Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 25.–27. febrúar 2011 Helgarblað „Ég var alltaf hrædd. Hrædd um að mér yrði vísað frá af því að ég liti ekki nógu vel út eða af því að ég væri of barnaleg. Ég vildi verða ein af þeim en ekki einhver smápíka eða skinka í þeirra huga. Ég vildi fá að selja fíkni- efni fyrir þau og var viss um að það myndi færa mér vinsældir, völd og peninga. Ég vildi öðlast nafn, ekki vera bara einhver, hver önnur stelpa.“ Þetta segir 21 árs stúlka sem DV ræddi við í tengslum við umfjöllun um týnd- ar stelpur. Við köllum hana Heiðu. Á tveggja ára tímabili eyddi þessi stúlka 50 dögum í neyðarvistun á Stuðlum. Hún var átján ára þegar hún var send í langtímameðferð þar sem hún áttaði sig á því að hún gæti aldrei lifað góðu lífi á meðan hún væri í fíkniefnaneyslu og tók þá ákvörðun að hætta. Síðan hefur hún staðið sig og tek- ur nú á móti blaðamanni í huggulegri íbúð sem hún leigir. Þar loga kerta- ljós og skálar fullar af nammi standa á borðum. Besta vinkona hennar er með henni, köllum hana Birtu. Hún er nítján ára. Þær kynntust í langtíma- meðferð fyrir þremur árum en eru jafn ólíkar og hugsast getur. Hafa alltaf verið það. Önnur er opin og ákveðin, hin er feimin og lítil í sér. Önnur seldi kókaín en hin drakk aðallega áfengi. Önnur stjórnaði heimilinu með því að láta vorkenna sér, hin með ofbeldi. Önnur taldi sig eiga heiminn en hin gerði tilraun til að svipta sig lífi. Þær eiga það þó sameiginlegt að báðar voru þær strokubörn sem unnu sér og sínum mikinn skaða. Þær segja sögu sína hér. Hvorug treystir sér þó til að koma fram undir nafni, af ótta við dóm almennings, höfnun og útskúf- un. „Mamma vildi hafa mig heima“ Saga þeirra er talsvert ólík en báðar hafa þær verið vistaðar í neyðarvistun á Stuðlum. Áður en viðtalið var tekið hringdi Heiða upp á Stuðla til að fá úr því skorið hversu miklum tíma hún varði þar. „Ég fékk áfall þegar ég fékk að vita að ég hefði alls verið þarna í 50 daga. Þess má geta að ég var aldrei lengi í senn, ég var alltaf örstutt inni en alveg rosalega oft.“ Hún hringdi líka í móður sína áðan til að spyrja hvernig henni hefði liðið og hvað hún hefði viljað gera öðru- vísi. „Það kom mér rosalega á óvart að henni leið alltaf rosalega illa þeg- ar hún horfði á eftir mér fara inn á neyðarvistun. Hún vildi helst hafa mig heima þar til þetta liði hjá, líkt og ég væri með kvef sem ég myndi fljótlega jafna mig á. Einu sinni bauðst mér forgangs- pláss á Stuðlum og ég átti að kom- ast inn eftir þrjá mánuði nema hvað mamma neitaði að skrifa undir. Hún gat ekki hugsað sér að litla barnið hennar færi þangað. Hún hélt alltaf að þetta myndi bara reddast. Á meðan var ég að koma heim í alls kyns ástandi og oft útúrdópuð en alltaf snerist hún í kringum mig. Bauðst til að panta pít- su, fara út í bakarí, kaupa handa mér föt eða eitthvað. Mamma og pabbi héldu að þau væru ekki að standa sig nógu vel, að þau veittu mér ekki næga athygli eða gæfu mér ekki nóg. En það var alls ekki þannig. Það var ekki ástæðan fyrir því að ég fór þessa leið.“ Spilaði á foreldrana Hún segir að foreldrar hennar hafi ver- ið „einum of meðvirkir“ og hún hafi notfært sér það. „Þeim fannst bara eins og barnið þeirra væri að fara í fangelsi þegar ég var send á neyðarvistun. Í hvert sinn voru þau alltaf mætt nokkr- um klukkutímum seinna með fullan poka af nammi, sígarettur og hvað sem ég bað um. En þetta er alls ekki eins og að vera í fangelsi þó að þetta sé lokuð deild og líti kannski svolítið gróf út. Þarna eru fimm herbergi og hver hefur sitt herbergi. Hægt er að læsa fólk inni ef það tekur köst en annars eru dyrnar opnar. Hurðirnar líkjast fangaklefahurðum, rúmin eru boltuð niður og það er skothelt gler í glugg- unum en það hefur sýnt sig að þetta borgar sig. Þetta er neyðarúrræði en ef þér líður illa getur þú fengið að tala við starfsmann. Oftast var maður bara að horfa á sjónvarpið. En ég fékk foreldra mína til að vor- kenna mér. Sagði að ég ætti svo erfitt og grét í símann. Mamma mátti ekki heyra það, þá var hún mætt að sækja mig. Ég lofaði að standa mig en var komin aftur inn á neyðarvistun viku seinna.