Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 20
É g lá uppi í sófa og var að glöggva mig á hugmyndum Montes- quieus um skiptingu ríkisvalds þegar ég heyrði fréttirnar um að Hæstiréttur hefði ógilt kosninguna til stjórnlagaþings. Mér svelgdist á volgu en römmu kaffinu sem ég hafði ofur- varlega lagt að vörum mér þar sem ég lá með hnakkann upp við sófabrík- ina. Ég reisti mig við, ræskti korginn úr kverkunum og þurrkaði upp það sem hafði sullast úr fantinum. Á sófaborðinu var himinhár bunki af gögnum sem ég hafði sank- að að mér til undirbúnings fyrir þing- ið. Þarna voru stjórnarskrár ýmissa OECD-landa, yfirlitsrit yfir vanga- veltur stjórnspekinga upplýsinga- tímans og greinar Gylfa Þ. Gíslasonar og Ólafs Jóhannessonar í Helgafelli frá árinu 1945 ásamt ýmsu öðru. Áfangaskýrsla síðustu þingmanna- nefndarinnar sem heyktist á endur- skoðun stjórnarskrárinnar var þarna líka. Í henni má á milli línanna lesa hvað hinum heiðvirða framsóknar- manni, Jóni Sigurðssyni, sem leiddi vinnuna, þótti það miður að málið rynni enn einu sinni ofan í svarthol Alþingis – sem endalaust tekur við af brostnum umbótadraumum. Ringulreið Fyrst í stað trúði ég því tæpast að frétt- in gæti verið rétt. Kannski hafði mér misheyrst. Aldrei nokkurn tímann hafði neinn hæstiréttur í einu einasta vestrænu lýðræðisríki ógilt almenn- ar kosningar á landsvísu, svo ég vissi. Ekki einu sinni þótt ýmislegt vafasamt hefði víða gengið á. Ég hafði því ver- ið handviss um að áhyggjuefni þre- menninganna sem kærðu væru svo smávægileg að jafnvel þótt rétturinn myndi reifa ýmsa ágalla, eins og yfir- leitt eru á kosningum í flestum lönd- um, væri útlokað að þær yrðu í heild sinni úrskurðaðar ógildar. Ég brölti á fætur, hristi náladof- ann úr löppinni og sá að internetið staðfesti fréttina. Seint um kvöldið fór ég svo til fundar við félaga mína sem kosnir höfðu verið á stjórnlagaþing- ið, í húsnæði þess við Ofanleiti. Þar var allt til reiðu fyrir þinghaldið – sem átti að hefjast rúmum tveimur vikum síðar. Blaðaljósmyndarar leyndust í anddyrinu og fjölmiðlamenn voru á sveimi í húsinu. Spurningum rigndi en engin svör fengust: Hver var eiginlega staða þeirra sem höfðu með viðhöfn í Þjóðmenningarhúsinu fengið afhent skrautrituð kjörbréf landskjörstjórnar til setu á stjórnlagaþingi þjóðarinnar? Forsætisráðherra sagðist vilja skipa 25-menningana í nefnd, innanríkis- ráðherra vildi kjósa að nýju, formað- ur Sjálfstæðisflokksins sagði best að afleggja stjórnlagaþingið og formað- ur Framsóknarflokksins bað Guð að blessa Hæstarétt. En enginn talaði við þá sem þjóðin kaus til verksins. Ekki fyrr en nálega viku síðar. Skotgrafirnar Á ógnarhraða rann umræðan ofan í hefðbundnar skotgrafir og svaml- ar nú í hálfu kafi í marvaðatroðslu ís- lenskra stjórnmála. Málið er komið í nefnd. Fyrst um sinn virtist sem ágall- arnir væru býsna alvarlegir, margir lýstu því. En svo fór málið að flækjast. Stærðfræðingurinn Reynir Axelsson afsannaði að hægt hefði verið að rekja einstaka kjörseðla og hrakti svo all- ar athugasemdir réttarins lið fyrir lið. Einn reyndasti kjörstaðastjórnandi landsins, Gunnar