Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 19
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur útilokað þá hugmynd um að komið verði á kynjakvóta í stjórn- endastöðum fyrirtækja á hluta- bréfamarkaði. Stjórnmálaskýrendur í Berlín hafa búist við aðgerðum að hálfu Merkel til að auka hlut kvenna í stjórnendastöðum. Samkvæmt niðurstöðum þýsku efnahagsrann- sóknarstofnunarinnar (Deutsches Institut für Wirtschaftsforschung) eru aðeins 11 konur í stjórnenda- stöðum hjá 100 stærstu fyrirtækjum í Þýskalandi en 479 karlar. Það er að- eins 2,2 prósenta hlutfall og langt á eftir viðmiðunarríkjum Þýskalands. Ursula von der Leyen, atvinnumála- ráðherra í ríkisstjórn Merkel, hefur samt sem áður sagt, að kynjakvóti í stjórnendastöðum sé óumflýjanleg- ur. Ekkert gerst í 10 ár Von der Leyen sagði í viðtali við Der Spiegel í vikunni að það væri kominn tími til að setja á kynjakvóta. „Síð- astliðin 10 ár hefur verið í gildi sam- komulag stjórnvalda og fyrirtækja á hlutabréfamarkaði, um að auka hlut kvenna í stjórnendastöðum jafnt og þétt. Þetta samkomulag hefur hins vegar algjörlega brugðist.“ Málið virtist því borðleggjandi fyrir Merkel sem hefur löngum tal- að um að konur þurfi að vera meira áberandi í atvinnulífinu. Hún er líka flokkssystir von der Leyen og búist var við því að tekið yrði undir mál- flutning atvinnumálaráðherrans. Merkel gerði það hins vegar ekki, og talið er að ástæðan sé neikvætt almenningsálit í garð kynjakvóta. Þá sagði Horst Seehofer, formað- ur Kristilegra sósíalista, systurflokks Kristilegra demókrata í Bæjaralandi, að honum hugnaðist ekki kynjakvóti. Seehofer vill heldur gera nýtt sam- komulag við samtök atvinnurekenda og gefa þeim lengri tíma til að rétta hlut kvenna. Svo virðist sem Merkel taki undir með Seehofer, en talsmaður hennar, Steffen Seibert, sagði á miðvikudag að „engin lög um kynjakvóta væru á næsta leiti.“ Evrópulönd hafa tekið af skarið Nú nýlega hafa verið staðfest lög um kynjakvóta í stjórnendastöðum fyr- irtækja á hlutabréfamarkaði, bæði á Spáni og í Frakklandi. Svipuð lög liggja fyrir hollenska þinginu og ætti að koma í ljós á næstu dögum hvort þau verði samþykkt. Þá hefur fram- kvæmdastjóri sameiginlegs markaðs Evrópusambandsins, Michel Barni- er, gefið til kynna að hann sé að íhuga lagafrumvarp um kynjakvóta fyrir öll aðildarríki sambandsins. Ljóst er að slíkt lagafrumvarp mun ekki ná fram að ganga án stuðnings Þjóðverja, þar sem öll aðildarríki ESB hafa neitun- arvald í ráðherraráði sambandsins. Á Íslandi eru lög um kynjakvóta í ríkisstofnunum og ríkisreknum fyr- irtækjum, þó fyrirtækjum á einka- markaði sé í sjálfsvald sett hverjir sitji að kjötkötlunum. Erlent | 19Helgarblað 4.–6. febrúar 2011 Útsölustaðir: Heilsuhúsið, Fræið Fjarðarkaupum, Maður lifandi, Blómaval, Á grænni grein, Lyfja og Apótekið, Lyf og heilsa og Apótekarinn, Sólarsport Ólafsvík, Lyfjaver, Femin.is, Náttúrulækning- abúðin, Lyfjaval, Yggdrasill, Reykja- víkur apótek, Árbæjarapótek, Apótek Vesturlands, Apótek Hafnafjarðar Barnaverslanir og sjálfstætt starfandi apótek um allt land. Safinn virkar vel á eðlilega úthreinsun líkamans Bætir meltinguna Losar bjúg Léttir á liðamótum Losar óæskileg efni úr líkamanum Góður fyrir húð, hár og neglur Blanda má safann með vatni Má einnig drekka óblandað Velkomin að skoða www.weleda.is Weleda vatnslosandi Birkisafi unninn úr lífrænum Birkilaufum Inniheldur engin gervi-litar eða rotvarnarefni Merkel á móti kynjakvóta n Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir kynjakvóta ekki á næsta leiti n Aðeins 2,2 prósent stjórnenda eru konur Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „Ljóst er að slíkt lagafrumvarp mun ekki ná fram að ganga án stuðnings Þjóðverja. Merkel vill ekki kynjakvóta Kanslarinn hefur talað gegn atvinnumálaráðherra sínum og hafnar kynjakvóta. MYND REUTERS FRIÐURINN ÚTI Kröftug mótmæli Hér sést mótmælandi kasta frá sér eldsprengju. Nokkrir hafa látist í átökunum og fjölmargir slasast. Ég er saklaus! Hér sést einn mótmælenda reyna að forðast grjótkast frá æstum mótmæl- anda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.