Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 21
Umræða | 21Helgarblað 25.–27. febrúar 2011
Reynir að
styðja Haítí
Methúsalem Þórisson rekur
kaffihúsið Café Haiti ásamt eiginkonu
sinni. Þau hjónin hafa síðustu ár reynt
að styðja fólkið á Haítí með bæði
fjárframlögum og öðrum nauðsynjum.
Hver er maðurinn?
„Ég er heimsborgari en fæddur í Reykjavík
af foreldrum austan af Vopnafirði, gekk
í Gaggó-vest og Samvinnuskólann og
rek í dag ásamt, konu minni, kaffihúsið
Café Haiti. Ég er húmanisti og er að reyna
að finna einbeitingu og orku til að koma
húmanistaflokknum á kortið og í umræðuna
þannig að hann verði orðið verkfæri
fyrir einhverja til þess að gefa þjóðfélaginu
jákvæða stefnu.“
Hvað heldur þér gangandi?
„Það er vonin um að við, ég og allir aðrir sem
vilja, getum skapað heim og þjóðfélag þar
sem að fólki líður vel og þar sem að bestu
eiginleikar allra fá notið sín til hagsbóta
fyrir alla.“
Hvað ertu að gera þessa dagana?
„Ég er að þreyja þorrann og góuna hérna í
kaffihúsinu og að reyna að láta reksturinn
ganga upp því þetta er rólegasti tíminn. Við
erum að vinna með fólki sem kemur hérna
og syngur, eins og brasilíska söngkonan
Jussanam Dejah.“
Hversu lengi hefur þú verið með söfnun
fyrir íbúa á Haítí?
„Hún Elda konan mín og ég erum alltaf að
senda fólki þar, alveg frá því að hún kom
hingað, einhvern stuðning. Það er alveg
frá því árið 2006 sem við höfum verið að
senda eitthvað, en við höfum ekki verið með
eiginlega söfnun síðan jarðskjálftarnir riðu
yfir. Dóttir mín. Jóhanna Methúsalemsdótt-
ir, hefur gefið okkur skart sem við höfum
getað selt hér til stuðnings fyrir Haítí og
svo er fólk öðru hverju að leggja eitthvað af
mörkum.“
Þekkirðu vel til á Haítí sjálfur?
„Já, nokkuð vel. Ég hef búið þar allt í allt í
um eitt ár, þannig að ég þekki svolítið til. Við
Elda bjuggum í höfuðborginni þar og ég hef
farið svolítið um landið, þannig að ég þekki
svolítið til.“
Er framtíð á Haítí björt?
„Það er erfitt að sjá það en auðvitað vonar
maður alltaf að það rætist úr. Haítí er bara
eitt af þessum fátæku löndum sem verða
undir í þessum heimskapítalisma. Það eru
fjölþjóðleg fyrirtæki sem ráða verði og ráða
markaði og þeir sem ekki eru með í því bera
ekki mikið úr býtum.“
„Nei, ég á ekki sundbol. Ekki fer ég nakin.“
Bergþóra Snæbjörnsdóttir
26 ára stúdent
„Nei, aldrei, það er svo dýrt.“
Hekla Björt Helgadóttir
25 ára stúdent
„Nei.“
Sigríður Margrét Snorradóttir
45 ára starfsmaður Landsbankans
„Eins oft og ég get.“
Atli Viðar Þorsteinsson
27 ára pródúsent
„Já, já, stundum.“
Sigurjón Gunnarsson
11 ára nemi
Maður dagsins
Ferð þú oft í sund?
Meira silfur Hljómsveitin Endless Dark hélt útgáfutónleika nýverið en meðlimir sveitarinnar létu húðflúra á hendur sínar orðið Endless nokkrum dögum áður en
tónleikarnir voru haldnir. Mynd RóBERt REyniSSon
Myndin
Dómstóll götunnar
U ppreisnin hófst í Túnis, smit-aðist fljótt yfir til Egyptaland þar sem Hosni Mubarak var
hrakinn frá völdum eftir einarða
kröfu um almennilegar lýðræðis-
umbætur. Nú sækir mannfjöldinn
að Muammar al-Gaddafí Líbíuleið-
toga sem þóttafullur býður fólkinu
birginn og steytir byltingarhnefann
framan í eigin þjóð um leið og hann
sigar fylgjendum sínum á uppreisn-
armenn. Mótmælaaldan virðist
magnast með hverjum deginum, svo
mjög að spyrja má hvort fjórða bylgja
lýðræðisins sé loksins risin og hafi nú
skollið á ströndum Norður-Afríku.
Á öndverðum tíunda áratugnum
ritaði bandaríski stjórnmálafræð-
ingurinn Samuel P. Huntington sína
áhrifamiklu bók um þriðju lýðræðis-
bylgjuna (e. The Third Wave). Sam-
kvæmt kenningunni gengur lýðræð-
isþróunin í aðgreindum bylgjum,
lýðræðið sæki fram af krafti yfir af-
mörkuð tímabil en mæti svo gagn-
hreyfingum einræðis sem yfirleitt
fylgi á eftir. Þannig færist lýðræðið
fram um tvö skref en hörfi svo eitt til
baka undan bakflæðinu. Og þannig
koll af kolli.
