Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 70
70 | Fólkið 25.–27. febrúar 2011 Helgarblað
Engar áhyggjur
út af skallanum
Þorsteinn Guðmundsson, leikari og grínisti,
segist ekki líta á það sem vandamál að
hárið á honum sé farið að þynnast. „Ég er
kominn með blettaskalla og hárlínan er að
færast ofar en ég verð bara svo rosalega
sætur svona,“ segir Þorsteinn í viðtali í
nýjustu útgáfu Monitor. „Það sem skilur
okkur Ramsay að eru hárígræðslurnar,“
segir Þorsteinn sem hefur sett sig í hlutverk
skapofsakokksins Gordons Ramsay í
auglýsingum fyrir SS-pylsur en hann þykir
nokkuð líkur kokkinum fræga. „Ef ég fer út í
svona hárígræðslur máttu skjóta mig á færi.“
Tilbúinn
að hjóla
Útvarpsstjórinn Einar Bárðarson er heldur
betur í átaki þessa dagana en hann vinnur að
því ásamt Loga Geirssyni handboltakappa
að koma sér úr 133 kílóum niður í 100,5.
Átakið fer ágætlega af stað og er Einar búinn
að missa 5 kíló strax og er í dag 128 kíló.
Einar er tilbúinn að fara alla leið með átakið
og hefur heitið því að hjóla heiman frá sér,
í Innri-Njarðvík í Reykjanesbæ, í vinnuna,
um 46 kílómetra leið, nái Facebook-síða
Kanans 10.000 aðdáendum fyrir klukkan
8.00 á mánudagsmorgun. Á fyrstu tíu
klukkutímunum eftir yfirlýsinguna bættust
500 aðdáendur við síðuna.
Engilbert Jensen, söngvari Hljóma, sjötugur:
Vildum hafa Rúna Júl með okkuR
Þ etta var virkilega skemmtilegt. Þarna komu allir gömlu félag-arnir og við fengum okkur kaffi,
spjölluðum og rifjuðum upp gamlar
minningar,“ segir söngvarinn Engil-
bert Jensen úr Hljómum sem varð
sjötugur síðastliðinn fimmtudag.
Hljómarnir þrír, Engilbert, Gunn-
ar Þórðarson og Erlingur Björnsson
hefðu að sjálfsögðu viljað hafa eina
goðsögn til með í afmælinu sem þó
var ekki mögulegt.
Það vantaði auðvitað Rúnar
Júlíus son sem varð allur í desem-
ber 2008. Engilbert á þó plakat með
mynd af Rúna og höfðu þeir félag-
arnir kónginn með í veislunni. „Rúni
var ekki til í öðru formi, því miður.
Hann er farinn, blessaður. Við vild-
um samt hafa hann með okkur,“ segir
Engilbert. „Ég notaði hann þarna til
að breiða yfir bumbuna á mér,“ bætir
hann við og skellir upp úr.
Afmælisveisluna bar nokkuð brátt
að, segir Engilbert. „Þetta var allt í
frekar lausum reipum en það var
gaman að hitta félagana. Ég er núna
á leiðinni til Keflavíkur til sonar míns
í veislu þar. Hann ætlar að gera vel
við gamla manninn. Ætli ég fái ekki
hrygg eða eitthvað gott.“
Þó Engilbert sé kominn á gam-
als aldur spáir hann lítið í það. Hann
hugsar frekar um að lifa lífinu. „Ég
hef nú aldrei spáð neitt í þessa af-
mælisdaga. Fyrir mér eru þetta bara
tölur. Ég nenni ekkert að vera gamall.
Ég er bara hress og kátur og ætla að
halda því áfram,“ segir Engilbert Jen-
sen, söngvari. tomas@dv.is
Með mynd af Rúna Júl Þrír hljómar: Gunnar
Þórðarson, Engilbert og Erlingur Björnsson.
Með hnífinn að vopni Engilbert
sker afmæliskökuna sem félagarnir
smjöttuðu á.
á nærfötunum
Kærasta Gillz
Kærasta Egils Gillz Einarsson-ar, Guðríður Jónsdóttir, oft-ast kölluð Gurrý, er meðal
keppenda í Ungfrú Reykjavík sem
fram fer í dag, föstudag, á Broad-
way. Gurrý hefur ekki verið mik-
ið í sviðsljósinu þrátt fyrir að kær-
astinn hennar sé einn frægasti
maður landsins um þessar mund-
ir. Gurrý er meðal 30 stúlkna
sem taka þátt í keppninni Ungfrú
Reykjavík í ár.
Bæði áhugafólk um líkams-
rækt
Keppendur í fegurðarsamkeppn-
um þurfa að koma vel fyrir og krafa
er gerð til þess að þeir séu í góðu
formi. En hjálpaði Gillz henni að
komast í form? Egill er einkaþjálf-
ari og rekur fjarþjalfun.is sem hef-
ur slegið í gegn. Hann þykir sjálf-
ur vera í afbragðs formi og hefur
hlotið viðurnefnið „þykki“ fyrir
gott form. Hann hefur verið við-
loðandi líkamsrækt í rúman ára-
tug og hefur hjálpað fjölda manns
að komast í gott form.
Í nýlegu viðtali við tímaritið
Vikuna segist Gurrý hafa gaman af
líkamsrækt og því augljóst að hún
og Egill eigi sameiginlegt áhuga-
mál. „Líkamsrækt og heilbrigður
lífsstíll er eitthvað sem ég legg mig
fram við að stunda,“ sagði hún
meðal annars í viðtalinu.
Ekki óvön sviðsljósinu
Þó að Gurrý hafi ekki verið í sviðs-
ljósinu líkt og kærastinn er hún
ekki óvön að koma fram og leyfa
fegurð sinni að njóta sín. Hún tók
meðal annars þátt í Samkeppni
Samúels á síðasta ári og var um-
fjöllun um hana á Skvísuvaktinni
sem ofurfyrirsætan Ásdís Rán hélt
úti um nokkurt skeið. Einhverjir
ættu því að kannast við stúlkuna.
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú
Reykjavík hefur skapað sér fast-
an sess á Broadway síðustu árin
og þar fer keppnin fram líkt og
áður. Keppninni verður sjónvarp-
að í beinni útsendingu á Skjá Ein-
um og býðst stúlkunni sem sigrar
keppnina að taka þátt í keppninni
Ungfrú Ísland sem fram fer síðar
á árinu.
n Gurrý Jónsdóttir tekur þátt í Ungfrú Reykjavík n Verður í nærfötum og bað-
fötum á sviðinu á Broadway n Gillz og Gurrý hafa bæði gaman af líkamsrækt
Gillz Egill Einarsson kom líklegast
eitthvað nálægt því að koma
Gurrý í form fyrir keppnina.
Glæsileg Gurrý er glæsileg í síðkjól.
Mynd frá æfingu fyrir keppnina Ungfrú
Reykjavík. Mynd BJöRn Blöndal
Ekki feimin Gurrý skorast ekki undan því
að koma fram á undirfötum. Myndin var
tekin á æfingu fyrir Ungfrú Reykjavík.
Mynd BJöRn Blöndal