Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 72
Konung- legur úrsmiður! Arnar Gauti á Birtíng n Tískufrömuðurinn Arnar Gauti Sverrisson hefur að mestu haldið sig fjarri fjölmiðlum undanfarin ár. Á því hefur nú hins vegar orðið breyting því hann er kominn til starfa hjá útgáfu- félaginu Birtíngi sem gefur meðal annars út tímaritin Mannlíf, Vikuna og Nýtt Líf. Arnar Gauti er að sjálfsögðu ráðinn inn vegna þekkingar sinnar á tísku, en hjá Birtíngi vinnur hann sem stílisti við tískumynda- tökur fyrir tímaritin. Segja má að Arnar Gauti leysi nú af annan landsfrægan tískusérfræð- ing, sjálfan Haffa Haff, sem starfaði áður sem stílisti hjá Birtíngi. Haffi hætti hins vegar hjá fyrirtækinu fyrir nokkru. Grikklandskonungur keypti úr hjá Gilberti n Konstantín II, konungur Grikk- lands, var á Íslandi í vikunni sem leið. Á meðan hann dvaldi hér lagði hann leið sína til Gilberts úrsmiðs og keypti sér úr. Þetta kemur fram á Facebook- síðu verslunarinnar. Einnig er þar að finna mynd af þeim félögum en Gilbert hefur væntanlega verið ánægður með heimsókn- ina. Konstantín konungur er þó ekki fyrsta fræga manneskjan sem heimsækir búðina en á síðunni má einnig sjá myndir af úrsmiðnum með Quentin Tarantino og Eli Roth, Viggo Mor- tensen, Jude Law og Ian Anderson úr hljómsveitinni Jethro Tull. Lilja segir Audda og Sveppa frá öllu n Fyrirsætan Lilja Ingibjargardóttir, sem hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga, verður í Audda og Sveppa á föstudagskvöld, þætti þeirra Auðuns Blöndals og Sverris Þórs Sverrissonar. Þar mun Lilja leysa frá skjóðunni um umdeilt einkapartí sem haldið verður á skemmtistaðn- um Re-play á laugardagskvöld. Sem kunnugt er var Lilja einn skipuleggj- enda partísins, ásamt þeim Hildi Líf og Lindu Ýri. Það var hins vegar sameiginleg ákvörðun þeirra þriggja að Lilja myndi draga sig út úr skipulagning- unni. Lilja mun meðal annars ræða fjaðrafokið í kringum gleðskap- inn sem aðeins er ætlaður fólki sem er „í bransanum“. Þá mun hún einnig segja frá kvöldinu þegar hún hitti Gossip Girl-stjörnuna Ed Westwick. „Við byrjuðum að æfa fyrir ári. Fyrst vorum við um fimmtán en nú eru svona þrjátíu að æfa þegar vel viðrar,“ segir Kristinn Þór Sigurjónsson, liðs- maður Rugbyfélags Reykjavíkur, fyrsta rúbbíliðsins á Íslandi. Þann 3. febrúar var rúbbí samþykkt sem íþróttagrein innan ÍSÍ og er því nýjasta íþróttagrein- in þar inni. Bæði var samþykkt fimmtán manna rúbbí og sjö manna en síðari greinin verður til sýnis á Ólympíuleikunum í Lundúnum á næsta ári en 2016 í Bras- ilíu verður hún orðin fullgild Ólympíu- íþrótt. Rúbbí er stundað í 100 löndum og er hvað umsvifamest á Bretlandi, í Frakklandi, Suður-Afríku og á Nýja-Sjá- landi. En hvers vegna fóru Íslendingar að æfa rúbbí? „Það eru Bretar búsett- ir hér á landi sem æfðu þetta á sínum tíma. Þeir voru hissa á því að rúbbí væri ekki spilað á Íslandi og drifu þetta því af stað. Þeim fannst þetta henta vel fyr- ir líkamsbyggingu Íslendinga,“ segir Kristinn Þór. Von er á tveimur nýjum félögum bráðlega. „Það er eitt lið búið að fara í gegnum skráningarferlið [Rugbyfé- lag Reykjavíkur innsk. blm.] og svo eru tvö önnur sem óformlega er búið að stofna. Annað þeirra heitir Stormur og svo er eitt annað í Kópavogi í bígerð,“ segir Kristinn Þór og bætir við að Ís- landsmót verði haldið þegar þessi þrjú lið eru öll formlega komin í gang. Von er þó á bandarísku liði hingað til lands í sumar sem mun etja kappi við Rugby- félag Reykjavíkur. Þá fór liðið utan til Danmerkur síðastliðið sumar og vann þar tvo leiki af sex á móti í sjö manna rúbbíi. Vilji menn prófa segir Kristinn að best sé að líta við á æfingu. „Við æfum á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum að Hlíðarenda klukkan hálf níu. En það er bara um að gera prófa,“ segir Kristinn. tomas@v.is Rúbbí er nýjasta íþróttagreinin innan ÍSÍ: „Bara um að gera að prófa“ Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HeLGArBLAÐ 25.–27. fEBRúAR 2011 24. tbl. 101. árg. leiðb. verð 595 kr. Rúbbí komið til Íslands Rúbbí er íþrótt fyrir alvörunagla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.