Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2011, Qupperneq 48
48 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 25.–27. febrúar 2011 Helgarblað Elfar Berg Sigurðsson Hljómlistarmaður og fyrrv. kaupmaður f. 21.3. 1939, d. 18.2. 2011 Karvel Pálmason Fyrrv. alþingismaður f. 13.7. 1936, d. 23.2. 2011 Sveinn Björnsson Fyrsti forseti íslenska lýðveldisins – f. 27.2. 1881, d. 25.1. 1952 Elfar fæddist á Patreksfirði og ólst þar upp til átta ára aldurs er hann flutti til Reykjavíkur með foreldrum sínum. Hann lærði prent- verk hjá Félagsprentsmiðjunni og lauk sveinsprófi í prentiðn 1960. Elfar var sölustjóri hjá Bifreið- um og landbúnaðarvélum 1965–72, starfaði hjá Landsvirkjun 1972–74 og var kaupmaður í Hafnarfirði 1974– 2000 en hóf þá störf hjá Olís og starf- aði þar fram að andláti sínu. Elfar var einn af stofnendum hljómsveitarinnar Plútó & Stef- án, (síðar lengst af Lúdó sextett og Stefán) og lengi hljómsveitarstjóri hljómsveitarinnar en hann lék með Lúdó frá 1959 og til dánardags, eða í rúma hálfa öld. Elfar sat í stjórn sjálfstæðisfélags- ins Fram í Hafnarfirði, sat í stjórn Fé- lags íslenskra hljómlistarmanna, var formaður Kaupmannafélags Hafnar- fjarðar og var forseti Kiwanisklúbbs- ins Eldborgar í Hafnarfirði. Auk þess var hann virkur í starfi Á-listans á Álftanesi. Fjölskylda Elfar kvæntist 5.9. 1965 Guðfinnu Sigurbjörnsdóttur, f. 14.2. 1945, kaupmanni. Foreldrar hennar: Sig- urbjörn Meyvantsson, sölumaður í Reykjavík, og Unnur Guðnadóttir, húsfreyja frá Stokkseyri, en þau eru bæði látin. Börn Elfars og Guðfinnu eru Unn- ur Berg, f. 30.3. 1966, starfsmaður hjá Byr sparisjóði, en sambýlismað- ur hennar er Guðgeir Magnússon, f. 21.9. 1964, verslunarmaður og eiga þau tvær dætur, Rakel Berg, f. 3.4. 1992, d. 5.4. 1992, og Guðfinnu Mar- gréti Berg, f. 11.2. 1998, d. 12.2. 1998; Bjarni Marteinn Berg, f. 20.7. 1969, flugstjóri, kvæntur Berglindi G. Li- bungan, f. 25.3. 1974, lækni og eiga þau tvær dætur, Ylfu Berg, f. 8.3. 1998, og Birnu Berg, f. 26.3. 2003. Alsystkini Elfars: Sigurrós Berg, f. 1.4. 1943, húsmóðir á Akranesi; Kristín Martino, f. 10.4. 1944, búsett í Orlando í Bandaríkjunum; Sturla Berg, f. 16.5. 1946, d. 2.12. 2003, var lengst af sjómaður og sendibílstjóri í Reykjavík; Lilja Berg, f. 12.11. 1952, búsett á Sauðárkróki. Hálfsystir Elfars, sammæðra: Hera Garðarsdóttir, f. 15.1. 1958, bú- sett í Reykjavík. Hálfsystkini Elfars, samfeðra: Hafdís Berg Sigurðardóttir, f. 17.6. 1960; Jóhann Berg Sigurðsson, f. 12.11. 1962; Sigurbjörn Berg, f. 22.4. 1967. Foreldrar Elfars: Sigurður Jó- hannsson, f. 22.10. 1909, d. 1971, bílstjóri á Patreksfirði, og Bergljót Sturludóttir, f. 2.10. 