búð, Pecan Prince, og lífið gekk sinn vanagang. Árið 1959 fór Dean til afa síns og ömmu í Indiana og dvaldi hjá þeim um tveggja ára skeið en snéri þá heim til Houston til að hjálpa til í sælgætisverk- smiðjunni. Árið 1963 skildu Mary og Jake og Dean varð aðstoðarforstjóri verksmiðj- unnar. Þá fór að draga til tíðinda því sama ár kom ungur karlmaður sem vann í verksmiðjunni að máli við Mary og kvartaði yfir því að Dean hefði haft uppi kynferðislega tilburði gagnvart sér. Mary brást skjótt við og rak starfs- manninn með það sama. Nammikarlinn Árið 1965, þegar Dean hafði lokið her- skyldu, var verksmiðja fjölskyldunnar flutt um set og var nýja húsnæðið gegnt Heights-grunnskólanum. Það var al- kunna að skólakrakkarnir nutu góðs af nánd við verksmiðjuna og Dean spar- aði ekki nammið. Sérstaklega var hann örlátur ef um var að ræða táningspilta. Þriðja hjónaband Mary var rústir einar og hún flutti til Colorado og sæl- gætisverksmiðjunni var lokað árið 1968 og kemur ekki meira við sögu. Um það leyti hafði Dean kynnst ung- lingnum David Owen Brooks sem átti eftir að verða honum innan handar á komandi árum. Dean var á þessum tíma farinn að sýna tilhneigingu til kvalalosta og fjötra kynlífs í samböndum sínum við unga pilta og menn. Árið 1970 kom Brooks heim til Deans og gekk inn á hann naktan þar sem hann hafði bund- ið tvo nakta drengi á heimagerðan pyntingabekk. Dean varð hálfkindar- legur, leysti drengina og lofaði Brooks bíl ef hann þegði um uppá komuna. Þetta átti eftir að breytast því brátt þurfti blóð til að vekja losta hjá Dean og var Brooks ætlað að útvega ung fórnar- lömb og fékk 200 bandaríkjadali fyrir hvert og eitt. Tuttugu og sjö fórnarlömb Fyrsta fórnarlamb Deans var Jef- frey Konen. Konen var myrtur 25. september, 1970, eftir að hafa þegið far með Dean. En Jeffrey var bara sá fyrsti af mörgum því talið er að 27 ung- ir menn hafi fallið fyrir hendi Deans og voru þeir á aldrinum þrettán til tuttugu ára. Flestir komu úr Heights-grunn- skólanum og voru lokkaðir heim til Deans með fyrirheitum um gott partí. Þangað komnir var þeim ýmist veitt áfengi þar til þeir lognuðust út af, þeir narraðir til að setja á sig handjárn eða hreinlega yfirbugaðir. Síðan voru þeir afklæddir og bundnir á pyntingabekk Deans þar sem þeim var misþyrmt kynferðislega, þeir pyntaðir og síðan kyrktir eða skotnir – í sumum tilfellum eftir nokkra daga. Lík drengjanna voru vafin inn í plast og grafin á fjórum mis- munandi stöðum. Dean átti jafnvel til að neyða dreng- ina til að hringja í foreldra sína og út- skýra fjarveru sína þannig að leit að þeim hæfist seinna en ella. Vinna fyrir kaupinu Um miðjan desember 1970 fór David Brooks að vinna fyrir umbun sinni og lokkaði tvo fjórtán ára drengi, James Glass og Danny Yates, heim til Deans. Brooks þekkti James Glass en lét það ekki trufla sig. Báðir voru drengirnir bundnir við pyntingabekk Deans og eftir að Dean hafði fullnægt kvalalosta sínum kyrkti hann drengina og voru lík þeirra grafin í bátaskýli sem Dean hafði tekið á leigu. Þegar þarna var komið sögu var það eingöngu Brooks sem aflaði sér skot- silfurs með því að finna fórnarlömb fyrir Dean og sex vikum síðar, í janúar- lok 1970, hnaut Brooks um tvo bræður, Donal og Jerry Waldrop, í keiluhöll. Ör- lög bræðranna urðu þau sömu og James og Dannys og hinsta hvíla þeirra sú hin sama. Frá mars til ágúst myrti Dean fjóra stráka á aldrinum 13 til 17 ára. David