Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 24
24 | Viðtal 4.–6. febrúar 2011 Helgarblað M ér líður stundum eins og lærisveini galdrameistar- ans, sem gat ekki stöðv- að galdurinn,“ segir Jón Björgvinsson, sjálfstætt starfandi kvikmyndatökumaður sem gerir út frá Sviss. „Eins og alla langaði mig til að ferðast og það rættist svo ræki- lega að ég hef ekki náð að stöðva það síðan.“ Í 37 ár hefur Jón jafnframt verið fréttaritari fyrir RÚV. Nú í jan- úar fengu Íslendingar að heyra í Jóni ræða við George Clooney í Súdan um atkvæðagreiðslu um sjálfstæði suðurhluta landsins, úr húsasundi í Túnisborg, þar sem hann flúði und- an byssukúlum í byltingunni þar, frá Davos í Sviss þar sem hann elti þjóð- arleiðtoga á alþjóðaviðskiptaþinginu og frá Kaíró þar sem hann lýsti millj- ón manna mótmælaöldu í landi þar sem menn áttu áður fangelsisdóm vísan ef þeir töluðu illa um Mubarak forseta. „Það er grínast með það að ég hafi orðið að stríðsfréttaritara þeg- ar ég hóf ferilinn sem fréttaritari í Lundúnum, handan víglínunnar í þorskastríðinu. Það var ekki búið að finna upp áfallahjálp þá, svo ég hef sennilega bara aldrei náð mér út úr því og nú er það of seint,“ sagði Jón þegar blaðamaður DV sló á þráðinn til hans þar sem hann var staddur á svölum hótelherbergis síns í mið- borg Kaíró að fylgjast með blóðugum átökum stuðningsmanna og and- stæðinga Mubaraks forseta á torginu fyrir neðan. Sjálfur með stokkbólgna hönd eftir að hafa lent í hringiðu átakanna og komið út úr henni með brotna tökuvél og tætt föt. Útilokunaraðferðin Jón er fæddur árið 1954 á elliheim- ili í Hafnarfirði. „Ég byrjaði á röng- um enda, en það var víst einhver húsnæðisekla á fæðingardeildinni.“ Jón ólst upp í Reykjavík þótt hann haldi því fram að hann sé Önfirð- ingur. Hann gekk í Menntaskólann við Hamrahlíð og var þegar farinn að sinna blaðamennsku á mennta- skólaárunum. Hann sleit barnsskón- um í blaðamennsku hjá Vísi, áður en blaðið sameinaðist Dagblaðinu og varð DV. „Ég sat bara í þínum stól,“ segir Jón, ánægður með þessa tilvilj- un. En hvað rekur mann í starf frétta- manns sem eltist við vopnuð átök og alvarlegar náttúruhamfarir? „Einu markmið mín í lífinu voru þau að þurfa ekki að klæðast einkennisbún- ingi, þurfa ekki að mæta á fundi og ég vildi ekki hafa yfirmann. Þetta úti- lokaði bæði prestinn og flugmann- inn.“ Þegar Dagblaðið og Vísir sam- einuðust var Jón að ljúka stúdents- prófi. Í stað þess að halda áfram sem blaðamaður á DV ákvað hann að halda út til náms. „Ég hef aldrei starfað við neitt annað en blaða- og fréttamennsku annaðhvort með penna eða myndavélar. Ég fór í nám í Lundúnum í kvikmyndagerð við London Film School, en því lauk ég 1977. Þannig að þetta er orðinn ansi drjúgur tími, þótt ég telji mig eiga nóg eftir. Mér finnst eins og ég sé allt- af að leysa af mér yngri menn í þess- um bransa, sem eru þá annaðhvort veikir eða slasaðir.“ Kjötsúpan hans Kristjáns Jón klippti fréttir í þrjú ár á einu sjón- varpsstöðinni sem þá var á Íslandi en sagði upp „… sökum þess hvað mat- urinn í mötuneytinu hjá Kristjáni var hættulega góður. Ég hef varla kom- ist í hann krappari, ég var farinn að fitna svo ég ákvað að gerast í stað- inn strandarstrákur á Ibiza og mynda stelpur við sundlaugabakka fyrir ferðabæklinga.