Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 52
52 | Fókus 25.–27. febrúar 2011 Helgarblað
Ekki fyrir viðkvæma
Hér er á ferðinni framhald hins
geysivinsæla Dead Space sem gerði
allt vitlaust þegar hann kom á mark-
að árið 2008. Dead Space 2 gerist
þremur árum eftir lok fyrri leiksins
og segir frá baráttu Isaacs Clarke við
miskunnarlausar geimverur á geim-
stöðinni Sprawl sem staðsett er á
Títan, einu af tunglum Satúrnusar.
Isaac man ekkert hvað hefur gerst á
þessum þremur árum sem liðin eru
frá lokum fyrri leiksins. Án þess að
fara of djúpt ofan í söguþráðinn þá
kemur fljótlega í ljós að ekki er allt
með felldu.
Dead Space 2 er virkilega flottur
leikur, líklega langflottasti leikurinn
sem komið hefur út í flokki hryll-
ingsleikja. Grafík og hljóðsetning eru
til fyrirmyndar og skapa á köflum
svakalega taugatrekkjandi andrúms-
loft sem er ekki fyrir viðkvæma. Það
er nákvæmlega það sem Dead Space
1 gerði svo vel. Þegar lagt er huglægt
mat á leik eins og Dead Space 2 er
óhjákvæmilegt að bera hann saman
við fyrri leikinn. Dead Space 2 virkar
ekki eins ferskur og fyrri leikurinn þó
svo að fjölmargar skemmtilegar nýj-
ungar sé að finna í leiknum, nægir í
því samhengi að nefna netspilunina,
auk þess sem vopnin hafa verið tekin
í gegn.
Það er óhætt að mæla með Dead
Space 2 fyrir alla sem spiluðu fyrri
leikinn og höfðu gaman af. Dead
Space 2 bætir þó í sjálfu sér ekki
miklu við og er í raun aðeins meira
af því sama. Það er ekki endilega nei-
kvætt þar sem fyrri leikurinn situr í
minningunni sem einn besti leikur
sem komið hefur út á PlayStation 3.
Hvað ertu að gera?
mælir með...
mælir ekki með...
KVIKMYND
127 Hours
„Frábærlega raunsönn
og frumleg mynd sem á
allar óskarsverðlauna-
tilnefningarnar fyllilega
skilið.“ – Valgeir Örn
Ragnarsson
KVIKMYND
The King‘s
Speech
„Það er ekki skrýtið að
The King’s Speech hafi hlotið 12 tilnefningar
til óskarsverðlauna.“ – Jón Ingi Stefánsson
TÖLVULEIKUR
Little Big Planet 2
- Playstation 3
„Það reynir á
sköpunargáfuna í
þessum leik sem reynist
fjölskyldumeðlimum á
öllum aldri spennandi.“
– Kristjana Guðbrandsdóttir
LEIKVERK
Ballið á Bessastöðum
„Sem bókmenntaverk
er leikritið ekki nema
upp á svona tvær
stjörnur, ef þá það.
Sýningin slagar hins
vegar hátt í fjórar.“
– Jón Viðar Jónsson
KVIKMYND
Sanctum
„Ef þú gerir lélega
mynd og hún er í
þrívídd þá er hún
áfram ekkert annað
en léleg mynd í
þrívídd. Leiðindi í
þrívídd eru ennþá
leiðindi.“ – Erpur Eyvindarson
Nadia Banine dagskárgerðarkona og
flugfreyja.
Hvaða tónlist ertu að hlusta á
núna?
„Var að uppgvöta James Blake.“
Hvaða tímarit eru í uppáhaldi og
hvers vegna?
„Hús og híbýli, vegna þess að ég hef
endalausan áhuga á hönnun, arkítektúr
og fallegum hlutum. Svo er hún Þórunn
vinkona mín alltaf að gera eitthvað flott í
blaðinu.“
Hvað ætlar þú að gera um helgina?
„Kynna Ungfrú Reykjavík og fara að hlusta á
uppáhaldshljómsveitina mína, Hjaltalín.“
Hvaða bækur eru í uppáhaldi hjá
þér?
„Er núna að lesa Hrossafræði Ingimars
Sveinssonar.“
Er að lesa
hrossafræði
er hættuleg
Heimskan
T
aílensk kona kemur til Ís-
lands að hitta tilvonandi
eiginmann sinn. Hún kem-
ur rakleitt inn á heimili þar
sem hún er afklædd og læst inni í
herbergi. Maðurinn tilvonandi hef-
ur boðið vinum sínum í heimsókn,
sem fá að horfa á nýju konuna og
gera grín.
Þetta er kjarninn í stuttmynd-
inni Yes yes, eftir Maríu Reyndal,
sem var frumsýnd á Reykjavik
Shorts & Docs kvikmyndahátíðinni
fyrir réttum mánuði. María hefur
getið sér gott orð fyrir handritaskrif
og leik í grínþáttunum Stelpunum.
Hún kveðst þó sjálf alltaf hafa al-
varlegan undirtón í sínum verkum.
Slíkt sé nánast óhjákvæmilegt.
María Reyndal
kvikmyndaleikstjóri
hyggst fara með
nýja stuttmynd
sína, Yes yes, á milli
skóla og stofnana
til að vekja máls á
aðstæðum erlendra
kvenna sem koma
til landsins til þess
að giftast íslensk-
um körlum. Mynd
Maríu fjallar um
taílenska konu sem
kemur til landsins
og maður hennar
hefur hana til sýnis
fyrir vini sína.
María Reyndal „Nú ætla ég að gera
heimildamynd um islenskt skólakerfi.“
M
Y
N
D
IR
S
Ig
TR
Y
g
g
U
R
A
R
I J
ó
H
A
N
N
SS
o
N
Dead Space 2
Tegund: Skotleikur
Spilast á: PS3
Framleiðandi: Electronic Arts / Visceral
Games
Tölvuleikur
Einar Þór
Sigurðsson
gæsahúð Dead Space 2 er virkilega flottur leikur
en bætir í sjálfu sér ekki miklu við forvera sinn.