Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 70
70 | Fólkið 25.–27. febrúar 2011 Helgarblað Engar áhyggjur út af skallanum Þorsteinn Guðmundsson, leikari og grínisti, segist ekki líta á það sem vandamál að hárið á honum sé farið að þynnast. „Ég er kominn með blettaskalla og hárlínan er að færast ofar en ég verð bara svo rosalega sætur svona,“ segir Þorsteinn í viðtali í nýjustu útgáfu Monitor. „Það sem skilur okkur Ramsay að eru hárígræðslurnar,“ segir Þorsteinn sem hefur sett sig í hlutverk skapofsakokksins Gordons Ramsay í auglýsingum fyrir SS-pylsur en hann þykir nokkuð líkur kokkinum fræga. „Ef ég fer út í svona hárígræðslur máttu skjóta mig á færi.“ Tilbúinn að hjóla Útvarpsstjórinn Einar Bárðarson er heldur betur í átaki þessa dagana en hann vinnur að því ásamt Loga Geirssyni handboltakappa að koma sér úr 133 kílóum niður í 100,5. Átakið fer ágætlega af stað og er Einar búinn að missa 5 kíló strax og er í dag 128 kíló. Einar er tilbúinn að fara alla leið með átakið og hefur heitið því að hjóla heiman frá sér, í Innri-Njarðvík í Reykjanesbæ, í vinnuna, um 46 kílómetra leið, nái Facebook-síða Kanans 10.000 aðdáendum fyrir klukkan 8.00 á mánudagsmorgun. Á fyrstu tíu klukkutímunum eftir yfirlýsinguna bættust 500 aðdáendur við síðuna. Engilbert Jensen, söngvari Hljóma, sjötugur: Vildum hafa Rúna Júl með okkuR Þ etta var virkilega skemmtilegt. Þarna komu allir gömlu félag-arnir og við fengum okkur kaffi, spjölluðum og rifjuðum upp gamlar minningar,“ segir söngvarinn Engil- bert Jensen úr Hljómum sem varð sjötugur síðastliðinn fimmtudag. Hljómarnir þrír, Engilbert, Gunn- ar Þórðarson og Erlingur Björnsson hefðu að sjálfsögðu viljað hafa eina goðsögn til með í afmælinu sem þó var ekki mögulegt. Það vantaði auðvitað Rúnar Júlíus son sem varð allur í desem- ber 2008. Engilbert á þó plakat með mynd af Rúna og höfðu þeir félag- arnir kónginn með í veislunni. „Rúni var ekki til í öðru formi, því miður. Hann er farinn, blessaður. Við vild- um samt hafa hann með okkur,“ segir Engilbert. „Ég notaði hann þarna til að breiða yfir bumbuna á mér,“ bætir hann við og skellir upp úr. Afmælisveisluna bar nokkuð brátt að, segir Engilbert. „Þetta var allt í frekar lausum reipum en það var gaman að hitta félagana. Ég er núna á leiðinni til Keflavíkur til sonar míns í veislu þar. Hann ætlar að gera vel við gamla manninn. Ætli ég fái ekki hrygg eða eitthvað gott.“ Þó Engilbert sé kominn á gam- als aldur spáir hann lítið í það. Hann hugsar frekar um að lifa lífinu. „Ég hef nú aldrei spáð neitt í þessa af- mælisdaga. Fyrir mér eru þetta bara tölur. Ég nenni ekkert að vera gamall. Ég er bara hress og kátur og ætla að halda því áfram,“ segir Engilbert Jen- sen, söngvari. tomas@dv.is Með mynd af Rúna Júl Þrír hljómar: Gunnar Þórðarson, Engilbert og Erlingur Björnsson. Með hnífinn að vopni Engilbert sker afmæliskökuna sem félagarnir smjöttuðu á. á nærfötunum Kærasta Gillz Kærasta Egils Gillz Einarsson-ar, Guðríður Jónsdóttir, oft-ast kölluð Gurrý, er meðal keppenda í Ungfrú Reykjavík sem fram fer í dag, föstudag, á Broad- way. Gurrý hefur ekki verið mik- ið í sviðsljósinu þrátt fyrir að kær- astinn hennar sé einn frægasti maður landsins um þessar mund- ir. Gurrý er meðal 30 stúlkna sem taka þátt í keppninni Ungfrú Reykjavík í ár. Bæði áhugafólk um líkams- rækt Keppendur í fegurðarsamkeppn- um þurfa að koma vel fyrir og krafa er gerð til þess að þeir séu í góðu formi. En hjálpaði Gillz henni að komast í form? Egill er einkaþjálf- ari og rekur fjarþjalfun.is sem hef- ur slegið í gegn. Hann þykir sjálf- ur vera í afbragðs formi og hefur hlotið viðurnefnið „þykki“ fyrir gott form. Hann hefur verið við- loðandi líkamsrækt í rúman ára- tug og hefur hjálpað fjölda manns að komast í gott form. Í nýlegu viðtali við tímaritið Vikuna segist Gurrý hafa gaman af líkamsrækt og því augljóst að hún og Egill eigi sameiginlegt áhuga- mál. „Líkamsrækt og heilbrigður lífsstíll er eitthvað sem ég legg mig fram við að stunda,“ sagði hún meðal annars í viðtalinu. Ekki óvön sviðsljósinu Þó að Gurrý hafi ekki verið í sviðs- ljósinu líkt og kærastinn er hún ekki óvön að koma fram og leyfa fegurð sinni að njóta sín. Hún tók meðal annars þátt í Samkeppni Samúels á síðasta ári og var um- fjöllun um hana á Skvísuvaktinni sem ofurfyrirsætan Ásdís Rán hélt úti um nokkurt skeið. Einhverjir ættu því að kannast við stúlkuna. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Reykjavík hefur skapað sér fast- an sess á Broadway síðustu árin og þar fer keppnin fram líkt og áður. Keppninni verður sjónvarp- að í beinni útsendingu á Skjá Ein- um og býðst stúlkunni sem sigrar keppnina að taka þátt í keppninni Ungfrú Ísland sem fram fer síðar á árinu. n Gurrý Jónsdóttir tekur þátt í Ungfrú Reykjavík n Verður í nærfötum og bað- fötum á sviðinu á Broadway n Gillz og Gurrý hafa bæði gaman af líkamsrækt Gillz Egill Einarsson kom líklegast eitthvað nálægt því að koma Gurrý í form fyrir keppnina. Glæsileg Gurrý er glæsileg í síðkjól. Mynd frá æfingu fyrir keppnina Ungfrú Reykjavík. Mynd BJöRn Blöndal Ekki feimin Gurrý skorast ekki undan því að koma fram á undirfötum. Myndin var tekin á æfingu fyrir Ungfrú Reykjavík. Mynd BJöRn Blöndal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.