“ Skökk í skólanum Árið 2005 fór Heiða fyrst inn á neyð- arvistun og hún var komin í lang- tímameðferð árið 2007. „Barnavernd komst í málið þegar ég hætti að mæta í skólann. Ég mætti bara þegar mér hentaði og staldraði stutt við í einu. Ef ég náði að halda út heilan dag var það saga til næsta bæjar. Yfirleitt mætti ég bara í einn, tvo tíma. Stundum fór ég út að reykja og fékk mér smá gras með og þá gat ég alveg hlegið og verið í tímum. Annars fannst mér þetta allt óþarfi, ég sá ekki fyrir mér að ég ætti einhvern tímann eftir að þurfa á þessari þekk- ingu að halda. Ég ætlaði mér bara að selja fíkniefni, það var mín framtíð- arsýn. Ég sá fyrir mér að ég gæti haft fínt upp úr því og komið mér vel fyrir. Kennararnir sáu að það var ekki í lagi. Þá komst barnavernd í málið og fylgdi mér í gegnum allt þetta ferli.“ Fékk fíkniefni gefins Dömuleg situr hún bein í baki með uppsett hár og krosslagðar fætur á meðan hún segir sögu sína. Þetta hófst með fikti. „Fyrst fékk ég fíkniefn- in gefins hjá eldra fólki sem vissi að ég myndi seinna koma að kaupa þau. Þannig varð ég háð. Eldra fólk kemur ekki í unglingapartí að ástæðulausu. Það gerir það því að það þarf að gera eitthvað þar. Svo lengdi ég útivistartímann sjálf með því að koma seinna heim en ég mátti bara til að sjá hvað myndi ger- ast. Foreldrar mínir kröfðust skýringa og ég lofaði að gera þetta ekki aftur en af því að þau urðu aldrei brjáluð gerði ég það nú samt. Mamma og pabbi eru of góð.“ „Vorkunn var minn skjöldur“ „Síðan prófaði ég að strjúka einn dag til að sjá hvernig þau myndu bregðast við. Það er bara þannig að þegar þú mátt ekki gera eitthvað, þá viltu gera það. Ég umgekkst fólk sem var miklu eldra en ég og mátti vera lengur úti en ég og mér fannst ósanngjarnt að ég mætti það ekki líka. Þannig að ég fór að segja: nei, þetta er mitt líf og ég ætla að ráða þessu sjálf. Ég umgekkst krakka sem sögðu stundum að þau mættu vera úti alla nóttina en síðan sá ég kannski að það var lýst eftir þeim í blöðunum. En ég át þetta upp eftir þeim og notaði hvert tækifæri til þess að sannfæra foreldra mína um að þeir væru ósanngjarnir, bjó jafnvel til sögur. Vorkunn var minn skjöldur og mín leið til þess að fá það sem ég vildi og ég notaði það óspart. Ég skammast mín fyrir það í dag.“ Í lögreglufylgd í neyðarvistun Fyrst var hún send á neyðarvistun út af því að hún strauk. Næst var hún send þangað eftir þvagprufu hjá barna- verndarnefnd. „Ég þóttist ekki geta pissað því ég vissi að það kæmi fullt fram í þessari prufu. Þá var mér sagt að annars færi ég beint inn á neyðar- „Ég gerði mömmu geðveika“ n Týndar stelpur segja allt n Önnur var 50 daga á neyðarvistun n Hélt hún fengi völd og vinsældir með því að selja fíkniefni n Notfærði sér sektarkennd foreldranna n Hin brotnaði alveg saman eftir nauðgun n Svaf hjá mönnum gegn vilja sínum n Beitti foreldra sína og systur ofbeldi n Reyndi að svipta sig lífi Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is „Þeir koma fram við þig eins og prins- essu þar til þeir eru búnir að vinna þig á sitt band. SV ið Se T T M y N d S ig TR y g g u R a R i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.