Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 25.–27. febrúar 2011 Helgarblað Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Bað og sturta! Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum - Flúðum 30.900 13.995 NAPOLI hitastýrð blöndunar- tæki f. baðkar SAFIR sturtusett 2.995 NAPOLI hitastýrð blöndunartæki fyrir sturtu 11.900 NAPOLI hitastýrt sturtusett Embætti sérstaks saksóknara, Ólafs Haukssonar, rannsakar peninga- greiðslurnar út úr Landsbanka Ís- lands þann 6. október 2008 og kaup á verðbréfum af sjóðum Landsvaka Íslands sem „stórfelld auðgunar- brot“. Beinist rannsóknin meðal annars að því að ljóst hafi verið á þessum tíma að bankinn hafi verið ógjaldfær. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi frá embætti sér- staks saksóknara til Nýja Lands- banka Íslands sem dagsett er 20. janúar 2011 sem blaðið hefur undir höndum. Í bréfinu er farið fram á að starfs- menn Nýja Landsbanka Íslands láti embætti sérstaks saksóknara í té upplýsingar um fimm mál sem greint var frá þennan dag að væru til rannsóknar hjá því. Sérstakur saksóknari sendi frá sér tilkynn- ingu þennan dag þar sem greint var frá því að farið hefðu fram húsleitir á fimm stöðum vegna rannsókna á millifærslunum frá Landsbankan- um til MP banka og Straums fjár- festingarbanka af reikningi bank- ans í Seðlabanka Íslands og kaupa bankans á bréfum Landsvaka. Yfir- heyrslur fóru einnig fram þennan dag. Orðrétt segir í bréfinu frá sérstök- um saksóknara: „Embætti sérstaks saksóknara skv. lögum nr. 135/2008 hefur til rannsóknar ætluð stórfelld auðgunarbrot er tengjast peninga- greiðslum út úr Landsbanka Íslands þann 6. október 2008, á þeim tíma sem ljóst mátti vera að bankinn væri ógjaldfær.“ Daginn eftir, þann 7. október 2008, var bankinn yfir- tekinn af Fjármálaeftirlitinu. Einnig millifærsla 7. október Fyrsta málið sem sérstakur sak- sóknari bað um upplýsingar um í bréfinu voru „öll skjalleg sönnun- argögn“ sem finnast í bankanum, minnisblöð, dagbækur og fund- argerðir, sem snertu vitneskju um rekstrarhæfi og gjaldfærni Lands- banka Íslands þann 6. október 2008. Einnig var bankinn beðinn um gögn sem snertu millifærslur af reikningi Landsbanka til MP banka upp á tæpa 7,4 milljarða þann 6. október og nærri 159 milljónir þann 7. október, sama dag og bankinn var yfirtekinn af Fjármáleftirlitinu. Þá var beðið um gögn um 7,2 millj- arða króna millifærslu til fjárfest- ingarbankans Straums, en Björg- ólfur Thor Björgólfsson var stærsti hluthafinn í báðum bönkunum, og einnig skjöl vegna kaupa Lands- bankans á verðbréfum af sjóðum Landsvaka fyrir nærri 17 milljarða íslenskra króna, nærri 12 milljónir dollara og rúmlega 11 milljónir evra þann 6. október 2008. Samtals er því um að ræða rann- sókn á millifærslum út úr bankan- um fyrir meira en 35 milljarða króna um það leyti sem stjórnendum bankans hlaut að hafa verið ljóst að bankinn væri að falli kominn. Þá var að lokum beðið um skrif- legan samning Landsbanka Íslands og Seðlabanka Íslands um þátttöku fyrrnefnda bankans í stórgreiðslu- kerfi Seðlabanka Íslands. En stór- greiðslukerfinu var komið upp árið 2000 og gerir upp einstakar beiðnir um greiðslur í bankakerfinu að fjár- hæð 10 milljónum króna eða meira um um leið og innstæða á reikn- ingi greiðanda leyfir. Um kerfið segir á vefsíðu Seðlabanka Íslands: „Stórgreiðslukerfið færir þannig greiðslufyrirmæli yfir stórgreiðslu- mörkum beint á viðskiptareikninga þátttakenda í Seðlabankanum eða af þeim.“ Ljóst er því að upplýsing- ar um umræddar millifærslur hafa farið um stórgreiðslukerfi Seðla- banka Íslands. Skoðar einnig hlutabréfakaup í Landsbankanum Í tölvupóstum á milli starfsmanna Landsbankans sem DV hefur undir höndum kemur fram að unnið hafi verið að því að taka gögnin saman fyrir embætti sérstaks saksóknara. Í tölvupósti eins þeirra segir: „Ég er að vinna í því að taka þetta saman og er að fá fleiri hérna innanhúss til að aðstoða mig við það.“ Í samskiptum starfsmannanna kemur fram að sérstakur saksóknari hafi einnig, með öðru bréfi, beðið um upplýsingar vegna kaupa Sam- son Global Holding og Straums- Burðaráss á hlutabréfum í Lands- bankanum. „Að auki var beðið um í fyrri beiðni: Upplýsingar vegna kaupa Samson Global Holding og Straums Burðaráss á LAIS – búin að redda því – þ.e. vogarfærslur og hluthafaskrá Lais.