Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 56
Sýningar- Helgi? Hótaði að stefna Gillz n Útvarpsmaðurinn Þorkell Máni Pétursson hugðist stefna Agli Einarssyni vegna sjónvarpsþáttarins Mannasiðir. Í þættinum mælti Egill með því að menn yrðu sér úti um ýmsa vini, meðal annars feita, til þess að virðast fordómalausir. Samtímis birti hann mynd af Þorkeli, eða Mána eins og hann er gjarnan kallaður. Það var hins vegar ekki það sem fór fyrir brjóstið á útvarpsmanninum heldur að hann skuli hafa verið settur í hóp með Sveppa og Ásgeiri Kolbeins- syni. Ekkert varð úr fyrirhugaðri lögsókn enda Þorkell og Egill ágætir félagar – oftast að minnsta kosti. Gunnar Heiðar byggir n Knattspyrnukappinn knái úr Vestmannaeyjum Gunnar Heiðar Þor- valdsson er laus allra mála hjá danska félaginu Esbjerg og leitar hann sér nú að liði. Ekki þykir ólíklegt að hann komi heim og taki slaginn með ÍBV í sumar en þar sló hann fyrst í gegn og varð markakóngur í efstu deild árið 2004. Gunnar er nú þegar byrjaður að byggja sér hús í Vestmannaeyjum en þær framkvæmdir fóru í gang fyrir nokkru. Einnig stendur hann í kaupum á húsnæði í Eyjum þar sem kona hans ætlar að reka hárgreiðslu- stofu. Gunnar Heiðar lék síðast með norska félaginu Fredrikstad en þar var hann á láni frá Esbjerg í Danmörku. Áður hefur hann leikið í Svíþjóð þar sem hann varð markakóngur sænsku úrvalsdeildarinn- ar en hann kom einnig við í Þýska- landi. Í mál vegna Gylfa Þórs n Óhætt er að segja að stuðnings- menn enska knattspyrnuliðsins Reading hafi verið svekktir þegar Gylfi Þór Sigurðsson var seldur til Hoffen- heim. Einn þeirra er hinn þrettán ára gamli Jon McGhee sem keypti sér treyju Reading með nafni Gylfa aftan á. Gylfi var nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við Reading en aðeins nokkrum dögum síðar var hann seld- ur til Hoffenheim. Eftir stóð McGhee með treyju sem kostaði hann rúmar átta þúsund krónur. Félagið neitaði að endurgreiða honum treyjuna og mun það því koma til kasta dómstóla að úrskurða hvort drengurinn ungi fái peninginn endur- greiddan frá Reading. Tónlistarmaðurinn Helgi Péturs- son, sem áður starfaði við kynn- ingarmál hjá Orkuveitu Reykjavík- ur, hefur stofnað félagið Orkusýn ehf., sem mun að öllum líkindum taka við jarðvarmasýningunni við Hellisheiðarvirkjun. Síðustu fjög- ur ár hefur Orkuveitan séð um sýninguna. Með Helga í stofnun fyrirtækisins er Auður Björg Sigur- jónsdóttir, fyrrverandi samstarfs- kona hans hjá Orkuveitunni. „Við höfum unnið við þetta hjá Orkuveitunni og það var ákveð- ið að bjóða þetta út. Við buðum í þetta og vonandi ganga þess- ir samningar eftir,“ segir Helgi. Aðspurður hvað heilli hann við að stofna fyrirtæki utan um jarð- varmasýningu svarar hann: „Þetta er í fyrsta lagi mjög skemmtileg- ur vinkill á íslenskri verkmenn- ingu og því sem við höfum fram að færa. Þetta hefur orðið mjög sterkur ferðamannastaður á síð- ustu fjórum árum og við höfum fulla trú á að það sé hægt að reka þetta áfram með því að innheimta aðgangseyri.“ Sýningin hefur ekki verið opin frá því í október síðastliðnum. Að- spurður hvort Orkusýn sé að ráð- ast í stóra fjárfestingu með því að taka sýninguna yfir svarar Helgi því til að félagið muni leigja afnot af svæðinu. „Jú, svo fer eitthvað í að koma þessu af stað aftur. Við munum fara í kynningarstarf og annað slíkt,“ segir Helgi sem er bjartsýnn á verkefnið. „Við Auður munum leiða þetta en vonumst til að geta tekið með okkur fleiri starfsmenn sem þarna unnu og haldið uppi sama dampi og þar var. Við munum vinna þetta í sam- starfi við Orkuveituna og höldum áfram að kynna þeirra starfsemi og virkjanir.“ Helgi Pétursson tekur þátt í að stofna félagið Orkusýn: Helgi P tekur yfir sýningu Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HelGarblaÐ 4.–6. fEbrúAr. 2011 15. tbl. 101. árg. leiðb. verð 595 kr. Helgi Pétursson „Þetta hefur orðið mjög sterkur ferðamannastaður á síðustu fjórum árum og við höfum fulla trú á að það sé hægt að reka þetta áfram með því að innheimta aðgangseyri.“ Í boði laugardaga og sunnudaga frá kl . 11 - 16 - www.portid.is - Kringlunni mán - mið 11 - 20 fim - lau 11- 22 sunnud. 12 - 20 553 8878 Opið:Bröns / Brunch Amerískur bröns kr. 1750 Enskur bröns kr. 1750 Heilsubröns kr. 1750 Barnabröns (f/13ára og yngri) kr. 990 allar helgar kl. 11 - 16 Með hverjum bröns fylgir egg og beikon fyrir einn gest yngri en 10 ára. (Á ekki við um Barnabröns)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.