Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 25.–27. febrúar 2011 Helgarblað
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Bað og sturta!
Reykjavík - Reykjanesbæ
Akureyri - Húsavík
Vestmannaeyjum - Flúðum
30.900
13.995
NAPOLI hitastýrð blöndunar-
tæki f. baðkar SAFIR sturtusett
2.995
NAPOLI hitastýrð blöndunartæki
fyrir sturtu 11.900
NAPOLI
hitastýrt
sturtusett
Embætti sérstaks saksóknara, Ólafs
Haukssonar, rannsakar peninga-
greiðslurnar út úr Landsbanka Ís-
lands þann 6. október 2008 og kaup
á verðbréfum af sjóðum Landsvaka
Íslands sem „stórfelld auðgunar-
brot“. Beinist rannsóknin meðal
annars að því að ljóst hafi verið á
þessum tíma að bankinn hafi verið
ógjaldfær. Þetta er meðal þess sem
kemur fram í bréfi frá embætti sér-
staks saksóknara til Nýja Lands-
banka Íslands sem dagsett er 20.
janúar 2011 sem blaðið hefur undir
höndum.
Í bréfinu er farið fram á að starfs-
menn Nýja Landsbanka Íslands
láti embætti sérstaks saksóknara í
té upplýsingar um fimm mál sem
greint var frá þennan dag að væru
til rannsóknar hjá því. Sérstakur
saksóknari sendi frá sér tilkynn-
ingu þennan dag þar sem greint var
frá því að farið hefðu fram húsleitir
á fimm stöðum vegna rannsókna á
millifærslunum frá Landsbankan-
um til MP banka og Straums fjár-
festingarbanka af reikningi bank-
ans í Seðlabanka Íslands og kaupa
bankans á bréfum Landsvaka. Yfir-
heyrslur fóru einnig fram þennan
dag.
Orðrétt segir í bréfinu frá sérstök-
um saksóknara: „Embætti sérstaks
saksóknara skv. lögum nr. 135/2008
hefur til rannsóknar ætluð stórfelld
auðgunarbrot er tengjast peninga-
greiðslum út úr Landsbanka Íslands
þann 6. október 2008, á þeim tíma
sem ljóst mátti vera að bankinn
væri ógjaldfær.“ Daginn eftir, þann
7. október 2008, var bankinn yfir-
tekinn af Fjármálaeftirlitinu.
Einnig millifærsla 7. október
Fyrsta málið sem sérstakur sak-
sóknari bað um upplýsingar um í
bréfinu voru „öll skjalleg sönnun-
argögn“ sem finnast í bankanum,
minnisblöð, dagbækur og fund-
argerðir, sem snertu vitneskju um
rekstrarhæfi og gjaldfærni Lands-
banka Íslands þann 6. október 2008.
Einnig var bankinn beðinn um
gögn sem snertu millifærslur af
reikningi Landsbanka til MP banka
upp á tæpa 7,4 milljarða þann 6.
október og nærri 159 milljónir þann
7. október, sama dag og bankinn
var yfirtekinn af Fjármáleftirlitinu.
Þá var beðið um gögn um 7,2 millj-
arða króna millifærslu til fjárfest-
ingarbankans Straums, en Björg-
ólfur Thor Björgólfsson var stærsti
hluthafinn í báðum bönkunum, og
einnig skjöl vegna kaupa Lands-
bankans á verðbréfum af sjóðum
Landsvaka fyrir nærri 17 milljarða
íslenskra króna, nærri 12 milljónir
dollara og rúmlega 11 milljónir evra
þann 6. október 2008.
Samtals er því um að ræða rann-
sókn á millifærslum út úr bankan-
um fyrir meira en 35 milljarða króna
um það leyti sem stjórnendum
bankans hlaut að hafa verið ljóst að
bankinn væri að falli kominn.
Þá var að lokum beðið um skrif-
legan samning Landsbanka Íslands
og Seðlabanka Íslands um þátttöku
fyrrnefnda bankans í stórgreiðslu-
kerfi Seðlabanka Íslands. En stór-
greiðslukerfinu var komið upp árið
2000 og gerir upp einstakar beiðnir
um greiðslur í bankakerfinu að fjár-
hæð 10 milljónum króna eða meira
um um leið og innstæða á reikn-
ingi greiðanda leyfir. Um kerfið
segir á vefsíðu Seðlabanka Íslands:
„Stórgreiðslukerfið færir þannig
greiðslufyrirmæli yfir stórgreiðslu-
mörkum beint á viðskiptareikninga
þátttakenda í Seðlabankanum eða
af þeim.“ Ljóst er því að upplýsing-
ar um umræddar millifærslur hafa
farið um stórgreiðslukerfi Seðla-
banka Íslands.
Skoðar einnig hlutabréfakaup í
Landsbankanum
Í tölvupóstum á milli starfsmanna
Landsbankans sem DV hefur undir
höndum kemur fram að unnið hafi
verið að því að taka gögnin saman
fyrir embætti sérstaks saksóknara.
