Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 22
A ri Jónsson lögmaður var sögu- frægur maður á sextándu öld. Hann var sonur Jóns Arason- ar biskups á Hólum og fylgdi ævinlega föður sínum þegar hann fór í sína leiðangra, og studdi karl með ráðum og dáð. Þó liggur milli línanna í heimildum að Ara hafi stundum þótt sá gamli fara nokkuð oflátungs- lega um sveitir, og sjást ekki alltaf fyr- ir í baráttu sinni. Enda kom Jón biskup ofurefli danska kóngsins upp á móti sér, og það endaði náttúrlega eins og það hlaut að enda. Í einni herferðinni voru Jón og synir hans handsamaðir og færðir í Skálholt þar sem útsend- ari kóngs sá ekki annað ráð en klípa af þeim hausinn með öxi. Svo er sagt að kóngsmenn hafi boðið Ara lögmanni líf, ef hann vildi lofa því að hefna ekki föður síns, en rétt eins og Illugi nafni minn Ásmundsson á sínum tíma, þá hafnaði Ari því kostaboði. Og eins og sannri hetju sæmir, þá kastaði hann eftirminnilegum orðum rétt áður en hann var leiddur út úr fangelsisprís- und sinni á aftökustað, hann sagði: „Nauðugur gekk ég til þessa leiks, en nú skal ég viljugur ganga út.“ Svona er þetta í elstu heimildinni, en í seinni heimildum hefur fyrri hlut- inn verið mildaður eilítið til að gefa ekki í skyn að Jón biskup hafi beinlínis neytt son sinn til að fylgja sér, og því er nú algengast að sagt sé: „Tregur gekk ég til þessa leiks, en nú skal ég viljugur ganga út.“ Ekki þykist ég þvílík hetja sem Ari lögmaður, og víst eru aðstæður okkar á engan hátt svipaðar. Hann var dæmd- ur til dauða, ég var kjörinn á stjórn- lagaþing. En eigi að síður voru það hinstu orð Ara lögmanns, sem mér datt fyrst í hug þegar ég heyrði að nú ætlaði Alþingi að skipa okkur hina 25 fyrrverandi tilvonandi stjórnlagafull- trúa í sérstakt stjórnlagaráð. Og þó ekki orð lögmannsins eins og hann mælti þau, heldur þveröfug: „Viljugur gekk ég til þessa leiks, en nú skal ég tregur út ganga.“ Og „út ganga“ þýðir í þessu tilfelli að ganga á fund þessa nýja stjórn- lagaráðs og taka þátt í fundum þess og störfum, þótt ég sé vissulega nokkuð tregur til. Að reisa land úr rústum Það var mjög snemma á laugardags- fundum Harðar Torfasonar á Austur- velli býsnaveturinn 2008–2009 sem krafan um stjórnlagaþing kom fram. Nýja stjórnarskrá. Hrunið í samfélag- inu var svo algjört – ekki bara efna- hagslegt og fjárhagslegt, heldur líka pólitískt og siðferðilegt – að það dugði augljóslega ekki að láta eins og ekkert hefði í skorist. Sárið var svo stórt að það var ekki til neins að setja plástur; það varð að skera sjúklinginn upp og tjasla upp á sjálfar æðarnar í samfélag- inu. Það er engin tilviljun að í nánast öllum tilvikum sem mikið hrun verður í einhverju ríki, þá krefst fólkið – sem alltaf er fórnarlamb hrunsins – þess að ný stjórnarskrá verði búin til. Ný stjórnarskrá sem geti reist landið úr rústunum. Og það er heldur engin til- viljun að í hvert einasta sinn byrja full- trúar þeirra sömu afla og ollu hruninu, að malda í móinn. „Njaaaaa,“ segja þau. „Stjórnarskrá- in? Hvað á að fara að krukka í hana? Þetta hrun var ekki stjórnarskránni að kenna, það voru misvitrir einstakl- ingar sem ollu hruninu, stjórnarskrá- in hafði ekkert með þetta að gera. Nei, notum frekar tímann og peningana í eitthvað annað en fikta í stjórnar- skránni. Hvaða vitleysa er þetta?