Eydal, sagði að kjörstjórnarmenn hringinn í kring- um landið könnuðust ekki við tiltek- ið verklag sem Hæstiréttur nefndi sem lykilforsendu fyrir dómi sínum og sagði vera „alkunna“. Prófessorarn- ir Orri Vésteinsson, Eiríkur Tómas- son og Ólafur Þ. Harðarson bentu á fjölmarga veigamikla annmarka á úr- skurði Hæstaréttar. Sögðu hann í raun hafa verið andlýðræðislegan. Kjörnir fulltrúar klóruðu sér í kollinum. Hvað skyldi til bragðs taka? Úti í samfélaginu talaði fólk um pólit- ískan lit Hæstaréttar og einhverjir vildu kæra úrskurðinn því hann væri ekki dómur heldur stjórnsýsluálit. Og varð svo enn ringlaðri í ríminu þegar hæstaréttarlögmaðurinn Ragnar Að- alsteinsson sagði sjálfsagt að áfrýja á meðan Sigurður Líndal taldi það vera ómögulegt. Enn vegast rótækni og íhald á með sama hætti og áður. Flottur félagsskapur Atburðirnir hafa aftur á móti eflt mjög samhug þeirra sem kosnir voru. Þetta er orðinn bráðskemmtilegur klúbbur. Mér er þó sagt að fundahöld „fyrrver- andi verðandi stjórlagaþingmanna“ – eða „Hinna ógiltu“ sem mér finnst raunar miklu flottari nafngift – fari óskaplega í taugarnar á tilteknum stjórnmálaleiðtogum. Einn er sagður hafa stokkið upp á nef sér þegar fréttist af fundi „ógiltra“ með innanríkisráð- herra. En vonandi er enn fundafrelsi í landinu. Þótt skiptar skoðanir séu á útfærslu er einhugur á meðal „Hinna ógiltu“ um að stjórnlagaþing verði að halda. Kjósendur eiga heimtingu á því. Ég vona að lesendur fyrirgefi mér þótt mér þyki það svolítið fyndið, að sumir þeirra sem andsnúnastir eru stjórnlagaþingi virðist telja sjálfsagt að skipa alla aðra í stjórnarskrárnefnd nema þá sem þjóðin kaus til verksins. Svona undurskjótt geta íslensk stjórn- mál snúist lóðbeint á höfuðið. Sjálfum finnst mér hreinlegast að endurtaka kosningar hið fyrsta. Sukksess græningjadeilda bank-anna var slíkur, á góðæristím-um, að nú logar þjóðarskútan stafna í milli af málaferlum. Yfirleitt er um það að ræða að gráðugt fólk sem heimtaði helling af peningum í arð, er að reyna að komast hjá því að borga kúlulánin sín. Fólk einsog Ólöf Nor- dal, varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, Bjarni Ben, formaður sama flokks og Þorgerður Katrín, fyrrverandi vara- formaður, eru öll að rembast við að komast hjá því að borga lán sem góð- æringjarnir gáfu þeim, þegar þau lof- uðu að vernda kvótann. Og í dag er íhaldinu svo sannarlega skemmt, því núna hefur skilanefnd Hæstaréttar, með Jón Steinar í broddi fylkingar, efnt þau loforð að vernda hag íhaldsmenna; að passa að íslensk þjóð eignist ekki nýja stjórnarskrá. Það var kænska hjá Dabba litla blaðbera að koma sínum mönnum að í Hæstarétti. Stórskuldug Ólöf Nordal gargar einsog bjáni í þingsal og heimtar að stjórnin fari frá vegna þess, sem hún kallar afglöp við framkvæmd kosninga til Stjórnlagaþings. Og flokkur hennar kyrjar: -Auðlindir áfram í eigu þjófa! Látum okkur sjá. Á meðan glæpa- menn stjórnuðu Íslandi og ráku fé í réttirnar í fyrsta og annan flokk, var hér slík ringulreið á öllu, að græðgi varð að ráða. Og í dag, þegar ríkisstjórn Jó- hönnu er að rembast við að snúa öllu á betri