Í tölvupósti eins þeirra segir: „Ég er
að vinna í því að taka þetta saman
og er að fá fleiri hérna innanhúss til
að aðstoða mig við það.“
Í samskiptum starfsmannanna
kemur fram að sérstakur saksóknari
hafi einnig, með öðru bréfi, beðið
um upplýsingar vegna kaupa Sam-
son Global Holding og Straums-
Burðaráss á hlutabréfum í Lands-
bankanum. „Að auki var beðið um
í fyrri beiðni: Upplýsingar vegna
kaupa Samson Global Holding og
Straums Burðaráss á LAIS – búin
að redda því – þ.e. vogarfærslur og
hluthafaskrá Lais.“
Samkvæmt þessu virðist sér-
stakur saksóknari því einnig vera
að rannsaka hlutabréfakaup um-
ræddra félaga í Landsbankanum
en Björgólfur Thor Björgólfsson var
stærsti hluthafi þeirra begga.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Álitsgjafi Kastljóssins um Icesave starfaði í tveimur fyrirtækjum Björgólfs Thors:
Var starfsmaður Novator
Reimar Pétursson hæstaréttarlög-
maður var annar af viðmælendum
Kastljóssins á þriðjudaginn þar sem
rætt var um Icesave. Reimar leiddi
að því rök í þættinum að Íslendingar
ættu að láta reyna á dómstólaleiðina
í Icesave-málinu.
Ekkert var minnst á hagsmuna-
tengsl hans og Björgólfs Thors Björg-
ólfssonar, fyrrverandi aðaleiganda
Landsbankans, í Kastljósviðtalinu.
DV hefur undir höndum tölvupóst
sem Reimar sendi frá sér sem starfs-
maður Novator í apríl árið 2009
en netfangið er reimar@novator.
is. Varðar pósturinn málefni tengd
Novator og fjármögnun frá þýska
bankanum Deutsche Bank. Novator
er sem kunnugt er fjárfestingafélag
sem heldur utan um allar helstu fjár-
festingar Björgólfs Thors. Þar áður
var Reimar starfsmaður Straums-
Burðaráss en Björgólfur Thor var
stærsti hluthafi bankans.
Reimar starfaði hjá Atorku til árs-
ins 2007. Fyrst sem lögmaður og síð-
ar framkvæmdastjóri. Fékk hann 200
milljóna króna kúlulán hjá Lands-
bankanum til hlutabréfakaupa í At-
orku í gegnum félagið Reimar S.
Pétursson ehf. Hann seldi síðan
hlutabréfin árið 2007 en það ár skil-
aði eignarhaldsfélag hans 37 millj-
óna króna hagnaði. Eftir að hann
hætti hjá Atorku réð hann sig til
Straums. as@dv.is
Frá Straumi til Novator Reimar fór frá Straumi-Burðarási til Novator eftir bankahrunið
2008. Hann tók meðal annars þátt í viðræðum um viðskipti Novator við Deutsche Bank árið
2009.
Milljarðar í fjármálastofnanir:
Ríkisendurskoðun
rannsaki bankana
Birkir Jón Jónsson, varaformaður
Framsóknarflokksins, hefur óskað
eftir því að ríkisendurskoðun vinni
skýrslu um það hvernig ráðherrar
hafi staðið að ákvörðunum um að
setja fjármagn inn í fjármálstofnanir.
Birkir skrifaði bréf til forsætisnefndar
Alþingis þar sem hann leggur þetta
til. „Upp á síðkastið hafa verið flutt-
ar fréttir af afleitum viðskiptalegum
ákvörðunum stjórnenda nokkurra
fyrirtækja sem ríkið hefur veitt fjár-
magn til frá bankahruni. Óhjákvæmi-
legt er að slíkar fréttir veki upp spurn-
ingar um það hvort eðlilega hafi verið
að málum staðið af stjórnvalda hálfu,“
segir Birkir Jón í bréfi sínu.
Birkir bendir á að frá hruni árið
2008 hafi gríðarlegum fjármunum
verið varið úr ríkissjóði til endurreisn-
ar fjármálakerfisins. Þannig hafi 183,6
milljörðum króna verið varið til stóru
bankanna þriggja og 11,7 milljörðum
króna til Sjóvár auk tuga milljarða til
annarra fjármálafyrirtækja.
Birkir segir að þó skýrsla rann-
sóknarnefndar Alþingis feli í sér áfell-
isdóm yfir ýmsum aðilum sé hún á
sama tíma býsna öflugt kennslutæki.
Nú sé því tækifærið til að breyta hátt-
um og verklagi til hins betra.
Telur Birkir mikilvægt að ríkisend-
urskoðun rannsaki málið hið fyrsta.
Baldur McQueen
til liðs við DV
Bloggarinn Baldur McQueen er
genginn til liðs við DV.is og munu
hárbeittar og fróðlegar færslur
hans birtast
á vefnum hér
eftir.
Baldur hefur
undanfarin
ár bloggað
hjá Eyjunni
þar sem hann
hefur vakið
athygli fyrir
beitta þjóðfélagsgagnrýni. Hann
er sá fyrsti í röð þungavigtarblogg-
ara sem gengur til liðs við DV.is.
Þær breytingar hafa þó orðið á
þeim hópi að Eiríkur Jónsson,
sem bloggað hefur um árabil á DV,
hætti og samdi við Vefpressuna um
að blogga á Eyjunni. Eiríki er þökk-
uð samleiðin.
Á næstu dögum verða fleiri
nýir bloggarar DV kynntir til leiks.
n Sérstakur saksóknari bað um gögn frá Landsbankanum n Landsbankinn millifærði
nærri 160 milljónir til MP banka sama dag og bankinn var yfirtekinn n Saksóknari hefur
áhuga á gjaldfærni bankans n Hlutabréfakaup í Landsbankanum einnig til skoðunar
RANNSAKAR
35 MILLJARÐA
VIÐSKIPTI
BANKANS
Rannsaka millifærslu til
Straums Embætti sérstaks
saksóknara rannsakar meðal
annars 7,2 milljarða króna
millifærslu frá Landsbank-
anum til Straums þann 6.
október 2008, degi áður en
Fjármálaeftirlitið yfirtók
fyrrnefnda bankann.