Brooks narraði sautján ára ungling, Ruben Watson, heim til Deans á haustmánuðum 1970 og þurfti ekki að spyrja að leikslokum. Í kjölfarið kynnti Brooks Elmer Wayne Henley, þá fimmtán ára, fyr- ir Dean með það fyrir augum að hann fengi útrás á honum. En raunin varð önnur því Dean sá í Elmer efni í sam- starfsmann og gerði honum sama til- boð og Brooks – 200 dali fyrir hvert fórnarlamb. Elmer verður afkastamikill Willard Branch var fyrsta fórnarlamb- ið sem Elmer útvegaði Dean. Elmer aðstoðaði við ránið á Branch í febrú- ar 1972, kom á hann handjárnum og skildi hann síðan eftir í félagsskap Deans og fékk greidda 200 dali fyrir vikið. Mánuði síðar endurtók Elmer leik- inn þegar hann kom Frank Aguirre, átj- án ára unglingi sem hann þekkti per- sónulega, í hendurnar á Dean. Þegar þar var komið sögu var Elmer ekki full- kunnugt um afdrif fórnarlambanna, en Dean leiddi hann í allan sannleikann um pyntingarnar og morðin. Í stað þess að fallast hendur óx El- mer ásmegin og fyrr en varði féll Brooks í skuggann af honum og eitt sinn rank- aði Brooks við sér, bundinn í rúmi þar sem Elmer beitti hann ofbeldi. Engu að síður héldu þeir samstarfinu áfram. Frá febrúar til desember 1972 voru að minnsta kosti átta unglingspiltar myrtir í Heights-hverfinu í Houston. Í febrúar 1973 myrti Dean Joseph Lyles, en flutti sig nokkrum mánuðum síðar um set til Pasadena. Þegar vika var liðin af júlí hafði Dean fyrirkomið þremur drengjum og þann 12. myrti Dean 17 ára strák að nafni John Sell- ars. Viku síðar féll Michael Baulch, 15 ára, fyrir hendi Deans og 3. ágúst hafði hann myrt þrjá drengi til viðbótar. Afdrifarík mistök Aðfaranótt 8. ágúst kom Elmer með ungling að nafni Tim Kerley til Deans, en gerði þau mistök að koma einn- ig með vinkonu sína, Rhondu Willi- ams, 15 ára. Dean brást hinn versti við en róaðist að lokum og á meðan ung- lingarnir drukku og reyktu maríjúana fylgdist Dean grannt með þeim. Eftir tvær klukkustundir lognuðust ungling- arnir út af. Elmer vaknaði við það að Dean var að skella á hann handjárnum og sá að búið var að binda Kerley og Rhondu. Dean dró Elmer inn í eldhús og hótaði að skjóta hann, en Elmer tókst að róa hann með því að lofa að taka þátt í að fyrirkoma hinum tveimur. Ákveðið var að Dean myndi sjá um Kerley og Elmer myndi drepa Rhondu. Þegar þar var komið sögu lyfti Rhonda upp höfðinu, ekki alveg klár í kollinum, og spurði Elmer: „Er þetta raunverulega að gerast?“ Elmer kvað svo vera og þá spurði Rhonda: „Ætl- arðu að gera eithvað í því?“ Var þá eins og rofaði til í höfðinu á Elmer og hann náði skammbyssu Deans, miðaði á hann og sagði: „Þú hefur gengið nógu langt, Dean!“ Dean ögraði og hæddi Elmer og fóru leikar þannig að Elmer skaut Dean í ennið og bætti um betur með því að skjóta hann fimm skotum í viðbót og Dean var allur. Að þessu loknu hringdi Elmer í lögregluna. Réttað var yfir Elmer Wayne Henley og David Owen Brooks vegna aðild- ar þeirra að morðunum og fékk Elmer sex samfellda 99 ára fangelsisdóma og David Brooks fékk lífstíðardóm. Þeir sitja báðir inni. n Dean Corll hneigðist til kvalalosta og fjötrakynlífs n Hann pyntaði fórnarlömb sín á heimagerðum pyntingabekk n Tveir unglingspiltar fundu fórnarlömb fyrir hann NammikarliNN „Þegar þar var komið sögu lyfti Rhonda upp höfðinu, ekki alveg klár í kollin- um, og spurði Elmer: „Er þetta raunveru- lega að gerast?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.