Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 15
Fréttir | 15Helgarblað 25.–27. febrúar 2011 Börnum, sem verða vitni að heimil- isofbeldi, standa fá eða engin úrræði til boða af hálfu félagslega kerfisins í Reykjavík. Lítið sem ekkert samráð virðist vera á milli þeirra stofnana sem að þessum málaflokki koma. Ekki er rætt við börnin eða á þau hlustað og fjölda heimilisofbeld- ismála, sem tilkynnt eru til barna- verndar, lýkur með bréfi til þolanda ofbeldisins, oftast móður, með al- mennum upplýsingum um úr- ræði en án frekari eftirfylgdar. Þetta eru helstu niðurstöður í rannsókn Barnaheilla – Save the Child ren á Ís- landi á stuðningi við þessi börn en hún var kynnt á málþingi samtak- anna um sama efni fimmtudaginn 17. febrúar. Gap á milli væntinga Í skýrslu Barnaheilla stendur að þeg- ar litið sé yfir það verklag sem tíðkist í Reykjavík í málum af þessum toga megi segja að flestir líti svo á að með því að tilkynna um mál til barna- verndar sé tryggt að börn sem verði vitni að heimilisofbeldi fái þann stuðning og öryggi sem þau þurfi. Þar kemur einnig fram að í raun og veru sé gap á milli þeirra væntinga sem viðmælendur hafi til barna- verndar og þess hvernig barnavernd taki og geti tekið á málum. Í félags- lega kerfinu virðist hvorki vera skim- að sérstaklega eftir því hvort börn verði vitni að heimilisofbeldi né lagt markvisst mat á líðan þeirra svo hægt sé að veita þeim viðeigandi að- stoð. Í dag er í boði eitt hópúrræði á vegum Barnaverndarstofu fyrir börn sem orðið hafa vitni að heimilisof- beldi. Skilyrði fyrir þátttöku í þeirri meðferð er að ofbeldi sé ekki leng- ur til staðar á heimilinu, barnið sé eldra en fimm ára og tali íslensku. Ekki rætt við börnin Samkvæmt viðmælendum hjá lög- reglu, barnavernd og félagsþjón- ustu virðist almennt ekki vera rætt við börn sem búa á heimilum þar sem ofbeldi á sér stað gegn mæðr- um þeirra. Lögreglan ræðir yfir- leitt ekki við börn á heimilum í út- köllum vegna heimilisofbeldis, nema ef börnin hafa sjálf orðið fyr- ir líkam legu ofbeldi. Barnavernd hittir börnin eingöngu ef ákveðið er að hefja könnun á málinu, sem er í minnihluta tilvika. Barnavernd hefur takmörkuð úrræði á sínum snærum fyrir börn sem búa við og/eða hafa orðið vitni að ofbeldi gegn móður eða milli foreldra. Eins og áður hefur komið fram hefur Barnaverndarstofa frá byrjun árs 2010, starfrækt tilrauna- verkefni þar sem börnum sem hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og/ eða orðið vitni að heimilisofbeldi er veitt áfallamiðuð sálfræðimeðferð. Það úrræði er hins vegar eingöngu í boði fyrir börn sem búa ekki leng- ur við ofbeldi á heimilum sínum. Hins vegar vantar úrræði til að að- stoða börn og mæður þeirra til að komast í öryggi og fá nauðsynlegan stuðning. Áföll rista djúft Í skýrslunni kemur fram að niður- stöður taugavísindarannsókna gefi til kynna að afleiðingar áfalla hjá börnum risti dýpra en áður var tal- ið. Heili barna er sérstaklega við- kvæmur gagnvart streitu þar sem hann er að þroskast. Núorðið er það viðurkennt að barn, sem verð- ur vitni að ofbeldi gegn móður eða milli foreldra, getur þróað með sér áfallastreituröskun. Áföll leiða til aukinnar losunar streituhormóns og breytinga í heila. Sú vanlíðan, sem fylgir einkennum áfallastreitu- röskunar, getur valdið börnum frekari erfiðleikum við að bregðast við streitu og þannig er mikil hætta á að börnin þrói með sér frekari geðræn vandkvæði. Þar af leiðandi er mikilvægt að koma börnunum til aðstoðar sem fyrst. Bent hefur ver- ið á hættuna á því að áfallastreitu- röskun eða aðrar kvíðaraskanir séu ranglega greindar hjá börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi, til dæmis sem athyglisbrestur með eða án of- virkni. Vantar samskipti milli lögreglu og barnaverndar Lögreglan tilynnir til barnaverndar öll mál þar sem börn koma við sögu. Ekki er þó um eiginlegar barna- verndartilkynningar að ræða held- ur eru afrit af lögregluskýrslum og dagbókarfærslum lögreglumanna um aðstæður á vettvangi sendar til barnaverndar með ábyrgðarpósti. Áður sat sérstakur starfsmaður hjá forvarnardeild lögreglunnar fundi með Barnavernd Reykjavíkur og kom málum frá lögreglu til barna- verndar. Fyrir um tveimur árum var þessari deild lokað í sparnað- arskyni. Frá þeim tíma virðast ekki hafa verið regluleg samskipti á milli lögreglu og barnaverndar. horfi ég og hugsa með mér hvort eitthvað gæti verið að.