veg, heyri ég af því að fólk vilji fá mafíu sjálfstæðismanna og Framsókn- ar til valda. Það þykir ekki ganga nógu vel í kappreiðunum hjá núverandi stjórn. Truntan sem Jóhanna keppir á er fótalaus, vegna þess að fætur henn- ar voru seldir og gervilimunum var síðan stolið. En, sem betur fer, á þjóð- in enn dugmikla menn einsog hinn fyrrverandi Davíð Oddsson eða hvað hann nú heitir sá ágæti maður, fólk sem veigrar sér ekki við að fordæma seinaganginn hjá lappalausri bikkju ríkisstjórnar Jóhönnu. Í dag ættum við að fordæma í eitt skipti fyrir öll þá glæpamenn sem hér lögðu allt í rúst. Svo getum við haldið stjórnlagaþing. Og þá þurfum við að koma okkur upp skemmtilegum skila- nefndum. Ekki svona þjófagengi eins- og núna tæmir kjötkatla. Við þurfum skilanefnd sem skilar til þjóðarinnar því sem ríkisstjórn helmingaskipta- veldisins stal frá þjóðinni. Blákaldur bolurinn þarf skilanefnd sem skilar til íhaldsins öllum dómurunum sem fengu sæti í hæstarétti í gegnum klíku. Og bolurinn þarf skilanefnd sem skilar því til afturhaldsins að við þurfum hér stjórnlagaþing – sama hvað það kostar. Fortíð þjóðar frekar svört; fals og sukk og glaumur. En framtíðin er bara björt og betri en nokkur draumur. 20 | Umræða 4.–6. febrúar 2011 Helgarblað Lífsvon leiðtoga Bjarni Benediktsson, formað-ur Sjálfstæðisflokksins, tók af skarið á miðvikudag þeg- ar hann lýsti því yfir að flokkur hans styddi þann samning sem fyrir ligg- ur varðandi Icesave. Með þessu tekur formaðurinn ábyrga afstöðu til máls sem hefur tröllriðið um- ræðunni á Íslandi. Bjarni sneiðir hjá þeirri gryfju lýðskrumarans að standa gegn samningnum til þess eins að öðlast vinsældir öfgaafla í eigin flokki. Og um leið rífur hann Alþingi upp úr hjólförum flokka- drátta og einstefnusjónarmiða. Hann tekur málefnalega afstöðu og sleppir því að berja á pólitískum andstæðingum. Útspil Bjarna felur í sér þau stór- tíðindi að með þessu tekur hann af- gerandi völdin í eigin flokki. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur á sér það orð að gamall formaður og náhirð hans haldi um stjórnartaumana og Bjarni sé sem strengjabrúða foringj- ans á formannsstóli. Það hefur hent- að þessum öflum að viðhalda þeirri umræðu. Sú ákvörðun Bjarna að samþykkja samninginn um Icesave er algjörlega gegn vilja þessara öfga- manna í flokki hans. Viðbrögðin láta enda ekki á sér standa. Minni spá- menn segja sig úr flokknum og krafa um afsögn formannsins bergmálar úr hyldýpi öfganna. Flest bendir til þess að nú verði kveðnir niður þeir draugar í Sjálfstæðisflokknum sem stærsta sök eiga á spillingu flokksins í fortíðinni. Afstaða Bjarna Benediktssonar til Icesave kann að marka nýtt upp- haf hjá flokki hans. Fjöldi Íslend- inga sem vill kjósa einstaklingsfrelsi og gegn ríkiskúgun hefur hrakist úr flokknum en fær nú nýja von. Sum- ir þeirra hafa kosið til vinstri í þeirri von að siðferði aukist í stjórnmálum. Nú opnast væntanlega á ný mögu- leiki fyrir öfgalausa hægrimenn til að kjósa um pólitík. Bjarni hefur á ferli sínum gert ýmis mistök sem rekja má til reynslu- leysis. En staða hans í dag er vinn- ingsstaða. Hann