Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2011, Side 30
Ásmundur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúd-entsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1972, er búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1975, og lauk kennaraprófi frá Kennarahá- skóla Íslands 1982. Ásmundur var kennari við Nesja- skóla Hornafirði 1975-82, fram- kvæmdastjóri Skjólgarðs, elli-, hjúkr- unar- og fæðingarheimilis á Höfn 1983-96 en hefur starfrækt ferðaþjón- ustu í Árnanesi frá 1996. Ásmundur flutti með fjölskyldu sinni í Nesjaskóla á Hornafirði 1975 en settist að í Árnanesi 1994. Ásmundur gegndi trúnaðarstörf- um í ungmennafélagshreyfingunni, var formaður Félags forstöðumanna elli- og hjúkrunarheimila á Íslandi 1991-96, formaður Ferðamálafélags Austur-Skaftafellssýslu frá 1995–2005 og formaður Ferðamálasamtaka Austurlands frá 1997–2005. Fjölskylda Ásmundur kvæntist 18.6. 1972, Guð- rúnu Sveinsdóttur, f. 1950, d. 1987. Hún var dóttir Sveins K. Sveinssonar, fyrrv. forstjóra Völundar í Reykjavík, og Ingu Valborgar Einarsdóttur hús- móður. Börn Ásmundar og Guðrúnar eru Guðrún Dadda, f. 12.10. 1972, iðju- þjálfari í Reykjavík, eiginmaður henn- ar er Brynjólfur Hermannsson; Arna, f. 22.9. 1975, geislafræðingur í Reykja- vík, maður hennar er Borgþór Egils- son; Matthildur, f. 22.11. 1977, sjúkra- þjálfari á Höfn, hennar maður er Hjálmar Sigurðsson; Kjartan, f. 26.1. 1979, sjómaður, býr í Árnanesi. Sonur Ásmundar og Rannveigar Hallvarðsdóttur, f. 1958, er Ásmundur f. 6.2. 1989, býr í Árnanesi. Ásmundur var í sambúð frá 1992– 2009 með Helgu Erlendsdóttur, f. 1948, d. 2009. Unnusta Ásmundar er Guðrún Sigurðardóttir, f. 23.9. 1956, fram- kvæmdastjóri og ferðaskrifstofueig- andi á Ítalíu. Hún er dóttir Sigurðar Ólasonar hrl., f.1907 d. 1988, og Unnar Kolbeinsdóttur kennara, f. 1922. Bræður Ásmundar eru Jón Hall- dór, f. 1943, vélfræðingur í Grinda- vík; Brandur, f. 1944, garðyrkjumað- ur í Reykjavík; Guðmundur Tómas, f. 1946, d. 2003, garðyrkjumaður; Atli f. 1947, hrl. og alþingismaður í Reykja- vík. Systir Ásmundar er Guðrún, f. 1954, húsmóðir í Kaupmannahöfn. Foreldrar Ásmundar voru Gísli Guðmundsson, f. 1907, d. 1990, kenn- ari og leiðsögumaður, og Ingibjörg Jónsdóttir, f. 1915, d. 1997, húsmóðir og húsmæðrakennari. Ætt Gísli var sonur Guðmundar, b. í Haukatungu, bróður Kristjáns, föður Eggerts stórkaupmanns. Systir Guð- mundar var Guðný, amma Sveins, forseta ÍSÍ. Guðmundur var sonur Eggerts, b. í Miðgörðum, Eggertsson- ar, b. þar, Guðmundssonar. Móðir Gísla var Pálína Matthildur ljósmóðir Sigurðardóttir, hreppstjóra í Tröð, Brandssonar. Móðir Pálínu var Valgerður ljósmóðir, systir Guð- nýjar, langömmu Ísleifs, föður Ólafs hagfræðings. Önnur systir Valgerðar var Ragnheiður, langamma Lúðvíks Kristjánssonar rithöfundar. Valgerð- ur var dóttir Páls, pr. á Prestbakka og Hörgsdal, Pálssonar, umboðsmanns á Hörgslandi og í Gufunesi, Jónsson- ar. Móðir Valgerðar var Matthildur Teitsdóttir, b. í Hittu, Þórðarsonar. Ingibjörg var dóttir Jóns Halldórs, fisverkanda á Ísafirði, Jóhannesson- ar, Arasonar. Móðir Jóns var Ingi- björg Jónsdóttir, b. í Fremri-Arnardal, Halldórssonar, b. þar, Ásgrímssonar, hreppstjóra þar, Bárðarsonar, ættföð- ur Arnardals-ættarinnar, Illugasonar. Móðir Ingibjargar var Guðrún H. Sæmundsdóttir búfræðings Björns- sonar, b. á Klúku, Björnssonar, pr. í Tröllatungu, Hjálmarssonar, ættföð- ur Tröllatunguættar, Þorsteinssonar. Móðir Guðrúnar var Sigríður Bjarna- dóttir, hreppstjóra í Tröð í Álftafirði, Jónssonar. Móðir Sigríðar var Guðrún Jónsdóttir, b. í Eyrardal, Ólafssonar, bróður Halldórs í Fremri-Arnardal. 