“ Samkvæmt þessu virðist sér- stakur saksóknari því einnig vera að rannsaka hlutabréfakaup um- ræddra félaga í Landsbankanum en Björgólfur Thor Björgólfsson var stærsti hluthafi þeirra begga. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Álitsgjafi Kastljóssins um Icesave starfaði í tveimur fyrirtækjum Björgólfs Thors: Var starfsmaður Novator Reimar Pétursson hæstaréttarlög- maður var annar af viðmælendum Kastljóssins á þriðjudaginn þar sem rætt var um Icesave. Reimar leiddi að því rök í þættinum að Íslendingar ættu að láta reyna á dómstólaleiðina í Icesave-málinu. Ekkert var minnst á hagsmuna- tengsl hans og Björgólfs Thors Björg- ólfssonar, fyrrverandi aðaleiganda Landsbankans, í Kastljósviðtalinu. DV hefur undir höndum tölvupóst sem Reimar sendi frá sér sem starfs- maður Novator í apríl árið 2009 en netfangið er reimar@novator. is. Varðar pósturinn málefni tengd Novator og fjármögnun frá þýska bankanum Deutsche Bank. Novator er sem kunnugt er fjárfestingafélag sem heldur utan um allar helstu fjár- festingar Björgólfs Thors. Þar áður var Reimar starfsmaður Straums- Burðaráss en Björgólfur Thor var stærsti hluthafi bankans. Reimar starfaði hjá Atorku til árs- ins 2007. Fyrst sem lögmaður og síð- ar framkvæmdastjóri. Fékk hann 200 milljóna króna kúlulán hjá Lands- bankanum til hlutabréfakaupa í At- orku í gegnum félagið Reimar S. Pétursson ehf. Hann seldi síðan hlutabréfin árið 2007 en það ár skil- aði eignarhaldsfélag hans 37 millj- óna króna hagnaði. Eftir að hann hætti hjá Atorku réð hann sig til Straums.  as@dv.is Frá Straumi til Novator Reimar fór frá Straumi-Burðarási til Novator eftir bankahrunið 2008. Hann tók meðal annars þátt í viðræðum um viðskipti Novator við Deutsche Bank árið 2009. Milljarðar í fjármálastofnanir: Ríkisendurskoðun rannsaki bankana Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir því að ríkisendurskoðun vinni skýrslu um það hvernig ráðherrar hafi staðið að ákvörðunum um að setja fjármagn inn í fjármálstofnanir. Birkir skrifaði bréf til forsætisnefndar Alþingis þar sem hann leggur þetta til. „Upp á síðkastið hafa verið flutt- ar fréttir af afleitum viðskiptalegum ákvörðunum stjórnenda nokkurra fyrirtækja sem ríkið hefur veitt fjár- magn til frá bankahruni. Óhjákvæmi- legt er að slíkar fréttir veki upp spurn- ingar um það hvort eðlilega hafi verið að málum staðið af stjórnvalda hálfu,“ segir Birkir Jón í bréfi sínu. Birkir bendir á að frá hruni árið 2008 hafi gríðarlegum fjármunum verið varið úr ríkissjóði til endurreisn- ar fjármálakerfisins. Þannig hafi 183,6 milljörðum króna verið varið til stóru bankanna þriggja og 11,7 milljörðum króna til Sjóvár auk tuga milljarða til annarra fjármálafyrirtækja. Birkir segir að þó skýrsla rann- sóknarnefndar Alþingis feli í sér áfell- isdóm yfir ýmsum aðilum sé hún á sama tíma býsna öflugt kennslutæki. Nú sé því tækifærið til að breyta hátt- um og verklagi til hins betra. Telur Birkir mikilvægt að ríkisend- urskoðun rannsaki málið hið fyrsta. Baldur McQueen til liðs við DV Bloggarinn Baldur McQueen er genginn til liðs við DV.is og munu hárbeittar og fróðlegar færslur hans birtast á vefnum hér eftir. Baldur hefur undanfarin ár bloggað hjá Eyjunni þar sem hann hefur vakið athygli fyrir beitta þjóðfélagsgagnrýni. Hann er sá fyrsti í röð þungavigtarblogg- ara sem gengur til liðs við DV.is. Þær breytingar hafa þó orðið á þeim hópi að Eiríkur Jónsson, sem bloggað hefur um árabil á DV, hætti og samdi við Vefpressuna um að blogga á Eyjunni. Eiríki er þökk- uð samleiðin. Á næstu dögum verða fleiri nýir bloggarar DV kynntir til leiks. n Sérstakur saksóknari bað um gögn frá Landsbankanum n Landsbankinn millifærði nærri 160 milljónir til MP banka sama dag og bankinn var yfirtekinn n Saksóknari hefur áhuga á gjaldfærni bankans n Hlutabréfakaup í Landsbankanum einnig til skoðunar RANNSAKAR 35 MILLJARÐA VIÐSKIPTI BANKANS Rannsaka millifærslu til Straums Embætti sérstaks saksóknara rannsakar meðal annars 7,2 milljarða króna millifærslu frá Landsbank- anum til Straums þann 6. október 2008, degi áður en Fjármálaeftirlitið yfirtók fyrrnefnda bankann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.