“ Eftir að hafa horft á það mikið af nöktum brjóstum að það dugar honum til æviloka ákvað Jón að setjast að í Sviss. „Það var út af ostinum en það spillti ekki fyrir að Sviss er eins og Ís- land nema með öfugum formerkjum, launin há og skattar lágir. Auk þess kemur sjúkrabíllinn þegar hringt er á hann. Það gat brugðist svolítið á Spáni ef maður vissi ekki á hvaða bar sjúkraflutningamennirnir sátu. Svo spillir ekki fyrir að frá Sviss er stutt í allar áttir þegar mikið af árinu fer í að horfa á flugvélar inn- an frá og svo er ágætt að geta sofn- að þar án þess að hlusta á skothvelli þegar komið er heim úr hasarnum. Þarna í franska hlutanum, í litlum rómverskum bæ við Genfarvatnið, er skemmtileg blanda af þýskri reglu- festu og franskri ringulreið, en þar þarf ég hvorki að búa með Þjóðverj- um né Frökkum.“ Söng ranga vísu Jón fór að safna flugmílum þegar hann hitti franska kvikmyndagerðar- menn sem sérhæfðu sig í eldfjalla- myndum. „Þeir lögðu saman tvo og tvo og fengu út að þar sem ég væri frá Íslandi og kynni á myndavél væri ég örugglega brúklegur til að taka myndir af eldgosum. Ég hafði varla séð logandi eldspýtu, hvað þá eldgos, en sagði þeim ekkert frá því.“ Eftir að hafa elt eldgos og náttúru- hamfarir um allan heim í átta ár varð snöggur endir á því ævintýri sumarið 1991. „Ég hafði tekið að mér að fram- leiða spurningaþátt fyrir Sjónvarp- ið og komst því ekki með hópnum, sem ég var yfirleitt í samfloti með, til Japan. Hópurinn var leiddur af pari, Maurice og Kötju Krafft, sem voru jafnframt virtir eldfjallafræðingar og miklir Íslandsvinir. Þegar ég kom út úr myndverinu sagði Gerður á sím- anum mér að menn hvaðanæva úr heiminum hefðu verið að reyna að ná í mig en hún ekki getað gefið sím- ann áfram þar sem við vorum í miðj- um upptökum. Menn vildu bara vita hvort ég væri ekki örugglega á Ís- landi. Ég komst að því að allir tíu sem voru í hópnum hefðu farist í eldgosi í Unzen. Maurice grínaðist oft með það að hann hefði lært textann við „Á Sprengisandi“ utan að til að bjarga sér á hættustundum. „Því hverjar eru líkurnar á að franskur eldfjallafræð- ingur fái eldgos í andlitið þar sem hann er að syngja íslenska þjóðvísu?“ sagði hann. Vafalaust var hann að raula eitthvað annað á Unzen-fjalli. Úr því að jafnvel Krafft-hjónin gátu misreiknað eldgos á þennan hátt, þá gerði ég mér grein fyrir að þessi iðja var ekki alveg hættulaus og ákvað að snúa mér að einhverju áhættu- minna… eins og styrjöldum.“ Ekki með fleiri göt en aðrir „Ekki halda að ég sé eitthvað að sækjast eftir því að ögra örlögunum og anda að mér táragasi. Þetta hefur bara einhvern veginn þróast svona. Þegar maður kemur heill heim úr einu stríði eða einum hamförum og ekki með fleiri göt á líkamanum en almennt gerist telja menn einhvern Jón Björgvinsson er ævintýramaður sem valdi sér stríðsfrétta- mennsku sem starfs- vettvang. Í slíku starfi eru skothríðir og sprengju- árásir daglegt brauð. Að eigin sögn eins lifir hann eins og „útigangsmaður á fyrsta farrými“. Ævintýralegt starf stríðsfréttaritara „Einu markmið mín í lífinu voru þau að þurfa ekki að klæðast ein- kennisbúningi, þurfa ekki að mæta á fundi og ég vildi ekki hafa yfirmann. Þetta útilokaði bæði prestinn og flugmanninn. Mið-Afríkulýðveldið í maí 2010 Rætt við heimavarnarliðið í Obó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.