Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 4.–6. febrúar 2011 Helgarblað Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Svört Range Rover Sport-bifreið sem skráð er á fjárfestinn Jón Ásgeir Jó- hannesson er ekki lengur tryggð samkvæmt upplýsingum frá Öku- tækjaskrá. Algengasta ástæða þess að bifreiðar eru ekki lengur tryggðar er sú að hætta að borga af trygging- unum. Óljóst er hvort Jón Ásgeir ekur ennþá um á bifreiðinni en ólöglegt er að keyra ótryggða bíla. Fyrir slíkt geta menn hlotið fjársektir. Í apríl 2010 kom Jón Ásgeir annarri Range Rover-glæsibifreið yfir á fjölmiðla- fyrirtækið 365 eftir að hún hafði verið skráð á hann í einungis fimm daga. Ekki náðist í Jón Ásgeir vegna máls- ins. Ógreiddar tryggingar Range Rover-bifreiðin var fyrst skráð á götuna þann 2. mars 2006 en hún er skráð í skoðun 1. apríl næstkom- andi. Hjá Tryggingamiðstöðinni fengust engar upplýsingar um það hvort og þá hvenær Jón Ásgeir hætti að greiða af tryggingunum á bílnum, en þar var bifreiðin tryggð síðast. Óljóst er hvort ástæðan fyrir því að bifreiðin er ekki lengur tryggð sé sú að Jón Ásgeir hafi hætt að greiða tryggingarnar, en það verður að telj- ast líklegasta skýringin. Samkvæmt upplýsingum frá Creditinfo er al- gengasta ástæða þess að bifreiðar eru skráðar ótryggðar í gagnagrunni Ökutækjaskrár sú að tryggingar af þeim hafa ekki verið greiddar. Leiða má að því líkur að slíkt eigi við í þessu tilfelli. Númerin klippt af Eins og fram hefur komið í fjölmiðl- um hefur Jón Ásgeir þurft að heyja baráttu fyrir dómstólum undanfarið en skilanefnd Glitnis höfðaði mál á hendur honum í upphafi síðasta árs fyrir að keyra bankann í þrot. Nýlega seldi hann móður sinni lúxusvillu á Laufásvegi og sagði hann sjálfur frá því að það hefði verið gert svo að hann ætti fyrir lögfræðikostnaði og gæti varist fyrir dómstólum í málinu. DV hafði samband við umferð- ardeild lögreglunnar og spurði hver almenna reglan væri með ótryggða bíla. Þar fengust þær upplýsingar að almennt liðu ekki meira en þrír mánuðir frá því að bifreið væri skráð ótryggð hjá Ökutækjaskrá þar til lög- reglan klippti númerið af bifreiðinni. Séu númerin klippt af á bílastæði eru engar fjársektir veittar en séu ökumenn stöðvaðir af lögreglunni á ótryggðri bifreið geta þeir fengið fjár- sekt á bilinu 10 til 30 þúsund krónur. Þá geta menn fengið endurkröfu á sig frá Bótasjóði tryggingafélaga lendi þeir í bílslysi á ótryggðum bíl, en slíkt getur verið afar kostnaðarsamt. Bílaflakk Jón Ásgeir lét skrá gráa Range Rov- er-bifreið í sinni eigu á fjölmiðlafyr- irtækið 365 í apríl í fyrra. Hafði glæsi- bifreiðin þá einungis verið í eigu Jóns Ásgeirs í fimm daga. Sú bifreið virðist hafa flakkað á milli eigenda á síðustu árum. Árið 2005 var bíllinn keyptur af Baugi Group. Í febrúar 2009 var bíllinn færður yfir á félagið Baugur Ísland. Mánuði síðar var bíllinn síð- an færður yfir á Haga þar sem Baug- ur var farinn á hausinn. Í lok mars í fyrra færði Jón Ásgeir bifreiðina frá Högum yfir á sjálfan sig. Sama dag og Jón Ásgeir færði bif- reiðina yfir á sjálfan sig frá Högum seldi hann bifreiðina áfram til fjöl- miðlafyrirtækisins 365 en eigenda- skiptin tóku fimm daga að ganga í gegn. Svo virðist því sem Jón Ásgeir eigi í nokkru basli með bifreiðar sín- ar þessi misserin. RANGE ROVER JÓNS ÁSGEIRS ÓTRYGGÐUR n Range Rover-bifreið Jóns Ásgeirs Jóhannessonar er skráð ótryggð í ökutækjaskrá n Lögreglan klippir númer af ótryggðum bílum n Algengasta ástæðan er sú að hætt er að borga tryggingar Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Stendur í ströngu Jón Ásgeir Jóhannes- son stendur í ströngu þessi misserin. Ótryggður Bifreið í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar er ótryggð. Dæmdur í 12 mánaða fangelsi: Tældi stúlku til samræðis Hæstiréttur hefur staðfest tólf mánaða fangelsisdóm héraðs- dóms yfir karlmanni sem sak- felldur var fyrir kynferðisbrot. