Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Blaðsíða 29
Viðtal | 29Helgarblað 4.–6. febrúar 2011 „Þetta er skemmtileg tilviljun,“ seg- ir Katrín. „Enn skemmtilegra er að þeir eru báðir rauðhærðir svo það er svolítill fjölskyldusvipur á okkur þótt við séum samsett fjölskylda.“ Son sinn á hún með Flosa Eiríkssyni, bæjarfulltrúa Samfylk- ingarinnar í Kópavogi. Hún hef- ur verið með son sinn þrjár vik- ur af hverjum fjórum og segir það fyrirkomulag hafa reynst Júlíusi vel. Aðspurð hvernig það gangi að samræma annasamt starf móður- hlutverkinu öll þessi ár segist hún hafa gert það á markvissan máta og fengið mikinn stuðning frá föð- ur sínum sem sonurinn er nefndur eftir. Flottur afi „Það þarf ekkert að vera flókið að tvinna saman einkalíf og tímafreka vinnu og eru fjölmargir í sömu sporum og ég. En ég tók þá ákvörð- un að bæta syni mínum upp all- an þann tíma sem glatast. Ég bæti honum það alltaf upp ef það hefur verið mikið að gera hjá mér og gef honum góðan tíma. Þingmennskan er vissulega mjög krefjandi og get- ur þýtt mikla fjarveru. Þingfundir eru fram á kvöld og vinnutíminn óútreiknanlegur sem er auðvitað ekki hentugt þegar þú ert einstæð móðir. Ég passa upp á að hafa skýr mörk. Ég tek ekki vinnuna með mér heim. Heima hjá mér eru ekki skjöl á borðum og ég reyni að taka ekki löng símtöl tengd vinnunni þegar ég er heima að sinna honum. Ég af- greiði allt á mínum vinnutíma og hann er eins og áður sagði oft lang- ur, eða þegar hann er sofnaður. Ég trúi því að maður skili betri árangri á öllum vígstöðvum ef maður gætir að jafnvæginu og setur skýr mörk. Það margborgar sig að hugsa vel um sig. Annars hefði ég ekkert að gefa. Lán mitt í þessum efnum er að eiga foreldra sem styðja vel við bakið á mér. Pabbi, sem er 71 árs og ákaflega ungur í anda, er góður fé- lagi nafna síns. Hann tekur á móti honum á hverjum einasta degi eft- ir skóla og eldar oft fyrir hann eitt- hvað gott. Ég komst til dæmis að því að sá matur sem er í uppáhaldi hjá syni mínum eru soðin hjörtu með brúnni sósu. Svona matur sem gamla kynslóðin elskar, þann matarsmekk elst hann auðvitað upp við með föður mínum. Einnig hafði samveran mikil og góð áhrif á málfar sonar míns þegar hann var yngri.“ Náin föður sínum Sonur hennar er kraftmikill strákur á kafi í handbolta og fótbolta. Hún segir þau mikla vini og henni þyk- ir vænt um það. „Ég sjálf er mjög náin föður mínum. Á milli okkar eru sterk bönd og ég verð býsna ánægð ef mér tekst jafnvel að eiga son minn fyrir vin. Ef hann treystir mér fyrir því sem er að gerast í sínu lífi á hverjum tíma þá tel ég að mér hafi tekist vel upp. Hann er félags- vera eins og ég og nú er hann að verða svo gamall að hann er farinn að eyða meiri tíma með félögum sínum en mér. Hann er líka blíður og yndislegur drengur og hefur allt- af sýnt því skilning hversu mikið ég vinn. Ég nota þá viku sem Júlíus er hjá Flosa föður sínum afar vel og tek þá oft mikla vinnutörn.“ Erfið lífsreynsla Katrínu er mjög hugleikið að hugsa vel um sjálfa sig og ástvini sína. Þrátt fyrir að hún sé með eindæm- um heilsteypt og farsæl kona hefur líf hennar ekki gengið áfallalaust fyrir sig því fyrir sjö árum glímdi hún við alvarlegan heilsubrest. „Ég var búin að vera með höfuð- verk í marga daga. Þá var Júlíus fjögurra ára og ég var undirlögð af verkjum. Ég taldi að verkurinn staf- aði af skemmdum endajaxli og því hringdi ég sárkvalin í tannlækninn minn. Hann var sem betur fer alveg viss um að það væri eitthvað mikið að og hringdi strax upp á bráðamót- töku og sendi mig rakleiðis þangað. Ef hann hefði ekki gert það hefði ég farið heim og upp í rúm og þá veit ég ekki hvernig þetta hefði endað þótt auðvitað þýði ekkert að hugsa um það. Þetta er líklega eitt það versta og erfiðasta sem ég hef gengið í gegnum. Ég var send í myndatökur og rann- sóknir og fljótlega voru mér færð- ar þær fréttir að sést hefði blóðtappi við smáheila. Ég var send í segulóm- skoðun og niðurstöður hennar voru staðfestar: Ég var með blóðtappa í bláæð við smáheila sem hafði lok- að æðinni og blæðing orðið af þeim sökum. Ég var sett á blóðþynningar- sprautur til að leysa þennan tappa upp og eftir það tók við endurhæfing á Reykjalundi í margar vikur.“ Leggur kapp á heilsusamlegt líferni Katrín segist ekki hafa verið með sjálfri sér árið eftir veikindin. Hún hafi lagt of mikið á sig, verið stöðugt þreytt og með höfuðverki. „Ég leitaði stöðugt læknishjálpar og fékk lyf og aðstoð og mér leið rosalega illa á lík- ama og sál. Ég viðurkenni að ég var eins og hálfgerður uppvakningur og lengi að jafna mig. Einn daginn fékk ég þó nóg. Þá var ég send heim með fullfermi af lyfjum eftir heimsókn á spítala. Þarna átt- aði ég mig á því að ef ég ætlaði að ná mér að fullu þyrfti ég að taka stjórn og ábyrgð á eigin heilsu og vellíð- an. Ég skilaði lyfjunum, fór á netið og gúglaði allt um heilsulausnir og náttúrulækningar og bjó svo til minn eigin kúr. Ég fór að stunda líkams- rækt af alefli og breytti mataræðinu algjörlega. Læknarnir hjálpuðu mér í gegnum þrekraunina en ég held ég hafi haldið of fast og of lengi í þá hjálp. Ég var því fegin að finna fljótt á mér mikla breytingu til góðs og hef lagt kapp á að ástunda heilsusamlegt líferni,“ segir hún og bætir við: Tja, en ástin hefur valdið því að ég villtist að- eins af þeirri leið. Ég er þó byrjuð aft- ur að stunda reglulega hreyfingu og borða hollan mat og finn strax mun á úthaldinu og orkunni!“ „Ég leitaði stöðugt læknishjálpar og fékk lyf og aðstoð og mér leið rosalega illa á líkama og sál. Ég viðurkenni að ég var eins og hálfgerður uppvakningur og lengi að jafna mig. Ást í Kópavogi Katrín segir tilfinninguna um að Bjarni væri sá eini rétti hafa ágerst fljótlega eftir að þau byrjuðu að hittast. Ekki hafi spillt fyrir að hann bjó í Kópavogi. myNd sigtryggur ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.