Fyrsta lýðræðisbylgjan
Fyrsta lýðræðisbylgjan í seinni tíð
á samkvæmt þessu rætur að rekja
til hugmyndastrauma upplýsinga-
stefnunnar á átjándu og nítjándu öld
sem meðal annars leiddi til stjórnar-
byltinganna í Frakklandi og Banda-
ríkjunum. Grundvöllinn má jafnvel
rekja aftar, til þingræðishugmynda í
Englandi og lýðræðistilrauna í Sviss á
sautjándu öldinni. Í kjölfarið breidd-
ust lýðræðishugmyndir út víða um
Evrópu og náðu til skamms tíma til
ríkja á borð við Ítalíu og landa hins
fallna Habsborgarveldis, eða allt
fram að aðdraganda fyrri heims-
styrjaldar þegar gagnbylgjan hófst
með útbreiðslu alræðishugmynda
sem gagntóku Evrópu í hroðalegum
hörmungum.
Samkvæmt þessum skilningi má
einnig rekja lýðræðisþróun á Írlandi
og Íslandi, fyrrum nýlenda voldugra
nágrannaríkja, til fyrstu bylgjunnar.
Önnur lýðræðisbylgjan
Önnur lýðræðisbylgjan reis svo í kjöl-
far seinni heimsstyrjaldar og náði
fyrst til ríkja á áhrifasvæði Banda-
manna, svo sem Vestur-Þýskalands,
Ítalíu, Austurríkis, Grikklands og
Tyrklands. Önnur bylgjan varði mun
skemur í tíma en sú fyrsta en náði þó
langt út fyrir Vesturlönd, svo sem til
Japans og Kóreu áður en hún skall á
Úrúgvæ, Brasilíu og Kostaríka í Suð-
ur-Ameríku. Þaðan hélt bylgjuhreyf-
ing lýðræðisins yfir til Asíuríkjanna
Indlands, Indónesíu, Srí Lanka og
Filippseyja og svo áfram til Níger-
íu í Afríku. Sem fyrr reið gagnbylgja
alræðis einnig yfir á sjöunda og átt-
unda áratugnum þegar Suður-Amer-
íkuríki á borð við Argentínu, Bólivíu,
Brasilíu, Ekvador, Perú og Síle urðu
harðræði að bráð auk ríkja í Asíu. Í
Evrópu féll Grikkland undir herfor-
ingjastjórn árið 1965.
Þriðja lýðræðisbylgjan
Þriðja bylgjan reis svo af ógnarkrafti
þegar Portúgalar og Spánverjar hristu
einræðisstjórnir af sér um miðjan átt-
unda áratunginn en Huntingon rekur
þriðju bylgjuna svo áfram til þrjátíu
ríkja í Evrópu, Asíu og Suður-Amer-
íku. Þeirra á meðal eru Ekvador, Perú,
Argentína, Úrúgvæ, Hondúras, Ind-
land, Filippseyjar, Kórea og Pakist-
an. Eftir að hafa mallað í hægagangi
lengst af á níunda áratugnum, í ríkj-
um á borð við Pólland og Ungverja-
land, reis þriðja bylgjan svo á ný und-
ir lok áratugarins og skall af fullum
þunga á kommúnistaríkjum Austur-
Evrópu. Afleiðingar þess þekkjum við
vel og óþarfi að rekja nánar hér.
Fjórða lýðræðisbylgjan
Í þessu samhengi eru atburðirnir í
Túnis, Egyptalandi og nú síðast í Líb-
íu einstaklega athyglisverðir því sag-
an sýnir að þegar bylgjuhreyfingar
lýðræðisumbóta fara á annað borð af
stað af almennilegum krafti, eins og
nú hillir undir í ríkjum Norður-Afríku,
reynist einræðisherrum og harðstjór-
um oft örðugt að ráða við þróun mála
og smitunaráhrifin geta verið slík að
ómögulegt er að sjá fyrir hvert öldu-
áhrifin leiða. Spyrja má hvort lýðræð-
isbylgjan skelli næst á einræðisríkjum
Mið-Austurlanda, svo sem Sádi Arab-
íu, Sýrlandi og jafnvel Íran.
En það er vissulega of snemmt
að fagna því sagan sýnir jú einnig að
miklum lýðræðisbylgjum fylgja gjarn-
an gagnbylgjur einræðis og harðræð-
is. Því er vissara fyrir unnendur lýð-
ræðisumbóta að vera vel á verði. En
hvað svo sem öðru líður gætu spenn-
andi tímar svo sannarlega verið fram
undan.
Rís loks fjórða lýðræðisbylgjan?
Kjallari
dr. Eiríkur
Bergmann