Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 56
56 | Lífsstíll 25.–27. febrúar 2011 Helgarblað Bröns alla laugardaga og sunnudaga Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is Verð aðeins 1.795 með kaffi eða te Herraleg áhrif í kventískunni Síðustu ár hafa kvenleg áhrif verið ráðandi, blómamynstur, blúndur, pin-up stíll og tíska í anda fimmta áratugarins. En tískan fer í hringi eins og vant er og í ár er heitasta trendið í kventískunni herralegur fatnaður. Tískufyrirmyndina að þessum stíl má rekja til hinnar sígildu kvikmyndar Victor Victoria frá árinu 1982. Í þeirri mynd leikur Julie Andrews sópran sem nær ekki frama í leikhúslífi Parísarborgar fyrr en hún tekur upp gervi karlmanns. Herrasveifluna í kventískunni mátti fyrst greina þegar Lady GaGa sat fyrir í japanska Vogue í herraklæðum síðastliðið haust og eftir því sem líður á árið 2011 verður sveiflan sterkari, í ár teflir tískuhúsið Givenchy fram Leu T sem andliti hússins. Hún er kynskipt- ingur og hefur vakið gríðarlega athygli í annars einsleitum iðnaði. Tískuhúsið Acne selur skyrtur sem eru hannaðar fyrir bæði kyn. Kvenleikinn mátaður við herratísk- una Smókingskyrtur og slaufur. Sjóðheit Lara Með smart slaufu við annars íhaldssaman herrafatnað. Glæsileg Fyrirsætan Janelle Monae tekur sig vel út í herrafatnaði. Við elskum fallegar, handgerðar flíkur og erum afskaplega þakk-lát fyrir það fagfólk sem vinnur fyrir okkur,“ segir Gunnar Hilmarsson hjá Anderson & Lauth. Nýja vorlína þeirra hjóna, Gunnars og Kolbrúnar, Poetic Couture, er væntanleg í versl- anir á næstunni og einkennist af mik- illi fínvinnu og rómantík. Allar flíkur þeirra eru handgerðar. „Við höfum verið svo lánsöm að fá til liðs við okkur margt af besta handverksfólki heims í bróderingar,“ segir Gunnar. „Í rauninni kynntumst við þess- um heimi fyrst þegar við unnum fyrir erlend fyrirtæki, eins og All Sa- ints og Day þar sem áherslan var oft á smá atriði. Handverksfólkið okkar er á Indlandi og það er alger unun að vinna með þessu fagfólki. Þeirra þekking er mikil og er við- haldið innan fjölskyldna. Fyrirtæk- in sem sinna þessum verkum fyrir okkur eru mannmörg, í þeim starfa oft 400 manns og yfirmennirnir eru konur, og karlar oft að bródera. Það er hins vegar oft krefjandi að fylgja eftir flíkunum í vinnslu og stundum þarf maður að bíta á jaxlinn því tíma- skynið er oft annað þarna en hér og í tískubransanum snýst allt um dag- setningar.“ Kassinn er fullur af drasli Fatnaður frá Andersen & Lauth er seldur í rúmlega 500 verslunum fyrir haustið og á síðasta ári voru þau með sérsamning við Urban Outfitters. „Við sögðum þeim samningi upp því hann tók of mikla orku frá okkur. Við erum mjög einbeitt í því að styrkja vöru- merkið og þá ímynd sem við viljum tryggja því. Við höfum verið að segja nei við öllu sem passar ekki í kass- ann okkar. Kassinn er vel mótaður og hann er fullur af drasli,“ segir Gunnar og segir þau hjón leggja áherslu á að vera mjög öguð í vinnubrögðum. Við erum með afar skýra sýn á það hvert við stefnum og gefum engan afslátt af henni. Við vitum að sú festa borgar sig á endanum.“ Gunnar segir þau hjón afar lán- söm að fá að starfa við það sem þau hafa ástríðu fyrir. „Við fáum sterka svörun við því sem við gerum og það hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Við búum til okkar draumaheim sem er hægt að fara í, hann er raunveruleg- ur fyrir mér.“ Búa til draumaheim Hjónin Gunnar Hilmarsson og Kolbrún Petrea Gunnarsdóttir selja fatalínu sína, Andersen & Lauth í 500 verslunum um allan heim. Andersen & Lauth er heiti fyrsta klæðskeraverkstæðisins í Reykjavík sem var stofnað 1934. Þau sækja sér innblástur til Vikt- oríutímabilsins og starfa af brennandi ástríðu. Vor- lína ársins 2011, Poetic Couture, einkennist af mikilli fínvinnu við smáatriði í blúndum og bróderingum. Í heimsókn á vinnustofuna Vefsíða Anderson & Lauth er þess virði að líta á: Á andersenlauthdesignstudio.blogspot.com má fylgjast með ferlinu við hönnun línunnar og sjá hvað þeim hjónum er innblástur. Hér er Kolbrún við hugmyndavinnu. Svartar blúndur í Cosmopolitan Alexa Chung elskar Andersen & Lauth Tískudrottningin Alexa Chung hefur oftar en einu sinni sést í flík frá Anderson & Lauth og fengið lof fyrir í pressunni. Hér er hún mynduð í hvítum kjól úr sumarlínu 2010. „Hún fær flíkurnar frá stílista í Bretlandi,“ segir Gunnar sem segir merkið hafa fengið mikla athygli síðasta hálfa árið. Glæsilegur myndaþáttur í Damernas Värld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.