“ Þessar raddir voru líka fljótar að kvikna hér á landi, þegar í ljós kom að henni til ævandi hróss, þá lagði nýr forsætisráðherra Jóhanna Sigurð- ardóttir mikla áherslu á að kröfurnar um nýja stjórnarskrá án aðkomu al- þingismanna – það er að segja með sérstöku stjórnlagaþingi – næðu fram að ganga. Og þessar raddir hafa kvart- að og kveinað æ síðan, eftir því sem stjórnlagaþingið færðist nær, og þeir eru til sem halda því fram að úrskurð- ur Hæstaréttar um ógildingu stjórn- lagaþingskosninganna hafi á sinn hátt verið endurómur þessara radda. Svolítið feiminn Ég vona reyndar ekki. Ég vona að það hafi einfaldlega verið smámunasöm lagahyggja eða lagatækni hæstaréttar- dómaranna sex sem blindaði þeim sýn, og dómgreindin sem einfaldlega brást þeim, þegar þeir kváðu upp sinn ranga úrskurð. En rangur er hann, og rangur verður hann að heita, þótt um Hæstarétt Íslands sé að ræða. Viljugur gekk ég til þessa leiks, sagði ég – ég bauð mig fram til stjórn- lagaþingsins vegna þess að ég hef í tvo áratugi eða svo flutt pistla og skrifað greinar um það sem betur mætti fara í samfélaginu, og mér fannst einfald- lega ekki annað hægt en bjóða fram krafta mína, þegar venjulegu fólki gafst kostur á að véla um framtíð samfélags- ins á stjórnlagaþingi. Og ég var svo heppinn að ná kjöri og hlakkaði þessi ósköp til að geta tekið þátt í þessu mik- ilvæga verkefni – þótt ég viðurkenni fúslega að ég var líka svolítið feiminn við þetta risavaxna verkefni. Og ég hrósaði happi þegar við full- trúarnir 25 hittumst og byrjuðum svolítið að bera saman bækur okk- ar, því mér leist undantekningarlaust vel á þetta fólk. Vissulega hafði verið gagnrýnt að þátttaka í kosningunum hafi verið lítil, en það var kannski við ramman reip að draga. Sterk öfl hömr- uðu á því að þetta stjórnlagaþing væri óþörf tímaeyðsla, mikið var gert úr því hvað kosningafyrirkomulagið væri flókið, og fréttirnar síðustu dagana fyr- ir kjördag fjölluðu bara um hvað búast mætti við ógnarlöngum biðröðum og langri bið á kjörstað. Þrátt fyrir þetta skilaði sér þriðj- ungur þjóðarinnar á kjörstað og tókst alveg furðulega vel til um val á þessum 25 fulltrúum. Ég fullyrði til dæmis að þar er að minnsta kosti ekki síðra mannval en á Alþingi Íslendinga – og jafnvel töluvert betra! Ég varð æ sann- færðari um að þessi aðferð til að smíða nýja stjórnarskrá – stjórnlagaþing ann- arra en alþingismanna – væri rétt. En svo kom úrskurður Hæstarétt- ar, og var vissulega voðalegt áfall. Mín fyrstu viðbrögð voru einfaldlega þau að ef svona rækileg mistök hefðu ver- ið gerð við kosninguna til stjórnlaga- þingsins, þá yrði einfaldlega að kjósa aftur. Ekkert annað dygði. Ég var því í byrjun alveg mótfallinn þeirri hug- mynd að við fulltrúarnir 25 yrðum skipaðir á sérstakt þing eða í ráð af Al- þingi. Illskásta leiðin En svo fóru að renna á mig fáein- ar grímur. Þegar ég las betur úrskurð Hæstaréttar fannst mér hann svo frá- leitur og í rauninni rangur, að mér fannst – þið fyrirgefið orðalagið – hel- víti hart að svo stór steinn skyldi lagð- ur í götu stjórnlagaþingsins af svo ör- smáum