1919, d. 1992, húsmóðir. Ætt Foreldrar Sigurðar voru Jóhann Bjarnason, trésmiður á Patreksfirði og síðar í Reykjavík, og k.h., Rósa Guðmundsdóttir húsmóðir. Foreldrar Bergljótar voru Sturla Hólm Kristófersson, b. á Tungumúla á Barðaströnd og í Otradal í Arnar- firði og síðar verkamaður í Reykjavík, og k.h., Ólafía Kristín Sigurðardótt- ir. Sturla var bróðir Eiríks skipherra og Hákonar, alþm. í Haga. Sturla er sonur Kristófers, b. á Brekkuvelli Sturlusonar, b. og smiðs í Vatnsdal Einarssonar, b. í Vatnsdal Einars- sonar, b. og hreppstjóra í Kollsvík, ættföður Kollsvíkurættar Jónssonar, bróður Arnfinns, langafa Guðrún- ar, móður Kristins Guðmundsson- ar ráðherra. Systir Einars var Helga, langamma Björns Jónssonar ráð- herra, föður Sveins forseta. Helga var einnig langamma Ara Arnalds alþm., afa Ragnars Arnalds, fyrrv. ráðherra og formanns Heimssýnar. Móð- ir Sturlu var Margrét Hákonardóttir, b. á Hreggstöðum Snæbjörnssonar, b. í Dufansdal Pálssonar, b. í Álfadal Hákonarsonar, bróður Magnúsar, langafa Jóns forseta. Páll var bróðir Gunnhildar, ömmu Friðriks Eggerts, afa Sigurðar Eggerts ráðherra. Frið- rik var langafi Sturlu Friðrikssonar erfðafræðings. Útför Elfars fer fram frá Víðistaða- kirkju, mánudaginn 28.2. kl. 13.00. Karvel fæddist í Bolungarvík og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Unglingaskólann í Bol- ungarvík. Karvel var sjómaður í Bolungarvík 1950–58, verkamaður þar 1958–62, lögregluþjónn í Bolungarvík 1962–71 og jafnframt kennari við Barna- og unglingaskólann í Bolungarvík. Karvel var landskjörinn þingmað- ur Samtaka frjálslyndra og vinstri manna 1971–74, þingmaður Vest- fjarðakjördæmis fyrir Frjálslynda 1974–78, landskjörinn þingmaður 1979–83 og þingmaður Vestfjarða- kjördæmis fyrir Alþýðuflokkinn 1983–91. Karvel var formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur um árabil frá 1958, sat í hreppsnefnd Hólshrepps 1962–70, í Rannsókna- ráði ríkisins 1971–78, í fiskveiðilaga- nefnd 1971 og 1975, í stjórn Fiski- málasjóðs 1972–89, í byggðanefnd 1973, í nefnd um tekjuöflunarkerfi ríkisins 1974, var formaður þing- flokks Samtaka frjálslyndra og vinstri manna 1974–78, var varaforseti Al- þýðusambands Vestfjarða frá 1975, sat í miðstjórn ASÍ frá 1980, var vara- formaður Verkamannasambands Ís- lands frá1987, sat í stjórn Byggða- stofnunar 1991–95, og í flugráði frá 1995. Fjölskylda Karvel kvæntist 24.8. 1957, eftirlif- andi eiginkonu sinni, Mörthu Krist- ínu Sveinbjörnsdóttur, f. 27.8. 1935, húsmóður. Hún er dóttir Sveinbjörns Rögnvaldssonar og k.h., Kristínar Hálfdánardóttur sem bæði eru látin. Börn Karvels og Mörthu eru Pálmi Á. Karvelsson, f. 31.8. 1952, starfs- maður Orkubús Vestfjarða, búsett- ur í Bolungarvík, kvæntur Steinunni Guðmundsdóttur aðstoðarskóla- stjóra og eru börn þeirra Sigrún, Martha Kristín og Karvel; Kristín H. Karvelsdóttir, f. 21.11. 