Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 26
26 | Nærmynd 4.–6. febrúar 2011 Helgarblað S igmundur Ernir Rúnars- son hefur ítrekað orðið fyrir barðinu á óvægnum kjafta- sögum um sig og einkalíf sitt. Sumar þeirra hafa ratað í fjölmiðla en verið hraktar. Samkvæmt heim- ildum DV varð ein þeirra til þess að Sigmundur neyddist nýverið til að senda samflokksmönnum sínum í þingflokki Samfylkingarinnar tölvu- póst til að neita víðförulli kjaftasögu. Samflokksmenn hans eru þöglir um efni bréfsins. Sigmundur hefur náð árangri á flestum sviðum sem hann hefur reynt fyrir sér á en hann þykir sérhlífinn en engu að síður skemmti- legur og mikill vinur vina sinna. Fjölskyldumaður Sigmundur Ernir og eiginkona hans, Elín Sveinsdóttir, eiga fjögur börn saman, en fyrir átti Sigmundur tvö börn úr fyrra hjónabandi. Sigmund- ur komst að því daginn áður en hann var rekinn af Stöð 2 að dóttir hans, Ey- dís Edda, ætti skammt eftir ólifað. Frá þessu sagði hann í viðtali í tímaritinu Mannlífi. Sigmundur Ernir komst að því skömmu eftir fæðingu Eydísar Eddu að hún glímdi við óútskýrðan hrörnunarsjúkdóm. Hann hafði lengi gert sér grein fyrir að hún myndi lík- lega kveðja þessa veröld á undan for- eldrum sínum en það var engu að síður mikið áfall þegar leiðir þeirra skildu svo. „Innst inni vissi mað- ur alltaf að þetta myndi fara svona,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Ernir leikur fótbolta með áhugamannaliðinu Lunch Un- ited. Í samtali við Fótbolta.net sagði hann að liðið væri „knattspyrnufé- lag heldri manna í borginni“ sem að hann hefði fengið að spila með síð- ustu tíu árin. Hann er þá mikill stuðn- ingsmaður Chelsea í ensku úrvals- deildinni, en hann tók ákvörðun um að halda með liðinu árið 1971 þeg- ar liðið spilaði á móti Leeds, uppá- haldsliði bróður hans, í úrslitum bik- arkeppninnar í Englandi. „Þá var ég tíu ára og maður horfði á vikugamla svarthvíta leiki í sjónvarpinu. Þarna byrjaði ég að halda með Chelsea og hef ekki gefist upp síðan þá,“ sagði Sigmundur við vefinn, en hann tel- ur upp aðild sína í fótboltafélögum til hagsmunaskráninga á vef Alþingis. Fréttamaðurinn Sigmundur hóf störf sem fréttamaður sama ár og hann lauk stúdentsprófi. Hann hóf þá störf á Vísi og starfaði þar þegar blaðið sameinaðist Dag- blaðinu og myndaði DV. Eftir tveggja ára starf sem blaðamaður á Vísi og DV flutti hann sig yfir á Helgarpóst- inn þar sem hann vann til ársins 1985. Þaðan fór hann í Ríkissjónvarp- ið þar sem hann starfaði í eitt ár. Eftir að hafa starfað hjá Ríkissjónvarpinu flutti hann sig yfir á fréttadeild Stöðv- ar 2 þar sem hann starfaði til ársins 2001, þegar hann snéri aftur í gamla heimahaga og gerðist ritstjóri DV. Eft- ir það var hann þáttastjórnandi á Skjá Einum, fréttastjóri á Fréttablaðinu og svo loks aftur fréttamaður á Stöð 2. Á Stöð 2 gegndi Sigmundur Ernir starfi forstöðumanns fréttasviðs, en hann var starfandi fréttamaður fyr- ir sjónvarpsstöðina. Hann tók einnig þátt í annarri dagskrárgerð fyrir stöð- ina, en þá einna helst með fréttatengt efni. Eiginkona Sigmundar starfaði með honum hjá 365, eiganda Stöðvar 2, en hún var einn fremsti útsending- arstjóri Stöðvar 2. Sigmundur fylgdist eftir brottreksturinn með stjórnmál- um af hliðarlínunni, áður en hann sló til og gerðist þátttakandi í þeim. Valtur stóll Stóll Sigmundar í fréttadeild Stöðvar 2 var orðinn valtur strax þegar Stein- grímur Sævarr Ólafsson var ráð- inn ritstjóri Íslands í dag. Þá gegndi hann stöðu fréttastjóra og heyrði bæði fréttatími Stöðvar 2 og dægur- málaþátturinn Ísland í dag undir Sig- mund. Algjörlega var gengið framhjá Sigmundi þegar Steingrímur var ráð- inn og var það gert að undirlagi Ara Edwald, forstjóra samsteypunnar. Til að halda andliti boðaði Sigmundur samstarfsmenn sína á fund og sagði þeim að hann hefði tekið