Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 36
36 | Fókus 4.–6. febrúar 2011 Helgarblað Græni glaumgosinn Ungi glaumgosinn Britt Reid (Seth Rogen) erfir stórt dag-blað í Los Angeles eftir dauða föður síns (Tom Wilkinson). Í kjöl- farið ákveður Britt að berjast gegn glæpum ásamt einum af þjónum föður síns, Kato (Jay Chou). Það lofaði vissulega góðu þegar Michel Gondry settist í leikstjóra- stólinn. Menn bjuggust við því að Gondry myndi nýta féð sem hann fengi í hendurnar til þess að gera eitthvað sem áhorfendur hefðu aldrei séð áður – að hann myndi jafnvel enduruppgötva ofurhetju- myndirnar. Það gerði hann ekki og komst raunar ekki nálægt því þrátt fyrir að The Green Hornet sé hin prýðileg- asta skemmtun. Seth Rogen er sagður mikill aðdá- andi Græna geitungsins en myndin er byggð á útvarps- og sjónvarpsþátt- um frá 8. áratug síðustu aldar. Aðal- persónan er nú orðinn að glaumgosa sem berst gegn glæpum, með grímu af þeirri einu ástæðu að honum þykir það töff. Karakterinn er í raun mjög svipaður öðrum sem Rogen hefur leikið og kemur því fátt á óvart í leik hans. Jay Chou kemur skemmtilega á óvart sem hjálpar kokkurinn Kato en Christopher Waltz nær aldrei flugi í hlutverki illmennisins. Fingraför Gondrys má vissulega finna hér og þar í myndinni, en á heildina litið verður myndin að telj- ast nokkur vonbrigði. Hún er lítið annað en sæmilega góður gaman- hasar en hefði getað orðið svo miklu, miklu betri. Hvað ertu að gera? mælir með... mælir ekki með... BÍÓMYND Micmacs „Kvikmyndataka og leikur er sérstakur og góður. Allt vinnur saman og úr verður kvikmyndasirkus.“ Erpur Eyvindarson BÍÓMYND The Fighter „Myndinni er frábærlega leikstýrt og þessari sönnu sögu er afburða vel komið til skila á hvíta tjaldið.“ Tómas Þór Þórðarson LEIKRIT Elsku barn „Unnur Ösp Stefáns- dóttir hefur líkast til aldrei gert betur en í hlutverki hinnar dæmdu móður, en bestur var Hallgrímur Ólafsson sem eiginmaður konunnar, faðir hinna dánu barna.“ Jón Viðar Jónsson BÍÓMYND Skrifstofa Guðs (Les bureaux de Dieu) „Eftir ákveðinn tíma er þetta orðin ein allsherjarhalarófa af einhverri eggjastokka- og leggangageðveiki sem, ótrúlegt en satt, verður hundleiðinlegt til lengdar.“ Erpur Eyvindarson Hallgrímur Helgason rithöfundur: Hvað ertu að lesa núna? „Ég er ekkert að lesa núna. Ég er að skila handriti og er mikið að vinna í því þessa dagana og því kemst ekkert annað að.“ Spilar þú á spil? „Já, ég spila stundum við krakkana mína, Uno og Olsen Olsen, Spurt að leikslokum og önnur skemmtileg spil.“ Hvaða menningarviðburði ætlar þú að sækja á næstunni? „Ég var að tryggja mér miða á Ballið á Bessastöðum um helgina og hlakka mjög til að sjá það verk.“ Hvað gerir þú með börnunum þínum í frítíma? „Þeim finnst gaman þegar við teiknum saman og við gerum mikið af því. Við búum til saman teiknimyndasögur og bækur og svo gerum við þetta klassíska, horfum á myndir og höfum það náðugt. Svo er ég nýlega búinn að uppgötva hvað það er gaman að horfa á góðar fjölskyldumyndir á DVD með börnunum.“ DVD með börnunum Gaman að horfa á M undi vondi er kannski vörumerki. Og áreiðan- lega fatalína, sumar og haust. Mundi vondi er þó fyrst og fremst Guðmundur Hall- grímsson, 24 ára myndlistarmað- ur, frekar hálfmenntaður en sjálf- menntaður, sem vill láta reyna á mörkin milli fegurðar og ljótleika. „Fegurðin er alltaf huglæg og samofin samtímanum Það liggur í hlutarins eðli að ef þú gerir eitthvað fallegt þá er það eitthvað sem í leið- inni fellur inn í þekkt mynstur. Þess vegna getur fegurð aldrei orðið ný af nálinni,“ segir Mundi. Sýning í Kling