Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Síða 42
42 | Fermingar 25.–27. febrúar 2011 Helgarblað 2011 Fermingarboðskor t V ið gerum boðskor tin í ferminguar veislunaVerð frá 135kr. stk. www.myndval. is Þönglabakki 4 - sími 557 4070 Það er sniðugt að nota brúnan maskara á fermingardaginn, þá sérstaklega fyrir stelpur sem eru ljóshærðar og með ljós augnhár. Svartur maskari getur einfaldlega reynst of mikill. Brúnn maskari fæst í flestum snyrtivörumerkjum. Augnskuggapallíettur með leiðbeiningum fást til dæmis hjá Maybelline. Augnskuggarnir eru númeraðir og aftan á umbúðunum eru leiðbeiningar um hvernig er hægt að blanda litunum saman til að fá fallega augnförðun. Það þarf ekki að kaupa litað dagkrem heldur er hægt að búa til slíkt krem með því að taka farða frá mömmu eða systur og bæta örlitlu af rakakremi út í. Fallegt gloss getur verið notað sem kinnalitur, þú setur bara smá gloss á fingur og „doppar“ glossinu á kinnarnar. Þá færðu fallegan ljóma og líka flottan „hightlighter“. Ef bera á brúnkukrem í andlit er gott að setja kremið í litla bómullar-skífu og bera þannig kremið á. Þá dreifist kremið jafnt og þétt yfir húðina og dregur þannig úr hættunni á að það myndist flekkir í andlitinu. Passið líka að setja smá á eyrun. Til að koma í veg fyrir að það myndist skil á andliti og hálsi er lykilatriði að setja örlítið af farðanum eða litaða dagkreminu niður á hálsinn. Til þess að bæta aðeins við förðunina er sniðugt að vera með eitthvað flott naglalakk. Ef maður er í einföldum fötum getur það gert mikið að setja rautt eða fjólublátt naglalakk á neglurnar til að brjóta útlitið aðeins upp. Ef fermingarstúlkan ætlar að vera í hvítu að ofan á fermingardaginn er sniðugt að hún sé búinn að fara í fermingarfötin þegar hún farðar sig. Þannig kemur hún í veg fyrir að farðinn smitist í fötin og skilji eftir leiðindalit. 8 ráð fyrir fermingarförðun F yrir fermingarstúlkur er al- gengast að hafa létta náttúru- lega förðun og halda í nátt- úrulega litatóna í förðuninni, sem eru brúnir tónar. Lykilatriði er að hafa fallega húð og að passa vel upp á húðina, því ef húðin er góð koma flestir farðar vel út. Það þarf að hugsa vel um húðina, með hreinsimjólk og andlitsvatni. Hreinsimjólkin opnar svitaholurnar og hreinsar öll óhrein- indi úr þeim. Andlitsvatnið lokar svo svitaholunum aftur og þá getur húð- in haldið áfram að starfa á venjuleg- an hátt. Einnig er mikilvægt að nota rakakrem. Best er að nota léttan farða sem sest ekki þungt á húðina og alls ekki hafa farðann of þéttan. Litað dagkrem getur hentað flestum fermingarstelp- um því þá fær húðin góða næringu úr farðanum á meðan það gefur fal- legan lit. Ef stelpur þurfa hyljara verð- ur að hafa í huga að nota ekki meira en þarf. Léttur kinnalitur gefur svo roða í kinnarnar en hann er settur í „epli“ kinnanna sem birtast þegar maður brosir. Þá strýkur maður létt- um kinnalit yfir kinnarnar. Brúntóna augnskuggar henta líka vel fyrir svona náttúrulega förðun. Lykilatriði í förð- uninni er að hafa ekki of mikið, til að halda útlitinu náttúrulegu. Brúnkukrem sem gefa næringu Það eru margar stelpur sem vilja fá smálit fyrir ferminguna og þá er fínt að fjárfesta í brúknukremi og bera það á þremur dögum fyrir ferming- una. Þá er hægt að koma í veg fyrir að mikil skil myndist og að flekkir mynd- ist. Mörg brúnkukrem gefa húðinni raka og stigvaxandi lit. Með rakan- um fær húðin sem náttúrulegastan og heilbrigðastan lit. Líkt og með förðun- ina er það lykilatriði að ekki sé gengið of langt og að reynt sé að halda sem náttúrulegustu litatónum. Brúnku- krem sem hafa stigvaxandi litaráhrif geta þá hentað vel fyrir stelpur sem eru ekki vissar um hversu mikinn lit þær vilja hafa. Það þarf að gefa sér tíma til að prófa sig áfram vilji maður fá alveg rétta litinn og réttu förðunina á ferm- ingardaginn sjálfan. Alveg eins og sumar stelpur drífa sig í prufugreiðslu fyrir fermingardaginn er ekki vitlaust að vera með prufuförðun. Stelpukvöld með mömmum eða systrum Það ættu allar stelpur að fá kennslu í förðun til að læra bæði réttu handtök- in og hvar mörkin liggja. Það er kjör- ið að mæðgur, systur eða frænkur taki frá heila kvöldstund þar sem stelpu- hlutum eins og förðun væri sinnt. Þá er jafnvel hægt að leigja stelpumynd, finna stelpublöð og skoða stelpuvef- síður til þess eins að skoða förðun og mismunandi hárgreiðslur. Á sama tíma geta mæður, systur og frænkur frætt fermingarstelpuna um hvernig eigi að bera sig að og hvað sé eðlilegt og hvað sé of mikið. Svo geta stelpu- kvöld líka bara verið þrælskemmti- leg og fært stelpurnar í fjölskyldunni saman. Ef fermingarstúlkan á sér uppá- haldssöng- eða leikkonu getur ver- ið sniðugt að fletta upp myndum af henni á Google. Þá er hægt að eyða kvöldinu í að reyna að ná sama útliti. Þannig fær stúlkan tækifæri til að gera sína eigin förðun en með hjálp frá einhverjum sem hefur meiri reynslu. Á svona stelpukvöldum er bæði hægt að finna réttu greiðsluna og réttu förð- unina. Náttúruleg förðun á fermingardaginn n Náttúruleg förðun er best fyrir fermingarstelpur n Góð hugmynd að halda stelpukvöld til að huga að förðun og öðru n Mikilvægt er að fara vel með húðina, þekkja mörkin og ganga ekki of langt Náttúruleg förðun Létt förðun með brúntóna litum hentar fermingar stelpum best. MYND HEIÐA HELGADÓTTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.