Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 62
62 | Sport 25.–27. febrúar 2011 Helgarblað n Arsenal og Birmingham mætast í úrslitum enska deildarbikarsins á sunnudaginn n Arsenal hefur ekki unnið stóran bikar í sex ár, Birmingham ekki í 48 ár n Er þetta Arsenal-liðið sem dustar rykið af bikaraskápnum á Emirates? n Birmingham í eigu moldríks Kínverja sem vill stóra hluti LANGRI BIÐ MUN LJÚKA Síðast 2005 Patrick Vieira tók við síðasta bikar Arsenal árið 2005. Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is „Við ætlum okkur að vinna titla í ár og það sést alveg að við erum tilbúnir í það Alexander Song Miðjumaður Arsenal Löng bið Bæði Arsenal og Birmingham hafa þurft að bíða lengi eftir titlum. Fyrsti bikar ársins á Englandi fer á loft á Wembley-leikvanginum á sunnudagskvöldið þegar Arsen- al og Birmingham mætast í úrslit- um enska deildarbikarsins. Ljóst er að langri bið eftir titlum mun ljúka, sama hvort liðið ber sigur úr býtum. Bið Birmingham er öllu lengri en það hefur ekki unnið stóran titil frá því það hampaði sigri í deildarbikarn- um árið 1963. Birmingham hefur því ekki unnið alvöru titil í ein 48 ár. Bið Arsenal er öllu styttri en sex ár hjá þannig stórliði telst sem heil eilífð. Arsene Wenger hefur verið að koma upp liði sem á að geta barist um alla stærstu titlana og enn sem komið er berst Arsenal á öllum vígstöðvum. Það er komið í úrslitaleik deildarbik- arsins, átta liða úrslit enska bikars- ins, leiðir einvígi sitt gegn Barcelona í 16 liða úrslitum Meistaradeildar- innar og er aðeins einu stigi á eftir Manchester United í baráttunni um sjálfan Englandsmeistaratitilinn. Að lyfta bikar á sunnudaginn gæti ein- mitt verið það sem Arsenal-liðið vantar. Finna sigurtilfinninguna og fá blóð á tennurnar. Sex ára bið Síðasti titill sem Arsenal vann var enski bikarinn árið 2005. Liðið hafði þá sigur í vítaspyrnukeppni gegn Manchester United eftir marka- lausan leik. Þar var það Patrick Vi- eira sem skoraði síðasta markið sem tryggði sigurinn. Síðan þá hefur Ars- enal ekki unnið titil en komst þó ná- lægt því árið 2006 þegar liðið tapaði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Barcelona, 2–1. Eftir að hið ósigrandi lið Arsenal frá tímabilinu 2003/2004 fór að leysast upp ákvað Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, að veðja á yngri menn. „Hið efnilega lið Ars- enal“ hefur verið orðatiltækið und- anfarin ár og alltaf hefur verið beð- ið eftir að þessir strákar þroskist. Í ár virðist sú stund vera runnin upp. Cesc Fabregas keyrir lið sitt áfram eins og herforingi og væri það með alvöru miðvörð væri liðið án efa með góða stöðu á toppi ensku úr- valsdeildarinnar. Þó deildarbikarinn sé ekki stærsti titillinn sem hægt er að vinna og oft kallaður „plastbikarinn“ gæti skipt Arsenal-liðið máli að lyfta bikar. Það gæti verið nákvæmlega það sem lið- ið vantar til að vita hvernig á að klára stóra leiki. Kínverjinn vill stóra hluti Birmingham hefur ekki haft mikið til að guma af á knattspyrnuvellin- um undanfarna áratugi. Liðið hef- ur lengi staðið í skugganum á stóra bróður í Birmingham-borg, Aston Villa. Félagið á þó að baki fjóra Eng- landsmeistaratitla en sá síðasti kom árið 1955. Síðast þegar