1953, starfs- maður við elliheimilið í Bolungar- vík, búsett í Bolungarvík, gift Sig- urði Bjarna Hjartarsyni sjómanni og eru börn þeirra Sólveig og Benedikt; Steindór Karvelsson, f. 11.1. 1958, tryggingaráðgjafi, búsettur í Kópa- vogi, kvæntur Svölu Guðmunds- dóttur bankastarfsmanni og eru börn þeirra Birta Dögg, Fannar Kar- vel og Ævar; Jónína Karvelsdóttir, f. 2.6. 1960, húsmóðir í Danmörku, gift Halldóri Geirssyni pípulagningar- manni og eru börn þeirra Helgi Geir, Hlynur Freyr og Kolmar. Systkini Karvels: Guðrún, f. 31.7. 1925, ekkja eftir Guðmund Kristj- ánsson, bæjarstjóra í Bolungarvík, nú búsett á elliheimilinu þar; Gest- ur Oddleifs Kolbeins Pálmason, f. 25.5. 1930, d. 8.9. 2006, var trésmið- ur í Bolungarvík en eftirlifandi kona hans er Sigurborg Sigurgeirsdóttir; Kristní, f. 2.9. 1943, fyrrv. verslunar- maður í Bolungarvík, gift Valdimar Gíslasyni; Sigríður Lovísa Pálma- dóttir, lést ung að árum. Foreldrar Karvels voru Pálmi Árni Karvelsson, f. 17.2. 1897, d. 22.2. 1958, sjómaður í Bolungarvík, og Jónína Eggertína Jóelsdóttir, f. 18.11. 1904, d. 20.11. 1987, ráðskona. Ætt Pálmi var sonur Karvels, sjómanns á Bæjum á Snæfjallaströnd Pálmason- ar, Árnasonar. Móðir Pálma var Rósinkransa Jónsdóttir, b. á Bæjum Jónssonar, b. á Blámýrum á Snæfjallaströnd Bjarna- sonar. Móðir Rósinkrönsu var Elísa- bet Björnsdóttir, hagyrðings í Eyr- ardal Þorvarðarsonar, b. á Skarði Jónssonar. Móðir Elísabetar var Guð- ný Jónsdóttir, b. á Laugarbóli í Ögur- hreppi Bárðarsonar yngri. Móðir Guðnýjar var Guðrún Einarsdóttir. Jónína Eggertína var dóttir Jóels Einarssonar en foreldrar hans voru Einar, formaður á Kleifum Jónsson og Jónína, dóttir Jóns, skálds Jóna- tanssonar. Móðir Jónínu Jónsdóttur var Ingibjörg, systir Guðrúnar, móð- ur Stefáns skálds frá Hvítadal. Móðir Jónínu Eggertínu var Krist- ín Árnadóttir, b. á Uppsölum. Móðir Kristínar var Guðrún Einarsdóttir, b. á Stað í Aðalvík. Móðir Guðrúnar var Ágústína Jóhanna, dóttir Eyjólfs, pr. í Garpsdal Gíslasonar, pr. á Breiða- bólstað Ólafssonar, Skálholtsbiskups Gíslasonar, lrm. í Ytri-Njarðvík. Móð- ir Ágústínu var Guðrún, dóttir séra Jóns á Bægisá og Margrétar, dóttur Boga í Hrappsey Benediktssonar og Þuríðar Bjarnadóttur. Sveinn fæddist í Kaup-mannahöfn en ólst upp í Reykjavík í for- eldrahúsum í Ísafold- arhúsinu við Austur- stræti sem nú hefur verið flutt út í Að- alstræti. Þar starf- rækti faðir hans Ísafoldarprent- smiðju og var með ritstjóraskrifstofu sína. Þar var auk þess Morgunblaðið fyrst til húsa en Ólaf- ur, bróðir Sveins, var ásamt Vilhjálmi Fin- sen stofnandi þess árið 1913. Sveinn var sonur hjón- anna Björns Jónssonar, ritstjóra Ísafoldar, alþingismanns og annars ráðherra Íslands, og k.h., Elísabetar Guðnýjar Sveinsdóttur húsmóður. Sveinn lauk stúdentsprófi alda- mótaárið 1900 og hélt síðan til Kaup- mannahafnar til að stunda laganám. Því lauk hann vorið 1907 og varð sama ár