“ Beitti eigin börn ofbeldi Eftir að hafa farið að heiman átján ára gifti hún sig og eignaðist með eig- inmanni sínum fjögur börn. Hjóna- bandið var stormasamt og þau rifust mikið. Hún var mjög háð manni sín- um sem var sterki aðilinn í samband- inu. „Ég fór vitlaust forrituð út í lífið. Ég kunni ekkert að vera foreldri og það má segja að ég hafi beitt mín börn andlegu ofbeldi. Það er í raun bein afleiðing þess sem ég lenti sjálf í sem barn og unglingur. Ég lærði ekki það sem börn og unglingar eiga að læra og í raun staðnaði í þroska. Ég fór að reyna að stjórna mínum börnum eins og pabbi hafði stjórnað mér. Þau aft- ur á móti létu ekki stjórna sér og það upplifði ég sem vanvirðingu af þeirra hálfu. Vanvirðing var það sem ég ótt- aðist mest. En börn eru næm. Ég bar ekki virðingu fyrir sjálfri mér og þar af leiðandi báru þau ekki virðingu fyrir mér. Þegar manneskja elst upp við stöðugan ótta og óöryggi lærir hún allt öðruvísi viðbrögð. Þegar ég lendi í ógnandi aðstæðum er ég góð. Þá hugsa ég skýrt og veit hvað ég á að gera. En í kærleiksríkum, góðum að- stæðum funkeraði ég ekki, eins og í samskiptum við börnin mín. Svona manneskjur eins og ég eru hættulegar umhverfi sínu.“ Var gefið áfengi átta ára Eftir að Björg hætti að drekka fyrir þremur árum urðu mikil straumhvörf í lífi hennar. Með hjálp tólf spora kerf- isins og stuðningi systra sinna hef- ur hún náð miklum bata sem ann- ars hafði komið í smáum skrefum frá því hún leitaði sér fyrst aðstoðar hjá Stíga mótum. Fram að því var hún í mikilli afneitun og enn að berjast við þá varnarmúra sem hún hafði komið sér upp. „Mér var fyrst gefið áfengi og eit- urlyf þegar ég var átta ára. Þá var pabbi að fara með okkur til einhverra karla úti í bæ sem misnotuðu okkur og hann gaf okkur spítt til að halda okkur vakandi og gera okkur líflegri. Þegar ég eltist fannst mér ég þurfa að hafa mikla stjórn á öllu í kringum mig og og drakk kannski bara með löngu millibili. Mér fannst alkar vera þeir sem drekka á hverjum degi. Ég ætlaði heldur ekki að vera eins og pabbi, það átti ekkert að tengja mig við hann, svo ég var í mikilli afneitun mjög lengi. En þessi skaði sem ég hef valdið börnunum mínum og þeir erfiðleik- ar sem ég hef átt við að stríða í hjóna- bandi og í samskiptum mínum við aðra varð ekki til vegna drykkju. Ég notaði áfengi til að deyfa mig því ég meikaði ekki lífið. Sem betur fer sá ég smám saman þegar börnin mín urðu unglingar að það var ekki í lagi með mig, ég varð að gera eitthvað í mínum málum og það ýtti mér smám saman út á rétta braut. Ég hef beðið börnin mín fyrirgefningar en ég veit að ég get aldrei breytt fortíðinni.“ Það er alltaf leið út Björg segir mjög mikilvægt að konur sem upplifa sig fastar í ofbeldisfullu sambandi viti að það er alltaf und- ankomuleið. Hún segir ekki síður mikil vægt að þeir sem komi að mál- efnum tengdum ofbeldi og börnum tali við og hlusti á hvað börnin hafi að segja. „Það er of mikið einblínt á réttindi foreldra og börnin eiga til að gleymast. Ég trúi því að þrátt fyr- ir varnarmúrana sem ég hafði kom- ið mér upp hefði einhver eins og sál- fræðingur eða lögregla getað brotið sér leið í gegnum hann ef hann hefði aðeins talað við mig og hlustað eftir merkjum.“ Sóttu styrk hver í aðra „Þegar ég horfi til baka sé ég hversu mikinn styrk við systurnar höfðum hver af annarri. Ég er ekki viss um að ég hefði lifað þetta af, eða að minnsta kosti ekki eins vel og ég gerði, ef ég hefði verið bara ein. Tilhugsunin um að barnaverndaryfirvöld hefðu komið þarna inn og tekið okkur frá mömmu eða tvístrað okkur systrun- um í sundur er hræðileg. Þegar ég var barn dreymdi mig um að verða bjarg- að, en ég held að það hafi verið sam- heldni okkar systra og ást mömmu sem bjargaði okkur, þó svo að mamma hafi ekki getað bjargað okk- ur frá öllu ofbeldinu. Hún vakti okk- ur á hverjum morgni og sendi okkur í skólann, eldaði mat handa okkur og hélt heimilinu gangandi. Í dag er ég mjög þakklát fyrir að okkur var ekki stíað í sundur en ég hefði óskað þess að mamma hefði fengið meiri styrk þegar hún var að reyna að fara frá föður mínum. Ég er í rauninni mjög þakklát fyrir hvað ég er í dag, því líf mitt gæti hafa farið miklu verr. Í rauninni verð ég oft hissa að við fórum ekki verr út úr þessu öllu saman En mín bíður þó það lífstíðar- verkefni að vinna úr afleiðingum of- beldisins,“ segir þessi hugrakka kona að lokum. Börnunum ekki sinnt n Gap á milli væntinga fólks til barnaverndar og með- höndlunar mála n Börn með áfallastreituröskun vegna ofbeldis ranglega greind með athyglisbrest og ofvirkni Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Ótti og óöryggi Börn sem búa við heimilisofbeldi eiga á hættu að þróa með sér geðræn vandamál síðar á lífsleiðinni. MYNDIN TENGIST FRÉTTINNI EKKI BEINT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.