ákvörðun- ina um ráðningu Steingríms, en ekki Ari. Sigmundur Ernir var undir lok fer- ils síns hjá Stöð 2 orðinn úthrópað- ur sem hirðfréttamaður auðvaldsins. Þar lék stórt hlutverk síðasti Krydd- síldarþátturinn sem hann stjórnaði á gamlársdag á Hótel Borg. Þar stýrði hann hátíðlegum umræðum stjórn- málaleiðtoga á meðan óánægðir borgarar börðu búsáhöld fyrir utan salinn. Útsendingin var á endanum stöðvuð af óánægðum borgara sem brenndi í sundur sjónvarpssnúrur með þeim afleiðingum að útsending- in stöðvaðist. Latur en skemmtilegur Samstarfsmaður Sigmundar frá tíma hans í fjölmiðlum segir að hann hafi verið skemmtilegur að vinna með. „Hann var samt latur og sérhlífinn,“ segir viðmælandinn. Segir viðmæl- andinn að Sigmundur hafi komið seint og farið snemma úr vinnunni, sem þykja ekki góð meðmæli með fréttastjóra á dagblaði. „Hann var ekki neitt sérstaklega vel liðinn af fólkinu á blaðinu en það var bara vegna þess hvernig hann vann, en ekki vegna þess að hann hafi verið leiðinlegur.“ Þetta er samhljóma því sem viðmæl- endur DV sögðu fyrir rúmu ári þeg- ar Sigmundur var í nærmynd. Þá var hann líka sagður forðast átök, sem varla getur verið gott fyrir þingmann. Sigmundur Ernir hefur á stund- um orðið fyrir barðinu á hatrömm- um kjaftasögum. Á dögunum var hart gengið að honum og sögusagn- ir gengu ljósum logum í samfélaginu. Sigmundur brá þá á það ráð að senda félögum sínum í þingflokki Samfylk- ingar tölvupóst þar sem hann bað þá lengstra orða að hlusta ekki sögurnar sem væru rangar. Samfylkingarmaðurinn Sigmundur Ernir bauð sig fram í Norðausturkjördæmi fyrir Samfylk- inguna og tilkynnti hann framboð sitt í prófkjöri flokksins í kjördæm- inu stuttu eftir að honum hafði verið sagt upp störfum á Stöð 2 árið 2009. Sigmundur var þá formaður stjórnar Leikfélags Akureyrar og hafði hann gott bakland í kjördæminu og hreppti hann annað sæti á lista flokksins. Hann var þó ekki alveg viss um hvaða flokk hann ætti að fara í framboð fyr- ir og velti því meðal annars fyrir sér að taka þátt í prófkjöri Framsóknar- flokksins frekar en prófkjöri Samfylk- ingarinnar. Framsóknarflokkurinn hafði á þeim tíma fengið nýjan for- mann, Sigmund Davíð Gunnlaugs- son, sem boðaði stefnubreytingu hjá flokknum. Ekkert varð af framboði hans fyrir Framsóknarflokkinn en í lok ársins 2010 lýsti hann yfir þeirri skoðun sinni að hann vildi fá flokkinn inn í ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Betri fjölmiðlamaður Varaþingmaðurinn og fjölmiðlamað- urinn Óli Björn Kárason hefur þekkt Sigmund Erni frá því að þeir voru bekkjarfélagar í Menntaskólanum á Akureyri. Hann er sammála öðrum viðmælendum DV um að Sigmund- ur sé fyrst og fremst skemmtilegur og góður félagi. „Simmi er náttúru- lega bara mjög skemmtilegur maður, léttur og kátur. Hann er góður vinur og félagi. Hann kemur ekkert í bak- ið á þér,“ segir Óli Björn. Hann tel- ur þó að alltof stutt sé liðið á stjórn- málaferil Sigmundar til að hægt sé að segja hvort hann sé þar á heima- velli. „Auðvitað líkar mér miklu bet- ur við Sigmund Erni sem fjölmiðla- mann en stjórnmálamann því ég er ekki sammála honum,“ segir hann og hlær. „Hann á sér nú ekki langa sögu í pólitík svo við skulum bíða með að úrskurða um það. Annars held ég að fjölmiðlarnir hafi átt betur við hann og ég held meira að segja að hann sé sammála mér. Mig grunar það.