yfirréttarmálaflutnings- maður og 1920 varð hann hæsta- réttarlögmaður. Á árunum 1907–20 rak Sveinn málaflutningsskrifstofu í Reykjavík. Hann var settur mála- flutningsmaður við landsyfir- réttinn 1919. Þá var hann alþm. fyrir Sjálfstæðis- flokkinn eldri 1914–15 og síðan fyrir Heima- stjórnarflokkinn 1919–20, og gegndi starfi sendiherra Íslands í Dan- mörku 1920–24 og 1926–41. Árið 1941 var Sveinn kjörinn af Alþingi ríkisstjóri Íslands og þann 17. júni 1944 var hann kjörinn af Alþingi fyrsti forseti Íslands að Lögbergi á Þingvöllum. Hann var tvisvar endurkjör- inn án atkvæðagreiðslu. Sveinn hafði m.a. umtalsverð áhrif sem forseti á mótun varnar- mála og nýrrar utanríkisstefnu hér á landi með samskiptum sínum við Bandaríkjaforseta. Hann er eini for- setinn sem skipað hefur utanþings- stjórn en það gerði hann sem ríkis- stjóri, árið 1942. Sveinn skráði endurminningar sínar sem gefnar voru út 1957. Þá skrifaði Gylfi Gröndal bókina Sveinn Björnsson – ævisaga. Andlát Andlát Merkir Íslendingar Björn Kristjánsson Kaupmaður, bankastjóri og ráðherra – f. 26.2. 1858, d. 13.8. 1939 Björn fæddist á Hreiður- borg í Flóa, sonur hjónanna Kristj- áns Vernharðssonar, bónda þar, og k.h., Þórunnar Halldórs- dóttur. Hann nam skósmíði og stund- aði hana á árunum 1876–82, dvald- ist síðan um skeið í Kaupmanna- höfn þar sem hann stundaði meðal annars nám í tón- fræði. Hann var þó ekki síst sjálfmennt- aður, mikill lestrarhest- ur með brennandi áhuga á hinum margvíslegu mál- efnum. Hann ritaði fjölda ritlinga um bankamál, viðskipti, járnbraut- armál og verslunarmál, var mikill áhugamaður um efnafræði, stund- aði sjálfsnám í þeim fræðum og gerði m.a. efnarannsóknir á stein- tegundum. Í Reykjavík var Björn bókhaldari, bæjargjaldkeri og kaupmaður, en hann stofnsetti verslun sína, VBK, árið 1888, verslaði um skeið á horni Bankastrætis og Ingólfsstrætis, þar sem seinna var Málarinn og enn síð- ar Hús málarans. Lengst af var þó ritfangaverslun hans á Vesturgötu 4 þar sem nú er Kirsuberjatréð. Björn var alþing- ismaður á árunum 1900–31, síðustu árin fyrir Íhalds- flokkinn og Sjálf- stæðisflokkinn, enda eindreginn málssvari frjálsar verslunar. Skrif Björns um Samvinnuhreyfing- una urðu til þess að Jónas frá Hriflu skrif- aði fræga grein um Björn í Tímann. Þau skrif urðu Jónasi til skammar enda gekk hann þar lengst í rakalausu, persónulegu níðu um pólitískan andstæðing. Jónas virðist hins veg- ar hafa vitað upp á sig skömmina og átti eftir að minnast Björns á lof- samlegan hátt er Björn var allur. Björn var bankastjóri Lands- bankans á árunum 1909–18 og fjármálaráðherra árið 1917. Þá sat hann í nokkrum opinberum nefnd- um, s.s. velferðarnefnd, orðunefnd, matsnefnd Íslandsbanka og í Lands- bankanefnd. Merkir Íslendingar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.