ástæðum. Sérstaklega í ljósi þess að ekki einn maður hefur getað haldið því fram að eitthvað hafi mis- farist við kosninguna sjálfa, þrátt fyrir hina meintu annmarka. Og ég hugsaði með mér: Gott og vel, við 25 vorum sannanlega þjóð- kjörin á stjórnlagaþing. Ef Alþingi ákvæði að skipa nú einhverja valin- kunna lögfræðinga í stjórnarskrár- nefnd (eins og gert hefur verið marg- sinnis áður með engum árangri), þá myndi líklega enginn hreyfa andmæl- um. En hvað er þá rangt við að skipa okkur 25 í slíka stjórnarskrárnefnd, okkur sem sannanlega höfum verið kosin til þess af þjóðinni að véla um stjórnarskrána? Því hef ég á endanum ákveðið að fallast á skipan í þetta stjórnlaga- ráð. Það er ekki með neinni sérstakri ánægju, svona akkúrat í dag. Það var engin mjög góð leið út úr þeirri ófæru sem Hæstiréttur hleypti málinu út í, en það má halda því fram að þetta sé illskásta leiðin. Og ég ætla vissulega enn að láta allt það góða af mér leiða sem ég get, enn ákveðnari en fyrr í að hömlur þurfi að reisa gegn valda- klíkum og máttsjúkum einstakling- um í því samfélagi sem hrundi 2008 en ennþá velkist svo óþægilega fyrir okkur. Það er leiðin til sigurs, og þótt fyrstu skrefin gangi ég kannski svolítið tregur, eftir það sem sem á undan er gengið af Hæstarétti, þá skal ég nú feta hana viljugur allt til enda. Leiðin til sigurs Veistu hvað Ingi? Ég veit hvern-ig börnin verða til,“ sagði Finn-ur bróðir minn við mig á skóla- lóðinni í frímínútum í Ísaksskóla. Þetta var árið 1985. Ég var fimm ára en hann var sex. Finnur átti góðan vin sem var veraldarvanari en við bræðurnir og kynnti bróður minn fyrir ýmsu sem hafði verið okkur hul- ið fyrstu ár ævi okkar. Vinurinn hafði sagt Finni frá þessari merkilegu stað- reynd sem við höfðum líklega, fram að því, aldrei leitt hugann að. Reynd- ar var sú útgáfa af getnaði mann- skepnunnar sem vinur bróður míns fóðraði hann á ekki alveg rétt þó að meginhugmyndin væri í aðalatrið- um sannleikanum samkvæm. Sæði karlmannsins var nefnilega orðið að pissi samkvæmt þessari útgáfu og heyrði ég því frá bróður mínum sem flissaði og glotti: „Maðurinn pissar inn í píkuna á konunni og svo kem- ur barn.“ Mér fannst þetta auðvitað stór-merkileg uppgötvun: Að ég og allt hitt fólkið í heimin- um hefði getað orðið til úr pissi einu saman. En lítil börn hafa auðvitað enga vitneskju um tilvist sæðis; það er bara eitt, og aðeins eitt, efni sem kemur úr kynfærum karlmannsins. Í upphafi var maðurinn sem sagt piss samkvæmt þessari skýringu. Ég man ekki hvenær ég hætti að trúa þessari pisskenningu um tilurð mannsins en nokkrum árum síðar hafði annar misskilningur um sköpun mannsins orðið ofan á hjá mér. Þetta augnablik í Ísaksskóla var þó upphaf þess að ég gerði mér grein fyrir því að ég væri ekki sjálfsskapaður eða hefði orðið til úr engu: Einhver maður gerði eitt- hvað sem varð til þess ég fæddist. Við bræðurnir sátum þá fyrir framan sjónvarpið og horfðum á bandaríska sjónvarpsþáttinn um Strandverði. Þetta var í kring- um 1990, eða kannski 1991. Ein af strandvörslukonunum íðilfögru var kasólétt í þættinum og þurfti að fæða barnið sitt í skúr einum á ströndinni í Kaliforníu. Engin ljósmóðir var á staðnum og þurfti karlkyns