Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 47
Sport | 47Helgarblað 4.–6. febrúar 2011 Himinn og jörð þurfa nánast að falla saman eigi Borussia Dortmund ekki að verða Þýskalandsmeistari í maí. Liðið er með ellefu stiga forskot og þó fjórtán umferðir séu enn eftir er ekki að sjá að nokkurt lið muni gera atlögu að „Die Schwarzgelben“ eða „Þeim svartgulu“ eins og liðið er kall- að. Dortmund hefur borið höfuð og herðar yfir öll önnur lið í vetur en liðið er borið uppi af ungum og léttleikandi strákum sem spila skemmtilegan fót- bolta. Stuðningsmenn Dortmund eru engum líkir og er suðurstúkan á Signal Iduna Park (áður Westfalensta- dion) líflegri en nokkru sinni fyrr. Undanfarin ár hafa þó verið liðinu erfið vegna bágrar fjárhagsstöðu en hinir dyggu stuðningsmenn liðsins fá án efa ærna ástæðu til að slá upp helj- arveislu í maí. Ungir menn á uppleið Forráðamenn Dortmund virðast hafa veðjað á hárréttan hest þegar þeir réðu Jürgen Klopp til starfa fyrir þremur árum. Klopp er mikið fyrir að byggja upp lið en hann hefur aðeins stýrt einu liði fyrir utan Dortmund, Mainz. Mainz lyfti hann upp í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins og vann sér inn Evrópusæti, eitthvað sem Mainz-arar höfðu aldrei upplif- að áður. Hann féll með liðið 2006 og stýrði því í næstefstu deild árið eftir. Þegar liðinu tókst ekki að komast aft- ur upp bað hann um að fara og fékk það. Dortmund sá að þarna var maður sem gæti hægt og bítandi komið sínu liði upp á þann stall sem það á að vera á. Hann var ráðinn þjálfari 2008 og hóf strax að byggja upp ungt og skemmtilegt lið. Dortmund endaði í 6. sæti á fyrsta tímabilinu og komst í úrslitaleik bikarsins, í fyrra endaði liðið sæti ofar og í maí bíður þeirra Meistaratitill. Þetta hefur Klopp afrekað með því að gefa ungum leikmönnum tækifæri til að blómstra. Helstu stjörnur liðs- ins, Lucas Barrios (25 ára framherji), Shinji Kagawa (21 árs miðjumaður), Nuri Sahin (22 ára sóknartengiliður), Mario Götze (18 ára miðjumaður), Mats Hummels (22 ára miðvörður) og Kevin Großkreutz (22 ára framherji), hafa verið hreint óstöðvandi og bera ekki virðingu fyrir nokkru liði. Árang- ur Dortmund hefur ekki náðst með varnarleik og háum spyrnum fram. Þarna er spilaður fótbolti sem fólk vill horfa á. Sjö ára eymd Gullöld Dortmund var á síðasta ára- tug 20. aldarinnar en þá varð liðið tví- vegis meistari, árin 1995 og 1996, auk þess sem það vann Meistaradeildina 1997. Liðið vann sinn þriðja meist- aratitil árið 2002 eftir ótrúlegan loka- sprett í deildinni en eftir það fór að halla undan fæti. Afskaplega illa var staðið að peningamálum hjá félaginu sem er eina þýska félagið á opnum hlutabréfamarkaði. Eftir meistaratitil- inn 2002 klikkaði félagið á að komast í Meistaradeildina árið eftir og varð þar af gífurlegum tekjum. Árið 2005 mun- n Dortmund með ellefu stiga forskot í Bundes- ligunni n Liðið borið uppi af ungum strákum aði minnstu að félagið yrði gjaldþrota og þurftu þá allir leikmenn að taka á sig tuttugu prósenta launaskerðingu. Til að stoppa í fjárhagslegu göt- in neyddist félagið til að selja nafnið á vellinum sínum, Westfalenstadion, sem er einn sá frægasti í Evrópu. Heit- ir hann í dag Signal Iduna Park og er nefndur eftir tryggingafyrirtæki í bænum. Sá samningur gildir út þessa leiktíð þannig að það er aldrei að vita hvort fólkið fái völlinn sinn aftur. Það er nefnilega fólkið Í Dort- mund og stuðningsmenn liðsins sem gera völlinn svo magnaðan. Hann er sá stærsti í Þýskalandi en hann tek- ur 80.720 manns í sæti. Nánast er uppselt á hvern einasta leik og þarna eru engar „rækjusamlokur“. Á leikj- um Dortmund er hoppað og hrópað í níutíu mínútur samfleytt en mesta stuðið er í hinni víðfrægu Südtribüne eða suðurstúkunni. Inni í vítateign- um fyrir framan þá stúku heyrist ekki mannsins mál enda hávaðinn óbæri- legur. Ef einhverjir stuðningsmenn eiga skilið að sjá lið sitt lyfta bikar er það fólkið í Dortmund og þurfa þeir svörtu og gulu heldur betur að klúðra sínum málum illilega eigi ekki að fara svo. Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Alvöru stuðningsmenn Á Signal Iduna Park er alltaf kjaftfullt og í suðurstúkunni eru mestu lætin. mynD ReUteRS Ungir og ferskir Nuri Sahin og Kevin Großkreutz fagna einu af mörgum mörkum Dortmund í vetur. mynD ReUteRS glaðvaknaður Guli risinn Cafe Catalina n Hamraborg 11 n 200 Kópavogur n Sími: 554 2166 n www.catalina.is Um helgina leikur Hljómsveitin feðgarnir allar veitingar í boði s.s: n BBQ svínarif, hamborgarar, steikarsamlokur n Hádegismatur m/súpu og kaffi n Hópamatseðlar fyrir veislur, smáréttaborð og fleira Snyrtilegur klæðnaður áskilinn Tökum að okkur þorra- veislur, árshátíðir og annan mannfagnað Verður haldið þann 5.febrúar næstkomandi og hljómveitin Feðgarnir spila fyrir dansi. Borðapantanir í síma 554-2166 Sjá nánar www.catalina.is Þorrablót vestfirðinga boltinn alltaf í beinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.