“ Óökufær lánsbíll Í prófkjörs- og kosningabaráttunni keyrði Sigmundur um á bíl frá fyrr- verandi vinnuveitanda sínum, fjöl- miðlasamsteypunni 365. Bílinn hafði verið hluti starfskjara hans en hon- um var ekki gert að vinna uppsagn- arfrest sinn en naut fullra kjara samt sem áður. Mikil óánægja var innan samsteypunnar vegna málsins en bæði Sigmundi Erni og Ara Edwald þótti málið ekkert óeðlilegt. „Ég nota hana [bifreiðina] bara í samræmi við mína samninga og svipað og ég hef notað hann í minni vinnu. Ég hef að sjálfsögðu bara verið á mínum bíl samkvæmt mínum samningi. Ég er enn á samningi hjá fyrirtækinu og nýt þeirra réttinda og skyldna sem að samningnum lúta,“ sagði Sigmundur við DV um málið. Hann gerði enga at- hugasemd við að keyra á bíl auðjöfr- anna sem hann hafði áður sagst vera fegin að losna undan. Bílnum skilaði hann svo óökufærum eftir að upp- sagnarfrestur hans rann út. Drukkinn í bankapartíi Eftir aðeins nokkurra mánaða setu á Alþingi tókst Sigmundi Erni að hneyksla þjóðina. Hann mætti drukk- inn í ræðustól þingsins, eftir að hafa verið á golfmóti og veislu í boði MP banka, og tjáði sig um Icesave. Sjálfur neitaði hann að hafa drukkið áfengi en veislugestir í boðinu ljóstruðu því upp að Sigmundur hefði „hellt í sig“ áfengi. „Ég ber mikla virðingu fyrir Alþingi og alþingismönnum og mér fannst ástand þingmannsins vera allt að því óviðeigandi. Veislan var vegleg og það var boðið upp á hvítvín, rauð- vín og bjór. Ég veitti því eftirtekt að þingmaðurinn hellti í sig rauðvíni,“ sagði veislugestur, sem vildi ekki láta nafns síns getið, í samtali við DV. Sig- mundur gekkst loks við því að hafa neytt áfengis umrætt kvöld og baðst afsökunar á athæfi sínu úr ræðustól Alþingis skömmu síðar. Sammála Árna Johnsen Sigmundur Ernir var skráður með- flutningsmaður að frumvarpi Árna Johnsen, þingmanns Sjálfstæðis- flokksins, sem snéri að veitingu rík- isborgararéttar til rússneskrar konu sem búsett hefur verið í Noregi um langt skeið. Þegar sagt var frá mál- inu í fjölmiðlum upphófst umræða um málið og hlutu þeir félagar mikla gagnrýni fyrir þegar í ljós kom að sú rússneska hafði engan áhuga á að fá ríkisborgararétt á Íslandi. Sigmund- ur var þá fljótur að svara fyrir sig og sagðist aldrei hafa ætlað að vera meðflutningsmaður að frumvarpinu. „Árni hafði ámálgað þetta við mig en ég staðfesti aldrei meðflutning,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið. „Í prinsippinu er ég sammála því að illa hafi verið farið með þessa konu en textinn í skjali Árna er ekki eins og út úr mínum munni.“ Þegar Hæstiréttur ógilti kosning- una til stjórnlagaþings var Sigmund- ur Ernir ekki lengi að birta pistil á vefsíðu sinni þar sem hann kallaði eftir afsögn landskjörstjórnar, sem fór með framkvæmd kosninganna. Sagði hann á vefsíðu sinni að ekki væri hægt að kenna Hæstarétti um ógild- inguna, sem margir hafa viljað gera, heldur væri við löggjafar- og fram- kvæmdavaldið að sakast. Samt sem áður sagði hann á síðunni: „Það á að kjósa aftur. En við getum ekki kosið aftur með sömu landskjörstjórnina að verki. Hún verður að fara frá. Þeir sem bera ábyrgð á framkvæmd sem mistókst, framkvæma ekki aftur þeg- ar sjálf stjórnarskráin er í húfi …“ Neitar golfferð Stuttu eftir að Sigmundur flutti eld- ræðu í ræðustól Alþingis um niður- skurð til heilbrigðisstofnana á Norð- ur- og Austurlandi skellti hann sér í tveggja vikna frí til Indlands. Sig- mundur lék þar golf með upplýs- ingafulltrúa Icelandair og sviðsstjóra alþjóðasviðs Rauða krossins. Sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum DV var hann ásamt þeim Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Icelandair, og Þóri Guðmundssyni, fyrrverandi fréttamanni Stöðvar 2 og núverandi sviðsstjóra alþjóða- sviðs Rauða krossins, en tilefnið var n Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur alltaf verið á milli tannanna á fólki n Hefur náð árangri á mörgum sviðum en þykir þó sérhlífinn n Skemmtilegur og góður félagi n Leikur með knattspyrnufélagi „heldri manna í borginni“ Hreyfist vel í vindi „Þetta er góður drengur og góður samstarfsfélagi. Þingmaðurinn Sigmundur settist á þing eftir kosningar árið 2009. Fjölskyldumaðurinn Sigmundur ásamt eiginkonu sinni Elínu Sveinsdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.