30 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 4.–6. febrúar 2011 Helgarblað Þórunn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp við Laugaveginn. Hún stundaði nám við Skógarskóla, lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræða- skóla verknáms í Ármúla í Reykjavík 1958, stundaði nám síðar í Lýðhá- skóla í Svíþjóð. Hún stundaði síðan nám við Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan tækniteiknaraprófi 1971. Þórunn var teiknari frá 1971, síðar forstöðumaður teiknistofu á árunum 1974–88, var síðan skrifstofustjóri til 1991. Þórunn var einn af stofnendum Víkurprjóns hf. Þórunn tók saman ættarritið Grasaættina. Hún vinnur nú að sam- antekt nokkurra ættfræðirita. Fjölskylda Þórunn giftist Bjarna Kjartanssyni, f. 4.9. 1941 í Reykjavík. Þau skildu. For- eldrar hans voru Þóra Jónsdóttir og Kjartan Bjarnason. Börn Þórunnar og Bjarna eru Jó- hanna Bjarnadóttir, f. 11.2. 1959, hús- móðir og fyrrv. kaupmaður, búsett í Vancouver í Kanada, gift James Norr- is viðskiptafræðingi og eiga þau fjög- ur börn; Kjartan Bjarnason, f. 28.2. 1960, húsamálari, búsettur í Hafnar- firði, en kona hans var Ásta Halldórs- dóttir og eiga þau tvo syni; Bryndís Bjarnadóttir, f. 1.11. 1965, kvikmynda- gerðarmaður og nemi í sagnfræði við Háskóla Íslands, búsett í Reykjavík en maður hennar er Jón Magnússon tölv- unarfræðingur og á hún tvo syni; Dav- íð Þór Bjarnason, f. 26.6. 1969, mál- arameistari, búsettur í Hafnarfirði, en kona hans er Guðbjörg Gutta Agnars- dóttir, nemi í viðskiptafræði við Há- skóla Íslands og eiga þau tvo syni. Fyrrv. sambýlismaður Þórunnar er Jóhannes Jónsson, f. 8.8. 1941, skip- stjóri og útgerðarmaður í Hafnarfirði. Hálfbróðir Þórunnar, samfeðra, er Óli Sven, f. 11.9. 1946, framkvæmda- stjóri í Hafnarfirði. Hálfsystur Þórunnar, sammæðra: Erla Lárusdóttir, f. 11.11. 1936, d. 8.1. 2000; Steinunn Inger Jörgensdóttir, f. 19.4. 1944, búsett í Reykjavík. Foreldrar Þórunnar voru Gísli Styff Ólason, f. 16.8. 1912, d. 21.7. 1981, matsveinn í Reykjavík, og Mín- erva Bergsteinsdóttir, f. 19.5. 1915, d. 23.12. 2003, matráðskona og hús- freyja í Reykjavík. Fósturfaðir Þórunnar var Jörgen Martin Jörgensen, f. 26.1. 1918, d. 9.1. 2000. Ætt Gísli var sonur Óla Svens Styff, f. í Noregi, símamanns og útvegsbónda á Glettinganesi, sonar Ragnhildar Romsdal Andrésdóttur og Johns Er- iks Styff, kapteins í sænska hernum. Bræður Óla Sven, voru Oskar Styff, konsúll Noregs í Kanada, og Eivind Styff, rafmagnsverkfræðingur í Osló og Karl Gústav Styff, skipstjóri í Van- couver í Kanada. Bræður Johans Er- iks voru Oskar Styff, prófessor við Uppsalaháskóla, og Karl Styff, verk- fræðingur í Stokkhólmi. Móðir Gísla var Jóhanna, kaup- kona Filipusdóttur, silfursmiðs og b. í Kálfafellskoti Stefánssonar, b. á Núpsstað Eyjólfssonar, b. þar Hann- essonar, b. þar Jónssonar, b. þar Bjarnasonar. Móðir Jóhönnu var Þórunn, grasakona og ljósmóðir Gísladóttir, útvegsb. á Býjaskerjum í Sandgerði Jónssonar, b. í Hlíð í Skaft- ártungu, föðurbróðir Gísla Sveins- sonar, alþingisforseta og sendi- herra. Móðir Þórunnar Gísladóttur var Þórunn Sigurðardóttir, ljósmóð- ur frá Steig í Mýrdal, dóttir