kollegi hennar að taka á móti króganum. Þar sem strandvörðurinn sat upp við vegginn á skúrnum og rembdist við að verða léttari benti ég bróður mín- um á það að ákveðnu smáatriði væri ábótavant í atriðinu: Hvernig ætti strandvörðurinn að geta fætt barnið í þessari stellingu þar sem hún sæti á rassinum? Ég man að bróðir minn leit á mig í forundran áður en hann stökk upp úr stólnum, hoppaði nærri hæð sína fyrir framan mig og skríkti: Ingi! Ertu að segja mér að þú haldir að börnin komi út um rassinn.“ Ég varð að viðurkenna það að þetta var rétt: Ég hafði staðið í þeirri trú að konur skitu börnunum sem þær báru undir belti. Ég veit ekki af hverju ég hafði haldið þetta en athugasemdin um strandvörslukonuna hafði opin- berað vanþekkingu mína. Bróðir minn stríddi mér á þessari fávisku minni í langan tíma þarna á eftir og gerir reyndar enn – skiljanlega – þeg- ar við rifjum atvikið upp. Á fimm ára tímabili hafði ég því loksins öðlast rétta þekkingu á því hvernig börnin verða til – þó ekki væri rétt að þau yrðu til með pissi – og hvernig þau koma í heim- inn – ekki í gegnum rassinn – og var líklega langt á eftir jafnöldrum mín- um að þessu leyti. Ég vona að al- mennt séð viti tíu ára börn betur en ég hvaðan þau komu þegar þau fæddust. Í bæði skiptin hafði eldri bróðir minn fært mér þessa mik- ilvægu þekkingu sem varpaði svo skörpu og mikilvægu ljósi á lífið og tilveruna. Þetta voru svör við stór- um spurningum og mun ég aldrei gleyma þessum augnablikum. Þessi augnablik rifjuðust upp fyrir mér fyrir skömmu við ann-að tengt tilefni sem þó er sýnu merkilegra og mikilvægara: Fæðingu sonar míns fyrr í mánuðinum. Þeir sem þekkja þá tilfinningu að eignast barn vita sem er að hún er ólýsanleg – henni verður ekki komið almenni- lega í orð líkt og örfáar aðrar tilfinn- ingar, sætar eða súrar, sem við get- um upplifað á lífsleiðinni. Að horfa á sitt eigið barn koma í heiminn er mikið undur í fáum orðum sagt. Svo eykst væntumþykjan í garð barnsins dag frá degi eftir því sem maður gerir sér betur grein fyrir því að barnið er raunverulegt, að maður átti þátt í að búa það til og koma því heiminn. Þetta eru því þrjú augnablik í þroskaferli sem gengur út á lífið sjálft ef svo má segja. Það að átta sig á því, nánast alveg skyni skroppinn á barnsaldri, hvernig maðurinn fjölgar sér og fæðir af- kvæmi og svo sú undraverða til- finning sem felst í því að taka sjálf- ur þátt í þessu ferli þegar maður hefur aldur til. Ég ætla hins veg- ar að gæta þess þegar sonur minn vex úr grasi að taka hann á lær mér svona í kringum fimm ára aldurinn og fara yfir það með honum hvern- ig börnin verða til, allt frá getnaði til fæðingar, til að koma í veg fyrir að hann standi í þeirri trú í lengri eða skemmri tíma að börnin verði til úr pissudropum karlpeningsins og komi svo út um óæðri endann á mæðrum sínum. 22 | Umræða 25.–27. febrúar 2011 Helgarblað Helgarpistill Ingi F. Vilhjálmsson Trésmiðjan Illugi Jökulsson Um piss og rassa og son minn litla „Ekki þykist ég þvílík hetja sem Ari lögmaður, og víst eru aðstæður okkar á engan hátt svipaðar. Hann var dæmdur til dauða, ég var kjörinn á stjórnlagaþing.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.