og Bang Fyrir hálfum mánuði opnaði MoMs- hópurinn sýningu í Kling og Bang- galleríi á Hverfisgötu. Hópurinn samanstendur af listamönnunum Morra og Ragnari Fjalari, ásamt Munda. Bragi Ásgeirsson skrifar um sýninguna að hópurinn virðist hafa óvenju góða tilfinningu fyrir mynd- heildum og samræmi forma og lita. „Hér er um að ræða unga menn sem virðast hafa öll skilyrði til að ná langt og skrá sig myndarlega inn í íslenska myndlist og grafíska hönnun,“ held- ur Bragi áfram á vefsíðu Kling og Bang. „Við þrír höfum unnið saman lengi. Hópurinn hefur verið til síðan 2006 með einhverjum breytingum,“ segir Mundi. „Við erum þrír. Það er lágmarkið svo að hægt sé að taka lýðræðislegar ákvarðanir.“ Flæðið ræður ferð Verkin á sýningunni einkennast af miklum smáatriðum og þar má greina áhrif frá veggjakroti. „Grunn- reglan er að ofhlaða verkin algjör- lega, fara út í svokallað „overkill“. Önnur regla er að halda ævinlega áfram með verkið án þess að skipta sér af því hvort einhverjir hlutar þess virðist ljótir eða jafnvel illa gerð- ir. Smám saman myndast nokkurs konar flæði eða hugmyndastraum- ur. Litlar teikningar fara að kallast á og kljást hver við aðra. Á endanum þegar verkið er orðið algjörlega of- hlaðið fara þessar litlu teikningar að mynda þokukennda heildarmynd,“ segir Mundi. Hann bætir við að með þessu móti sé hægt að bjóða öðrum að koma að verkunum. „Það er rétt, þessi verk eiga ákveðnar rætur í veggjakroti, jafnvel þótt tengingin sé ekki alveg augljós. En þau eru ekkert síður skyld venju- legu símakroti, sem hleðst sjálfkrafa upp í minnisblokkum og símaskrám á öllum heimilum.“ Avant-garde Næst fram undan hjá Munda er að kynna fatalínu haustsins á Reykja- vik Fashion Festival. „Jú, þetta fata- merki mitt hefur náð að vekja at- hygli,“ segir Mundi. Fyrstu peysuna gerði hann á fyrsta árinu í Lista- háskóla Íslands og hélt svo áfram. „Það er auðvitað fjárhagsleg geð- bilun að hanna og framleiða fata- línu og það er það vissulega í mínu tilviki. Ég skil eiginlega ekki ennþá hvernig ég helst á floti. Þó er sífellt meira keypt af fötunum, einkum eft- ir að ég opnaði búðina á Laugaveg- inum sem allt í einu gengur eins og í sögu.“ Hann segir ýmsa merkimiða hafa verið hengda á sig. „Ég hef verið kallaður „streetware-designer“ og „knitware-designer“ og jafnvel „av- ant-garde“, sem sennilega er nærri lagi.“ Avant-garde-stefnan sé þó gjarn- an mistúlkuð og tvinnuð saman við hástemmt menningarsnobb. Mörk fegurðar og ljótleika „Avant-garde á ekki endilega að vera eitthvað hástemmt fyrir fáa út- valda, hins vegar lít ég svo á að til þess að vera avant-garde þurfi mað- ur að vera nýskapandi og mögulega aðeins erfiður. Ég hanna til dæmis ekki föt til þess að fólki líki vel við þau. Þau eiga ekki að uppfylla skil- yrði tískuiðnaðarins eða stílistanna. Ég vil frekar fara ótroðnar slóðir og kanna mörk fegurðar, ljótleika og stíls. Hversu ljót föt er til að mynda hægt að gera og hvenær eru þau komin hringinn?“ Mundi heldur áfram og bend- ir á að varla sé hægt að gera fallega hluti og vera nýskapandi listamaður á sama tíma. „Fegurð er algjörlega huglæg og alltaf samofin samtím- anum. Það sem okkur þykir fallegt núna er samkvæmt einhverjum samtímastaðli. Þess vegna liggur í hlutarins eðli að ef þú gerir eitthvað fallegt er það eitthvað sem í leið- inni fellur inn í þekkt mynstur og er þess vegna ekki nýtt af nálinni. Það er búið að stimpla þetta inn. Skap- andi listamaður verður þess vegna að láta hugmyndir um fegurð lönd og leið.