Þórunnar Þorsteinsdóttur, ljósmóður frá Kald- rananesi í Mýrdal, dóttur Þorsteins Þorsteinssonar, í Vatnsskarðshól- um og Karitasar Jónsdóttur, klaust- urhaldara á Reynisstað í Skaga- firði Vigfússonar. Karitas var dóttir Þórunnar Hannesdóttur Scheving, sýslumanns á Munkaþverá í Eyja- firði Lárussonar Scheving Hannes- sonar, sýslumanns á Möðruvöllum. Móðir Þórunnar Hannesdóttur var Jórunn Steinsdóttir, biskups á Hól- um Jónssonar. Mínerva var dóttir Bergsteins, kennara og húsasmiðs á Eyrarbakka Sveinssonar, b. í Hólshúsum í Flóa Bjarnasonar, b. þar Ásmundssonar. Móðir Bergsteins var Þórunn Eiríks- dóttir, b. á Árgilsstöðum í Hvolhreppi Bergsteinssonar, b. þar Sigurðssonar, af Árgilsstaðaætt. Móðir Bergsteins Sigurðssonar var Þórunn Einarsdótt- ir. Móðir Mínervu var Steinunn Einarsdóttir b. á Kotströnd í Ölf- usi Eyjófssonar, b. á Völlum í Ölfusi Gíslasonar b. á Kröggólfsstöðum Eyj- ólfssonar. Móðir Eyjólfs Gíslasonar var Solveig Snorradóttir, ríka í Engey Sigurðssonar. Móðir Steinunnar var Rannveig Helgadóttir, hreppstjóra á Hlíðarfæti í Borgarfirði Sveinbjörns- sonar, pr, bróður Þórðar Svein- björnssonar háyfirdómara, föður Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, tón- skálds. Helgi var sonur Sveinbjörns, kaupmanns og b. á Kjaranstöðum og á Hvítárvöllum í Borgarfirði Þórð- arsonar, útvegsb. í Akrakoti Svein- björnssonar, og Vigdísar Davíðsdótt- ur, Erlendssonar, frá Hvammi í Kjós. Móðir Helga var Rannveig, systir Bjarna, skálds og amtmanns. Rann- veig var dóttir Vigfúsar, sýslumanns á Hlíðarenda Thorarensen. Móðir Vigfúsar var Sigríður Stephensen en kona Vigfúsar var Steinunn Bjarna- dóttir, landlæknis Pálssonar. Móðir Steinunnar var Rannveig Skúladóttir, landfógeta Magnússonar, og Stein- unnar Björnsdóttur Thorlacius. Þórunn Gísladóttir Tækniteiknari 85 ára 85 ára Ásmundur Gíslason Framkvæmdastjóri í Árnanesi í Hornafirði 70 ára á sunnudag 60 ára á sunnudag Myndavíxl Þau leiðu mistök urðu við uppsetningu á afmælissíðu blaðsins sl. miðvikudag að myndir víxluðust með afmælisgreinum. Mynd af Júlíusi Jónssyni birtist með afmælisgrein um Sigurð Ragnar Ólafsson en mynd Sigurðar Ragnars með af- mælisgrein Júlíusar. Eru þeir báðir beðnir velvirðingar á þessum hvimleiðu mistökum og það leiðrétt hér með. Júlíus Jónsson Sigurður Ragnar Ólafsson Þórir fæddist í Reykjavík og ólst þar upp og á Seltjarnarnesi. Hann var í Foldaskóla og síðan Hamraskóla, stundaði nám við Versl- unarskóla Íslands og lauk þaðan stúd- entsprófi 2001, stundaði síðan nám í lögfræði við Háskóla Íslands og lauk embættisprófi í lögfræði 2009. Þórir vann á bensínstöð með námi og starfaði við Landsbankann. Hann hóf störf hjá Tryggingastofnun á með- an hann var í námi og er nú lögfræð- ingur þar. Þórir starfaði með Röskvu í Háskóla Íslands, var varaformað- ur Röskvu um skeið, sat í Stúdenta- ráði Háskóla Íslands og í Háskólaráði. Hann hefur starfað í ungliðahreyfingu Samfylkingarinnar og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna. Fjölskylda Systkini Þóris eru Sigrún Gunnars- dóttir, f. 16.8. 1986, búsett í Reykjavík; Helgi Már Gunnarsson, f. 20.6. 1994, nemi. Foreldrar Þóris eru Gunnar Bjarni Þórisson, f. 5.12. 1955, skrifstofumað- ur í Reykjavík, og Helga Helgadóttir, f. 3.7. 1954, sjúkraliði. Þórir Hrafn Gunnarsson Lögfræðingur hjá Tryggingastofnun 30 ára á föstudag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.