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa tælt sautján ára stúlku til samræðis og gagnkvæmra munnmaka. Brotin voru framin í september 2009 og ját- aði hann að hafa haft við hana samfarir, greitt fyrir hana flug- far, ekið með hana á gististað á lands- byggðinni, veitt henni áfengi og amfetamín og vitað um ald- ur hennar og bágar aðstæð- ur. Stúlkan hafði glímt við vímuefnavanda frá þrettán ára aldri og átti að vera á meðferð- arheimili þegar brotin voru framin. Hún strauk hins vegar af meðferðarheimilinu. Maðurinn, sem var 33 ára þegar brotin voru framin, neitaði hins vegar að hafa tælt hana til samræðis og nýtt sér yfirburði sökum aldurs- og þroskamunar. Stúlkan lýsti því við skýrslutöku að mað- urinn hefði tekið Viagra-töfl- ur og gefið henni. Þá lýsti hún því hvernig hann batt hana á höndum þegar kynlífsathafn- irnar stóðu yfir. Auk þess að sæta tólf mánaða óskilorðs- bundnu fangelsi var mannin- um gert að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miska- bætur. Hæstiréttur Íslands Kaup Stjörnugríss hf. á tveimur félög- um sem hafa haft með höndum rekst- ur svínabúa mynda markaðsráðandi stöðu félagsins í svínarækt. Þrátt fyr- ir það verður samruninn ekki ógiltur. Þetta er samkvæmt niðurstöðu Sam- keppniseftirlitsins. Samkvæmt niður- stöðunni styrkja kaupin einnig mark- aðsráðandi stöðu félagsins á markaði fyrir slátrun á svínum. Félögin sem Stjörnugrís keypti voru dótturfélög Arion banka, Braut ehf. og LS2 ehf. Þau fyrirtæki hafa haft með hönd- um rekstur svínabúa og rak Braut svínabú á Brautarholti á Kjalarnesi, en LS2 fór með rekstur svínabúa á Hýrumel og á Stafholtsveggjum í Borgarfirði. Þessi svínabú höfðu kom- ist í eigu Arion banka eftir að fyrir- tækin sem ráku þau urðu gjaldþrota. Þessar eignir voru seldar Stjörnugrís eftir að bankinn hafði leitað tilboða í þær. Við rekstur málsins var því haldið fram af samrunaaðilum að heimila yrði samrunann vegna reglna sam- keppnisréttarins um fyrirtæki á fall- andi fæti. Viðurkennt er að slík að- staða fyrirtækis geti leitt til þess að heimila beri samruna. Ástæðan er sú að í slíkum tilvikum stafa samkeppn- ishömlurnar ekki af samrunanum sem slíkum heldur af erfiðri stöðu hins yfirtekna fyrirtækis. Þrátt fyrir þetta er það mat Sam- keppniseftirlitsins að sú breyting á markaðnum sem felst í samrunanum sé óhjákvæmileg miðað við þær að- stæður sem eru í málinu. Því er ekki unnt samkvæmt sam- keppnislögum að ógilda samrunann. Þess í stað verður fyrirtækinu skylt að tilkynna fyrir fram allar mikilvægar breytingar á háttsemi þess á markaði, til dæmis breytingar á viðskiptaskil- málum eða afsláttum. hanna@dv.is Samkeppniseftirlitið skoðar markaðsráðandi stöðu Stjörnugríss: Samruninn staðfestur Erfiður rekstur Að mati Samkeppniseftirlitsins er ljóst að kaup Stjörnugríss á svínabúun- um skapar umtalsverðar samkeppnishömlur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.