Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 37
Fókus | 37Helgarblað 4.–6. febrúar 2011 Borgarleikhúsinu boðið að sýna í Litháen: Ofviðrið í útrás Borgarleikhúsinu hefur verið boðið að sýna leikritið Ofviðrið eftir Shake- speare í Þjóðleikhúsi Litháens í sept- ember. Í fréttatilkynningu frá Borgar- leikhúsinu segir að leikhúsið sem um ræðir, Lithuanian National Drama Theatre sé það stærsta þar í landi og njóti mikillar virðingar á alþjóðavísu. Ofviðrið verður sýnt þar á stóra sviði leikhússins. Auk þess verður Ofviðrið í upp- setningu Borgarleikhússins á að- aldagskrá alþjóðlegu leiklistarhá- tíðarinnar Sirenos en fyrir henni stendur Borgarleikhúsið í Vilníus. Þar eru sýnd þau litháísku verk sem hafa skarað fram úr á leikárinu auk örfárra erlendra sýninga. Ofviðrið hefur verið sýnt fyrir fullu húsi hér heima í Borgarleikhúsinu frá frumsýningu í lok desember. Leik- stjóri sýningarinnar er Litháinn Osk- aras Koršunovas en í leikdómi stærsta blaðs Litháens fékk verkið lofsamlega dóma. Jón Viðar Jónsson, leikhúsrýn- ir DV, var þó ekki jafn ánægður með verkið en hann gaf því tvær stjörn- ur með yfirskriftinni: „Þegar Shake- speare sofnaði.“ Í fréttatilkynningu Borgarleikhúss- ins er vitnað í leikhússtjórann Magn- ús Geir Eyjólfsson þar sem hann seg- ir: „Við erum afar þakklát og upp með okkur yfir þessu boði sem er mikil við- urkenning fyrir sýninguna og leikhús- ið okkar. Ofviðrinu hefur verið afar vel tekið hér heima og það er ánægjulegt að áhugi sé fyrir sýningunni erlend- is frá. Sýningin er stór og viðamik- il í sniðum en vonandi tekst okkur þrátt fyrir það að koma ferðinni inn í dagskrá leikhússins næsta haust og þekkjast þetta góða boð.“ tomas@dv.is Hvað er að gerast? n Svanasöngur Schuberts Nýstárleg útgáfa af Svanasöng Schuberts verður flutt í Íslensku óperunni föstudags- kvöldið 4. febrúar kl. 20. Það eru þau Lára Stefánsdóttir dansari, Ágúst Ólafsson barit- ónsöngvari og Gerrit Schuil píanóleikari sem flytja ljóðaflokkinn í nýstárlegri útfærslu kanadíska danshöfundarins Kennets Oberly. Verkefnið er samvinnuverkefni Íslensku óperunnar og Pars Pro Toto. n Ford-keppnin 15 upprennandi fyrirsætur keppa um titilinn Ford-fyrirsæta ársins 2011. Keppnin fer fram þann 4. febrúar í Listasafni Reykjavíkur. Feldberg og Sykur spila undir, sýnd verða vídeó-verk eftir Silju Magg og ný og upprennandi hljómsveit treður upp fyrir gesti. n Stríð og friður með Sinfóníuhljómsveitinni Það var ekki tekið út með sældinni að vera tónskáld í Sovétríkjunum á Stalín-tímanum. Árið 1948 var Sjostakovitsj úthúðað á tónskáldaþingi og nokkur lykilverk hans bönnuð. Hann var með fiðlukonsert í smíð- um handa David Oistrakh en vissi sem var að innihaldið myndi ekki falla yfirvöldum í geð. Konsertinn beið í skúffunni þar til Stalín lést sjö árum síðar, en þykir nú eitt áhrifamesta verk meistarans. Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur verkið á föstudagskvöld. n Grafík í Norræna húsinu Grafíklistamaðurinn Jens Damkjær Nielsen sýnir í anddyri Norræna hússins til 13. febrúar. Ókeypis aðgangur. n Brák í Kúlunni Hin margrómaða og verðlaunaða sýning Brák ferðast úr Borgarnesi í miðborgina og er sýnd í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu. n Þynnkubíó á Prikinu Á sunnudögum heldur veitingastaðurinn Prikið kvikmyndasýningar og um helgina verður sýnd myndin The Warriors og að vanda býður Prikið gestum upp á popp. n Bessastaðaprinsessa Gerðar Prinsessan á Bessastöðum var frumsýnd á fimmtudaginn og vakti mikla lukku hjá yngstu gestunum sem sumir hverjir vildu áfjáðir sjá sýninguna aftur. Verkið er byggt að hluta á hinum geysivinsælu Bessastaða- bókum eftir Gerði Kristnýju og tónlistin er eftir Braga Valdimar Skúlason, sem meðal annars hefur getið sér gott orð með Baggalúti og Memfismafíunni, en semur nú í fyrsta sinn tónlist fyrir leikhús. Gerður Kristný og Bragi Valdimar eiga heiðurinn af söngtextum í sýningunni. 4 FEB Föstudagur 5 FEB Laugardagur 6 FEB Sunnudagur Sýna í Litháen í haust Ofviðrið hefur gengið fyrir fullu húsi hér heima. MYND GRIMUR BJARNASON Þröngsýnn tískuiðnaður Þannig virðist vera auðveldara að vekja athygli með verkum sem er erfiðara að fá peninga fyrir.“ Peningar og myndlist Hann segir að reyndar virðist mynd- list og peningar eiga erfiða sam- búð. „Sú myndlist sem höfundurinn hagnast á virðist oft vera litin horn- auga. Einkum ef hún tekur upp á því að seljast vel. Það þykir eitthvað ljótt við það.“ Listamennirnir þurfi þess í stað að fá sér hefðbundna vinnu til þess að eiga fyrir mat og þetta bitni á list- inni sjálfri. „Slík vinna tekur gífur- lega orku og tíma, í staðinn fyrir að fólk geti leyft sér að einbeita sér að listsköpun. Þetta viðhorf, að sú list sé skörinni lægri sem selst vel, ger- ir ekkert nema bitna á listinni. Þetta viðhorf er mun erfiðara í myndlist en til dæmis í tónlist, þar sem það er alveg viðtekið að selja geisladiska og selja inn á tónleika.“ sigtryggur@dv.is Fjölhæfur Mundi vondi hannar föt, sýnir teikningar og gerir kvimyndir, meðal annars. MYND SIGTRYGGUR ARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.