liðið vann al- vöru titil, að undanskildum fram- rúðubikarnum, var árið 1963 þeg- ar Birmingham fagnaði einmitt sigri í deildarbikarnum. Síðan þá hefur Birmingham þurft að sætta sig við sigra í neðrideildar bikarkeppnum og sigra í neðri deildum enska bolt- ans. Birmingham ætlar sér þó stóra hluti á næstu árum og er gengi liðs- ins í ár nokkur vonbrigði. Fyrir þrem- ur árum keypti kínverskur viðskipta- maður að nafni Carson Yeung félagið eftir að David Gold og David Sulli- van hrökkluðust frá borði. Yeung er stórhuga og var ánægður með gengi liðsins í fyrra þegar það náði að enda tímabilið í efri hluta töflunnar. Hann hefur verið duglegur að dæla peningum í klúbbinn og hafði til dæmis lítið fyrir því að henda fimm milljónum punda í markvörð- inn Ben Foster þegar upp kom sú staða að liðið var markvarðarlaust eftir síðasta tímabil. Birmingham er sem stendur í fimmtánda sæti og á ekki möguleika á Evrópusæti í gegn- um deildarkeppnina eins og Yeung stefnir á en hann hefur orðið fyrir vonbrigðum með gengi liðsins í ár. Annað sætið dugar ekki í Evrópu Til að gera deildarbikarinn stærri var ákveðið fyrir nokkrum árum að fyrir sigur í honum fengist sæti í Evr- ópudeildinni, þá Evrópukeppni fé- lagsliða. Birmingham dugar þó ekki bara að spila leikinn til að komast í Evrópukeppnina þó svo Arsenal muni án efa komast í Meistaradeild- ina og skilja þannig sætið Í Evrópu- deildinni eftir. Í staðinn fyrir að sæt- ið flytjist niður á liðið sem lendir í öðru sæti deildarbikarsins fer það í staðinn í deildarkeppnina og fær því liðið í sjötta sæti þar keppnis- rétt í Evrópu að ári takist Arsenal að vinna leikinn. Sama gildir um enska bikarinn. Vinni lið enska bikarinn sem fær einnig keppnisrétt í Meist- aradeildinni bætist sætið við deild- arkeppnina og fær þá liðið í sjöunda sæti keppnisrétt í Evrópudeildinni. Mikilvægt að Hleb verði með Alexander Hleb, fyrrverandi leik- maður Arsenal, sem leikur nú með Birmingham er tæpur fyrir leikinn og óvíst er með þátttöku hans. „Við erum ekki búnir að útiloka að hann verði með. Við erum ennþá að skoða þetta. Hnéð leit betur út en gert var ráð fyrir en við óttuðumst að um sködduð liðbönd væri að ræða. Það er smá bólga í því en við munum sjá hvernig þetta kemur út,“ segir Alex McLeish, stjóri Birmingham. „Hleb er mjög fljótur og getur tekið alla varnarmenn á. Það verð- ur okkur erfitt ef hann verður ekki með. Hann er alveg frábær fótbolta- maður með mikla reynslu og því væri það okkur ómetanlegt að hann gæti spilað. Okkur hlakkar alla til að spila þennan leik. Það verður ekkert nema frábært að fá að spila á Wembley. Það er þó lykilatriði að við höldum okkur á jörðinni því við erum að fara spila við frábært Arsenal-lið,“ segir McLeish. Alexander Song, miðjumaður Arsenal, hefur átt gott tímabil og hann fagnar því að vera loksins kom- inn aftur í úrslitaleik. „Við ætlum okkur að vinna titla í ár og það sést alveg að við erum tilbúnir í það. Þetta gæti verið fyrsti af nokkrum í ár. Það þarf þó að spila leikinn fyrst. Birm- ingham er með sterkt lið sem getur svo sannarlega varist. Mér finnst við með betra lið en það telur ekki alltaf í svona úrslitaleikjum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.