“ Þröngsýnn iðnaður Hvernig skyldi það þá falla inn í hug- myndir tískuiðnaðarins að hanna og framleiða föt sem jafnvel gætu túlk- ast ljót í einhverjum skilningi? „Tískuiðnaðurinn sjálfur er í eðli sínu þröngsýnn, en hann er einmitt það sem hann er; iðnaður sem snýst alfarið um peninga. Ég get vel skilið að fólki þyki þetta spennandi jafnvel þótt ég sé ekki sjálfur spenntur fyrir tískuiðnaðinum. Þegar fólk nálgast tískuiðnað- inn til þess að vinna í honum er það ekki endilega á þeirri leið til þess að vera skapandi. Fólk gengur til liðs við tískuiðnaðinn af því að það hef- ur góðan smekk og veit hvað er fal- legt og hvað er ekki fallegt. Þetta er allt saman mikilvægt, þarna er mað- ur alltaf settur undir alls kyns regl- ur um fegurð sem tilheyra hverjum tíma.“ Hann segir staðlaða fegurð dags- ins í dag meðal annars ganga út á anorexíu og alls kyns dimma hluti. „Sumt sem þykir fallegt núna er eitt- hvað sem heilbrigt fólk ætti ekkert að laðast að.“ Þrátt fyrir þetta kemur það reglu- lega fyrir í tískugeiranum að skap- andi einstaklingar ná sér á strik. „Þetta á sér reyndar stað í öllum iðnaði. Það koma fram einstaklingar sem skapa sköpunarinnar vegna og af engum öðrum ástæðum.“ Teikningin mikilvæg Bakgrunnur Munda liggur einkum í teikningum. Hann útskýrir að sem barn hafi jafnan mátt þagga niður í hinum með því að rétta honum blað og blýant. Leiðin lá í Listaháskóla Íslands þar sem hann kláraði tvo vetur í grafískri hönnun. „Þanig er ekki hægt að segja að ég sé með öllu ómenntaður. Ég lærði ansi margt í skólanum, jafnvel þótt ég hafi ekki klárað hann.“ „Persónulega tel ég mikilvægt fyrir þá sem á annað borð ætla að vinna í einhverju sem tengist sköp- un að teikna eða kunna eitthvað fyr- ir sér í því. Að geta komið hugmynd- um á blað hjálpar fólki ansi mikið. Reyndar eru margir listamenn sem komast af án þess að teikna, en það mun alltaf verða gagnlegt að hafa teikninguna í lagi. Þetta á alveg jafnt við hvort sem fólk er að gera kvik- myndir, búa til föt eða vinna í graf- ískri hönnun. Þetta tengist allt í gegnum teikninguna og þar er ein- mitt mín sterka hlið. Að geta teikn- að. Heimurinn er reyndar þannig í dag að það er ekki gerð stíf krafa um að fólk kunni að teikna.“ Hagnýtt nám „Listnám í grafískri hönnun er hag- nýtt að því leyti að það er hægt að starfa við grafíska hönnun. Teng- ingin á milli grafískrar hönnunar og peninganna er alveg bein. Það gegnir öðru máli um myndlistina. Myndlist tengir maður ekki við pen- inga nema rétt svo þá myndlist sem er seld. En það er ekki hægt að selja nema örsmátt brot af myndlist. Þá erum við eiginlega bara að tala um málverk og skúlptúra sem passa inn í íbúðir.“ Þetta sé, fyrir marga listamenn, alltof þröngur stakkur. „Fólk vill gera gjörninga og innsetningar. En það er líka mjög erfitt að græða peninga á slíku. Það er reyndar auðveldara að vekja athygli á slíkum verkum. Guðmundur Hallgrímsson, eða Mundi vondi, opnaði nýver- ið myndlistarsýningu með félögum sínum í MoMs- hópnum. Hann heldur úti fatalínu, framleiðir stutt- myndir og raðar sér þannig á bekk afkastamestu listamanna. Hann ræðir við DV um fegurð og ljótleika. Þröngsýnn tískuiðnaður„Það er auðvitað fjárhagsleg geðbil- un að hanna og framleiða fatalínu og það er það vissulega í mínu tilviki. The Green Hornet IMDb 6,5 RottenTomatoes 45% Metacritic 39 Leikstjóri: Michel Gondry. Handrit: Seth Rogen, Evan Goldberg. Leikarar: Seth Rogen, Jay Chou, Christopher Waltz, Cameron Diaz, Tom Wilkinson. 119 mínútur Bíómynd Jón Ingi Stefánsson The Green Hornet Jay Chou og Seth Rogen eru báðir góðir en myndin er alls ekki gallalaus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.