Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 17
Fréttir | 17Helgarblað 4.–6. febrúar 2011 18% staðgreiðsla Frá 1. janúar 2010 ber bönkum og öðrum fjármálastofnunum að reikna og halda eftir 18% staðgreiðslu af vaxtatekjum og innleystum gengis­ hagnaði ársfjórðungslega. Sama gildir um arð sem greiddur er til eigenda af eignarhlutum í félögum. Athygli er vakin á breyttum reglum um skattalega meðferð á úthlut­ uðum arði sem fer umfram 20% af skattalegu bókfærðu eigin fé viðkom­ andi félags í lok viðmiðunartímans til þeirra sem skylt er að reikna sér endurgjald vegna starfa í þágu félagsins. Rafræn skil á fjármagnstekjuskatti Nú er hægt að gera skil á fjármagnstekjuskatti á rafrænan hátt. Farið er á þjónustusíðu ríkisskattstjóra, skattur.is, með kennitölu og aðallykli eða skilalykli. Síðan er valið vefskil > staðgreiðsla fjármagnstekjuskatts og opnast þá form útfyllingar. Fylgja þarf leiðbeiningum til enda og verður þá til krafa í heimabanka gjaldanda. Hafi ekki verið um að ræða neinar skatt­ skyld ar greiðslur arðs og vaxtatekna á tímabilinu skal gera grein fyrir því. Gjalddagar Fjármagnstekjuskattur er 18% frá 1. janúar 2010. Gjalddagar afdreginnar staðgreiðslu eru 20. apríl, 20. júlí og 20. október 2010 og 20. janúar 2011. Eindagi er 15 dögum síðar. Gjalddagi afdreginnar staðgreiðslu fjármagnstekjuskatts á fjórða ársfjórðungi 2010 er 20. jan. en eindagi er 4. feb. Fjármagnstekjuskattur Tímabilið 1. október - 31. desember Samfylkingin og VG hafa þessa dag- ana haldið um stjórnartaumana í landinu í rétt tvö ár. Að loknum þess- um tíma er stjórnarandstaðan tekin að gagnrýna stöðuveitingar og miðl- un sérhæfðra verkefna til dyggra eða þekktra liðsmanna úr stjórnarliða. Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálf- stæðisflokki, bað Jóhönnu Sigurðar- dóttir forsætisráðherra um upplýs- ingar varðandi kostnað ráðuneyta við aðkeypta þjónustu, ráðgjöf og sérverkefni síðla á síðasta ári. Hann vildi upplýsingar um aðkeypta þjón- ustu frá félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Guðlaugur taldi upphafleg svör forsætisráðherra ófullnægjandi og sakaði hana um að fara með ósann- indi þegar svörin bárust. Nú er mál- ið á borði Ríkisendurskoðunar. Jó- hanna hefur bréflega komið því á framfæri við embættið að Guðlaugur hafi breytt fyrirspurnum sínum í tím- ans rás og þau svör sem ráðuneytin hafi upphaflega tekið saman falli því vart að síðari fyrirspurnum hans. Nýi og gamli tíminn Ljóst má vera að fyrir Guðlaugi Þór vaki að komast að því hvort stjórnvöld hygli kunnum stuðningsmönnum. Ef einnig er tekið til embættis- og stöðu- veitinga eftir stjórnarskiptin 1. febrú- ar 2009 gæti málið orðið vandræða- legt fyrir stjórnarflokkana sem í orði berjast gegn klíkuskap og kunningja- veldi. Þær upplýsingar sem Guðlaugi bárust frá stjórnarráðinu gáfu fljótt á litið ekki til kynna að flokkslínur réðu miklu um val á mönnum til að annast sérhæfð verkefni. Þess ber að geta, að enginn stjórn- málaflokkur véfengir rétt ráðherra til þess að ráða sér ráðgjafa eða að- stoðarmenn á pólitískum grundvelli. Nefnd sem skilað hefur forsætisráð- herra skýrslu um endurskoðun laga um stjórnarráðið tekur á þessu atriði og vill aðgreina pólitískar stöðuveit- ingar frá sjálfu embættismannaneti stjórnkerfisins sem einvörðungu ætti að lúta reglum um verðleika og al- menna hæfni. Flokkurinn og traustið Már Guðmundsson var gerður að seðlabankastjóra í kjölfar breytinga á lögum um Seðlabanka Íslands. Már var þekktur vinstrimaður á árum áður, síðar hagfræðingur