má glaður við það una að draugar fortíðarinnar finni sér nýjan stað fyrir reimleika sína. Lífsvon hans sem leiðtoga felst í því að hafa tekið af skarið um það hver fer með æðsta vald í flokknum. Það var skynsamlegt af honum að segja gamla formanninum stríð á hendur. Það er gott fyrir Ísland. Leiðari Reynir Traustason ritstjóri skrifar„Krafa um afsögn formannsins berg- málar úr hyldýpi öfganna. Skemmtilegar skilanefndir Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Kjallari Eiríkur Bergmann „ Á meðan glæpa- menn stjórnuðu Ís- landi og ráku fé í réttirnar í fyrsta og annan flokk, var hér slík ringulreið á öllu, að græðgi varð að ráða. Grjóthörð Dorrit n Forsetafrúin Dorrit Moussaieff þykir vera á köflum fremur köntuð í samskiptum. Þetta hefur orðið til þess að hún var dæmd fyrir breskum dómstólum til að greiða innan- hússhönnuðin- um Tiggy Butler þúsund pund í bætur. Um var að ræða vatns- leka í lúxusíbúð Dorritar sem fór í leyfisleysi inn í íbúð Butler. Dorrit er þekkt fyrir að fara sínu fram eins og sýndi sig þegar hún lenti í harðri deilu við landamæraverði í Ísrael. Á milli þess sem hún sýnir silkimýkt dúkkar upp stálharka. Heppinn bankastjórasonur n Það blæs köldu um Geirmund Krist- insson, fyrrverandi sparisjóðsstjóra í Keflavík, sem hætti störfum með fúlgur fjár. Geir- mundur var á meðal vinsælustu manna í Keflavík á blómatíma sínum og er fall hans mikið eftir að Sparisjóður- inn í Keflavík fór í þrot. Þá þykir það vera áfellisdómur yfir honum að sonur hans, Sverrir Geirmundsson, og hlutafélag hans fengu afskrifaðar 750 milljónir króna. Þar af fékk Sverrir afskrifaðar 50 milljónir. Heppni bankastjórasonarins þykir ekki vera einleikin og vísbending um það sem var að gerast í sparisjóðnum. Vefmiðill fæðist n Á næstu vikum mun líta dagsins ljós nýr vefmiðill sem ætlað er að gera út á fréttir og skemmtiefni. Hönnun stendur sem hæst en mikil leynd hvílir yfir því hverjir eru aðstandendur hans. Þó flýgur fyrir að meðal þeirra sem tengjast hinum hinum nýja fjölmiðli sé Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni. Einhverjir telja að hann verði í lykilhlutverki en það er ekki staðfest. Frægðarmenni á Flateyri n Mikið fjölmenni aðkomumanna mun mæta á þorrablót Flateyringa, Stútung, sem haldið verður um komandi helgi. Stefnir flest í að um metþáttöku verði að ræða. Á meðal þjóðkunnra einstaklinga sem gleðjast munu með heimamönnum er tengdasonur þorpsins, Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, sem bregður sér vestur ásamt konu sinni, Brynhildi Einarsdóttur. Þá mun Guðmundur Franklín Jónsson, útvarpsmaður á Sögu og formaður Hægri-grænna einnig mæta til leiks. Hann ætlar að senda út þátt sinn frá Flateyri og varpa ljósi á lífróður þorpsbúa. Sandkorn tryggvagötu 11, 101 reykjavík Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: jóhann Hauksson, johannh@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Hinir ógiltu „Aldrei nokkurn tímann hafði neinn hæstiréttur í einu einasta vestrænu lýðræðisríki ógilt almennar kosningar á landsvísu, svo ég vissi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.