Seðlabankans og efnahagsráðgjafi Ólafs Ragnars Gríms- sonar í fjármálaráðuneytinu í lok ní- unda áratugarins. Sérfræðingar, sem lögðu mat á umsækjendur, töldu Má í hópi hinna hæfustu. Jóhanna átti þó síðar eftir að lenda í nokkrum hremm- ingum vegna launakjara nýja seðla- bankastjórans. Manna á meðal hafa allmargir ein- staklingar verið nefndir sem njóta trausts stjórnvalda og taldir eru hafa fengið verkefni eða stöður í krafti flokkstengsla. Má þar nefna Einar Karl Haraldsson sem ekki er lengur í föstum verkum fyrir stjórnvöld. Run- ólfur Ágústsson er formaður stjórnar Vinnumálastofnunar og vinnur nú að verkefnum í þágu Helguvíkur álversins. Bryndís Hlöðversdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, er nú rektor Háskólans á Bifröst en hún er skipuð af stjórn skólans en ekki stjórn- völdum. Margrét Frímannsdóttir, fyrr- verandi þingmaður Samfylkingar og formaður Alþýðubandalagsins, er fangelsismálastjóri og situr nú í stjórn RÚV ohf. Kristrún Heimisdóttir lög- fræðingur er aðstoðarmaður Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráð- herra. Stefán Ólafsson félagsfræðipróf- essor er formaður stjórnar Trygg- ingastofnunar. Steinunn Birna Ragn- arsdóttir píanóleikari var ráðin tónlistarstjóri Hörpunnar. Bjarni Jóns- son líffræðingur, sonur Jóns Bjarna- sonar, sjávarútvegs- og landbúnað- arráðherra, hefur fengið verkefni, meðal annars í sjávarútvegsráðuneyt- inu. Bjarni Harðarson er upplýsinga- fulltrúi Jóns, en hann er genginn til liðs við VG. Svavari Gestssyni, fyrrverandi ráðherra og Alþýðubandalagsmaður, leiddi nefndina sem gerði fyrsta Ice- save-samninginn. Öll eru þau ýmist tengd Samfylkingunni eða VG. Breytingar verða Dæmi eru um að stjórnvöld hafi ekki komið að fólki, sem nýtur trausts eða velvildar stjórnarflokkanna, jafnvel þótt það hafi verið talið með hæfustu umsækjendum. Þetta á til dæmis við um Yngva Örn Kristinsson hagfræðing sem í tvígang var metinn meðal allra hæfustu í hópi umsækjenda um stöðu forstjóra Íbúðalánasjóðs. Dæmi eru einnig um að stjórnar- flokkarnir hafi ekki rekið harða flokks- línu við val á fólki í trúnaðarstörf. Þannig héldu þekktir sjálfstæðis- menn, þeir Baldur Guðlaugsson og Guðmundur Árnason, embættum ráðuneytisstjóra eftir stjórnarskiptin. Baldur er hættur en Guðmundur er ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyt- inu og ekki annað vitað en að hann njóti fulls trausts. Guðmundur kom inn í forsætisráðuneytið skömmu eftir að Davíð Oddsson varð forsæt- isráðherra árið 1991 en gerðist síðar ráðuneytisstjóri í menntamálaráðu- neytinu. Jóhann Hauksson ritstjórnarfulltrúi skrifar johannh@dv.is Már Guðmundsson Vinstrimaður seðlabankastjóri. Runólfur Ágústsson Trúnaðar- störf fyrir stjórnvöld. Margrét Frímannsdóttir Fangelsisstjóri og í stjórn RÚV. Einar Karl Haraldsson Margvísleg ráðgjafar- og trúnaðarstörf fyrir stjórnvöld. Eitt sinn ritstjóri Þjóð- viljans. Bryndís Hlöðversdóttir Áður þingmaður Samfylkingar, nú rektor. Bjarni Harðarson Til liðs við Jón Bjarnason. Talar gegn ESB og með bændum. FYLGIR FLOKKSLÍNUM n Embættisveitingar stjórnvalda undir smásjá stjórnarandstöðunnar n Einstak- lingarnir sem njóta trúnaðar ríkisstjórnarinnar n Guðlaugur og Jóhanna togast á um sannleikann um verkefni sem sérfræðingum innan HÍ eru fengin„Nefnd sem skilað hefur forsætisráðherra skýrslu um endurskoðun laga um stjórnarráðið tekur á þessu atriði og vill aðgreina pólitískar stöðuveitingar frá sjálfu embættismannaneti stjórnkerfisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.